Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 > Sjálfsbjörg: Ummæli um lyfjakostnað öryrkja verði dregin til baka SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, stendur við ályktun sína um að lyfjakostnaður örorkulífeyrisþega hafi hækkað, þrátt fyrir opin- berar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra, Sighvats Björgvinssonar, í fjölmiðlum, þess efnis að athuganir heilbrigðisráðuneytisins hefðu bent til hins gagnstæða og að í sumum tilvikum hefði lyfjakostnaður lækkað. í ályktun Sjálfsbjargar, sem send var heilbrigðisráðherra, voru tekin dæmi um hækkun lyfja til tíu ein- staklinga. í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 5. nóvember sl. seg- ir heilbrigðisráðherra þau dæmi vera of fá og því gefi þau ekki til- efni til þeirrar ályktunar að lyfja- kostnaður hafi hækkað. Auk þess kom fram í máli hans að ef sum þeirra lyfja, sem rætt væri um, væru róandi lyf af einhveiju tagi, kæmi það verulega við þá sem þeirra neyta, þar sem ríkið væri hætt að greiða niður bæði róandi og ávanabindandi lyf, nema í und- antekningartilvikum. Það væri ljóst að þeir sem neyttu mikils magns af slíkum lyfjum þyrftu að borga háar fjárhæðir og væri það um- hugsunarefni hvort ríkisvaldið ætti að afhenda ókeypis ávanabindandi lyf sem notuð væru í miklu magni. Sighvatur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið var við nokkur dæmi um óeðlilega mikla neyslu lyfja af þessu tagi. Hann sagði að hægt væri að hafa lyfin ókeypis eða nýta ákvæði almanna- tryggingalaga um sérstakar heimil- ar bætur vegna mikils lyfjakostnað- ar þannig að fólki væri ljóst að mikil neysla kostaði mikla ijár- muni. Hann sagði að síðari kostur- inn lýsti afstöðu heilbrigðisráðu- neytisins en landlæknir vildi einnig fara þessa leið. ASÍ og BSRB hafa lýst sig ósam- mála því áliti heilbrigðisráðherra að ekki sé ástæða til að endurskoða reglugerð um þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði. Einnig þeim ummæl- um Sighvats Björgvinssonar í um- ræddu viðtali, um að breytingar í lyfjakostnaði hafi almennt ekki komið illa við aldraða og öryrkja. Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkti á stjórnarfundi sínum 8. nóvember, að taka undir sam- þykktir Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi, BSRB og ASI vegna um- mæla ráðherrans. Þar segir: „Vegna þeirra ummæla ráðherra í viðkomandi viðtali, að þessir aðilar séu neytendur ávana- og fíknilyfja í stórum stíl, krefst stjórn Dags- brúnar þess að ráðherra dragi þau ummæli sín til baka og biðji viðkom- andi afsökunar á þeim.” Jafnframt hefur Öryrkjabanda- lagið óskað þess að því sé komið á framfæri, að fullyrðing Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra í þætti Rásar 2 fimmtudaginn 7. nóvember sl., um að Öryrkjabanda- lagið sé ósammála Sjálfsbjörgu um áhrif nýrrar reglugerðar um lyfja- kostnað á hag öryrkja og aldraðra, sé ekki rétt. Öryrkjabandalag ís- lands hafi unnið að því frá því í júní sl. að fá reglugerð um lyfja- kostnað breytt og hafi tekist ágæt samvinna við starfsmenn heilbrigð- isráðuneytisins um það. Því telji Öryrkjabandalagið ástæðu til að harma hinn óvandaða málflutning ráðherrans í þessu máli. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við ráðherra vegna ummæla hans í útvarpsþættinum sagði hann að sér vitanlega hefði stjórn Ör- yrkjabandalagsins ekki ályktað um málið. Aftur á móti hefði hann haft tal af framkvæmdastjóra Öryrkja- bandalagsins og einum þeirra lækna sem staðið hefði að sérstakri úttekt á málinu fyrir Öryrkjabanda- lagið. Þeir hefðu lýst sig ósammála þeirri niðurstöðu Sjálfsbjargar að ný lyfjareglugerð leiddi til mikillar kostnaðarhækkunar á lyfum fyrir öryrkja. Nefna mætti dæmi um lækkun og hækkun á kostnaði en ef litið væri á heildarhópinn væri ekki hægt að fullyrða um umtals- verða hækkun eða lækkun. Að sögn Jóhanns Péturs Sveins- sonar, formanns Sjálfsbjargar,. skapar þessi reglugerð um lyfja- kostnað réttaróvissu fyrir fólk. „Það þarf að fá leiðréttingu á þessu og ég held að það hljóti að takast.” -----*-M------- Andóf gegn eiturefnum JC-HAFNARFJÖRÐUR heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.00 til 24.00. Tón- leikarnir eru haldnir undir ýfir- skriftinni Andóf gegn eiturefn- um. Andóf gegn eiturefnum er ætlað til að vekja unglinga'í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla til umhugsun- ar um vímuefnahættuna, en gestur tónleikanna verður Gissur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- maður, sem hefur mikið beitt sér í forvarnarstarfi vegna vímuefna. Einnig kemur Ingi Bæringsson frá Unglingaheimilinu Tindar. Kynnir verður Magnús Kjartansson, en fram koma allar helstu unglinga- hljómsveitir Hafnarfjarðar og hljómsveitin Þjófarnir. FELAGSLIF St.St.599111147VIII I.O.O.F. 5 = 17311148'/2 = HK. I.O.O.F. 11 = 1731114872 = E.T.1.-9.0. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Y==r7 KFUM V ADKFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Björn Bjarnason, alþingis- maður, ræðir um stöðu krist- innar kirkju í breyttri Evrópu. Hugleiðing séra Hjalti Guð- mundsson. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. fdmhjolp Samkoma verður í kapellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Gerður Kristdórsdóttir. Samhjálp. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Kvöldvaka miðviku- dagskvöldið 20. nóv. Árneshreppur á Ströndum í roáli og myndum í umsjá Hauks Jóhannessonar jarðfræðings. Kvöldvökuefni, sem enginn ætti að missa af. Kvöldvakan er i Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Góðar kaffiveitingar. Nánar aug- lýst um helgina. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Munið aðventuferð Ferðafélagsins í-Þórsmörk 30. nóv.-1. des. Ferðin hefur aldrei verið vin sælli. Pantið tímanlega. Sunnudagsferðir 17. nóv. Kl. 13: a. Tröllafoss - Hauka- fjöll, b. Grímmansfell. Ferðafélag íslands, ferðir fyrir alla. Fundur Alþjóða áhugaleikhúsráðsins Stjórnarfundur Alþjóða áhugaleikhúsráðsins (IATA/AITA) var haldinn í Reykjavík dagana 7.-11. nóvember. Fundurinn er sá fyrsti sem haldinn er í Reykjavík. Hann sóttu 18 fulltrúar víðsvegar að úr heiminum. Sigrún Valbergsdóttir hefur átt sæti í stjórn ráðinu fyrir hönd Norðurlandanna undanfarin 6 ár. Sá hún um undirbúning og framkvæmd fundarins í sam- ráði við Bandalag íslenskra leikfélaga. Myndin er tekin á stjórnarfundi í Rúgbrauðsgerðinni á laugardag. Söngvari hljómsveitarinnar Risa- eðlunnar. H TÓNLEIKAR verða með hljóm- sveitinni Risaeðlunni í kvöld, fimmtudaginn 14. október, á Tveim- ur vinum. Með þeim á þessum tón- leikum verður ný sveit sem kallast Púfn íslenskir tónar. Morgunbiaðið/RAX ■ HLJÓMS VEITIN íslenskir tónar heldur tónleika í veitingahús- inu Duus í kvöld. ■ NÆR 40 ára gömul sovésk söngva- og tónlistarmynd verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 17. nóvember, kl. 16. Þetta er myndin Stjörnukonsert frá árinu 1952, en hún var sýnd í íslensk- um kvikmyndahúsum á sjötta ára- tugnum. í kvikmyndinni koma fram margir fremstu listamenn þess tíma í Sovétríkjunum á sviði tónlistar, söngs og dans og eru atriðin fjöl- mörg úr óperum, ballettum og hljóm- sveitarverkum rússneskra og sové- skra höfunda. Meðal flytjenda eru einsöngvarar og sólódansarar Bols- hoj-leikhússins í Moskvu, Kíróv-óper- unnar í Leningrad (nú Pétursborg), Mosiev-þjóðdansaflokkurinn og Osipov-þjóðlagasveitin. Kvikmyndin var gerð undir stjórn Ivanovskís og Ráppaports. Skýringatextar á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Paul Weeden. ■ SÝNING verður á norsku mynd- inni Isslottet, sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 14.00, sem byggð er á skáldsögunni Klakahöllin eftir Tarj- ei Vesaas og hefur bókin verið gefin út í íslenskri þýðingu. Myndin er gerð 1988 og er sýningartíminn 78 mínútur. Tvær 11 ára steplur Siss og Unn verða góðar vinkonur. Vin- átta þeirra verður mjög náin og á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þær. Myndin er fyrir börn eldri en tólf ára og er hún ótextuð. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) ■ JASSTÓNLEIKAR verða á Púlsinum nk. sunnudag þar sem fram kemur bandaríski gítarleikar- inn Paul Weeden. Weeden hefur leikið með mörgum af fremstu jass- leikurum heims og má nefna stór- sveit Count Basie. Þetta er í fjórða sinn sem Weeden kemur til íslands til námskeiða- og tónleikahalds. Hann er hér á vegum jazzdeildar FÍH og Nordjazz. Með Weeden á Púlsin- um leika Sigurður Flosason á saxó- fón, Tómas R. Einarsson á kontra- bassa og Einar Scheving á tromm- ur. Tónleikarnir heljast kl. 21.30. Bragðgott og heilnœmt brauð handa börnum náttúrunnar. w * => <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.