Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 Frelsi og ábyrgð eftir Helgu Sigurjónsdóttur Hvað er að gerast í íslensku þjóð- félagi? Hvernig stendur á því að nú falla fleiri unglingar fyrir eigin hendi en þeir sem látast í umferðar- slysum og er sú tala þó óhugnan- lega há? Þettá eru viðamiklar spurningar sem ég mun að sjálf- sögðu ekki svara til neinnar hlítar í stuttri blaðagrein. Mig langar samt til að leggja orð í belg í til- efni af þeirri umræðu sem er nú að hefjast um málið og minnast lítil- lega á þátt skólans í umönnun barna og unglinga. Sjálfsvíg unglinga eru ekki ný af nálinni og sem námsráðgjafi í framhaldsskóla í bráðum 10 ár hef ég kynnst og haft afskipti af all- mörgum unglingum sem hafa reyna að taka eigið líf en verið forðað frá því, oft á síðustu stundu. í flestum tilvikum hefur verið um að ræða svokallað unglingaþunglyndi sem herjar á suma unglinga um stundar- sakir og stafar af óþekktum orsök- um. Þunglyndi af þessum toga læknast nær alltaf en getur varað í marga mánuði og allt upp í ár eða meira. Með réttri hjálp ná þessir unglingar yfirleitt fullri heilsu. Rétt er að taka fram að aðeins fáir þeirra unglinga sem eru þunglyndir reyna sjálfsvíg. Ungviði í hættu Þegar ungviðinu liður illa og er í hættu statt hljóta þeir sem bera ábyrgð á velferð þess að staldra við og aðgæta aðstæður og uppvaxtar- skilyrði. A Islandi er víðast hvar vel búið að börnum og unglingum hvað varðar húsbúnað, fæði og klæði. Ytri ramminn um líf þeirra í skólanum er einnig góður. Þau hafa úr mörgum og fallegum bókum „Ég held að nú sé kom- inn tími endurskoðunar og uppgjörs við margar þær svokölluðu nýjung- ar í uppeldis- og mennt- amálum sem liggja einkum til grundvallar kennslu og uppeldi á Islandi nú á dögum. Það á við bæði um heimili og skóla. Foreldrar og kennarar þurfa að vinna saman að þeirri endurskoðun sem jafningjar og sam- starfsmenn.” að velja og kennslutæki eru ekki skorin við nögl. En málið er ekki jafnljóst þegar kemur að því sem snýr inn á við. Allir vita að við- kvæmur gróður þarfnast næringar og hlýju eigi hann að dafna og þroskast. Og því meiri hlýju og kærleika þeim mun viðkvæmari sem hann er. Fátt er eins brothætt og þurfandi fyrir alúð og elsku og mannanna börn. Þessa elsku fá þau fyrst og fremst á heimilum sínum, hjá góðum foreldrum, öfum og ömmum. Engin stofnun kemur í stað þeirra þó að góðar séu. Skólinn er sú stofnun sem sinnir nokkrum hluta uppeldis og umönn- unar barna og unglinga. Þó að skól- ar hafi mildast mikið og mýkst á undanförnum 10-15 árum eru þeir samt enn fremur ópersónulegir og fjarlægir og lokaðir foreldrum. A grunnskólastigi eru tengsl og sam- starf heimilis og skóla samt víða mjög góð en hið sama verður ekki sagt um framhaldsskólann. Þar eru unglingar á aldrinum 16 ára til tví- tugs og eru því lögum samkvæmt sjálfráða og lausir undan margs konar valdi, þar á meðal valdi for- eldra. íslenski framhaldsskólinn, með annir sínar og áfanga, er ákaf- lega ópersónuleg stofnun sem er ekki sniðin að sálrænum og félags- [egum þörfum viðkvæmra unglinga. í þessum skóla er erfitt að mynda tengsl við nokkurn mann. Kennarar koma og fara, kenna eina önn og eru svo horfnir. Nýr hópur, nýir félagar, nýir kennarar tvisvar á ári og enginn „á” mann. Ungum nem- anda við þessar aðstæður finnst kannski að öllum standi á sama um sig, hann er ekki einu sinni skamm- aður svolítið fyrir að mæta illa eða læra ekki heima. „Þetta er þitt mál, þú ert að læra fyrir þig en ekki fyrir mig,” segja sumir kennar- ar. En sannleikurinn er sá að mörg- um kennurum líður líka illa við þessar aðstæður og vildu fegnir ná að mynda frekari tengsl við nem- endur sína. En þannig er kerfið, fast og skorðað og lítt breytanlegt. Hvers konar frelsi? En þessi skóli er líka lokaður foreldrum og tíðarandinn segir að unglingarnir eigi að bera ábyrgð á sér sjálfir eftir 16 ára aldur, einnig á námi sínu og skólagöngu. Foreldr- ar og kennarar vita betur. Þeir vita að 16 ára unglingar eru ekki fáerir um að standa einir og óstuddir í námi. Allt ungviði þarfnast festu og reglu í uppeldi, unglingar og ungt fólk þarfnast styrkrar handar foreldra og annarra fullorðinna fram undir tvítugsaldur. Uppvaxt- arskeið mannsins er langt og hann verður að fá tíma og skjól fyrir hretviðrum lífsins meðan hann er ungur og viðkvæmur. Þegar ég var á unglingsaldri kom engum til hug- ar annað en að unglingar í fram- haldsnámi þyrftu alla þá uppörvun, stuðning og aðhald sem skólinn krefst. Maður gat gengið að vísum stuðningi hinna fullorðnu heima fyrir og aðhaldi og festu af hálfu skólans. Fyrir um 20 árum fóru frelsis- kröfur ungs fólks um lönd og álf- ur. Þá var mörgu gömlu og feysknu kastað á eldinn. Eldri kynslóðin kom til móts við þessar kröfur að mörgu leyti, bæði heimili og skólar. En á miklum breytingatímum er ekki allt gull sem glóir. Var ekki einhveijum þeim verðmætum varp- að á bálið sem ekki mega missa sín? Eða getur verið að ábyrgðar- lausir menn hafi gripið frelsiskröf- urnar fegins hendi til að firra sjálfa sig ábyrgð? Er margumrætt frelsi Helga Sigurjónsdóttir unglinga að snúast upp í martröð firringar og ábyrgðarleysis þar sem hver vísar á annan og enginn er ábyrgur. Það er erfítt að ala upp börn, oft er auðveldara að láta und- an duttlungum þeirra ög barnaleg- um kröfum en standa staðfastur og ábyrgur. Allar stofnanir sem sinna börnum og unlingum verða að vita þetta og skilja, kunna að veita aðhald án þess að meiða og veita frelsi og svigrúm án þess að það fari úr böndunum. Nú er ég ekki að segja að gamli skólinn hafí verið sérstaklega vin- samlegur börnum og unglingum, síður en svo. En gamli skólinn hafði ákveðnar reglur og ákveðin mörk sem allir þekktu og skildu og for- eldrar voru þeim sammála. En þessi gamli skóli var einnig fjarlægur og Markús Örn sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að bið yrði á því að ráðist yrði í byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli að frumkvæði ríkisvaldsins vegna fjárskorts. kaldur, hann ræktaði ekki tilfinn- ingar ungmennanna, hann tróð út höfuð þeirra með visku og þekkingu rétt eins og sá nýi gerir en skildi hjartað eftir úti í kuldanum. Nýr skóli er ekki endilega betri en gam- all skóli. Skóli verður því aðeins góður að inn í hann verði veitt þeirri hlýju sem kemur frá mannlegu hjarta. Þeirri hlýju og þeim kær- leika sem gefur öllu líf. Allar um- bætur í skólum og öðrum stofn- unum sem ekki hvíla á þessum grunni eru dæmdar til þess að mis- takast. Þær verða sem „hljómandi málmur og hvellandi bjalla”, dýr og vönduð kennslutæki breyta þar engu um. Abyrgðin er okkar Ég held að nú sé kominn tími endurskoðunar og uppgjörs við margar þær svokölluðu nýjungar í uppeldis- og menntamálum sem liggja einkum til grundvallar kennslu og uppeldi á íslandi nú á dögum. Það á við bæði um heimili og skóla. Foreldrar og kennarar þurfa að vinna saman að þeirri endurskoðun sem jafningjar og samstarfsmenn. Hvorir tveggja eru að vinna að heill og velferð ungrar kynslóðar þar sem hvert og eitt líf er svo óendanlega dýrmætt. Um árabil hefur skólakerfið sjálft skip- að mest rúm í endurbótum á skólum en nú er því skeiði lokið og ekki Iengur til neins að sópa ruslinu undir teppið. Slíkar blekkingar hæfa ekki fullorðnu fólki sem er tilbúið að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera maður. Höfundur er kennari og námsráðgjafi í Menntaskókinum í Kópavogi. „Þetta er hins vegar orðið tölu- vert áhyggjuefni manna sem stunda þessa starfsemi. Flugleiðir hafa t.d. orðið að byggja hvað eftir annað við þá bágbornu aðstöðu sem þeir hafa fyrir afgreiðslu innanlands- flugsins á vestursvæði flugvallarins og þar eru ekki neinar líkur á að hægt verði að gera varanlegar ráð- stafanir sem fullnægjandi þyki,” sagði Markús Örn. „Önnur flugfélög eru svo þegar komin til sögu í innanlandsflugi og vafalaust má gera ráð fyrir að þau verði fleiri í framtíðinni. Sumir þess- ir rekstraraðilar eru með afdrep í skúrbyggingum á flugvellinum en auðvitað væri eðlilegra og æskilegra að hafa þetta allt undir einu þaki. Eg tel að það gæti verið vænlegt að ’stofna félag þeirra sem nálægt flugrekstrinum eiga eftir að koma til að hrinda byggingu flugstöðvar af stað ásamt Reykjavíkurborg og síðan mætti væntanlega virkja ríkið til samstarfs,” sagði Markús Örn. Til er skipulag af flugvellinum þar sem gert er ráð fyrir byggingu flugstöðvar fyrir neðan Öskjuhlíðina í námunda við flugskýli og aðstöðu Landhelgisgæslunnar og nokkuð fullnægjandi teikningar liggja þegar fyrir, að sögn Markúsar Arnar. „Eg tel það afar brýnt fyrir höf- uðborgina að hér verði komið upp sómasamlegri flugstöð á aðalinnan- landsflugvelli landsins sem þjónað geti fólki utan af landi sem á erindi til Reykjavíkur, höfuðborgarbúum sem ferðast innanlands og erlendum ferðamönnum sem sækja okkur heim,” sagði Markús Örn að lokum. SIEMENS-gæð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 HN 26020 ■ Breidd 60 sm ■ Breidd 50 sm ■ Grill ■ Grill ■ 4 hellur . ■ 4 hellur ■ Geymsluskúffa ■ Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. Borgarnes: Glitnir. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvitárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir. Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson. Stykkishólmur: Skipavik Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar. ísafjörður: Póllinn hf. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson. Sauðárkrókur: Rafsjá hf. Siglufjörður: Torgið hf. Akureyri: Sir hf. Húsavík: Öryggi sf. Þórshöfn: Norðurraf. Neskaupstaður: Rafalda hf. Reyðarfjörður: Rafnet. Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmundss Breiðdalsvik: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss. Höfn i Hornarfirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tróverk hf. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. Selfoss: Árvirkinn hf. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar. Keflavik: Ljósboginn. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • S(MI 28300 KÚREKASTÍGVÉL fÆ LAUGAVEGI 95 SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA... Innanlandsflug frá Reykjavík: Brýnt að koma upp sómasamlegri flugstöð - segir Markús Orn Antonsson borgar- stjóri, sem hyggst kanna möguleika á stofn- un félagsskapar til að hrinda málinu af stað MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri hyggst kanna mögulcikana á því að stofnaður verði félagsskapur til að hrinda af stað byggingu flug- stöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Um yrði að ræða félagsskap þeirra aðila sem síðar mynda stunda flugafgreiðslu, rekstur bílaleigu, veitinga- starfsemi, bankaþjónustu o.fl. í byggingunni auk Reykjavíkurborgar og ríkis. Að sögn Hauks Haukssonar varaflugmálastjóra er flugstöð í Reykjavík skilgreind sem sérverkefni og hún er ekki í tillögu að fjögurra ára flugmálaáætlun, 1992 til 1995, sem nú liggur fyrir Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.