Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Sjaldan veldur einn, þá tveir deila eftir Nönnu Christiansen Flestir reyna að komast hjá því að taka afstöðu til heimilisofbeldis á þeirri forsendu að alltaf séu tvær hliðar á hverri sögu og það sé einkamál hjóna ef þau vilja slást. Sumir halda því jafnvel fram að til séu konur sem vilji hreinlega láta beija sig. Það er ekkert áhlaupaverk að framfylgja 3. grein laga Samtaka um kvennaathvarf, sem kveður á um að eitt af viðfangsefnum þeirra sé að ijúfa þá þögn sem umlykur heimilisofbeldi með fræðslu og umræðu. Flestir líta nefnilega svo á að ofbeldi gegn eiginkonum sé ekki vandamál í sjálfu sér heldur afleiðing annarra erfiðleika s.s. ofdrykkju, fátæktar eða geðrænna vandamála. Því beri að sjálfsögðu að meðhöndla orsökina t.d. með áfengismeðferð, þannig hverfí of- Gustavsberg beldið sjálfkrafa. Aðrir hafna því að taka afstöðu til heimilisofbeldis á þeirri forsendu að varlega skuli farið í að dæma í þessum málum því alltaf séu tvær hliðar á hverri sögu og að sjaldan sé einum um að kenna þegar tveir deila. Þeir líta gjarnan svo á að heimilisofbeldi sé ósamkomulag hjóna sem leiði til slagsmála, eða að eiginkonan hafi vísvitandi ögrað manni sínum að því marki að hann missi stjórn á sér og verði ekki lengur ábyrgur gerða sinna. Heim- iliseijurnar séu því einkamál hjón- ana og komi tæpast öðrum við. Sé konan ósátt geti hún einfaldlega farið. Margir álíta að ákveðin persónu- leikaeinkenni kvenna kalli á ofbeldi karlmanna og er veik sjálfsmynd, hjálparleysi og hefðbundið viðhorf til kynhlutverkanna þar efst á blaði. Það heyrast jafnvel raddir sem halda því fram að sumar konur vilji lá beija sig og því skyldu aðr- ir vera að eyða tíma sínum og fyrir- höfn í að skipta sér af slíkum öfug- uggahætti? Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstihelstu igarvöruvers umlandallt. Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • > ALLIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • ' VIÐGERÐARÞJÓNUSTA ■ • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • VÖLUSTEINNhf Foxafen 14, Sími 679505 ODYR TEPPAHREINSUN Leigjum út nýjar, öflugar teppahreinsivélar. Hreinsið teppin, húsgögnin og bílinn fyrir jól. 6 mismunandi tegundir af ræsti- og blettahreinsiefnum. TEPMtÚÐIN Ofbeldi er að margra mati stundum leyfilegt eða a.m.k. skilj- anlegt. Börnin og unglingarnir eru ekkert öðruvísi en við. Ef ofbeldi er leið til að gera út um mannleg samskipti á heimilunum, hvers vegna þá ekki líka í skólanum og niðri í bæ? Það sem einkennir þessi viðhorf er að viðkomandi eru tilbúnir til að réttlæta ofbeldisverk undir viss- um kringumstæðum. Ofbeldi er nefnilega að margra mati stundum leyfilegt eða a.m.k. skiljanlegt. En fólk hefur mismunandi mörk, sumum nægir að fólk sé gift til að það réttlæti ofbeldi. Ef við- skiptavinur í verslun réðist á af- greiðslukonu, ásakaði hana um dónaskap, kýldi hana í gólfið og tæki hana kverkataki þar til hún væri að því komin að missa með- vitund, yrði hann vafalaust harð- lega fordæmdur af öllum. En ef afgreiðslukonan væri gift mannin- um, og ég tala nú ekki um ef at- burðurinn ætti sér stað heima í stofunni þeirra, yrði þetta að margra mati einkamál hjónanna og skoðað sem ósamkomulag eða hjónabandseijur. Aðrir þurfa að fá skýringu á hegðun þolandans áður en þeir dæma og réttlætingarmörk manna eru mismunandi. Er nóg að gift kona sé leiðinleg, eða þarf hún að vera heimsk, subba, ósjálfstæð, frekja, undirgefín, móðursjúk, rola, daðurgjöm eða drykkfelld, til að kjaftshögg manns hennar, spörk eða niðurlæging séu réttlætanleg? Og svo skiptir það flesta miklu máli í hvernig ástandi maðurinn er, hafi hann verið fullur er erfitt að þeirra mat fari alltaf saman við okkar. Ef ofbeldi er leið til að gera út um mannleg samskipti inni á heimilum hvers vegna þá ekki líka í skólanum og niðri í bæ? Afstaða Kvennaathvarfsins Nanna Christiansen „Svo lengi sem við kjós- um að réttlæta ofbeldis- verk og forðumst að gera ofbeldismenn ábyrga fyrir gerðum sínum höldum við áfram að lifa í samfé- lagi sem kennir börnum að stundum sé eðlilegt að misþyrma fólki þeg- ar það er öðruvísi en við viljum að það sé.” að gera hann ábyrgan og hafi hann átt erfiða bemsku er þetta skiljan- legt. Þeir sem hafa áhyggjur af au- knu ofbeldi í samfélaginu, einkum meðal bama og unglinga, ættu að gera sér Ijóst að þau hafa einnig lært að setja sín réttlætingarmörk, pg ekki eingöngu af sjónvarpinu. í þeirra augum er ofbeldi líka stundum leyfilegt, þó ekki sé víst Ofbeldismennirnir gefa ekki eft- ir „réttindi” sín mótþróalaust og við þekkjum mörg dæmi um konur sem búa við stöðugar hótanir og ofsóknir fyrrverandi eiginmanna sinna eða sambýlismanna. Það verður líka að hafa það í huga að konur sem búa við ofbeidi þekkja einnig málsháttinn: „Sjaldan veld- ur einn, þá tveir deila.” Kona sem leitar til Kvennaat- hvarfsins er aldrei spurð að því hversu alvarlegt ofbeldi hún hafi þurft að þola. Það að hún verður að flýja heimili sitt vegna ótta eða líkamsmeiðinga er fullkomlega nægjanleg skýring. Við spyijum aldrei hvort hún hafi gert eitthvað til að egna mann sinn. Það er lykilatriði í starfsemi Kvennaathvarfsins að hafna því algerlega að ofbeldi sé réttmæt leið til að gera út um mannleg samskipti. Það er heldur ekki spurt um aðstæður mannsins. Það hvort maðurinn hafi átt erfiða bernsku eða átt við aðra vanlíðan að stríða, réttlætir að okkar mati aldrei of- beldisverknað. Það getur hinsveg- ar leitt athyglina frá vandamálinu þ.e. ofbeldinu og fríað ofbeldis- manninn frá þeirri ábyrgð sem hann einn ber. Konan er aldrei spurð að því hver þáttur hennar í ofbeldinu hafi verið. Reynslan hefur kennt okkur að minni hluti þeirra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins hefur haft krafta og hugrekki til að takast á við mann sem notfær- ir sér yfírburði sína til að valda skaða og beita þvingunum. Þar með erum við ekki að halda því fram að engar konur reyni að slást, en langflestar þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins reyna að tala mennina til og koma til móts við í gamni og alvöru eftirKarl Ormsson GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 SÍMI 91- 681950 Til er gamalt sænskt ævintýri sem byggt er á einni bók hins þekkta bamabókahöfundar Svía, Astrid Lindgren. Ævintýrið fjallar um fjölskyldu nokkra búsetta í Smálöndum í Svíaríki. Margir þekkja þetta undir nafninu fjöl- skyldan í Kattholti í Lenneberg í Smálöndum. Aðalsöguhetjan er stráksnáði, Emil, kenndur við Kattholt. Hann var ósköp sniðugur en uppfyndingasamur með af- brigðum að mati pabba síns. Eitt sinn er halda átti uppboð í Smá- löndum, sem var afar vinsælt hjá Svíum og er enn, fór Emil þangað ásamt öðrum. En áður en hann fór datt honum það snjallræði í hug að bíða meðan gestimir fóru fram- hjá um þjóðveginn og afla sér smáskotilfurs með því að opna og loka hliðunum á veginum til að gestirnir þyrftu ekki að fara af kerrunum. Emil keypti ýmislegt á uppboðinu. Þar var líka sjoppa eða bar, Emil keypti sér límonaði og vegna hitans urðu flöskurnar nokkuð margar. Pabbi hans sá þetta og tugtaði hann til. Þá var Emil nóg boðið, hann svaraði pabba sínum fullum hálsi og sagði: Þegar ég á ekki peninga get ég ekki keypt límonaði svo þegar ég á peninga má ég ekki drekka lím- onaði: Hvenær í ósköpunum á ég að drekka límonaði?” Þetta litla atvik dettur mér í hug þegar hringavitleysan nær hámarki í stjómvisku fyrirtækja þessa lands, sem er svo sannarlega eins og dramatísk ævintýri. í áratugi hefur verið hamrað á því að ekki sé hægt að reka hér nokkurt fyrir- „Ef ekki var hægt að reka sómasamlega fyr- irtæki í 30-50% verð- bólgu og ekki í 2-3% verðbólgu þá segi ég eins og Emil í Katt- holti: Hvenær í ósköp- unum er hægt að reka fyrirtæki skammlaust á íslandi?” tæki vegna hinnar geigvænlegu verðbólgu hvorki í sjávarútvegi, iðnaði né öðrum greinum. Að ná niður verðbólgunni væri númer eitt, tvö og þijú. Nú bregður svo við að verðbólgan er komin niður í 5-6%, var 3-4% í september og er á hraðri niðurleið ásamt vöxtum, og spá Þjóðhagsstofnunar er að hún verði um 2-3% í lok ársins. Minni en í sumum nágrannalönd- unum okkar. Þá byijar gamli kór- inn að tæpa á gengisfellingu. Gengislækkun lækkar ekki hráefni til fiskvinnslunnar á fiskmörkuðum okkar, ekki heldur hráefni til iðn- aðar og framleiðslu. Gengislækkun lækkar ekki innflutta vöm og þar með matvæli til launafólks, gengis- lækkun lækkar ekki erlend lán sem eru að sliga þjóðarbúið (og em um helmingur af þjóðarframleiðsl- unni), gengislækkun auðveldar okkur ekki lántökur vegna vænt- anlegrar stóriðju. Nú er verð á útfluttum afurðum okkar með því hæsta sem við get- um vonast eftir að fá í bili að minnsta kosti (þó ég sé trúaður á að þrátt fyrir allt fáum við hærra verð fyrir vömr sem við fullvinnum fyrir nýja markaði). Ég ætla bara að vona að orð formanns Vinnu- veitendasambands Islands, Einars Odds Kristjánssonar, um að geng- islækkun sé ekki á dagskrá og hún sé liðin tíð séu ekki innantóm slag- orð. Það er góðs viti að fjánnála- ráðherra, Friðrik Sophusson, segir í grein í Morgunblaðinu 29. sept- ember að það versta sem þjóðin stæði frammi fyrir væri gengisfell- ing. Þó aðrir hafi minnst á gengis- fellingu, a.m.k. undir rós, e.t.v. til að kanna viðbrögðin. Ég skora á alla ráðherrana að ljá ekki máls á þvílíku glapræði sem gengisfelling væri og illa þekki ég verk forsætisráðherra Davíðs Oddssonar ef hann léti þrýstihópa hagga sér. Ef ekki var hægt að reka sómasamlega fyrirtæki í 30-50% verðbólgu og ekki í 2-3% verðbólgu þá segi ég eins og Emil í Kattholti. Hvenær í ósköpunum er hægt að reka fyrirtæki skamm- laust á íslandi? Nei, þið sem emð í forsvari fyrirtækja verðið að hag- ræða ykkar rekstri og það strax, þið verðið að minnka þessa gegnd- arlausu fjárfestingu, sem þegar er orðin allt of mikil í öllum atvinnu- greinum og sameina fyrirtækin. Það er bijálæði að halda úti frysti- húsum í smáþorpum sem eru stutt frá stórum og fullkomnum frysti- húsum. Það verður að fara eitthvað annað en hinar gömlu gatslitnu leiðir sem aldrei em neinum til góðs, selja skip sem nú þeger em orðin allt of mörg. Hvemig eigum við að trúa því að erlend fyrirtæki geti greitt okkur hærra verð fyrir hráefnið, svo sem ísfisk, heldur en okkar fiskvinnslufyrirtæki sem geta svo samt ekki borið sig? Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.