Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 17

Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 17 „JJLU, ER ENN VERIB Afl GERA ÚTTEKTIR” ■ ' ' Þetta fáum við sem störfum fyrir Norrænu ráðherranefndina oft að heyra. Sannleikurinn er þó sá að ýmsar mikilvægar ákvarðanir hafa verið teknar á þeim tveimur áratugum sem Norræna ráðherranefndin hefur starfað. Ákvarðanir sem hafa bein og óbein áhrif á tilveru þína. Engu að síður vita fæstir að nefndin er til. Vissir þú t.d. að aðalskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar væri í Kaupmannahöfn? Norrænt samstarf er komið lan^t á ve^. Margar þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í Evrópu hafa þótt sjálfsagðar á Norðurlöndum. Um langt skeið höfum við getað ferðast á milli ríkjanna án vegabréfs. Við getum sest að í hvaða Norður- landaríki sem er, án þess að þurfa sérstakt atvinnu- eða námsleyfi. Um leið njótum við þeirra félagslegu rétt- inda sem viðkomandi land býður upp á. Allt er þetta árangur norrænnar samvinnu. Hvað gerum við fleira? Við vinnum að Lættu umfiverfi. Umhverfismál eru ofarlega á baugi í norrænu samstarfi. Eins og flestum er kunnugt á umhverfið engin landamæri. Við vitum t.d. að stór hluti þeirrar loftmengunar sem við búum við berst með vindum utan frá. t)ví hefur Norræna ráðherranefndin sett NEFCO á fót, til að veita lán eða ábyrgð til fjárfestinga á sviði umhverf- isverndar. þetta hefur þegar verið gert í t.d. Póllandi, Sovétríkjunum og Eystrasaltsríkjunum. þar má t.d. nefna reykhreinsunarverkefni í sovéskum málmiðnarverksmiðjum. Ráðkerranefnclin örvar norrænt atvinnulíf. Norræni fjárfestingarbankinn í Helsingfors er gott dæmi um það. Markmið bankans er að efla sam- starf fyrirtækja á Norðurlöndum. Bankinn veitir lán og ábyrgðir á fjárfestingum og útflutningi í þágu norræna hagsmuna. Norræna ráðherranefndin stofnaði Norræna iðnsjóðinn fyrir tuttugu árum í því markmiði að efla samstarf fyrirtækja og hvetja til tæknilegra nýjunga og þróunar. Við köf uin gert það auðveldara að stunda nám á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin hefur gegnt mikilvægu hlutverki á sviði mennta- mála. Námsmenn og kennarar geta fengið svo kallaða NORDPLUS styrki til að stunda hluta af námi sínu við háskóla á öðrum Norðurlöndum. Fólk á aldrinum 18 — 26 ára getur fengið sumarvinnu í öðru Norður- landaríki gegnum Nordjobb. þar má nefna t.d. vinnu í sveit í Noregi eða öldrunarþjónustunni í Danmörku. Unnið er að samningi sem veitir nær öllu háskólamenntuðu fólki gagn- kvæma viðurkenningu á prófum sem nær til allra Norðurlandanna. Við styðjum rannsóknarstörf. Norræna vísindastofnunin — NörFA — er ný stofnun á vegum ráðherra- nefndarinnar. í samstarfi tekst smáþjóðum að nýta krafta sína betur en ella. NorFA er ætlað að bæta menntun norrænna vísindamanna, auk þess að efla sam- neyti og víðsýni vísindamanna með því að gera þeim kleift að stunda nám í öðru Norðurlandaríki. Við kynnum norræna mennin^u um víða veröld. Nú er unnið að stærstu sýningu sem nokkurn tíma hefur verið haldin um víkingatímabilið. Vorið 1992 verður hún opnuð undir heitinu ”Les Vikings” í París,en þaðan heldur hún áfram til Berlínar og Kaupmannahafnar. Norræni kvikmyndasjóðurinn styrkir samnorræn kvikmyndaverkefni, þ.á.m. má nefna "Drengina frá Sankt Petri” og ”Svo á jörðu sem á himni!’ Við köfum trú á Eyrópu. Auk þess að fylgjast náið með þróun- inni innan Evrópubandalagsins reynum við að hafa áhrif innan Evrópu. Erlendum blaðamönnum er boðið til Norðurlanda þar sem við hreykjum okkur af því sem vel hefur tekist: félagslegu öryggi, menningu okkar, umhverfi, jafnréttismálum og þannig mætti eflaust lengi telja. Jafnframt höfum við tekið upp gömul tengsl við Eystrasaltsríkin. Norrænar upplýsingaskrifstofur hafa verið opnaðar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Námsmenn frá þessum ríkjum hafa fengið styrki frá Norrænu ráðherranefndinni til að stunda nám við menntastofnanir á Norðurlöndum. Margt fleira er til frása^nar. Hér hafa verið til tekin örfá dæmi um norrænt samstarf. Að sjálfsögðu liggur margt fleira eftir Norrænu ráðherra- nefndina. Um það má lesa í tímaritinu "Gránslöst” sem fólki er boðið ókeypis til áskriftar. Hvernig væri að reyna það? i—“ t — Sendið mér ’Granslost’.’upplýsingarit | Norrænu ráðlierranefntiarinnar. Nafn: _ Heimilisfan^: . Bástfang: Sendið seðilinn til: Nordisk Ministerrád, Ilnformationsafdelingen, Store Strandstræde 18, . DK-1255 Kobenhavn K, DANMARK. Límdu 26 króna frímerki á. Norræna ráðherranefndin er samstarfsstofnun ríkisstjóra Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Samstarfið nær til flestra sviða ftjóðféiagsins, að utanrikis- og vamarmálitm undanskildum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bindandi fyrir öli ríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.