Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Gen^isfelling á mannúð eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Sjálfstæðismenn hafa nú markað höfuðborg landsins sérstöðu gagn- vart fötluðu fólki. 7. nóvember sl. ákvað meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur nýja túikun á lögum um málefni fatlaðra. Lögin hafa verið í gildi frá árinu 1983. Borgar- fulltrúarnir tíu staðfestu þann skiln- ing sem fjórum sjálfstæðismönnum í byggingarnefnd hafði viku áður verið gert að samþykkja með tilskip- unarbréfí borgarstjórans. Sá sann- leikur skiígreinir sambýli fatlaðra sem stofnun en ekki heimili fólks. Þessi túlkun er síðan notuð til þess að krefjast þess að sótt verði um leyfí til byggingarnefndar ef sam- býli á að vera í íbúðarhverfí eða á þeim stað þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir stofnun í skipulagi. Þetta heitir samkvæmt byggingar- lögum að sækja um breytta notkun. Þann tæpa áratug sem núgildandi lög um málefni fatlaðra hafa verið við lýði hefur ekkert sveitarfélag túlkað lögin á þennan hátt. 40-50 sambýli og vistheimili eru nú í land- inu, flest í Reykjavík, og eru sum þeirra staifrækt af sjálfri Reykja- víkurborg. Engu þeirra hefur verið gert að sækja um leyfi byggingar- nefndar til að vera í íbúðarhverfum, enda talið sjálfgefíð að um heimili fólks væri að ræða. Sú túlkun hefur ráðið við framkvæmd laganna fram til þessa og skyldi engan undra. Hún byggir á skýringum sem lágu fyrir þegar núgildandi lög voru sam- þykkt á Alþingi, en þar segir m.a. um sambýli: „Slík heimili eiga að vera í almennum íbúðarhverfum.” Til áréttingar þessum skilningi var sambærilegt ákvæði sett í reglu- gerð. Vil ég þig sem nágranna? Áður en lengra er haldið í laga- skýringum bið ég þig, lesandi góð- ur, að hugleiða hvernig hin nýja túlkun meirihlutans í borgarstjórn snertir iíf fatlaðra Reykvíkinga. í þeim hópi fólks eru margir sem ekki ráða við að búa á „venjulegum” heimilum, því þeir þurfa það mikill- ar aðstoðar við. Sambýli fárra ein- staklinga, þar sem starfsmenn ann- ast ákveðna þjónustu og umönnun, er því í slíkum tilfellum ákjósanlegt heimilisform. Sambýlið er heimili fólksins sem þar býr, ekki stofnun sem það dvelur á. Fram að þessu hefur biðin eftir því að t.d. Svæðisstjórn fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna eða Reykjavíkurborg kæmu upp sambýl- um verið nógu erfíð. Sambýlum hefur þó fjölgað smátt og smátt svo nú eiga talsvert margir þess konar heimili. Biðin eftir því að komast á sam- býli verður annars eðlis eftir breyt- ingu meirihlutans. Nú þarf að bíða milli vonar og ótta eftir því hvort aðrir íbúar í borginni, byggingar- nefnd og borgarstjórn vilji leyfa við- komandi fólki að eiga heima í til- teknum íbúðarhverfum. Hvernig þætti þér, lesandi góður, að vera krafínn um umsókn til byggingar- nefndar ef þú vildir koma þér upp heimili t.d. á Oldugötunni? Bygging- amefnd kynnti síðan mér og öðrum íbúum á svæðinu að þú hefði áhuga á að flytja í nágrenni við okkur. Okkur er boðið að gera athugasemd- ir og sum okkar kæra sig e.t.v. ekkert um að fá þig sem nágranna. Byggingarnefnd fær mótmæli okkar íbúanna í hendur og ákveður síðan hvort þú færð leyfi til að setjast að við Öldugötuna eða ekki. Borgar- stjórn staðfestir eða hafnar ákvörð- un byggingamefndar. Verði niður- staða borgaryfírvalda neikvæð gæt- irðu skotið málinu til umhverfísráð- uneytisins. Að öðrum kosti gefstu upp við Öldugötuna og gerir nýja tilraun í öðm borgarhverfí. Þar þarftu að hefja sömu niðurlægingar- göngu með umsókn til byggingar- nefndar. Svona hefur auðvitað engu yfirvaldi dottið í hug að koma fram við fólk. Fyrr en nú. Það er nákvæm- lega þetta ferli sem sjálfstæðismenn voru að dæma yfír fatlað fólk sem ætlar að eignast heimili á sambýl- um. Fleiri furður í þriggja tíma umræðum í borgar- stjóm um mál þetta spurðum við, fulltrúar minnihlutans, ítrekað um ástæður þessarar stefnúbreytingar. Sjálfstæðismenn klifuðu á því að það bæri að fara að lögum og að lögmenn borgarinnar úrskurðuðu sambýli sem stofnun. Með þessu svari er í raun verið að ásaka emb- ættismenn og stjórnendur borgar- innar um ítrekuð iögbrot þann tæpa áratug sem sambýli í Reykjavík hafa verið túlkuð sem heimili. Og hver er nú réttarstaða þeirra sam- býla sem fyrir era? Fleiri furður er að fínna í afstöðu sjálfstæðismanna. Um leið og þeir Kristin Á. Ólafsdóttir „Þau viðhorf hafa ríkt að fatlað fóik skuli búa við jafnrétti á við ófatl- aða. Hún er því þung skömmin sem við höf- uðborgarbúar þurfum að bera vegna um- ræddrar stefnubreyt- ingar æðstráðenda borgarinnar.” Rummikub metsöluspiliö. Rummikub er spiliö sem allir frá 5 ára aldri geta spilað. Rummikub þar sem jókerinn bregður á leik og gerir spilið spennandi og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON ................. HEILDVERSLUN, SÍMI 65 30 75 ......... ^Wiitmnili;ir iiii/ii rj^nui&ni tksX.i OQ31S.D |/u ; Zí LR l.Tl;n£l/ l>3 ^ gp 8ðJ')dadbH:ifeM \ ScOQðáÓ3H IÉM \ítc BbOCc860rH'ln>J \ TO 8.jQjdHÞPíHtlN \ \ samþykktu hina nýju iagatúlkun fluttu þeir tillögu um að óska eftir viðræðum við Svæðisstjóm fatlaðra og fleiri hagsmunaaðila um stefnu- mörkun varðandi sambýli fatlaðra! Viðræður eru auðvitað af hinu góða en í ljósi fullyrðinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fara beri að lögum — og þá út frá nýuppgöt- vaðri lagatúlkun — er vandasamt að sjá um hvað á að ræða eða semja. Undarlegt er einnig það háttarlag að lemja í gegn umrædda lagatúlk- un á sama fundi og samþykkt er að fara í viðræður um málið. Hefði ekki verið nær að fara að ítrekuðum óskum okkar í minnihlutanum og annarra sem láta sig málið varða um að fresta afgreiðslu á samþykkt byggingarnefndar og gefa ráðrúm til viðræðna og frekari umhugsunar? Mistök má leiðrétta Ákvörðunin frá 7. nóvember er stórt skref aftur til fordóma gagn- vart fötluðu fólki. Þeir fordómar og hræðslan sem þeim fýlgir er vissu- lega enn til staðar í samfélagi okk- ar. En mikið hefur þokast í átt til aukins skilnings undanfarin ár. Þau viðhorf hafa ríkt að fatlað fólk skuli búa við jafnrétti á við ófatlaða. Hún er því þung skömmin sem við höfuð- borgarbúar þurfum að bera vegna umræddrar stefnubreytingar æðst- ráðenda borgarinnar. Eg hef séð það í fjölmiðlum að áhyggjur þess fólks sem mótmælti væntanlegum íbúum í Þverárseli 28 beinast m.a. að því að fasteignir þess gætu tapað verð- gildi sínu með komu hinna nýju nágranna. Það er í sjálfu sér skiljan- legt að fólk vilji vernda eigur sínar, en áhyggjur sem þessar tel ég óraunhæfar. Raunveralegt áhyggju- efni er ef samfélagið rýrir þau verð- mæti sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Meðal slíkra verðmæta hljótum við að telja jafnrétti milli fólks, mannúð og náungakærleika. Ég vil trúa því að þeir sem stóðu að stefnubreytingunni í Reykjavík muni verða menn til þess að viður- kenna þau mistök sem gerð voru og Ieiðrétta þau við fyrsta tæki- færi. Sú ósk er einnig sett hér fram að þeir köldu vindar sem nætt hafa um fatlað fólk og aðstandendur þeirra frá upphafi svokallaðs Sæ- brautarmáls hætti að blása. Marg- breytilegt mannlíf er ríkidæmi. Fátt leiðir til betri þroska en viðleitnin til þess að skilja og virða þá sem eru manni um margt ólíkir. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs ogkennari við Þroskaþjálfaskóla íslands. Ljóðabók eftir Hannes Sigfússon ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingn ljóðabókin Jarðmunir eftir Hannes Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.