Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Arvakur semur við ístak hf. STJÓRN Árvakurs hf. hefur af samvinnu við ístak hf., sem ákveðið að leita eftir samningum við Istak hf. skv. tilboði félagsins og á grundvelli útboðsskilmála fyrir 2. áfanga nýbyggingar Morgunblaðsins að Kringlunni 1-3 í Reykjavík. Árvakur hf. hefur ágæta reynslu byggði 1. áfanga nýbyggingarinnar við Kringluna 1-3 á árunum 1983- 1984. Árvakur hf. þakkar þeim öllum, sem tilboð gerðu og óskar þeim velfarnaðar. Fundur Landsbanka íslands og- Byggðastofnunar um málefni Freyju: Starfshópur athugar málefni fyrirtælganna Á FUNDl fulltrúa Landsbanka íslands og Byggðastofnunar í gær vegna ákvörðunar bankans um að taka ekki fiskiðjuna Freyju á Suður- eyri í viðskipti var ákveðið að skipa starfshóp stofnanana tveggja til að fara yfir málefni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga, en Norðurtang- inn á Isafirði og Frosti á Súðavík höfðu ákveðið að að kaupa hlut Byggðastofnunar í Freyju. Niðurstaða þeirrar athugunar á að liggja fyrir næstu daga. Matthías Bjarnason, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, sagði að á fundinum hefði verið farið ítarlega yfir þessi mál og niður- staðan hefði orðið að ákveðið hefði verið að fela starfsölki þessara tveggja stofnana að athuga betur ákveðna hluti í sambandi við þessi fyrirtæki og reyna að hraða því svo sem kostur væri. Að því loknu yrði farið yfír málið aftur og þar til væru kaup Norðurtangans og Frosta á fiskiðjunni Freyju í bið- stöðu. Aðspurður hvort hann væri vonbetri eftir fundinn en áður sagði hann að þegar á móti blési væri hann bjartsýnastur. Hann gæti ekkert fullyrt en vonaði að þessi athugun ætti eftir að skila árangri. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að athuga málin betur og gera frekari úttekt á stöðu fyrirtækj- Helgi efstur með 2 vinninga HELGI Ólafsson stórmeistari er efstur með tvo vinninga eftir að fjórum skákum af átta er lokið í úrslitakeppni um íslandsmeistara- titilinn í skák, en á Skákþingi Is- lands í vor urðu þeir þrír efstir og jafnir Helgi, Margeir Péturs- son og Karl Þorsteins. í fyrstu skákinni gerðu Margeir og Helgi jafntefli. í annarri skákinni tapaði Margeir fyrir Karli og í þriðju skákinni Karl fyrir Helga, en í fjórðu skákinni sem tefld var í gær gerðu Margeir og Helgi jafntefli. anna sem ættu í hlut. Vinna þyrfti þessa athugun eins hratt og mögu- legt væri. Aðspurður hvort þetta þýddi að það kæmi til greina að Freyja yrði tekin í viðskipti sagði Sverrir, að engin ný ákvörðun hefði verið tekin í þeim efnum. Gerðar yrðu athuganir á stöðu þessara fyrirtækja og þeim áætlunum sem uppi væru vegna þessa reksturs og kaupa. Morgunblaðið/KGA Tíminn útrunninn Fjöldi fólks er á ferli í miðbænum á daginn og eflaust eiga margir í vandræðum með að finna stæði fyrir bifreiðar sínar. Ekki er þó allur vandinn leystur þó stæði fáist því hafa þarf smámynt í stöðumælinn og koma aftur á tilsettum tíma. Annars er hætt við að fólk hitti fyrir stöðu- mælavörð eins og þennan sem var að störfum á Barónsstíg síðdegis í gær. Notkun nagla- dekkja verði ekki mótmælt LÖGÐ hefur verið fram tillaga í borgarráði um að beina því til gatnamálastjóra, að hætta að birta auglýsingar, sem mæla gegn notkun nagladekkja í vetrarumferðinni. Tillagan er frá Alfreð Þorsteins- syni, sem bendir á að reynslan hafi sýnt, að verulegur íjöldi Reykvík- inga telji öryggi sínu betur borgið í umferðinni með notkun nagla- dekkja, þrátt fyrir áróður um hið gagnstæða. Auglýsingar gatna- málastjóra séu því óþarfar. Borgarráð samþykkti að vísa til- lögunni til umferðamefndar. Sigurður Skaiphéðinsson aðstoð- ar gatnamálstjóri, sagði sjálfsagt að ræða þessi mál. Á haustin hafi menn verið beðnir um að hugsa sinn gang áður en þeir velji vetrar- búnað á bifreíðina. „Við höfum ekki legið á því að það eru vissulega til aðstæður, þar sem nagladekk eru betri en annar búnaður,” sagði Sig- urður. „Við höfum bent á að það sé hópur manna, sem verður að vera á nagladekkjum og þá sérstak- lega þeir sem aka um á nætuma eða eru mikið á ferðinni utan bæjar- markanna. Ég er þeirrar skoðunar, að mjög margir hafi ekkert með nagladekk að gera þegar komin eru mjög góð snjódekk, sem við flest skilyrði jafnast fullkomlega á við góð nagladekk. Þau veita oft falskt öryggi og em þá verri en snjódekk. Að mínu mati hefur þetta verið inni- haldið í okkar auglýsingum og áróðri.” Meitillinn í Þorlákshöfn: Togarúin Þorlákur seldur utan og kvóti færður á Jón Vídalín MEITILLINN í Þorlákshöfn hefur gengið frá sölu á togaranum Þorláki til útlanda. Togarinn var keyptur af aðila í Suður-Afríku en mun væntanlega verða skráður undir þægindafána í Karíbahaf- inu. Meitillinn hefur einnig til athugunar að selja ónýttan skattfrá- drátt sinn vegna taprekstrar á undanförnu ári og nú munu komin vilyrði fyrir um 100 milljónum af 150 miiljóna króna nýju hlutafé sem afla átti. Með sölunni á Þorláki mun kvóti hans verða færður yfir á togarann Jón Vídalín en samtals er togara- kvóti Meitilisins nú um 3.600 tonn af þorskígiidum. Marteinn Friðriks- son stjórnarformaður Meitilsins vill ekki gefa upp hve mikið fyrirtækið fékk með sölunni á Þorláki en seg- ir það snöggtum betra en að sökkva skipinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þetta vera um 60 milljónir króna ef tekið er með í dæmið það sem fyrirtækið fær úr Hagræðingarsjóði við söluna en það er nú 10% af húftryggingu skipsins. Raunar gæti þetta orðið hærri upphæð ef frumvarp sjávar- útvegsráðherra um að hækka þetta hlutfall í 30% nær fram að ganga. Marteinn Friðriksson segir að með sölunni á Þorláki náist veruleg hagræðing á rekstri Meitilsins en það sé jafnframt ljóst að huga verði að kaupum á öðru fiskiskipi því kvótinn sem Meitillinn á nú er ekki nægilega mikill til rekstrar á svo stóru fiskvinnsluhúsi sem Meitillinn er. Tími til hlutafjáraukningar hjá Meitlinum um 150 milljónir króna var framlengdur frá 1. nóvember sl. til 1. desember. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru nú þegar komin vilyrði fyrir um 100 milljónum af þessu hlutafé. Er þar m.a. um að ræða Sambandið, Olíu- félagið og starfsfólk Meitilsins. Marteinn Friðriksson segir að eins og málin standi í dag sé hann hóf- lega bjartsýnn á að rekstur Meitils- ins verði kominn í viðunandi horf um næstu áramót. Breytingu á 300 millj. kr. skuld E.G. í lán eða hlutafé hafnað w w Þorsteinn O. Steph- ensen leikari látinn ÞORSTEINN Ö. Stephensen leik- ari lést í Reykjavík í gærmorgun, 86 ára að aldri. Þorsteinn fæddist 21. desember árið 1904 að Hurðarbaki í Kjós, sonur hjónanna Ögmundar Hans- sonar Stephensen bónda og Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1925, cand. phil frá Háskóla íslands 1926 og las síðan læknisfræði um hríð. Hann lærði leiklist við leiklistarskóla Konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn 1933-34. Þorsteinn hóf störf við Ríkisútvarpið 1935, fyrst sem að- stoðarþulur og þulur og síðan sem leiklistarstjóri frá 1946-75. Þor- steinn lék mikið í útvarpsleikritum um árabil og stjórnaði oft leikritum þar, auk þess að stjórna bamatíma Ríkisútvarpsins á árunum 1946-55. Hann þýddi fjölmörg leikrit til flutn- ings í útvarpi og gaf auk þess út bókina Krakkar nn'nir komiðþið sæl 1951, sem er safn barnaljóða. Þorsteinn lék óslitið við leikhúsin í Reykjavík frá því hann kom frá námi og hlaut fyrir það margvísleg- ar viðurkenningar. Hann hlaut tví- vegis Silfurlampa Félags íslenskra leikdómenda sem veittur var fyrir besta leikafrek ársins, fyrst 1957 og síðan 1966. Hann var formaður Leikfélags Reykjavíkur um skeið og var í heiðurslaunaflokki Alþing- is. Þorsteinn hafði forgöngu um stofnun Starfsmannafélags Ríkisút- varpsins 1936 og var formaður þess fyrstu árin. Hann var einnig fyrsti formaður Félags íslenskra leikara, en það var stofnað 1941 og var hann sæmdur gullmerki félagsins 1966. Þá sat hann í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna um árabil. Kona Þorsteins er Dóróthea Guð- mundsdóttir Stephensen og eignuð- ust þau fimm börn. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur hafnað þeirri mála- leitan Ólafs Kristjánssonar bæj- arstjóra í Bolungarvík að breyta 300 milljón króna skuld Einars Guðfinnssonar hf. við Atvinnu- tryggingarsjóð í hlutafé eða víkj- andi lán. Þetta kom fram á fundi sem Ólafur átti með Davíð í gærdag en þar ræddu þeir stöðu þá sem komin er upp á Bolungar- vík í kjölfar erfiðleikanna í rekstri Einars Guðfinnssonar hf. Ólafur Kristjánsson segir að beiðni þessi hafí komið frá bæjar- stjórn Bolungarvíkur en hafi ekki verið gerð að undirlagi stjórnenda E.G. Bæjarstjórnin ásamt öðrum aðilum íhugi nú að setja um 100 milljónir króna sem nýtt hlutafé í E.G. en vilji að tryggt sé að það fé komi að tilætluðum notum. „Mið- að við þær rekstraráætlanir sem við höfum séð frá stjómendum Ein- ars Guðfínnssonar myndi rekstur- inn verða vel tryggður með því að þessum 300 milljónum yrði breytt í hlutafé eða víkjandi lán og við kæmum svo inn í reksturinn með 100 milljónir,” segir Ólafur. „Áður en bæjarsjóður hinsvegar leggur fram fé í fyrirtækið verður að vera tryggt að áframhaldandi . rekstur þess sé byggður á traustum grunni.” Ólafur Kristjánsson heldur heim til Bolungarvíkur í dag og mun þar á fundi með bæjarstjóm gera grein fyrir viðræðum sínum við Davíð Oddsson. Ekki brodd- göltur heldur strákústur ÍBÚI I húsi í Reyly'avík hringdi í lögreglu aðfaranótt þriðjudagsins og óskaði að- stoðar þar sem torkennileg skepna sem líktist helst broddgelti væri að krafsa í útidyr húss síns. Óstuddur vildi maðurinn ekki leggja til atlögu við dýrið. Lögreglan kom á staðinn en fann ekki broddgöltinn þrátt fyrir ítarlega vettvangsrann- sókn. Niðurstaða þeirrar rann- sóknar var sú að yfirgnæfandi líkur bentu til að húsráðandinn hefði villst á broddgelti og rauð- hærðum strákústi sem fokið hafði til og hafnað við þröskuld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.