Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 IRIKIPLATONS Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gorgías. ísl. þýðing eftir Ejólf Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang. Hið Islenzka Bók- menntafélag. Reykjavík 1991, 210 bls. (2. útg. endurskoðuð). Ríkið. ísl. þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Bundið mál í þýðingu Krisljáns Arna- sonar. Hið íslenzka Bókmennta- félag. Reykjavík 1991,1. bd. 354 bls., II. bd. 406 bls. Gríski heimspekingurinn Platón (427-347 f.Kr.) er stórveldi í ver- öld heimspekinnar og í vestrænni hugsun yfirhöfuð. Um það bland- ast engum hugur. Ómæld eru þau áhrif sem hann hefur haft á stjórn- málalega hugsun, trúarlega,^ heim- spekilega og miklu- víðar. íslend- ingar hafa að sjálfsögðu ekki farið varhluta af áhrifum hans. Samt hafa rit hans ekki verið aðgengileg íslendingum á móðurmálinu nema að mjög óverulegu leyti og þá eink- um á síðustu áratugum. A 19. öld- inni og rétt fram yfir aldamótin lásu skólapiltar í Lærða skólanum fáein rita hans á grísku undir leið- sögn frábærra kennara (Svein- bjarnar Egilssonar og Steingríms Thorsteinssonar) og á seinni árum hefur Platón lítið eitt verið lesinn í grískunámi í Háskóla íslands. En svo eru þeir að sjálfsögðu marg- ir sem talsvert hafa lesið eftir Pla- tón í þýðingum á nýju málunum. Á seinni árum hefur lofsverð viðleitni verið í þá átt að koma nokkrum ritum Platóns í íslenskan búning. Samdrykkjan í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og út- gáfu Jóns Gíslasonar var gefin út af Menningarsjóði 1959. Málsvörn Sókratesar, Krítón og Fædon kom út hjá Hinu íslenzka Bókmenntafé- lagi 1973 (2. útg. 1983, 3. útg. 1990) undir heitinu Síðustu dagar Sókratesar. Sú bók var upphaf- lega að hluta til þýdd af Sigurði Nordal og gefin út fyrr, en nú endurskoðuð af Þorsteini Gylfasyni sem auk þess bætti við þýðiriguna. Gorgías kom út hjá sama útgef- anda í þýðingu Eyjólfs Kjalars Eimilssonar og inngangi eftir hann 1977 og nú aftur í haust í endur- skoðaðri þýðingu. Menón í skóla- þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar með inngangi og skýringum Ey- jólfs Kjalars Emilssonar og Gunn- ars Harðarsonar kom einnig út hjá HÍB 1985 og nú síðast Ríkið í þýðingu Ejólfs Kjalars og með inn- gangi og skýringum eftir hann: Þessi síðustu íjögur rit eru öll í ritröðinni Lærdómsrit Bókmennta- félagsins sem Þorsteinn Gylfason hefur lengstaf stýrt einn en á síð- ustu árum ásamt Þorsteini Hilm- arssyni. Þá hefur Arnór Hannibals- son þýtt Þeætetus úr ensku og þýsku og gefið út sjálfur að því er virðist. Ritverk Platóns eru mikil að vöxtum. í grísku Oxfordútgáfunni er heildarritsafn hans um hálft þriðja þúsund blaðsíður. Lætur nærri að um fímmtungur þess sé kominn á íslensku. Vegur Ríkið þar þyngst. Megnið af ritsmíðum Platóns eru stutt verk frá 15-20 bls. til rúmlega 100 bls. Tvö verk skera sig úr hvað lengd varðar, Ríkið og Lögin, sem hvort um sig losa 400 bls. í frumtexta. Gorgías er merkilegt verk, „... einhver glæsilegasta samræða Platóns”, segir í inngangi. „Ef hægt er að segja um eitthvert eitt verk að það gefi heildarmynd af siðfræði Platóns, þá er það Gorgías ... Vart er þörf að benda lesendum Gorgíasar á hversu margt í bók- inni á eins við um nútímann og samtíma Sókratesar og Platóns. Þegar hefur verið minnst á mælsk- ulistina og þá ádrepu sem lýðræðið fær hjá Platóni [framar í inn- gangi]. Eins má nefna spurningar um eðli og tilgang refsinga, hlut- verk stjórnmálamanna og gervi- vísindi. A'llt eru þetta hlutir sem skipta máli fyrir fólk á tuttugustu öld. Það er freistandi að líta á sam- ræðuna sem samtímaverk. Oft þarf ekki annað en breyta orðalagi lítillega, og Gorgías lítur út eins og ádeila á nútíma þjóðfélag. Til gamans má benda lesendum á að setja orðið „áróðurstækni” í stað orðsins „mælskulist”. Þetta segir í inngangi þýðanda og hefur sá sem þetta ritar litlu við að bæta. Þetta litla rit lætur engan hugsandi mann ósnortinn og þyrfti því að vera i margra höndum. Eins og áður segir var Gorgías upphaflega þýddur á íslensku fyrir 14 árum af Eyjólfi Kjalari. Mun það hafa verið fyrsta glíma hans við að klæða Platón íslenskum búningi. Þó að Eyjólfur væri þá kornungur maður þótti þessi frum- raun hans takast ágæta vel. Engu að síður hefur hann nú viljað end- urskoða þýðinguna og bæta hana á stöku stað. Sjálfsagt hefur hann notið góðs af því að Gorgías hefur stundum verið lesinn í Háskóia Isiands á þessu tímabili og menn hafa skotið að honum ábendingum. Ríkið er eins og áður hefur komið fram annað af tveimur stór- verkum Platóns. íslenska þýðingin er í tveimur bindum, alls 760 bls. Ég gef nú þýðanda orðið en hann segir í upphafi inngangs: „... Ríki Platons er heimsveldi út af fyrir sig í vestrænum hugmynda- heimi. Hafa má til marks um þetta að á hveiju ári birtast margar lærðar greinar sem fjalla gagngert um einstaka þætti þess, heilar bækur helgaðar því skipta tugum og fleiri rit en nokkurri tölu verður á komið í ólíkustu greinum vitna til þess. En veldi Ríkisins byggist ekki síður á því að margar hug- myndir þess lifa orðið sjálfstæðu lífi. Fyrirmyndarríki reist á heim- spekilegum forsendum, líking sam- félags og mannssálar, mannlífið séð sem líf fanga í helli er halda að skuggamyndir séu raunveru- leiki; allt eru þetta dæmi um slíkar hugmyndir. Ríki Platons er fyrst og ef til vill mest allra heimspekirita sem leitast við að taka mannlegt samfé- lag lieimspekilegum tökum, reisa ríki á heimspekilegum grunni.” Fúslega skal það viðurkennt að undirrituðum féllust bókstaflega hendur ° þegar hann fékk þetta mikla og fræga rit til umsagnar. Hvað er hægt að gera annað en þakka fyrir sig, njóta lestursins og viðurkenna með gleði að með þessari þýðingu hefur mikil bók- menntaviðburður gerst? Það er hreint ekki svo lítilvægt að eiga þess nú kost að lesa á hreinni og auðskilinni íslensku um þessar miklu hugmyndir: frum- myndakenninguna ásamt hinni Eyjólfur Kjalar Emilsson frægu hellislíkingu, drög að sálar- fræði, umdeildu viðhorfi Platóns til skáldskapar, skilningi hans á eðliseigindum og hlutverki kvenna og síðast en ekki síst fyrirmyndar- ríki hans byggðu á réttlæti og stjóm hinna hæfustu. Hugurinn hlýtur að flögra víða undir þessum lestri. Stundum er maður hjartan- lega sammála og innilega hrifinn, í önnur skipti er maður ósammála. Fyrir kemur að maður kippist ónotalega við og spyr: Var það þá frá Platón sem þeir fengu þessar hugmyndir? Vera má það. En hafa þá ekki flestir merkir hugmynda- smiðir mátt sæta því hlutskipti að vera mistnotaðir af þeim sem óvöndugir eru? En sé maður stund- um ósammála Platóni þakkar mað- ur sínum sæla fyrir að hafa ekki verið staddur í Piræus og þurft að veija málstað sinn gegn Sókratesi!!! Þýðing Eyjólfs Kjalars hlýtur að teljast mikið afrek. í þau föt hefðu fáir farið. Eyjólfur er lærður og fær heimspekingur og bersýni- lega þaulkunnugur kenningum Platóns. Hann er góður grískumað- ur og eins og áður getur hefur hann fengist við þýðingar úr grísku í hálfan annan áratug. Vissulega hlýtur maður að gera miklar kröfur til Platónsþýðanda. Illa eða hroðvirknislega þýddur Platón er verri en ekki. Platón var ekki einungis mikill heimspekingur heldur og frábær ritsnillingur. Grí- skan, þetta undursamlega tungu- mál, lék honum svo á tungu að einstak er. Samdrykkjan er lík- lega mesta listasmíð hans. Það er því ekki heiglum hent að þýða Pla- tón svo að vel fari á þegar bæði þarf að viðhafa fræðilega ná- kvæmni og varðveita eitthvað af stílfegurð Platóns. Lítið get ég sagt beinlínis um hvernig þýðanda hefur tekist til við fyrra atriðið. Til þess þyrfti samanburð sem ekki er á mínu færi. Hins vegar hef ég lesið Gorgíasarþýðinguna ásamt frumtéxta og veit að hún er nákvæm og vönduð. Þess vegna trúi ég því að þýðingin á Ríkinu sé síst lakari. Skýringar þýðanda neðanmáls sýna raunar að hann hefur gert sér far um mikla ná- kvæmni. Margar skýringanna eru hinar gagnlegustu og ættu að færa lesanda heim sanninn um hversu nauðsynlegt er að þýða texta af þessu tagi úr frummálinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að neinn nái stílsnilli Platóns og leik hans með hugtök og orða- sambönd. En Eyjólfur Kjalar hefur að minni hyggju skilað góðu verki. íslenska hans er hrein, látlaus og ber þann blæ heiðríkju og virðu- leika sem vel sæmir Platóni. Ekki skal látið hjá líða að geta þess að inngangur Eyjólfs Kjalars að Ríkinu (68 bls.) er einstaklega vandaður, vel saminn og einkar gagnlegur lesanda. Er því að hon- um mikill fengur. Raunar má minna á að öllum framangreindum ritum Platóns sem gefin hafa verið út af Menningarsjóði og Hinu ís- lenzka Bókmenntafélagi fylgja inngangar. Er því mikinn fróðleik að finna um Platón og verk hans þegar öllu er til skila haldið. Vissulega er ástæða til að fagna því að við skulum nú hafa eignast góðan og mikilvirkan Platónsþýð- anda. Er nú óskandi að framhald verði á þýðingum hans, því að af nógu er að taka. Riti'öðin Lærdómsrit Bókmennt- afélagsins telur nú orðið um þijá- tíu bækur. Stórmerkt ritsafn er það með vissu og eiga allir að- standendur þess þakkir skildar. Sérstaklega er ánægjulegt til þess að vita að svo virðist sem nú hafi færst nýtt líf í útgáfuna. í lokin vil ég nefna að brot Lærdómsritanna er einkar hand- hægt og þægilegt til notkunar. Það er gott að geta stungið lítilli bók í vasann og gripið til hennar nán- ast hvar sem er. Platón er góðui' félagi á ferðum eða við aðrar að- stæður þar sem menn geta ekki burðast með stóra doðranta. Hljóma skal landslag Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Friðrik Guðni Þórleifsson: Kór stundaglasanna. Ljóð. Hörpuút- gáfan 1991. Það er mikil tónlist í ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar sem hann nefnir Kór stundaglasanna. Stefin eru draumkennd, mestan- part fengin úr íslenskri náttúru, ýmist fínleg eða stórbrotin, hagan- lega fléttuð saman þegar best læt- ur, stundum ómstríð og myrk en í annan tíma tær og lagræn. Ljóð- in eru hituð í afli íslenskrar Ijóð- hefðar, stundum eru stefin fengin úr nútíma en einnig úr danskvæð- um, þulum eða jafnvel dróttkvæð- um og eddukvæðum. Orðfærið er hamrað úr þessum efnivið, oft tor- rænt og rammt en stundum ljósara og nútímalegra. Bókin er á sinn hátt eins og stórt kórverk í byggingu með for- leik, nokkra sjálfstæða þætti og lokaþátt J>ar sem stefin eru bundin saman. I fyrsta hluta bókarinnar eru nokkur ljóð í danskvæða- og þulustíl. Þá taka við fimm ljóða- flokkar um ólík efni, Yfirlýsingar, Veður í grasi, Síðasta martröð Grettis, Síðasta heimför Flosa og Síðasta ræða Snorra. í lokaþættin- um eru síðan ýmis Ijóð sem undir- strika meginstefin.. ■ • i ■ { Meginviðfangsefni bókarinnar eru náttúran, lífsbaráttan og sam- band manns við náttúru. Greint er frá þeim álögum sem náttúran og við erum bundin í. Þau eru okkur, skammsýnum mönnum, hulin, en kór stundaglasanna nær- ir hlustir okkar af „bitrum andg- usti” (bls. 5) og vekur okkur grun um vá. Friðrik dregur upp náttúru- myndir þar sem samræmis gætir í náttúrunni, jafnvel þótt eyðingar- öfl náttúrunnar og jurtir takast á. En þetta samræmi er í liðinni tíð. í kvæðinu Grunur um liðna tíð er þessum sannindum gerð skil á myndrænan hátt: Það er ekki langt síðan dauð lá lék tennis með sólknött á fjöruborði (bls. 72). Það eru mennirnir, Abraham og synir hans, eins og segir í kvæðinu Samfélagsfræði fyrir lengra komna, sem raska þessu jafnvægi. Álögin sem á heiminn eru lögð eru ekki síst fólgin í græðgi þeira er þeir ryðja sér braut, draga sér fé, beisla straumana, ganga á skóg- ana og tendra eldinn mikla. Skáld- inu er mikið niðri fyrir ogþað send- ir viðvaranir í allar áttir. í Viðskipt- afræði fyrir langt að komna spyr það hvort menn sjá ekki hvers þeir eru að krefja okkur hveiju þeir eru að svipta okkur (bls. 10). Jafnvel örlaganornirnar hafa Friðrik Guðni Þórleifsson verið dæmdar úr leik því að auður- inn skapar auðnina án afskipta þeirra og þær falla áhrifalausar inn í myndina: Verðmæti skapar leirbrúna veröld urðir bleikar hripar verðandi til undrunar skuldum (bls. 21). Það er hins vegar enginn upp- gjafartónn í ljóðum Friðriks. Hann vill að vesaldómi sé kastað, að við gerum .jhvern þann-leiðitaman/ er brýtur hljóminn”, (bls. 20) og „ber- um dagsljós/ í ennisböndum” (bls. 24). Ljóðmál Friðriks Guðna er safa- mikið og myndríkt. Hann Ieitar mjög á mið fornyrða og fornra kenninga er notar hvort tveggja á nýstárlegan hátt. Kvæði hans eru mörg draumkennd og hann lætur gjarnan hljóm og myndir ráða ferð- inni fremur en merkingu. Þetta á ekki síst við um þá ómstríðu og torræðu ljóðaflokka sem ætla mætti vegna heitis að byggðu fyrst og fremst á sögulegum vísunum, Síðasta martröð Grettis, Síðasta utanför Flosa og Síðasta ræða Snorra. Það er eitt sterkasta einkenni á skáldskap Friðriks í þessari bók hversu mikla ánægju hann hefur af leik orða og hugmynda. Oft verður leikurinn með þeim ósköp- um að kvæðin birtast lesanda i fyrstu sem ókleifur hamar: Hlerað hef ég vaðmál við gjálfur stríðöldu yfir sálmar úfinn lýsir bókviti spenntum misgjörðum ■ TAFLFÉLA GIÐ Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar standa fyrir opnu móti í atskák (umhugs- unartími hálf klukkustund á kepp- anda) dagana 15.-16. nóvember. Mótið hefst föstudaginn 15. kl. 20 og verður fram haldið daginn eftir klukkan 14. Tefldar verða 7 um- ferðir. Fyrstu verðlaun eru 20.000 krónur, önnur 12.000 og þriðju •8.000 krónur. Þátttökugjald er 800 kr. fyrir félagsmenn Hellis og Skák- vex kveðanda öðrumegin (bls. 62). Kvæði á borð við þetta — og þau eru ófá — verður varla full- skýrt en ýmislegt fær dýpri merk- ingu ef samsettu orðin í því eru slitin í sundur: Hlerað hef ég (vað- )mál/ við gjálfur (stríð)öldu/ yfir (sál)mar úfínn/ lýsir (bók)viti/ spenntum (mis)gjörðum/ vex (kveð)anda/ (öðru)megin. Stundum eru ljóðmyndir skálds- ins svo tærar, einfaldar og nútíma- legar að með ólíkindum er að sama skáld yrki. í Grun um tíð í aðsigi segir svo: Dimmt er í heiminum Drottinn minn peran er sprungin í útiljósinu og élin farin að færa sig upp á skaftið (bls. 72). Kór stundaglasanna er metn- aðafullt verk. Með því fetar höf- undur nýja stigu í eigin skáldskap. Það er að sönnu torrætt á köflum og ekki átakalaust að lesa það en mér býður f grun að í því sé líf- seig tónlist. félags Halnarfjarðar, 1.200 kr. fyr- ir aðra. Mótið fer fram í húsnæði Skákfélags Hafnarfjarðar, Tóm- stundaheimilinu, á horni Suðurgötu og Lækjargötu (bak við Hafnai'- fjarðarkirkju). Nú þegar hafa 20 manns skráð sig en nóg er að mæta á mótsstað og eru skákmenn eldri en tuttugu ára boðnir sérstak- lega velkomnir. (Fréttatilkynning) ___________________________Lil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.