Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 31 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ELINU PALMADOTTUR Valdastólar rugga und- ir einræðisherrum Afríku Áhrifanna af breyttri Evrópu og viðhorfum stórveldanna er farið að gæta í þriðja heiminum. Um miðbik Afríku eygja þjóðir, sem búið liafa við einræði og einsflokksstjórnir, nú von um lýðræðis- legri stjórnarhætti. Lok kalda stríðsins og fall Sovétríkjanna hafa svipt einræðisherrana því vopni sínu að leika á kapphlaupið milli stórveldanna, svo þeir geta ekki lengur treyst á hernaðarstuðning. Hersveitir kommúnista eru víða horfnar og verndin með. Nelson Mandela Suður-Afríka: Mandela boðar viðræður Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, leiðtogi blökkumanna í Suður-Afríku, segir, að viðræður blökkumanna og ríkisstjórnar hvítra manna um nýja stjórnarskrá í landinu verði um næstu mánaðamót. Talsmenn stjórnvalda segja hins vegar, að engar dagsetningar hafi verið ákveðnar. Mandela kom jafnt samheijum sínum sem fulltrúum ríkisvaldsins á óvart þegar hann tilkynnti, að viðræðumar yrðu 29. og 30. nóv- ember og segja þeir síðamefndu, að tíminn hafi ekki verið ákveðinn enn. Gill Marcus, talsmaður Af- ríska þjóðarráðsins, sem Mandela stjórnar, segir, að þessir dagar séu líklegir en ekki endanlega afráðnir. í viðræðunum verður rætt um nýja stjórnarskrá fyrir aðskilnað- arlausa Suður-Afríku og er einnig vonast til, að þær geti bundið enda á manndrápin og átökin milli blökkumanna sjálfra. íhaldsflokk- urinn og fleiri stjórnarandstöðu- flokkar, sem hlynntir eru aðskiln- aði kynþátta, ætla ekki að taka þátt í viðræðunum. Um leið sjá einræðisherrarnir völd sín veikjast, enda sjá þeir fram á minnkandi efnahagsað- stoð frá iðnríkjunum, nema þeir sýni einhveija lýðræðistilburði. Afríkulöndin óttast það að gleym- ast alveg nú þegar aðstoð velmeg- andi ríkja beinist að Austur-Evr- ópuþjóðunum. í þessum löndum í Vestur- og Mið-Afríku er því mik- ill órói og tímamót. Merki þess mátti t.d. sjá í Zambíu þar sem gömlu kempunni Kenneth Kaunda hafði verið ýtt út í að leyfa lýðræð- islegan þjóðfund og féll svo í eftirf- arandi kosningum. Sama gildir í Zaire, þar sem Mobutu Sese Seko lét hafa eftir sér að ef hann hefði bara ekki látið undan með þennan þjóðfund, sem hófst 7. ágúst sl., þá væri hann ekki í þessu klandri. I Benin, Gabon, Kongó, Togo, Ka- merún og víðar er tekist á um lýð- ræðislegri stjórnarhætti. Ekki er langt síðan flestir ein- ræðisherrarnir hefðu blásið á svona kröfur, hrópað „uppreisn” og barið hana niður með fangelsunum. En nú hika margir þeirra, þótt ekki láti þeir allir undan kröfunum. Margir hafa þó rétt lýðræðinu litla fingur, oft fyrir þrýsting frá lönd- um eins og Frakklandi, til að fyrir- gera ekki allri efnahagsaðstoð, meðvitaðir um að þeir eru ekki lengur forgangsverkefni á alþjóða- vettvangi. Stjórnendur í Benin, Kongo, Gabon, Mali, Niger, Togo og Zaire hafa neyðst til að láta undan kröfunum um þjóðfund. Þótt Mobutu forseti yrði eftir heils árs andstöðu með þeim fyrstu með sinn 2000 manna þjóðfund í Zaire þá leystist þingið upp í alls hetjar uppreisn. I nágrannaríkinu Kongó eru sovésku hersveitirnar farnar heim, fólk hætt að nota ávarpið félagi og virðist þarmeð hafa gieymt öllum marxisma, eins og kunnugur maður orðaði það við mig þama suður frá. Síðan í júlí eru fréttir ekki lengur ritskoðaðar og hinn eini sanni verkamanna- flokkur lagður niður. í febrúar hófst þjóðfundur og boðaðar eru kosningar til sveitarstjórna i janúar 1992, til þings í apríl og forseta- kosningar í júní, hvernig sem það verður. Forsetinn vill efia lýðræðið í einsflokkskerfi. Kúbumenn eru farnir heim frá Angoia sem er skammt frá þessum löndum. í Zaire kom raunar í ljós að Bandaríkjamenn voru ekkert uppveðraðir lengur að styðja Mob- utu, þótt hann vildi ekki viðurkenna það. Ef við höldum norður eftir ströndinni, þá samþykkti Omar Bongo forseti í Gabon nærri strax lýðræðislegan þjóðfund 27. mars, en tókst við lok hans 19. apríl að halda með lagni öllum sínum völd- um, sigri hrósandi yfir að hann hefði verið einna fyrstur Afríkufor- seta til þess að fallast á „nýja, lýð- ræðislega fjölflokkaskipan”. Er sá eini sem virðist hafa komið niður á fæturna í slíkum átökum. En í nágrannalandinu neitar Biya for- seti í Kamerún alfarið að gefa kost á þjóðfundi þótt hann boði kosning- ar á sínum eigin kjörum. Hefur nú endanlega slitnað upp úr viðræðum og búist á hverri stundu við stjóm- lausri uppreisn eins og í Zaire. í Miðafríkulýðveldinu hefur André Kolingba staðið í heilt ár gegn kröfunum um lýðræðislegan þjóðfund, kveðst frekar vilja fallast á kosningar en þennan fjandans þjóðfund. I Niger inni í landi neydd- ist Ali Saibou, sem er tiltölulega nýr í forsetastóli og ekki búinn að festa sig almennilega í sessi, til að gefa upp einsflokkskerfi sitt fyrir einhvers konar þjóðfund. í Guineu varð Lansana Conté, sem hafði ekki trúað að hjá sér væri hættuleg stjórnarandstaða, að láta undan eftir mikinn útifund í Conacry, sem hlaut stuðning frá nágrannaríkinu Senegal. í Mali voru þegar komnar fram kröfur um fjölflokkakerfi sumarið 1990 og í janúar 1991 var skipulagt fyrsta ailsherjarverkfall- ið í landinu. En Moussan Trakoni forseti tók þó ekki að gefa eftir fyrr en í mars á þessu ári. Eyadema hershöfðingi í Togo, sem stundum er líkt við Hitler, kaus eftir mikil átök í mars 1991 og þrýsting frá Frökkum að lokum að leyfa þjóð- fund. En Mathieu Kerekou í ná- grannaríkinu Benin hafði ekkert vitað út í hvað hann var að fara þegar hann leyfði iýðræðislegan þjóðfund í sínu landi. Hafði þó vit á að leika leikinn til enda. Dæmið frá Benin-hefur einmitt kennt ýms- um forsetum öðrum sem á eftir komu að slíkur þjóðfundur getur verið þeim á borð við sjálfsmorð. Þjóðfundur hefur semsagt reynst góður fyrir almenning, en afleitur fyrir einræðisherrana. Af þessari upptalningu, sem ekki er í fljótu bragði gott að átta sig á,- má þó ráða hvernig ástandið er á öllu svæðinu. í Afríku eru nú yfir 600 milijónir manna og spáð að eftir 20 ár verði íbúarnir um milljarður. Afstaða Vesturveldanna til Afríku virðist, eins og Atoine Blanca, embættismaður hjá Sam- einuðu þjóðunum, orðaði það, um þessar mundir eins og farþegans á fyrsta farrými sem segir: Það er sprengja í flugvélinni, en það er allt í lagi, hún er á túristaklassa. BONUSVERD A HREINUETISTŒKJUH!! Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið 1. flokks hreiniætistæki beint frá framleiðendum á betra verði en áður hefur þekkst!! Dæmi: TH stálvaskar kr. 20 gerðir Verðdæmi: Vh hólf og borð 10.930,- baðker 10 gerðir Verðdæmi: Stærð: 170 x 70 cm. kr. 9.500,- WC með harðri setu 5 gerðir Verð frá kr. 12.500,- handlaugar Verðdæmi: Gerð Europa 43 x 55 cm. kr. 2.700,- sturtubotnar kr. 5 gerðir Verðdæmi: 80 x 80 cm. 3.900,- blöndunartæki 10 gerðir. Verðdæmi: f. handlaugar kr 4.950,- f. eldhús kr 4.850,- Ennfremur hitastillitæki frá kr. 8.950,- öll verð eru slaðgretðsluverð. Verð eíns og þessi eru sönn kjarabót fyrir alla húsbyggjendur! Opið laugardaga kl. 10-14. VISA 'AÐSTOFA Ártnúia 36 —Slml 31810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.