Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Fiskihagfræði __________Bækur________________ Yngvi Harðarson Nýverið kom út á vegum Iðunnar ritið Fiskihagfræði eftir Gylfa Þ. Gíslason, prófessor. Bókin, sem skiptist í sjö kafla, er 152 blaðsíður. Að grunni til er bókin fjölrit sem höfundur notaði um árabil við kennslu í Háskóla íslands. Þannig hefur uppistaða ritsins þegar hlotið gagnrýna umfjöllun mikils fjölda hæfra einstaklinga. í fyrstu tveimur köflunum er fjail- að um náttúruskilyrði til fískveiða, fijósemi og fiskitegundir í Atlants- hafi. Hér er fjallað um hafið og höf- uðdrætti landslagsins neðansjávar, fæðukeðjuna og lífsskilyrði helstu fiskitegunda. Slík kynning er mörg- um gagnleg á þeim þáttum sem móta skilyrði til fískveiða frá náttúr- unnar hendi. Lengsti kafli bókarinnar er sá þriðji. Þessi kafli ber yfirskriftina „Hagfræði sjávanítvegs”. Hérkynnir Gylfi helstu grundvallarhugtök. Við- fangsefni fiskihagfræðinnar er skil- greint, en hún fjallar um „ . .. þau sérstöku efnahagsvandamál, sem af því hljótast að fískistofnarnir í heims- höfunum, og þó einkum á vissum svæðum, eru takmörkuð auðlind, sem þó hefur til skamms tíma yfir- leitt verið fijálst að hagnýta,...” VITASTÍG 13 26020-26065 Vesturvallagata. 2ja herb. falleg 50 fm ib. i góðu stiga- húsi. Mikið endurn. Nýtt eldh. Verö 4,8 millj. Lækjarhjalli — Kóp. Neðri sérhæð 2ja-3ja í tvíb. ca. 73 fm. íb. verður seld tilb. u. trév. Húsið fullb. að utan. Verð 6,5 millj. Teikn. á skrifst. Hraunbær. 3ja herb. endaíb. 64 fm. Stórar suö-vest- ursv. Verð 5,8 millj. Laus. Álftahólar. 3ja herb. ib. 69 fm á 3. hæð. Góðar svalir. Laus. Verð 5,8 millj. Skarphéðinsgata. Glæsil. 3ja herb. íb. á 1. hæð ca 60 fm. Nýjar innr. Nýtt parket, gler og gluggar. ib. í sérfl. Dvergabakki. 3ja herb. góð íb. á 2. hæð 68 fm. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Góðar innr. Góð lán áhv. Kambasel. 3já herb. gleesil. íb. í tvib. á 2. hæð 104 fm. Sér- ■ lega fallegar innr. Stðrar svaiir.f* Orrahólar. 3ja herb. 65 fm á 8. hæð. Parket. Suðursv. Fráb. útsýni. Þvherb. á hæðinni. Kleppsvegur. Glæsíl. 4ra herb. íb. á 2. hæð, 83 fm, með aukaherb. í risi með aðgangi að snyrtingu. Nýtt gler og gluggar. íb. er ný uppgerð. Verð 7 mllfj. Laus. Básendi. 4ra herb. sérhæð 114 fm á 1. hæð í þríb. Tvennar svalir. Mikið endurn. Góð lán áhv. Graenahlíð. Falleg 5 iterb. íb. á 3. hæð ca 120 fm. Nýl. innr. Suðursv. Góð lán áhv. Bergstaðastræti. 4ra herb. íb. á 2. hæð 112 fm í tvíbhúsi auk bílsk. Ákv. sala. Laus fljótl. Tjarnarflöt - Gb. Glæsil. einbhus á eínni hæð, 173 ím. 39 fm bílsk. 28 fm garðstofa. Fallegur garður. Góðar innr. Ákv. sala. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. 1 (bls. 31). í kaflanum er því einnig fjallað um líffræðilegar forsendur fyrir vexti fiskistofna og samhengið við nýtingu þeirra. Þetta er gert á einfaldan hátt og hugmyndirnar skýrðar með myndum. Fjallað er um þá sérstöðu sjávarútvegs sem felst í að hann hefur ekki greitt fyrir öll þau aðföng sem hann notar. Ofveiði er skilgreind þannig að ....notuð séu meiri aðföng en nauð- synlegt ertil þess að ti-yggja hámark hreinna tekna.” Þetta er borið saman við hina líffræðilegu merkingu þar sem átt er við......að stærð stofns sé minni en hún á að vera til þess að tryggja varanlegan hámarksafla.” (bls. 42). Sýnt er fram á óhagkvæmni fijálsrar og ókeypis sóknar á fiskim- ið. Sú niðurstaða er tvíþætt: í fyrsta lagi þýðir óheftur og ókeypis aðgang: ur að fiskimiðum ofveiði fiskistofna þar sem við slíkar aðstæður er litið fram hjá því að fiskistofnarnir séu yfirhöfuð nokkurs virði. í öðru lagi taka einstakar útgerðir ekki tillit til áhrifa eigin sóknar á afla annarra. Þetta gerist þrátt fyrir að einstakir útgerðarmenn hegði sér fuilkomlega skynsamlega að gefnum skilyrðum sem þeim eru sett. Gylfi fjallar um ákvörðun hag- kvæmasta afla í bráð og lengd og frá sjónarhóli einstaks útgerðar- manns og þjóðarbúsins. Því næst gerir hann þróun fiskihagfræðinnar skil og tekur sérstaklega fyrir hlut danska prófessorsins Jens Warming og kanadísku prófessoranna H. Scott Gordon og Anthony Scott. Hvað varðar síðari tíma rannsóknir í fiski- hagfræði nefnir hann m.a. þátt kunnra islenskra hagfræðinga, þeirra Rögnvaldar Hannessonar við Viðskiptaháskólann í Bergen pg Ragnars Árnasonar við Háskóla ís- lands. í síðasta hluta þessa megink- afla bókarinnar ijallar Gylfi síðan um áhrif ýmissa breytinga í forsend- Gylfi Þ. Gíslason um á hagkvæmustu sókn. Umljöllunin það sem eftir er bók- arinnar er að mestu án beinnar tilvís- unar í hina fræðilegu greiningu í þriðja kafla. Þetta er líklega bæði kostur og galli. Fyrir þá sem náð hafa mjög góðu vaidi á efninu er þetta ef til vill galli þar sem slík tenging skerpir umfjöllunina. Á hinn bóginn þá hentar hinum almenna lesanda líklega betur það form sem Gylfi velur. Að auki er erfitt að fram- kvæma slíka tengingu þar sem um- ijöllunin víkkar nokkuð. Þannig fjall- ar Gylfi um stjórn fiskveiða frá fræði- legu sjónai-miði, alþjóðasamninga um fiskveiðar, fiskveiðilögsöguna og þróun hennar og lýkur bókinni á umfjöllun um stjórn fiskveiða við ísland. í fyrri kaflanum um stjórn fisk- veiða er umfjöllunin frá fræðilegu sjónarmiði. Þar er m.a. skilgreint markmið fiskveiðistjórnar, „ . . . að hæfilegt magn sé veitt hveiju sinni úr hvetjum stofni, að dreifing aflans á stærð fiska sé sem hagkvæmust og að veitt sé á sem ódýrastan hátt.” (bls. 84). í þessum kafla varpar Gylfi ljósi á þann reginmun sem er á ýms- um aðferðum fiskveiðistjórnar. Í fyrsta lagi nefnir Gylfi þann grund- SUÐURHVAMMUR - HF. + BÍLSK. Ný mjög góð íb. á 2. hæð ásamt bílsk., samtals ca 144 fm. Nýjar innr. Tvennar svalir. Útsýni. Þvottahús í íb. Áhv. húsnstjlán 3,6 millj. Verð 10,4 millj. VANTAR - SKIPTI SELÁS Vantar einbýli á þessum slóðum, má kosta allt að 20 millj. FURUGRUND Okkur vantar góða 4ra herb. íb. í Furugrund eða Ástúni. KÓPAVOGUR Gott einbýli, þar sem möguleiki er að láta 4ra herb. íb. uppí. ÞIMiIIOLT SuðurlandsbréKJt 4A, HfJ sími680666 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. ioggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu er að koma m.a. eigna: Skammt frá Hlémmtorgi 2ja herb. íb. á 3. hæð, 50,4 fm, auk geymslu og sameignar í reisu- legu steinhúsi. Þarfn. nokkurra endurbóta. Svalir. Sameign vel með farin. Skuldlaus. Laus strax. Verð aðeins 3,5 millj. Rétt við Álftamýrarskóla Á vinsælum stað mjög góð 3ja herb. íb. á 3. hæð. 80,2 fm nettó. Rúmg. stofa, sólsvalir. Ágæt sameign. Bílskúrsplata fylgir. Glæsileg ný íbúð við Sporhamra á 1. hæð, 118,3 fm. Svalir, sér lóð. sér þvottah. Full- gerð sameign. Góður bílskúr frágenginn. Húsnæðislán. kr. 5 millj. til 40 ára. Glæsileg sérhæð við Stigahlíð nýlega endurbyggð. Tvöf. stofa, 3 svefnherb. Forstofuherb m. snyrt- ingu. Góður bílskúr, 28 fm. Rúmg. föndur- og geymsluherb. í kj. Þribýis- hús. Skipti mögul. á 90-100 fm nýl. íb. miðsvæðis í borginni. Við sjóinn á Nesinu einbýlishús hæð og rishæð m. 5 herb. íb. Ennfremur sérbyggður bílskúr 31,5 fm. Margskonar hagkvæm eignaskipti möguleg. • • • Nokkrar 2ja og 3ja herb. ódýrar íb. í gamla bænum. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNtSALAW LAUGAvÉGTÍ8SÍMAR2n5Ö^21370 vallarmun sem er á aðferðum frá hagfræðilegu sjónarmiði, þ.e. hvort beitt sé beinni skömmtun eða hvort verðmyndunarkerfið og þar með markaðurinn fái að ráða ferðinni. Jafnframt ijallar Gylfi um hin ýmsu áhrif mismunandi aðgerða og að- ferða við fiskveiðistjórn á fiskistofna og hagkvæmni veiða. Eins og áður segir er þessi kafli með fræðilegu sniði. Ekki er unnt að merkja neina ákveðna skoðun höfundar fyrir utan að hann telur beitingu skatta og styrkja til að stjórna sókn í einstakar tegundir afar vandasama sökum skorts á þekkingu á mörgum atrið- um. í umíjöllun um alþjóðasamninga um fiskveiðar kemur Gylfi víða við. Fjallað er um Alþjóðahafrannsókna- ráðið, Alþjóðahvalveiðiráðið, Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefnd- ina, Norðvestur-Atlantshafs fisk- veiðistofnunina og Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Gerð er grein fyrir aðdraganda þessara samninga, hlutverki þeirra og starfsemi vegna þeirra. í næstsíðasta kafla bókarinnar fjallar Gylfi um fiskveiðilögsöguna og þróun hennar allt frá þjóðveldis- tímum. Hér fjallar Gylfi um aðdrag- anda breytinga á fiskveiðilögsög- unni, hvernig þeim var komið til leið- ar og þýðingu þeirra fyrir þjóðina. Þannig má segja að umfjöllunin hefj- ist á kröfu Noregskonunga til yfir- ráða á hafsvæðinu frá Shetlandseyj- um, Færeyjum, íslandi og Græniandi árið 1723. Fjallað er m.a. um land- grunnslögin frá 1937, og þorska- stríðin þijú sem tengdust útfærslu landhelginnar úr 4 í 12 mílur árið 1958, úr 12 í 50 mílur árið 1972 og úr 50 í 200 mílur árið 1975. Kaflan- um lýkur á umfjöllun um hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Síðasti kaflmn íjallar um stjórn fiskveiða við ísland. Greint er frá upphafi og þróun fiskveiðistjórnar hér á landi. Síðan er fjallað um fisk- veiðistjóm Nýsjálendinga, en hún er talin hafa borið góðan árangur. Því næst fjallar Gylfi um gildandi reglur pm fiskveiðistjórn og hugmyndir um endurbætur. Töluverð umíjöllun er um möguleikann á gjaldtöku fyrir veiðiheimildir og þau átök sem nú eiga sér stað um fiskveiðistjórnina hér á landi. I þessum kafla fer ekki á milli- mála hveija skoðun Gylfi hefur á núgildandi fyrirkomulagi fiskveiða og hveijar endurbætur séu nauðsyn- legar. Það er þó mat Gylfa að núgild- andi kvótakerfi ......til stjórnar á fiskveiðum við ísland, ..., er eflaust betur til þess fallið að ná þeim ár- angri sem að er stefnt, en kerfið, sem það leysti af hólmi, „skrapdagakerf- ið”, að ekki sé talað um þær fijálsu fiskveiðar, sem ríkjandi voru áður en „skrapdagakerfið” var tekið upp.” (bls. 135-136). Gylfi efast þó um að kvótakerfið í uúverandi mynd muni leiða til þeirrar niðurstöðu að heimil- aður afli verði veiddur með sem minnstum tilkostnaði. Að auki telur hann að núverandi skipan fiskveiði- stjórnarinnar hafi „ .. .alvarlegt þjóðfélagslegt misrétti í för með sér, . ..” (bls. 140). Þær endurbætur sem höfundur telur að gera eigi á kvótakerfinu í núverandi mynd felast í álagningu veiðigjalds. Þetta þýðir að ókeypis úthlutun veiðiheimilda verði afiögð og þess í stað greiði útgerðarmenn leigu af úthlutuðum veiðiheimildum. Þessi endurbót hafi í för með sér „ ... að flotinn minnki með hæfileg- um hraða og þau skip verði eftir við veiðar, sem hafi hagkvæmastan rekstur, ...”. Jafnframt verði þá virt „ .. . lagaákvæði um, að fiskim- iðin séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði yfir veiðiheimildum.” (bls. 138). Gylfi hrekur með sannfærandi hætti fjórar helstu mótbárur sem komið hafa_ fram gegn gjaldi fyrir veiðileyfi. „í fyrsta lagi er því haldið fram, að með innheimtu gjalds fyrir veiðileyfi væru útvegsmenn og sjó- menn sviptir hefðbundum rétti til þess að stunda atvinnuveg sinn. í öðru lagi er talið, að með þessu móti yrði sjávarútvegurinn skatt- lagður umft'am aðra atvinnuvegi. í þriðja lagi er sagt, að með þessu móti yrðu sérstakar byrðar lagðar á dreifbýli og efnt til varhugaverðrar byggðaröskunar. Og í fjórða lagi er sagt, að gjald fyrir veiðileyfi tíðkist hvergi.” (bls. 143). Að mínu mati á rit Gylfa erindi til ailra þeirra sem áhugasamir eru um málefni sjávarútvegsins og fisk- veiðistjórn. Jafnframt ættu þeir að tiyggja sér eintak sem vilja fræðast um þau átök sem eiga sér stað varð- andi fiskveiðistjórn og virkni lagaá- kvæða um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum. Ritið er og aðgengi- legt sem fyrsta kennslubók í grund- vallaratriðum fiskihagfræðinnar. AR OG EILIFÐ Bókmenntir Erlendur Jónsson TALAÐ INN í DIMMAN DAL FRÁ LJÓSSINS VELDI. 148 bls. Pétur Magnússon. Reykjavík, 1991. Hér eru birt boð og bréf frá fólki sem farið er yfir um. Sumt er nafn- kennt, annað ekki. Meðal bréfritara er Roosevelt Bandaríkjaforseti. Upp- lýst er að hann sé sami maðurinn og Úlfljótur á Úlfljótsvatni, sá sem Úlfljótslög eru við kennd. Hann hafi sem s'agt endurfæðst til forystuhlut- verks þess sem hann löngu síðar gegndi i voldugasta ríki veraldar. Nú er hann að búa sig undir næstu jarðvist. »Líklegast lendi ég á Spáni.« Fleiri frægðarpersónur koma hér við sögu en einnig óþekkt fólk. Og það er síður en svo jarðbundið. Hug- urinn er miklu fremur bundinn við ríki ljóssins þangað sem það nú er flutt: »í gyllingasal ljósvakans eru margir menn og englar til þess kjörnir að gylla línurnar sem liggja inn í þroskahleðslur mannssálarinn- ar.« Þetta er mikil mælskubók. Mynd- ir og líkingar eru óþrjótandi og þó allt einhvern veginn eftir sömu rás- inni. Orðalag er víða háfleygt og ekki sem auðveldast til skilnings fyrir réttan og sléttan meðallesanda, t.d.: »Formið er hugsun hins guðum- dregna bands sem er í hafblysi sálar- kenndanna.« Auðskildara er þetta þó íjarlægt sé: »Frumstæðar verur byggja hvern einasta hnött og sál- hleðslur þeytast út frá.hverri sál sem hnettina byggja og þess vegna hafa legur stjamanna áhrif á flóð og ijöru Sveinbjörg Sveinsdóttir myndast er hinir hugsandi hvílast í hugsun.« Höfundur tekur fram í formála að efni bókarinnar beri »að þakka Sveinbjörgu Sveinsdóttur og með- hjálpurum hennar«. Fleira verður ekki tilfært hér úr bók þessari. Hvort þetta ber að flokka sem trúarrit eða dulspekirit eða hvort tveggja - það verða þeir um að dæma sem vit hafa á. Þó sagt sé að efnið sé til komið gegnum miðil eru þeim þætti málanna lítil skil gerð. Langmest er útmáluð hug- ljómun sú sem framliðinn upplifir þegar yfir um er komið. Hvað sem öðru líður eru víða til- þrif í stíl þessarar bókar. En þar koma líka fyrir ótal orð og hugtök sem svífa hátt ofar hversdagslegum þankagangi. Skilningurinn verður þá að taka á sínurn stóra ef hann á ekki að missa af samhenginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.