Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 17 „JJLU, ER ENN VERIB Afl GERA ÚTTEKTIR” ■ ' ' Þetta fáum við sem störfum fyrir Norrænu ráðherranefndina oft að heyra. Sannleikurinn er þó sá að ýmsar mikilvægar ákvarðanir hafa verið teknar á þeim tveimur áratugum sem Norræna ráðherranefndin hefur starfað. Ákvarðanir sem hafa bein og óbein áhrif á tilveru þína. Engu að síður vita fæstir að nefndin er til. Vissir þú t.d. að aðalskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar væri í Kaupmannahöfn? Norrænt samstarf er komið lan^t á ve^. Margar þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í Evrópu hafa þótt sjálfsagðar á Norðurlöndum. Um langt skeið höfum við getað ferðast á milli ríkjanna án vegabréfs. Við getum sest að í hvaða Norður- landaríki sem er, án þess að þurfa sérstakt atvinnu- eða námsleyfi. Um leið njótum við þeirra félagslegu rétt- inda sem viðkomandi land býður upp á. Allt er þetta árangur norrænnar samvinnu. Hvað gerum við fleira? Við vinnum að Lættu umfiverfi. Umhverfismál eru ofarlega á baugi í norrænu samstarfi. Eins og flestum er kunnugt á umhverfið engin landamæri. Við vitum t.d. að stór hluti þeirrar loftmengunar sem við búum við berst með vindum utan frá. t)ví hefur Norræna ráðherranefndin sett NEFCO á fót, til að veita lán eða ábyrgð til fjárfestinga á sviði umhverf- isverndar. þetta hefur þegar verið gert í t.d. Póllandi, Sovétríkjunum og Eystrasaltsríkjunum. þar má t.d. nefna reykhreinsunarverkefni í sovéskum málmiðnarverksmiðjum. Ráðkerranefnclin örvar norrænt atvinnulíf. Norræni fjárfestingarbankinn í Helsingfors er gott dæmi um það. Markmið bankans er að efla sam- starf fyrirtækja á Norðurlöndum. Bankinn veitir lán og ábyrgðir á fjárfestingum og útflutningi í þágu norræna hagsmuna. Norræna ráðherranefndin stofnaði Norræna iðnsjóðinn fyrir tuttugu árum í því markmiði að efla samstarf fyrirtækja og hvetja til tæknilegra nýjunga og þróunar. Við köf uin gert það auðveldara að stunda nám á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin hefur gegnt mikilvægu hlutverki á sviði mennta- mála. Námsmenn og kennarar geta fengið svo kallaða NORDPLUS styrki til að stunda hluta af námi sínu við háskóla á öðrum Norðurlöndum. Fólk á aldrinum 18 — 26 ára getur fengið sumarvinnu í öðru Norður- landaríki gegnum Nordjobb. þar má nefna t.d. vinnu í sveit í Noregi eða öldrunarþjónustunni í Danmörku. Unnið er að samningi sem veitir nær öllu háskólamenntuðu fólki gagn- kvæma viðurkenningu á prófum sem nær til allra Norðurlandanna. Við styðjum rannsóknarstörf. Norræna vísindastofnunin — NörFA — er ný stofnun á vegum ráðherra- nefndarinnar. í samstarfi tekst smáþjóðum að nýta krafta sína betur en ella. NorFA er ætlað að bæta menntun norrænna vísindamanna, auk þess að efla sam- neyti og víðsýni vísindamanna með því að gera þeim kleift að stunda nám í öðru Norðurlandaríki. Við kynnum norræna mennin^u um víða veröld. Nú er unnið að stærstu sýningu sem nokkurn tíma hefur verið haldin um víkingatímabilið. Vorið 1992 verður hún opnuð undir heitinu ”Les Vikings” í París,en þaðan heldur hún áfram til Berlínar og Kaupmannahafnar. Norræni kvikmyndasjóðurinn styrkir samnorræn kvikmyndaverkefni, þ.á.m. má nefna "Drengina frá Sankt Petri” og ”Svo á jörðu sem á himni!’ Við köfum trú á Eyrópu. Auk þess að fylgjast náið með þróun- inni innan Evrópubandalagsins reynum við að hafa áhrif innan Evrópu. Erlendum blaðamönnum er boðið til Norðurlanda þar sem við hreykjum okkur af því sem vel hefur tekist: félagslegu öryggi, menningu okkar, umhverfi, jafnréttismálum og þannig mætti eflaust lengi telja. Jafnframt höfum við tekið upp gömul tengsl við Eystrasaltsríkin. Norrænar upplýsingaskrifstofur hafa verið opnaðar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Námsmenn frá þessum ríkjum hafa fengið styrki frá Norrænu ráðherranefndinni til að stunda nám við menntastofnanir á Norðurlöndum. Margt fleira er til frása^nar. Hér hafa verið til tekin örfá dæmi um norrænt samstarf. Að sjálfsögðu liggur margt fleira eftir Norrænu ráðherra- nefndina. Um það má lesa í tímaritinu "Gránslöst” sem fólki er boðið ókeypis til áskriftar. Hvernig væri að reyna það? i—“ t — Sendið mér ’Granslost’.’upplýsingarit | Norrænu ráðlierranefntiarinnar. Nafn: _ Heimilisfan^: . Bástfang: Sendið seðilinn til: Nordisk Ministerrád, Ilnformationsafdelingen, Store Strandstræde 18, . DK-1255 Kobenhavn K, DANMARK. Límdu 26 króna frímerki á. Norræna ráðherranefndin er samstarfsstofnun ríkisstjóra Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Samstarfið nær til flestra sviða ftjóðféiagsins, að utanrikis- og vamarmálitm undanskildum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bindandi fyrir öli ríkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.