Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 KAUPMENN, KAUPFÉLÖG! VÖNDUÐ LEIKFÖNG ÁÆVINTÝRALEGU VERÐI litlklike/ Endingargóð og þroskandi leikföng frá (joioob) Bílar,bátar og flugvélar Lítillen heillandi heimur frá Cjjoioob) Brúðan sem brosir svo fallega Nylint SOUND MACHINE_ Mjög vandaðir bílar sem gefa frá sér raunveruleg hljóð I.GUÐMUNDSSON &Xo. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q) 91-24020 hf. Af kvótamálum eftir Tór Einarsson Það er trúlega að bera í bakka- fullan lækinn að hefja máls á kvóta- málum sjávarútvegsins, svo mjög sem þau hafa verið til umræðu á liðnum mánuðum og misserum. Ef litið er yfir farinn veg verður þó vart komizt hjá því að undrast, hversu lítt umræðum hefur í raun miðað áfram, þótt staðið hafi um árabil. Enn er deilt um grundvallar- atriði, svo sem um það hvort út- hluta eigi veiðikvótum ókeypis eða gegn gjaldi. í ljósi þess tíma sem nú er liðinn frá því þessi mál kom- ust á dagskrá og þeirrar þýðingar sem þau hafa fyrir land og þjóð, má furðu gegna að ekki hafi feng- izt lausn í öllum aðalatriðum; lausn sem flestir eru a.m.k. sæmilega sátt- ir við. Hið seinna skýrir þó að miklu leyti þá sjálfheldu, sem umræðurnar hafa leitað í: Miklir hagsmunir eru í húfi. Slíkt kostar átök. En fleira kemur til. Þar á ég við það aga- leysi sem einkennir um of þjóðmála- umræður hér hér á landi. Oftar en hitt festast þær í fari útúrsnúnings og aulafyndni. Gildir þar nánast einu hvert málefnið er. Umræður liðinna ára virðast þó hafa leitt til einnar niðurstöðu: þeirrar að meirihluti almennings er hlynntur gjaldtöku af kvótum í einni eða annarri mynd. Er sú niðurstaða ekki óeðlileg, þar sem miðin eru sameign þjóðarinnar lögum sam- kvæmt. Þessi niðurstaða gæti, frá hagfræðilegu sjónarmiði, haft um- talsverð áhrif á þær leiðir tvær sem helzt hafa verið ræddar: Úthlutun kvóta eða sölu. Mun ég víkja að þeim stuttlega hér á eftir. Ennfrem- ur vík ég að tveim röksemdum, sem títt er tefit fram gegn veiðigjaldi. „Eins og nú er komið virðist líklegast að sala veiðileyfa (hvort heldur í formi veiðigjalds eða eignafærslu til sérhvers lögráða landsmanns) sé sú leið sem lánist.” Kostirnir tveir í sinni hreinustu mynd felur ókeypis úthlutun kvóta í sér, að þeir sem útgerð reka á úthlutunar- tíma fá tiltekna hlutdeild í heildar- kvóta, til ævarandi eignar. Kvótar geta síðan gengið kaupum og sölum á markaði, án takmarkana. En þetta tvennt, úthlutun til varanlegrar eignar og óheft /ramsa/kvóta er lyk- illinn að færri skipum og minniflota, þar sem ofveiði ríkir fyrir. Á það við um flesta nytjastofna á ísland- smiðum sem kunnugt er, ekki sízt þann veigamesta, þorskstofninn. Ef kvótum er úthlutað með þeim hætti sem hér er lýst og ef útgerðarmenn geta gengið að óbreyttum leikregl- um vísum í framtíðinni, mun full hagkvæmni nást með tíð og tíma. Um þetta er út af fyrir sig varla deilt meðal hagfræðinga. En „efið” í síðustu málsgrein veldur hér miklu. Því fer nefnilega §arri að þamefndu skilyrði sé nú fullnægt. Til þess liggja ýmsar ástæður: (1) Núverandi kvótalög kveða ekki af eða á um úthlutun til varanlegrar eignar, enda sam- rýmdist það illa fyrstu grein lag- anna, en í henni segir að „nytja- stofnar á íslandsmiðum [séu] sam- eign íslenzku þjóðarinnar”. (2) Kvótum er úthlutað á skip, og ýms- ar takmarkanir á framsal kvóta, þótt minni séu en áður. Sjávarút- vegsráðherra hefur þó enn verulegt vald til inngripa á kvótamarkaði. (3) Fleiri og fleiri virðast leggjast gegn úthlutun kvóta án endurgjalds, eins og áður er getið. Sýnt þykir því, að friður tekst ekki um slíka skip- an, úr því sem komið er. Allt þetta veldur því, að full hag- kvæmni næst síður en ella. Lítill hvati er til að fækka skipum ef mennt telja meiri eða minni líkur á kvótamissi eftir fáein ár. Óvissan torveldar hér hagræðingu. Hinn kosturinn, að selja aðgang að fiskimiðunum í einni eða annarri mynd, leiðir á endanum til sömu niðurstöðu og hinn fyrri hvað hag- kvæmni varðar. Munurinn felst i því að við ókeypis úthlutun fellur rentan af aukinni hagkvæmni útgerðar- mönnum beint í skaut (þó svo fleiri njóti hennar óbeint), en með að- gangssölu dreifist hún til lands- manna allra með einhverjum hætti. Af þessu má ljóst vera, að sala veiðileyfa samrýmist öllum þeim hagrænu markmiðum sem stefnt er að með kvótakerfi — jafnvel eða betur en úthlutun án endurgjalds. Þrátt fyrir þetta er veiðigjaldi fund- ið margt til foráttu. Ég nefni hér tvennt: (1) Veiðigjald sé skattur á (illa stæða) útgerð; (2) með veiði- gjaldi aukist ríkisumsvif. Skattur á illa stæða útgerð? í fyrsta lagi er veiðigjald ekki skattur í eðli sínu. Miklu fremur er það hliðstætt greiðslu fyrir hráefni. Gjaldlausri veiði má líkja við iðn- rekstur, sem fengi hráefni fyrir ekki neitt, eða verzlun sem fengi vörulag- er sinn gefins. Þetta hefur verið svo margrakið á liðnum árum, ekki sízt í greinum hér í Morgunblaðinu, að ekki ætti að þurfa hér frekari rökstuðning. í öðru lagi hafa andstæðingar Fáein orð um vanþekkingn eftir Markús Möller Ræðan sem Þorsteinn Pálsson- flutti á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku var harla merkileg. Af köflunum sem Morgunblaðið birti í miðopnu föstudaginn 8. nóvember, sést með óyggjandi hætti að Þorstein skortir grundvallarskilning á sérstöðu sjáv- arútvegs, nánar tiltekið þeim vanda sem fylgir fijálsri sókn í sameigin- lega auðlind og á ensku er kallaður „the commons problem”. Orð Þor- steins um vanþekkingu andstæð- inga sinna eru því gijóthríð úr gler- húsi. Þeir kaflar sem afhjúpa sjávarút- vegsráðherrann eru t.d. þessir: 1) „í annan stað ræða menn um skattheimtu til þess að auka hag- ræði í sjávarútvegiiíum. Ég hef HÁSKOLI ISLANDS Endurmenntunarnefnd Áhrif samninga um EES og samræming innri markadar EB ó íslenskan matvælaiðnað Námskeiö 19. nóvember kl. 13.00-17.00 Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað matvælafræðingum, stjórnendum í matvælafyrirtækjum og öðrum, sem tengjast matvælaframleiðslu til útflutnings. Efni: Helstu efnisþættir verða: Yfirlit um stöðu samninga við EES. Hver verða helstu áhrif samninga við EES á íslenskan matvælaiðnað, einkum m.t.t. breytinga á innflutningi og útflutningi matvara? Líkleg áhrif samninga við EES á íslenskan fiskiðnað, einkum m.t.t. tolla og frekari fullvinnslu sjávarafurða. Núver- andi staða varðandi tolla á íslenskum sjávarafurðum til útflutnings til EB. Matvælalöggjöf og reglugerðir EB. Áhrif samninga við EES og samræming innri markaðar EB á íslenskan matvælaiðnaö. Væntanleg- ar kröfur EB um hollus'tuhætti við framleiðslu og markaðssetningu fisks og fiskafurða. Fyrirlesarar: Sérfræðingar frá utanríkisráðuneyti, útflutningsráði, Hollustuvernd ríkisins og Ríkismati sjávarafurða. Skráning fer fram í síma 694940, en nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarnefnd- ar í símum 694923 og 694924. hins vegar aldrei heyrt því haldið fram að aukin skattheimta sé talin líkleg til þess að auka hag- ræði á öðrum sviðum í atvinnulíf- inu. Ég hefði til að mynda gaman af að heyra eigendur Morgun- blaðsins skýra það út fyrir mér að hagræði og hagnaður af rekstri blaðsins yrði miklum mun meiri ef ríkisvaldið legði nýja skatta á pappírsnotkun blaðsins.” 2) „Sú staðreynd að takmarka hefur þurft veiðarnar kallar ekki á að ríkissjóður útdeili hagnaði sjáv- arútvegsins með miðstýrðum hætti. Takmörkun veiðanna er miklu fremur rökstuðningur fyrir því að minni kröfur. verði gerðar til skattlagningar á sjávarútveginn. Þá verður ekki séð að eitt eigi að gilda um sjávarútveginn en annað um aðrar atvinnugreinar.” Af feitletruðu köflunum er Ijóst, að Þorsteinn sér ekki neinn grundvall- armun á íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum landsmanna. Það blasir þó við í dæminu sem hann tekur um blaðaútgáfu. Það er nauðsynlegt að takmarka aðgang- inn að fiskveiðunum, en alger óþarfi (og reyndar stjórnarskrárbrot) að takmarka heimildir manna til að gefa út blöð. Hinn sérstaki vandi óhefts sjáv- arútvegs, sem ekki er til staðar í blaðaútgáfu eða t.d. landbúnaði, er að fiskiskipin þvælast hvert fyrir öðru og veiða hvort frá öðru án þess að nokkur gjaldi, beint eða með verðfalli, fyrir þann skaða sem hann veldur keppinautum sínum. Við ákvarðanir um rekstur og skipa- kaup reikna stjómendur fyrirtækja einungis með þeim kostnaði sem fellur á eigin fyrirtæki og er í þeirra valdi. Það er skynsamlegt fyrir hvert Markús Möller „Andvirði selds kvóta er nefnilega gjald fyrir veiðileyfi, auðlinda- skattur á máli Þorsteins Pálssonar, utan hvað innheimtumennirnir fá að stinga skattinum á sig.” einstakt fyrirtæki, en leiðir til þess að skipunum heldur áfram að fjölga eftir að samanlagður eiginkostnaður útgerðarinnar og kraðakskostnaður annarrra útgerða af hverju nýju skipi er kominn langt fram úr verð- mæti þeirrar viðbótar í heildarafla sem fæst með nýja skipinu. Offjár- festingin í fijálsum fiskveiðum verð- ur vegna þess að skynsamur útgerð- armaður reiknar rekstrardæmi sitt með kostnaðartölum, sem eru of lágar ef litið er á allan sjávarútveg- inn í einu. Það er af þessum sökum sem leggja verður sérstakt gjald á útgerð fiskiskipa, sem nemur krað- akskostnaðinum. Til lengri tíma litið verðúP rekstrarhagkvæthhi' Ttúlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.