Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 39 w w Oxulþunga- reglur á vegum eftirBjörn Ólafsson í Morgunblaðinu 2. október sl. ritar Kristín Sigurðardóttir grein um bílkrana þar sem hún m.a. fjall- ar um þungatakmarkanir á vega- kerfi landsins. í greininni er gefið í skyn að reglur þar að lútandi séu ólíkar samsvarandi reglum erlendis og að túlkun á þeim frá hendi Vega- gerðarinnar sé tilviljanakennd og jafnvei háð geðþótta þess sem um fjallar hveiju sinni. Til að skýra þetta mál frekar verður hér reynt að gera grein fyr- ir gildandi öxulþungareglum og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru við afgreiðslu beiðna um undan- þágu, þegar um þyngri flutninga er að ræða. Leyfður öxulþungi og burðarþol vega Á flestum þjóðvegum hér á landi gildir svonefnd 10/16 tonna öxul- þungaregla, sem táknar m.a. að hámarksálag á einn öxul með fjór- um hjólum er 10 tonn og á tvo öxla með öxlabil 1,2-2,0 m getur samanlagt álag orðið mest 16 tonn. Jafnframt er hámarksþyngd öku- tækja 39 tonn, en þó eru leyfð 43 tonn á tilteknum vegum, þar sem ökutæki uppfylla viss skilyrði, m.a. um bil á milli öxla. Þessar reglur eru mjög hliðstæð- ar þeim, sem gilt hafa í nágranna- löndum okkar, þó að finna megi minni háttar frávik milli landa. Við ákvörðun á leyfðum öxulþunga er sérstaklega haft í huga að öku- tæki, sem algeng eru í Evrópu, geti farið hér sem víðast um þjóð- vegina. Margir þeirra, einkum hinir eldri, þola þó illa þessa þungu öxla og sama gildir einnig um eldri brýr. Við burðarþolshönnun vega er reiknað með heildarálági á veginn á endingartíma hans. Heildarálagið er metið út frá leyfðum öxulþunga og umferðarspám. Með lítils háttar einföldun má segja, að vegurinn sé hannaður fyrir þann íjölda öxla, sem um hann á að fara samkvæmt matinu. Fari fleiri öxlar eða þyngri um veginn styttist ending hans. Þá geta mjög þungir öxlar valdið var- anlegum skemmdum á veginum. Verður þá að leggja í dýrar viðgerð- ir eða jafnvel endumýjun, sem ann- ars hefði ekki þurft. Undanþágur í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 107/1988, segir í 14. gr. „Veghaldari getur leyft meiri öxulþunga og heildarþyngd öku- tækja á einstökum vegarköflum, svo og ákveðið minni öxulþunga á öðrum, hvort tveggja miðað við burðarþol brúar eða vega. Þá getur veghaldari og veitt undanþágu frá ákvæðum um öxulþunga og heildar- þyngd ökutækis, þegar brýn nauð- syn þykir vegna sérstakra flutn- inga.” I ýmsum tilvikum er flutningur það þungur að hann verður ekki fluttur eftir vegunum, nema leyfð sé meiri þyngd en hin almenna regla kveður á um. í ofangreindri reglu- gerð er jafnframt gert ráð fyrir slík- um undanþágum. Eins og áður var getið er ending- artími vega og brúa háður því að þeim sé ekki misboðið með of miklu álagi. Því er það meginregla hjá Vegagerð ríkisins að veita ekki undanþágur fyrir yfirþyngd ef nokkur kostur er að komast hjá því nema með miklum kostnaði. Þannig eru ekki veittar undanþágur þegar um er að ræða auðskiptanlegan flutning, eins og t.d. malar- eða sekkjavöruflutninga. Ef hins vegar um er að ræða flutning, sem erfítt er að hluta í sundur, eru möguleik- ar á undanþágu athugaðir, en þar má nefna ýmsar vinnuvélar, raf- magnsspenna, hluti í virkjanir o.fl. Meginreglan er sú að farmur sé léttur eins og kostur er áður en undanþága til flutnings er veitt, og þó helst svo að ekki þurfi undan- þágu til flutningsins. Til að komast hjá að létta krana hafa eigendur þeirra því í mörgum tilfellum dreift þunga á fleiri öxla með því að setja aukaöxul undir kranann sjálfan eða undir bómuna, en þá er krananum snúið aftur og bóman látin hvíla þar á. í grein sinni lætur Kristín að því liggja að afgreiðsla á undanþágum sé tilviljanakennd og er miður að hún telji svo vera. Eftirfarandi dæmi um undanþág- ur getur þó gefið tilefni til misskiln- ings hjá þeim sem ekki þekkja til. Flytja þarf tvo bílkrana á vinnu- stað. Segjum svo að báðir kranarn- ir séu búnir tvöföldum afturöxlum, þar sem álag má vera 16 tonn sam- kvæmt almennu reglunni um öxul- þunga. í heilu lagi vegi afturöxlar annars kranans 19 tonn, en hins 23 tonn. í þessum tilvikum væri óskað eftir því að umræddir kranar væru léttir áður en undanþága er veitt, t.d. með því að taka af þeim þyngdarklossa sem oftast eru aftan á kranahúsinu. Þegar þéir hafa verið fjarlægðir kæmi svo í ljós, að þannig vega afturöxlar áðurnefndra kranabifreiða 17 tonn og 19 tonn. Fundurinn hefst kl. 20.30 föstu- daginn 15. nóvember. Anna Olafs- dóttir Björnsson flytur inngangsorð landsfundar, en ræðu kvöldsins flyt- ur Helga Kress bókmenntafræðing- ur. Málmfríður Sigurðardóttir les fundargestum pistilinn inn í nótt- ina. Þessi hluti landsfundarins er öllum opinn án tillits til stjórnmála- skoðana. Venjuleg landsfundarstörf hefj- ast kl. 9 laugardaginn 16. nóvem- ber en að þeim loknum flytja Krist- ín Halldórsdóttir, Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir erindi um ýmsa þætti aðalefnis landsfundarins. Unnur Dís Skaptadóttir mann- fræðingur flytur erindi í laugar- dagshádeginu um sögulegar breyt- ingar á fjölskyldugerð og kynhlut- verkum en að öðru leyti verða á Björn Ólafsson „Vegaeftirlit og þá sér- staklega eftirlit með öxulþunga og þyngd ökutækja er því fyrst og fremst ætlað til að verja vegakerfið áföll- um þannig að það nýtist sem flestum og það sem lengst.” Ef vegur og brýr á fyrirhugaðri leið eru í góðu ásigkómulagi fengju umræddar kranabifreiðir fararleyfi hjá Vegagerðinni. í fljótu bragði gæti virst svo að hér væri um mjög tilviljanakennd vinnubrögð aðræða, þar sem þyngri kraninn fengi undanþágu með 19 tonna þunga afturöxla, þ.e. sömu þyngd og léttari kraninn fékk ekki að fara með. Ástæðan er sem sagt sú eins og áður sagði að því minni sem yfirþyngd er á vegamannvirk- in, því lengri er líftími þeirra. Vegaeftirlit og þá sérstaklega eftirlit með öxulþunga og þyngd ökutækja- er því fyrst og fremst ætlað til að veija vegakerfið áföllum þannig að það nýtist sem flestum og það sem lengst. Höfundur er yfirverkfræðingur þjónustudeildar Vegagerðar ríkisins. laugardaginn almennar umræður og kynnt drög að áætlunum. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í Félagsheimilinu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Sunnudaginn 17. nóvember eru stjómmál dagsins fyrst á dagskrá, en framsögu um þau hefur Kristín Ástgeirsdóttir. Þá verða almennar umræður og afgreiðsla ályktana. Helga Siguijónsdóttir framhalds- skólakennari flytur hádegisverðar- erindi sunnudagsins og fjallar þar um næstu skref í kvennabaráttu. Danfríður Skarphéðinsdóttir flyt- ur síðan lokaávarp landsfundar. Landsfundurínn er opinn öllum kvennalistakonum og er skráning á skrifstofu Kvennalistans á Lauga- vegi 17, sem er opin kl. 15-18 virka daga. (Ur fréttatilkynningu) Landsfundur Kvennalistans „SPINNUM þráð í velferðarvefinn” er yfirskrift landsfundar Kvenna- listans, sem haldinn verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi dag- ana 15.-17. nóvember nk. í frétt Kvennalistans segir að fundurinn muni snúast að verulegu leyti um velferðarkerfið, hvers vegna það skipti konur svo miklu máli, á hvern hátt aðgerðir núverandi ríkis- sljórnar snerti hag kvenna og hvernig Kvennalistinn vildi fremur haga málum. NIC JANIK oragtir jfeuAj PojuJL SAMKVÆMIS FATNADUR FAXAFENI 5 < SIEMENS Litlu raftcekin frá SIEMENS gleðja augað! Kaffivélar. hrœrivélar, brauðristar, vðfflujárn strokjárn, handþeytarar, eggjaseyðar, hraðsuðukönnur, áleggshnífar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpsteiklngarpottar o'.m.fl. SMm-i& NORLAND Nóatúni 4-Slmi 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.