Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 BLUP, - blup, blup, blup ... eftirHalldór Gummrsson Dr. Þorvaldur Árnason, sem rek- ur sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki varðandi kynbótamat hrossa skrifar langa grein í Morgunblaðið 1. nóv- ember sl. þar sem hann ræðir um notkun BLUP-aðferðar og fjallar um skyldleikarækt, en inn í þá umfjöllun blandast heitar tilfmning- ar um að tölvukerfið og aðferðin hafi verið gagnrýnd og síðan er gagnrýnendum líkt við nátttröll og steindranga og sagt þeim fyrir bestu að skríða í skugga og „láta lítið á sér kræla”. Síðan fjallar hann einnig um mannasiði og segir orð- rétt: „íslenskir hrossaræktarmenn verða að velja sér fulltrúa sem kunna mannasiði og geta tekið þátt í málefnalegum rökræðum við hrossaræktarráðunauta og sér- fræðinga, hrossaræktinni til fram- dráttar.” Þar sem lesendum Morgunblaðs- ins hefur ekki verið gerð grein fyr- ir þeirri gagnrýni, sem undirritaður hefur sett fram á notkun BLUP- aðferðarinnar í íslenskri hrossa- rækt, vil ég draga fram nokkur meginatriði gagnrýni minnar, (sem ég hef m.a. sett fram í greinargerð til nefndar sem Háskóli íslands til- nefndi i og greint var frá í Morgun- blaðinu í byijun október). 1. Gagnrýni á stjórn Búnaðarfé- lags íslands fyrir að kaupa dýru verði upplýsingar af ráðgjafafyrir- tæki varðandi hrossarækt, án þess að hafa nokkuð samráð um það við hrossaræktarmenn. 2. Þegar þessar samansöfnuðu upplýsingar um hrossadóma, sem byggðust á einkunnum og mismun- andi margfeldi þeirra, voru keyrðar inn í tölvu með hliðsjón af þekktri aðferð erlendis frá sem byggist á mælanlegum atriðum, svo sem fall- þunga, þyngd og stærð kjötvöðva, mjólkurmagni, fituinnihaldi, kapp- reiðatímum og hliðstæðum atriðum, kom út fyrsta tölvuspá BÍ 1986 í „Hrossaræktin I”. Spáin birtist með óskiljanlegri niðurstöðu sem var eftirfarandi, birt orðrétt úr greinar- gerð minni: Svo verður ekki hjá því komist að segja hér frá öðrum meiriháttar stóðhesti á seinni hluta aldarinnarj sem BLUP-matskerfi dr. Þorvaldar afskrifar algerlega. Þessi kynbóta- hestur er Hörður 591 frá Kolkuósi fæddur 1957. Hann stóð efstur í hópi 1. verðlauna kynbótahesta, sem dæmdir voru með afkvæmum 1966 á LM á Hólum í Hjaltadal. Að margra hyggju átti Hörður að fara þar í 1. heiðursverðlaun. Und- an Herði hafa 24 kynbótahestar verið teknir í ættbókina og mikill fjöldi hryssa. Næst skulu' hryssudómum sam- kvæmt BLUP-matskerfi gerð nokk- ur skil. Þar eru metnar á sama grundvelli ungar afkvæmalausar hryssur og eldri með afkvæmahópa í ættbók: sterkustu arfberum hrossakynsins, eftirtaldar landsþekktar kynbóta- hryssur, komust ekki á blað í BLUP-matskerfinu: nr. frá 1 Ljónslöpp 2 Skeifa 3 Venus 4 Stjarna 5 Alda 6 Mön 1817 Ketilstöðum 2799 Kirkjubæ 2870 Reykjum 2911 Árnanesi 3244 Reykjum 3926 Flatey Um doktorsritgerð Þorvaldar 3. Þegar í ljós kom á árunum eftir 1986, að þessi aðferð við hrossarækt átti að vera til grund- vallar í dómum hrossa og að óskilj- anlegar tölur birtust í dómum, sem að því er virtist mátti rekja til BLUP-aðferðarinnar, sem var þá ekki lengur nefnt spá, heldur kyn- Nr. F.ár Ættb.nr. Nafn hryssu BLUP mat 1. 1981 6189 Hremsa, Stóra-Hofi, Afkvæmalaus 5 vetra hryssa 130 2 1952 2826 Fjöður, Tungufelli Hryssan hlaut 1. heiðurs- verðlaun fyrir afkvæmi á Þingvöllum 1978 129 3 1976 4970 Kolbrún frá Sauðárkróki Virðist ekki afkvæmadæmd 129 4 1976 5776 Busla frá Stóra-Hofi Undan Náttfara 776. Dæmdist sem einstaklingur. 129 5 1978 5478 Þrá frá Hólum Undan Þætti 722. Dæmdist sem einstaklingur. 129 Sé listinn áfram og reynt að finna einhverjar af fr.ægustu kynbóta- hestamæðrum og stofn- og ætt- mæðrum landsins, þá kemur fyrst að einni frægustu ættmóður kyn- bótahróssa í Skagafirði og er þá búið að fekja til nr. 96. bótaeinkunn, varð að reyna að finna skekkjuvalda spárinnar. Því kynnti ég mér ritgerð dr. Þorvaldar og skrifaði eftirfarandi um hana í fyrr- nefndri greinargerð: „Doktorsritgerð Þorvaldar Árna- sonar vSr dæmd af þrem sænskum Nr. F.ár Ættb.nr. Nafnhryssu BLUPmat 96 1952 2794 Síða frá Sauðárkróki 120 Síðu þekkj a allir hesta- __________________________ræktendur og hestamenn á Islandi____ Ef áfram er leitað í þessum lista prófessorum, einum sænskum dós- má finna- eftirtaldar vel þekktar ent og íslenskum fjárræktarfræð- hryssur: ingi, doktor í sínum fræðum. Þessir Nr. F.ár Ættb.nr. Nafn hryssu BLUP mat 110 1961 3258 Svala frá Brunnum 119 126 1961 3241 Drottning frá Reykjum 119 129 1954 2827 Fjöður frá Sauðárkróki 119 255 1955 3201 Þota frá Innraleiti 116 259 1962 3212 VonfráHesti 116 Kynbótaeinkunn stóðhesta með a.m.k. 12 dæmd afkvæmi: Röð F.nr. Ættb.nr. Nafn kynbótahestanna BLUP matskerfi 1 1970 776 Náttfari, Ytra-Dalsg. Heiðursv. Hellu ’86 Afkv.eink. 8,11 134 2 1967 722 Þáttur, Kirkjubæ Heiðursv. Vindh.m. ’82 Afkv. eink. 8,17 130 3 1968 802 Hrafn, Holtsmúla Heiðursv. Vindh.m. ’82 Afkv. eink. 8,19 128 4 1968 747 Fáfnir, Laugarvatni 1. verðl. Þingv. ’78 (6 afkv.) Einkunn: 7,99 125 5 1964 654 Eyfirðingur, Akureyri 120 6 721 Hylur 121 7 923 Gustur 121 8 1941 260 Nökkvi, Hólmi Um 40 undaneldishestar voru notaðir víða um land undan Nökkva, þar af 22 í ættbók 120 9 1963 653 Sörli, Sauðárkróki heiðursv. afkv. Þingvöllum 1978. Náttfari hér nr. 1 er sonur Sörla 118 Hér kemur svo röð 11 stóðhesta í þessum flokki. Þar næst kemur svo röð stóðhesta, sem voru dæmd- ir af færri en 12 afkvæmum. Þar er settur samkvæmt BLUP-mats- kerfi einn af meiriháttar stóðhest- um aldarinnar. Hann fær sæti neð- arlega á listanum og er nr.: i Þetta var undarleg röðun á ung- um og eldri hryssum saman. Sumar þeirra yngri hafa ekki getað sýnt gildi sitt í afkvæmum, aðrar ríflega og enginn munur er gerður á því í reiknilistinni. Erfitt reyndist að átta sig á að sumar af frægustu ættmæðrum og menn eru: Knut Rönning, prófessor í búljárræktun og erfðum (Animal breeding and genetics) við Land- búnaðarháskólann í Uppsölum sem hefur með s.k. Quantitative gen- etics að gera. Jan Philipsson er prófessor í búfjárræktun við sænska Landbúnaðarháskólann í Uppsölum, og hans aðalgrein er nautgripa- og sauðfjárræktun. Paul Seeger er prófessor í tölfræði við sænska Landbúnaðarháskólann í Uppsölum. Stefán Aðalsteinsson er ullarfjárræktarfræðingur og starfar við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins. Eftir því sem best verður vit- að hefur enginn þessara fimm- menninga komið nærri hrossarækt eða mati á kynbótahrossum, og verða því að teljast, að mati undir- ritaðs, lítt hæfir til að dæma um notagildi þessa BLUP-matskerfis til að kynbæta og rækta íslenska gæðingakynið. Sjálf ritgerðin er safn 5 tímarits- greina úr sænsku_ búfræðiriti með 13 síðna formála. í þessum formála kemur fram á bls. 10-11 í texta upp á 43 línur, að markmið hrossaræktar séu óljós á íslandi og í texta upp á 4 línur, að hann telji umfjöllun um einkunnagjöf- ina vera utan verksviðs ritgerðar sinnar. Þar með kemur höfundurinn sér undan því að leggja mat á hinar óáreiðanlegu heimildir sem hinum flóknu reiknisaðferðum er beitt á. Hvergi annars staðar sá ég, að höfundurinn fjalli nánar um þessií 42 1937 201 Skuggi, Bjarnarnesi 118 Skuggi er faðir Nökkva (hér nr. 8). Á hans ævi voru miklu færri hross sýnd árlega, en samt fóru 87 dætur hans í ættbók. Halldór Gunnarsson „Þegar þannig er kom- ið að óskiljanlegir dóm- ar og kynbótaspár verðfella eða verðbæta hross um milljónir króna, — þá skiptir það máli og verður ekki þagað í hel.” atriði: Óljóst ræktunarmarkmið og „súbjektíva” einkunnagjöf. í doktorsritgerðinni kemur fram, að með BLUP-matskerfi megi skekkjureikna fyrir 1. dómsári, 2. aldri og 3. kyni hesta og þess get- ið, að gott væri, ef hægt væri að skekkjureikna fyrir fleiri atriðum. Þar er líka lýst reikniaðferð BLUP- matskerfisins að nokkru leyti, en ekki gerð tilraun til normaldreifíng- ar eða framsetningar á þann hátt sem þekkt er í árlegri kynbótaspá BÍ. Hann fjallar að því er séð verður ekkert nánar um, hversu óáþreifan- legir sumir þeirra tíu þátta eru, sem ganga inn í íslensku kynbótaspána, ólíkt fallþunganum, sem uppruna- lega var mældur í bandaríska BLUP-matskerfinu eða í BLUP- matskerfi sænskra hesta sem bygg- ist ekki á sömu heimildum og ís- lenska BLUP-matskerfið, heldur nákvæmt mælanlegum atriðum, svo sem kappreiðatímum og verðlaun- afé, þar sem talað er um sekúndur og krónur. Reikningsaðferðir höfundar í rit- gerðinni hafa hugsanlega innra samræmi sem stærðfræði, ef því er gleymt að þær byggja á óljósum heimildum, sem gefa að mínu viti ekki stærðfræðilegt tilefni til út- reikninga af því tagi og enn síður til þeirrar normaldreifðu framsetn- ingar sem við þekkjum í kynbótaspá BI. Rannsókn á gildi íslenska BLUP-matsins hlýtur að beinast einkum að meintu ósamræmi milli: A. ljósra heimilda og B. nákvæmra reikningsaðferða, fremur en að reikningsaðferðum út af fyrir sig. Um þetta meinta ósamræmi þurfa að fjalla tölfræðingar, sem hafa sérhæft sig í mati á heimildum að baki talna, en ekki bara í mati á tölum út af fyrir sig. Ef ósamræmi reynist vera milli eðlis heimilda og eðlis reikningsaðferða, stendur ekk- ert eftir. Ef hins vegar heimildir og reikningsaðferðir standast út- tekt stærðfræðinga eða tölvufræð- inga, þá á eftir að meta fræðin öll út frá ræktunargildi fyrir íslenska hrossastofninn og' þar þurfa að koma til að mínu mati hrossarækt- armenn sem þekkja nákvæmlega kynbótafræði og ræktunarlögmál." 4. Megin gagnrýni minni er enn ósvarað: A) Hvernig er hægt að byggja á BLUP-aðferðinni, „bestu línulegu óbrengluðu spánni” sem leggur til grundvallar einkunnagjöf í dómkerfi, sem hvergi í heiminum er notað til dómstarfa eða kynbóta- mats og hefur eðli síns vegna miklu fleiri og þyngri skekkjuvalda en mælanlegir og áþreifanlegir eigin- leikar. B) Á hvað bendir spáin, þeg- ar sett markmið eru ekki til, engin samstaða meðal hrossaræktar- mann,a, til allrar hamingju, um Ijýérnig framtíðarhgstút;inn. gjgj' a<)' vera, — Ijörið, töltið, skeiðið, brokk- ið, hvað þá hvernig útlitið eigi að vera, grannur háls eða djúpur, grönn bygging eða bolmikil o.s.frv. Gagnrýni mín höfðar til hags- muna, sem brenna á framleiðendum og hrossabændum, þeirra hags- muna, sem felast í ræktun og verð- mætum framleiðslunnar. Þegar þannig er komið að óskilj- anlegir dómar og kynbótaspár verð- fella eða verðbæta hross um milljón- ir króna, — þá skiptir það máli og verður ekki þagað í hel. Þegar þannig er komið að spá úr tölvu tekur við af því, sem horfst er í augu við og er hverjum hrossa- ræktanda inótsögn við raunveru- leika, — þá er eitthvað mikið að. Þegar þannig er komið að nær enginn þolandi þorir að gagnrýna opinberlega kerfið, vegna þess að dómar á hrossum hans kunni að breytast vegna gagnrýninnar, — þá er mikil alvara á ferðum. Þegar þannig er komið að enginn vill gagnrýna að hrossaræktarráðu- nautur, sem er formaður dómnefnd- ar, sýni eigin hross, og að dóm- nefnd verði uppvís að því að hækka fyrri dóm á stóðhesti ráðunautsins, sem ég er sannfærður um að nær enginn áhorfandi á viðkomandi sýn- ingu gat réttlætt, en við þessa hækkun varð afkvæmahryssa ráðu- nautsins sjálfkrafa einnig dæmd hæst, vegna þess að afkvæmadóm- ar byggjast ekki á dómi augnabliks- ins eins og allir aðrir dómar, heldur á kynbótaspánni, — þá virðist vera fökið í öll skjól fyrir íslenska hrossa- ræktarmenn. Þegar þannig er komið að hrossa- ræktarráðunautar og sérfræðingar tala á móti skipulagðri stofnrækt, sem er forsenda blendingsræktar og framfara í ræktun, þegar til lengri tíma er litið, en benda á tölv- uniðurstöður, án þess að gera grein fyrir forsendum eða markmiðum, — þá er kominn tími fyrir skoðana- skipti og rökræðúr. Um mannasiði og hæfni til rök- ræðna, verða þeir að dæma, sem heyra skoðanaskiptin og lesa það sem skrifað er. í mmum huga er BLUP-aðferðin fyrir íslenska hrossarækt eins og sápukúlur, sem oft sjást í fallegum litum, hægt er að mæla stærð þeirra og hraða á ferð, — en allt í einu eru þær komnar of langt í burtu og þá springa þær og þá heyrist: blup, blup, blup. Höfundur er formaður Félags hrossabænda. CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER r LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.