Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Friður verði um við- kvæm siðferðisviðhorf Dómsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kynferðisbrot ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra mælti I gær fyrir frumvarpi til laga um breyting á almennum hegningarlögum. Frumvarpið fjallar um endurskoðun á 22. kafla hegningarlaganna en sá kafli fjallar um kynferðisbrot eða skírlífisbrot. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra greindi frá því að þetta mál ætti sér nokkra forsögu. Þetta frum- varp hefur verið flutt þrívegis áður en ekki hlotið afgreiðslu. Ennfremur greindi framsögumaður frá því að á 110. löggjafarþinginu 1987-88 hefði Sólveig Péturdóttir (S-Rv) flutt frumvarp um breytingar á hegning- arlögum í sama tilgangi. Einnig skil- aði svonefnd nauðgunarmálanefnd skýrslu og tillögum haustið 1988. Ráðherra sagði frumvarpið fela í sér þær meginbreytingar að öll ákvæði 22. kafla í hegningarlögun- um yrðu gerð ókynbundin en sam- kvæmt núgildandi ákvæðum nytu einungis konur refsiverndar í mörg- um tilvikum. Þótt þessi brot bitnuðu nær eingöngu á konum taldi ráð- herra ekki ástæðu til að ætla að víð- tækari refsivernd raskaði á nokkurn hátt réttarstöðu kvenna. Ákvæði frumvarpsins ættu því jafnt við um athafnir karla og kvenna og tækju einnig til kynferðismaka og annarra kynferðisathafna samkynja persóna eftir því sem við ætti. Einnig fælist í frumvarpinu aukin réttarvernd þar sem samræði yrði skýrt rýmra en í núgildandi lögum og gert væri ráð fyrir því að önnur kynferðismök yrðu lögð að jöfnu við samræði. Einnig væru í frumvarpinu ný ákvæði um kynferðislega áreitni. Ennfremur gerði frumvarpið ráð fyr- ir að ákvæði um sifjaspell yrðu flutt í þennan lagakafla þar sem þau ættu betur heima enda pft nátengd öðrum kynferðisbrotum. í frumvarpinu eru einnig ákvæði um viðurlög um kyn- ferðisbrot gagnvart börnum. Dómsmálaráðherra rakti nokkuð ýmsar greinar frumvarpsins, t.a.m. gerir frumvarpið ráð fyrir að heiti 22. kafla refsilaganna breytist og komi kynferðisbrot í stað skírlífís- brot; rétt þyki að miða heiti kaflans við einkenni háttseminnar fremur en hin siðrænu viðhorf til afbrotsins. Ráðherra gerði einnig grein fyrir að hvorki samkvæmt núgildandi lögum né samkvæmt þessu frumvarpi væri vændi sem slíkt refsivert en hins vegar kvæði fyrsta málsgrein 13. greinar á um að: „Hver sem stundar vændi sér til framfærslu eða hefur atvinnu eða viðurværi sitt af laus- læti annarra skal sæta fangelsi allt að_4 árum.” I Iok framsöguræðu sinnar sagði dómsmálaráðherra að þetta mál ætti sér margar hliðar og ýmis álitaefni. Hann lagði einnig áherslu á að réttar- staða þolenda í kynferðisbrotum yrði ekki bætt með því einu að breyta hegningarlögum en almenn siðferðis- og þjóðfélagsviðhorf sem kæmu fram í hegningarlögum skiptu máli. Lögð hefði verið áhersla á að gera frum- varpið þannig úr garði að viðunandi friður og jafnvægi mætti haldast um viðkvæm siðferðisviðhorf, jafnframt því að bæta réttarvernd þeirra sem fyrir kynferðisbrotum yrðu. Ráð- herra fór þess að lokum á leit að málinu yrði vísað til annarrar um- ræðu og allsheijarnefndar. Vændi Margrét Frímannsdóttir (Ab- Sl) sagði að þetta frumvarp væri vafalaust til bóta en vildi þó vekja athygli á nokkrum atriðum sem ork- uðu tvímælis, t.d. væri ósamræmi milli 4. og 5. greina frumvarpsins. 4. grein kvæði á um að hver sá sem notfærði sér geðveiki eða aðra and- lega annmarka manneskju til þess að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar skyldi sæta fang- elsi allt að 6 árum. 5. greinin kvæði hins vegar á um að umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, geð- sjúkrahúsi, vistheimili, uppeldis- stofnun eða annarri slíkri stofnun hefði samræði eða önnur kynferðism- ök við vistmann eða vistkonu á stofn- uninni varðaði það fangelsi allt að 4 árum. 13. greinin um vændi varð tilefni athugasemda. Það varðaði refsingu að hafa framfærslu af þess- ari háttsemi en aftur á móti væri Margrét Þorstéinn Sólveig Ingibjörg Sólrún ekki saknæmt að kaupa þjónustuna. Margrét benti einnig á að í 2. máls- grein 13. greinar væri allt að 4 ára fangelsvist fyrir að: „Ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngra en 18 ára, til að hafa ofan af fyrir sér með lauslæti.” Það mátti skilja á ræðu- manni að henni þætti æsklegra að orðalagið væri ljósara; hvort átt væri við dægradvöl eða tekjuöflun. Margrét gerði einnig athugasemd við 3. málsgreinina: „Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að út- flutningi nokkurs manns úr landi í því skyni að hann hafi ofan af fyrir sér erlendis með lauslæti, ef út- flytjandinn er yngri en 21 árs eða honum er ókunnugt um þennan til- gang með utanförinni.” Margréttaldi innflutninginn ekki síður verðugan athygli löggjafans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK- Rv) fagnaði því að þetta frumvarp væri framkomið en varð að taka undir gagnrýni fyrra ræðumanns í ýmsum greinum. Ingbjörg taldi rangt að leggja viðurlög við að hafa fram- færslu af því að stunda vændi þegar vitað væri að þeir sem út í slíkt leidd- ust gerðu það úr mikilli neyð; oft færi saman eiturlyfjaneysla og vændi. Ræðumaður taldi rétt að refsivert væri að hafa tekjur eða framfæri af lauslæti annarra þ.e.a.s. annast milligöngu um samræði eða kynmök; hórmang. Þrátt fyrir nokkra gagnrýni var Ingibjörgu Sólrúnu engin launung á því að hún fagnaði ýmsu sem frum- varpið gerði ráð fyrir, sérstaklega því að numin væru úr gildi sérá- kvæði gagnvart samkynhneigðum og væru þeir lagðir að jöfnu við gagn- kynhneigða. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) fagnaði því að dómsmálaráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi. Hún leiddi að því líkur að e.t.v. hefðu mál sem þessi ekki haft nægilegt vægi pólitískt séð eða þau hefðu sætt efnislegum og faglegum ágrein- ingi. Hún sagði þingmenn skylduga til að ná saman um úrbætur á þessu sviði. Sólveig ræddi nokkuð um kyn- ferðisafbrot bæði frá félagslegum og lagalegum sjónarhóli. Sólveig rakti nokkur atriði frumvarpsins og taldi rétt að athuga og skoða ýmis ákvæði en til þess gæfist tækifæri í allsher- jarnefnd, þar sem hún ætti sæti. Jón Helgason (F-Sl) hvatti þing- menn líkt og fýrri ræðumaður til að ná samstöðu um að koma nú þessu frumvarpi í gegnum þingið. Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra þakkaði þingmönnum góðar undir- tektir við megintilgang frumvarpsins og efnislegar athugasemdir. Fyrstu umræðu varð lokið en at- kvæðagreiðslu frestað. Frumvarp um Verðlags- ráð sjávarútvegsins í fyrradag var framhaldsum- ræða um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um Verðlagsráð sjávar- útvégsins. Stjórnarandstæðingar telja nauðsynlegt að ræða sjávar- útvegsmálin í samhengi. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra boðar að þingmönnum muni veitast ærin tækifæri til að ræða málin þegar væntanleg stjórnarfrumvörp koma til um- fjöllunar, t.a.m. verður frumvarp um málefni hagræðingarsjóðsins lagt fram á næstu dögum. Síðastliðinn mánudag mælti sjáv- útvegsráðherra fyrir frumvarpinu, en það gerir ráð fyrir að verð á Utandagskrárumræður um álmálið: Munum halda áfram — segir iðnaðarráðherra ÁFALL var það orð sem þingmönnum var sérstaklega tamt á tungu í utandagskrárumræðum í fyrradag, fyrrakvöld og fyrrinótt. Það tókst að Ijúka umræðum um stöðu álmálsins, frestun eða endalok, kl. 00.47 í fyrrinótt. Umræður um álmálið hófust kl. 15 í fyrradag og var málið rætt fram að kvöldmat en þingmenn héldu svo áfram þar sem frá var horfíð kl. 21. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu enn sem fyrr meðferð þessa máls harðlega, frestun og hugsanleg endalok. Einkum var spjótunum beint að Jóni Sigurðs- syni iðnaðarráðherra. Allir ræðu- mmenn voru uggandi vegna þessara tíðinda sem bættust við önnur áföll sem þjóðarbúið yrði nú fyrir. Tals- menn Kvennalista töldu það þó sól- argeisla í svartnættinu að ekki yrði af „mengandi stóriðju” en gleðin væri galli blandin, ástandið í atvinn- umálum væri alvarlegt. Þær vísuðu ásökunum um að þær hlökkuðu yfir þessu áfalli á bug. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði vonbrigði hafa verið stef í ræðum margra ræðumanna í þess- um umræðum, hann var einnig von- svikinn en þar á ofan varð hann Slýsa vonbrigðum með málfluting oíTOTjpnuStoöönnaT. tvhoitcttcI svaraði í nokkru máli þeirri gagn- rýni og fyrirspurnum sem að honum hafði verið beint. Hann taldi sig ekki þurfa að liggja undir ámæli fyrir að hafa sótt þetta mál af ofur- kappi. í ljósi þeirrar frestunar sem nú hefði því miður orðið, staðfestist sú skoðun sín að nota yrði glugga tækifæranna á meðan opnir væru. Ráðherra vildi einnig benda þeim sem gagnrýnt hafa hann fyrir að hafa samið um of góðan hlut hinna erlendu samstarfsaðila í þeim sam- ingsdrögum sem liggja fyrir, að ef sú væri raunin, væri varla ástæða fyrir þessa aðila að hika núna. Ráðherrann lýsti yfir trú sinni á hinum erlendu samstarfsaðilum í Atlantsáls-hópnum. Enn væri ekki kominn á samningur og við mynd- um halda áfram að fjalla um þetta mál við þá; samningaviðræðurnar væru á frágangsstigi. Ráðherra taldi hugsanlega koma til greina að gera saming á þeim nótum sem nú Iægju fyrir en með þeirri viðbóti • gjmMffiiipwrwHr w wggsr w framkvæmdir hefðu ekki hafist að fullu fyrir eitthvert ákveðið tíma- mark. Ráðherra treysti sér ekki til að tilgreina tímamörk á þessu stigi. Iðnaðarráðherra tók fram að við værum ekki formlega skuldbundnir viðræðuaðilum í Atlantsáls-hópn- um. Ræðumaður svaraði fleiru m.a. því að þingheimur mætti vænta skýrslu um málið eftir jólahlé. Ráð- herra sagði einnig varðandi um- hverfísmálin að komin væri lausn á þeim atriðum sem athugasemdir hefðu verið gerðar um og yrði þing- mönnum gerð grein fyrir henni í skriflegri skýrslu sem væntaleg væri alveg á næstu dögum; tryggt væri að endurskoðun á starfsleyfi yrði af góðum og gildum ástæðum. Ráðherrann greindi frá kostnaði vegna samningsgerðar og undir- búnings verka. Kostnaður Lands- virkjunnar næmi nú tæplega 900 milljónum. Kostnaður markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins væri metin 39 milljónir og kostnað- ur iðnaðarráðuneytisins væri nú um 600 milljónir. Ráðherra lagði áherslu á að þessar fjárfestingar ættu eftir að nýtast okkur í: tímans. r.Jd rrni Pl.JhíiRjft; öllum tegundum fersks sjávarafla, úrgangsfiski og fiskúrgangi, sem seldur sé hér á landi skuli ákveðið með fijálsum samningum milli kaupenda og seljenda eða með sölu á uppboðsmarkaði. Frumvarpið kveður þó á um að Verðlagsráði sé þó heimilt með meirihluta atkvæða að ákveða lágmarksverð einstakra tegunda sjávarafla fyrir tiltekið tímabil. Lögin öðlast gildi 1. janúar 1993, en á tímabiiinu frá birtingu laganna og til 31. janúar 1992 gild- ir bráðabirgðaákvæði þar sem kveð- ið er á um að Verðlagsráði verði með meirihlutaákvörðun heimilt að gefa verðlagningu á tilteknum fisk- tegundum fijálsa. Á þessu tímabili skal yfirnefnd ákveða lágmarksverð á tegundum sem vísað hefur verið til hennar og er yfimefndinni ekki heimilt að gefa verðlagningu fjálsa. Frumvarpið miðar því að því að fijálsri verðákvörðun á sjávarafla í tveim skrefum. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sem ræddi um málið bæði á mánudeginum og í fyrradag taldi frumvarpið í sjálfu sér í samræmi við þróun sem orðið hefði og engin mótmælti, og hann sæi við fyrstu sín vart gerlegt að standa gegn. En ræðumaður saknaði þess að ráðherrann hefði ekki treyst sér til að reifa samhengi hlutanna. Ræðu- maður fór nokkrum orðum um það umhverfi sem sjávarútvegi væri ætlað að búa við samhliða fijálsu fiskverði. Steingrímur vísaði til fyrri orðaskipta sem hlotist hafa um málefni hagræðingarsjóðsins. Hann ítrekaði gagnrýni á þau áform að nýta veiðiheimildir sjóðsins til rann- sókna Hafrannsóknunarstofnunar í stað þess að aðstoða byggðalög í erfiðleikum og styrkja úreldingu fiskiskipa í hagræðingarskyni. Taldi hann engin tvímæli að hér væri á ferðinni ný skattheimta á sjávarútveginn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra tók undir að ærin ástæða væri til að ræða ítar- lega málefni þessarar mikilvægustu atvinnugreinar landsmanna; sjávar- útvegsins', og myndu gefast tæki- færi til að ræða flest umtalsefni fyrra ræðumanns í tengslum við einstök frumvörp um málefni at- vinnugreinarinnar. Ráðherra vísaði því á bug að um væri að ræða nýja skáttlheimttf S' sjáíVárö’tVe^lnn rhéð' breytingu á lögum um Aflatrygg- ingarsjóð, veiðiheimildij sjóðsins hefðu vissulega verið teknar af sjáv- arútveginum þegar sjóðnum var komið á fót en nú væri einungis fyrirhugað að breyta ráðstöfun á heimildunum og ekki myndi heldur breytast hvernig staðið yrði að sölu heimildanna; hér væri því ekki um nýja skattheimtu að ræða. Þor- steinn Pálsson lagði áherslu á mikil- vægi aukinna hafrannsókna. Þor- steinn upplýsti að frumvarp um Hagræðingarsjóðinn yrði lagt fram á þingi alveg á næstunni. Jafnræði á markaði Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Nv) vildi benda á að hafrannsóknir hefðu hingað til verið greiddar úr hinum sameiginlega sjóði lands- manna en nú væri útvegnum ætlað að greiða þann kostnað. Hann kvaddi ráðherra „ganske pænt” til að kanna fylgi við væntanlegt frum- varp meðal stjórnarliða. Kristin H. Gunnarsson (Ab-Vf) taldi sjáv- arútvegsráðherra tala af nokkru ábyrgðarleysi og gáleysi sem lýsti skorti á stöðu landsbyggðarinnar. Það mátti skilja að hann væri í sjálfu sér ekki andvígur markmiði þessa frumvarps en hafði verulegar efasemdir um að stíga þetta skref. Menn yrðu að huga að þeim skilyrð- um sem mönnum yrði ætlað að búa við í hinu fijálsa markaðskerfi. Hann taldi ekki ríkja jafnræði milli kaupenda og seljanda á fiskmarkaði og væri þar lögum um stjórnun fisk- veiða; kvótakerfínu um að kenna. Kristinn rakti ýmsa þræði í marg- riðnu neti þessarar atvinnugreinar m.a. gagnrýndi hann áformaðar breytingar á ráðstöfunum veiði- heimilda Aflatryggingasjóðs. Páll Pétursson (F-Nv) tók undir þá gagnrýni sem komið hefur fram á það að breyta verkefnum Hagræð- ingarsjóðsins; „bein skattheimta” einkum á fyrirtæki í sjávarpiássum á landsbyggðinni; „hreinn lands- byggðarskattur”. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra tók undir að huga yrði að því að jafnræði væri millum kaupenda og seljenda og væri það ein meginástæða þess að frumvarpið gerði ráð fyrir því að ganga þessa braut frá miðstýrð- um verðákvþrðunum í. tveimur skrel'um. lr< *•*-***»»■»?*»»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.