Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 41 Sauðárkrókur: Viðræður um lagningu hita- veitu í Staðar- og Skarðshrepp HITAVEITA Sauðárkróks er ein þeirra stofnana sem á síðustu áratugum hafa gert það að verkum að búseta og rekstur fyrir- tækja á Sauðárkróki hefur þótt fýsilegur kostur. Erlingur Örn afhendir Þórarni Thorlacius 30 þúsund króna ávís- um. Körfuboltamenn á nýjum fjár- öflunarleiðum LEIKMENN og stuðningsaðilar körfuknattleiksdeildar Tindastóls liéldu ótroðna slóð í fjáröflun til deildarinnar um síðustu helgi. Tóku þeir sig til og héldu villibráðarkvöld í félagsheimilinu Bifröst, þar sem borð svignuðu undan allskyns krásum, sannkallaðri villibráð, og önnuðust sjálfir öll skemmtiatriði. Að borðhaldi loknu skemmti hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, en hljómsveitin gerði í haust samning við Tindastól um auglýsingar á aðalkeppnisbúningi körfu- knattleiksdeildarinnar. Fyrstu holur veitunnar voru boraðar rétt fyrir 1950, en fyrsta húsið var tengt veitunni 1953. Jón Nikódemusson þáverandi vatnsveitustjóri tók að sér rekstur hitaveitunnar enda var hann sá maðurinn sem mest vann að stofn- un hennar og smíðaði jarðbor þann sem notaður var við borun á fyrstu holunum, en einnig hann- aði Jón og annaðist allar lagnir í bænum fyrstu áratugina, eða allt fram yfir 1970. í Sauðárkrókslandi hafa nú verið boraðar 14 holur og sjá þær bænum fyrir nægu vatni sem við dæluhús er 70 gráða heitt, og er ekki fyrirséð að breyting verði þar á. Heildarvatnsnotkun bæjarins er núna 2,4 milljónir lítra á ári, og hefur nýting á heitu vatni til ýmissa annarra nota en húshitun- ar aukist mjög, til dæmis eru ein aðalgatnamót á Skagfirðinga- braut upphituð og einnig hefur aukist verulega að lagðar séu hit- alagnir í gangstéttar og plön. Á síðasta ári ákváðu bæjaryfir- völd og stjóm Hitaveitunnar að reisa 180 fm gróðurhús á bæjar- landinu, með það í huga að skapa aðstöðu fyrir garðyrkjufræðing bæjarins, Helgu Gunnlaugsdóttur, en hún hefur unnið mjög gott starf meðal annars við lagfæringu og fegrun opinna svæða í bænum. Páll Pálsson veitustjóri sagði að hann teldi engin vandkvæði á að nýta þetta ágæta hús sem nú er nýrisið, og gerði hann heldur ráð fyrir, að þegar þetta hús er komið í gagnið að fleiri sæktust eftir að nýta heita vatnið til yl- ræktar, og þessvegna gætu fleiri samskonar hús átt eftir að rísa á þessum stað. En stærsta mál Hitaveitunnar þessa dagana er beiðni sem barst á síðastliðnu sumri frá nágranna- sveitarfélögunum, Skarðs- og Staðarhreppi, um lagningu hita- veitu frá Sauðárkróki í hreppana. Sagði Páll að nú þegar hefðu verið haldnir nokkrir fundir í Veit- ustjórn um þetta mál, og einnig með kjörnum nefndum frá hrepp- unum tveim, þar sem kynntar voru kostnaðartölur varðandi lagningu veitu frá Sauðárkróki, fram Langholt að Kjartansstaða- koti og í Sæmundarhlíð. Sagði Páll það enn ókannað hvort farin yrði sú leið að selja heita vatnið við bæjarmörk, sem væri tvímælalaust hagstæðasti kostur fyrir veituna og mundu þá heimaaðilar í hvorum hreppi eiga og annast lagnir í viðkomandi sveitarfélagi, eða þá hvort veitan sæi alfarið um framkvæmdina og alla gerð veitunnar og annaðist viðhald og rekstur. Fram hefur komið að áætluð vatnsnotkun í hina nýju veitu er á rriilli 3-400 þúsund tonn á ári, og heildarkostnaður við lagningu hennar tæpar 60 milljónir króna. Þá sagði Páll það ljóst að Hita- veita Sauðárkróks yrði að leggja í allnokkurn kostnað ef af þessu yrði, vegna kaupa á stærri og öflugri dælum, en þær mundu að sjálfsögðu skapa aukið öryggi fyr- ir veituna. BB. - Mikill fjöldi stuðningsmanna lagði hönd á plóginn til þess að koma þessu villibráðarkvöldi í fram- kvæmd, og kom enda í ljós að ótrú- legustu menn höfðu haldið til veiða á haustdögum til að afla fanga fyr- ir þessa veislu. Undir borðhaldi voru veittar ýmsar viðurkenningar til leikmanna t.a.m. „rasspúði” ársins til þess leikmanns sem lengst hefur setið á bekknum, „gullskórnir” komu í hlut leikmanns sem þótti hafa sýnt nett- astan fótburðinn f leik, og síðast en ekki síst var veitt viðurkenning fyrir troðslur í tíma og ótíma. Þá veitti Þórarinn Thorlacius, formaður deildarinnar viðtöku 30.000 kr. ávísun frá öðrum stórum styrktaraðila Tindastóls, Erlingi Erni Péturssyni kaupmanni, en hann hét í haust að greiða Körfu- knattleiksdeildinni kr. 300 af hverju pari af L.A. Gear skóm sem hann seldi í verslun sinni, og var hann þarmeð að gera upp fyrir fyrstu 100 pörin. Afhentu Erling Örn og Skúli Björnsson umboðsmaður L.A. Gear á ísiandi ávísunina, en Skúli Björnsson hefur einnig stutt starf- semi Tindastóls á margvíslegan hátt. Karl Jónsson flutti gamanmál, en mesta athygli vakti það þegar leikmenn, allir úr aðalliðinu, gengu á sviðið og tóku til við annarskonar spilamennsku en þeir stunda að jafnaði, og var þarna komið hið æsilegasta þungarokksband, þar sem þjálfari liðsins og lengstum stigahæsti leimaðurinn, Valur Ingi- mundarson, lék á gítar ásamt Birni Sigtryggssyni, unglingalandsliðs- maðurinn Björgvin Reynisson lék á bassa og Kristinn Baldvinsson á hljómborð, en við trommurnar sat Karl Jónsson, sá eini þeirra félaga sem ekki er nýgræðingur á þessu sviði. Um sönginn sá Haraldur Leifsson og fór hann ekki síður á kostum en þeir hinir sem upp tróðu. Skemmtu menn sér konunglega við ágæt skemmtiatriði og fjörugan dansleik að því loknu, fram eftir nóttu, og þykir sýnt að ekki verður látið hér staðar numið, enda var á gestum að heyra að þeir mundu ekki láta lenda í undandrætti að mæta, yrði til dæmis boðið til ann- arar skemmtunar af þessu tæi. - BB Leikmenn Tindastóls í þungarokkstilþrifum. MorpinblaSið/Bjöm Bjömsson \%\%m\ mi 'funimi iiimiumm iikmuun n niaii 111 itiiiinn ikwi /// / é 0 L 4 Kópal Tónn 4 Gefur matta áferð. Hcntar einkar vcl þar sem minna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svcfnherbcrgi og á loft. 20 &§) Kópal Glitra 10 Hcfur örlítið meiri gljáa cn KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi bctri þvottheldni. Hcntar vcl þar scm mcira mæðir á. Kópal Birta 20 ■Gefur silkimatta áferð. Hcntar vcl þar scm mæðir talsvcrt á vcggfleti, t.d. á ganga, barna- hcrbcrgi, eldhús, og þar sem óskað cr cftir góðum gljáa. Kópal Flos 30 Hcfur gljáa scm kcmur að góðum notum á lcikhcr- bergið, stigaganga, barnaherbergi, baðhcrbcrgi, þvotta- hús o.fl. Hcntar cinnig á húsgögn. Kópal Geisli 85 Gcfur mjög gljáandi áfcrð og hentar þar sem krafist cr mikillar þvotthcldni og stykleika, t.d. í bílskúrinn, í gcynrsluna og í iðnaðarhúsnæði. Hcntar einnig á húsgögn. Kópal innanhúss- málning er með flmm gljástig KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yfirmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fimm gljástigum og í staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yfirmálning er auðveld í með- förum, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. «R rM77T\t '¥ryy?Trr.TrnTnr málning'f - það segir sig sjálft - §n/w s / /m í n m i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.