Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 53 Brynjólfur Hall- grímsson - Minning Fæddur 18. maí 1913 Dáinn 18. október 1991 Síðbúin kveðja frá afmælisbróður Afmælisbróðir. Ég man ekki lengur, hvor okkar var fyrri til að nota þetta orð, en er þó ekki frá því, að það hafi verið ég. Fyrr en varði vorum við farnir að ávarpa hvor annan á þennan veg og sögð- um t.d. „Hvað segirðu fallegt, af- mælisbróðir?” Á svipaðan hátt og menn kynnu að segja: „Hvað ség- irðu fallegt nafni?” Og á gleðistundum áttum við það jafnvei til að bregða á leik og kepp- ast um hvor væri fljótari að nefna fræga afmælisbræður og -systur. í beinu framhaldi af þessu væri ef til vill ekki úr vegi að geta nokk- urra nafntogaðra afmælisbræðra eins og Gunnars Gunnarssonar, rit- höfundar, Bertrands Russells heim- spekings, stærðfræðings rithöfund- ar og Nóbelsverðlaunahafa, og að lokum sjálfs páfans. Allir fæddir 18. maí, þessir heið- ursmenn. Þannig létum við lengi gamminn geisa og vorum heldur en ekki hreyknir af því að vera í svo góðu og göfugu bræðralagi. En nú getum við því miður ekki framar leikið þennan leik saman, enda er Biynj- ólfur sálugi sennilega nú genginn í enn betra og hégómalausara bræðralag. Bræðralag sem blífur. Brynjólfur festi ekki ráð sitt fyrr en hann var kominn vel á miðjan aldur og kvæntist Þórhöllu Friðriks- dóttur, þeirri ágætu konu. Fyrir þann tíma hélt hann heimili ásamt systur sinni, Þorgerði, þeirri öðl- ingskonu, og gerðu þau það áratug- um saman. Sem nágranni þeirra og tengdasonur Þorgerðar get ég vottað, að á því heimili ríkti kærleik- ur og einlægt hjartaþel, enda voru þau systkini einkar samrýmd og samstiga í flestu ef ekki öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Það er ekki ofsagt að Þorgerður hafi verið Brynjólfi ekki aðeins góð systir heldur kom hún oftsinnis fram við hann sem umhyggjusöm móðir, og það kunni Brynjólfur vel að meta. Hér mætti einnig geta þess að það var ákaflega hlýtt á milli konu minnar, Andreu, og Brynjólfs, sem í hennar augum var ekki aðeins möðurbróðir hennar heldur líka bezti bróðir. Þeirra á milli var allt svo fallegt og fölskvalaust og hélzt það til hinztu stundar. I lífi hvers manns skiptast á skin og skúrir, enda mátti Brynjólfur stundum þola andstreymi, þreng- ingar og vonbrigði meira en góðu hófi gegndi þótt ekki verði farið nánar út í það hér, en skakkaföllum sínum tók Brynjólfur af karl- mennsku, æðruleysi og þrautseigju sem jaðraði jafnvel við þijózku. Mannkostir hans komu bezt í ljós þegar á móti blés og svona eiga sannir menn að vera. Brynjólfur Hallgrímsson var mik- ill útivistarmaður alla sína ævi, og úti í okkar yndislegu íslenzku nátt- úru undi hann sér bezt. Á yngri árum gerði hann víðreist um landið okkar góða, einkum óbyggðir þess og á veturna naut hann þess manna mest að renna sér á skíðum. Síðar tóku laxveiðar við af skíðaiðkunun- um, en síðustu árin átti hesta- mennskan hug hans allan. Þessi skæða baktería hafði tekið sér svo varanlega bólfestu í Bi-ynjólfi að einhveiju sinni sem ég spurði vin hans, hvort Binni væri fyrir austan, svaraði gárunginn að bragði: „Nei, hann er ekki fyrir austan, hann er fyrir „hestan”. Og í hans nýju heim- kynnum eru vonandi góðir skeið- vellir, þar sem Brynjólfur getur hleypt á sprett eða brugðið á skeið og haldið þannig áfram að vera fyrir „hestan”. Þar væri hann al- sæll. Þótt Brynjólfur væri mikill úti- vistarmaður var hann ekki síður mikill bókamaður eins og vandað safn hans ber vitni um. Bókmennta- smekkur hans var fágaður, enda var virðing hans fyrir bókum honum í blóð runnin og ekki dugði minna + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN BJÖRNSSON, Grundarstíg 12, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 12. nóvember. Magnea Jóelsdóttir, Hreinn M. Jóhannsson, Hafdís Jóhannsdóttir. Hjartkær móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA EYJA SIGURÐARDÓTTIR, Skarðsbraut 15, Akranesi, er lést í Sjúkrahúsi Akraness 11. nóvember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Erla Karlsdóttir, Alfreð Viktorsson, Sigþóra Karlsdóttir, Þórður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, EINARS JÓNSSONAR sjómanns, Hrefnugötu 7, Reykjavík. Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigríður H. Einarsdóttir, Kjartan Einarsson, Guðjón Einarsson, Steinunn S. Jónsdóttir, og barnabörn. Sjöfn Kristjánsdóttir, Monika S. Baldursdóttir, Hjálmar Björgvinsson, Guðrún Erla Brynjólfsdóttir, Knud Salling en að hafa bækurnar í sem beztu og fegurstu bandi, slík var snyrti- mennska eigandans. Engan eða fáa hef ég þekkt, sem var jafnglaður í bragði, er gest bar að garði. Hann fagnaði manni svo innilega, svo hjartanlega og jafnvel barnslega. Hann var þó blessunar- lega laus við að vera gestagleiður, þótt hann væri svona yfirmáta gestaglaður. Við þessi veizluhöld naut hann vitanlega ómetanlegs stuðnings húsfreyjunnar, Þórhöllu. Nú heldur þessi góði gestgjafi ekki fleiri gestaboð né afmælisveizlur, að minnsta kosti ekki í bili, en minn- ingin um þau mun lengi lifa hjá þeim sem þeirra nutu. Ég bar ekki Brynjólf, afmælis- bróður minn, til hans hinztu hvílu og þó, ég gerði það í huganum. Halldór Þorsteinsson + ÞORLEIFUR ARASON slökkviliðsstjóri, Skúlabraut 2, Blönduósi, andaðist 11. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Hildur Gunnarsdóttir. + Hjartans þakkir til ykkar allra, er auðsýnduð samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, GUÐRÚNAR AUÐUNSDÓTTUR. Björn Sveinsson og fjölskylda. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ALDÍSAR BJARNARDÓTTUR kennara, Grænuvölium 3, Selfossi. Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarfólki og læknum Landspítal- ans á deildum 11 E og 12B fyrir góða umönnun og hjúkrun, svo og öllum öðrum, sem önnuðust hana fyrr og síðar í langvarandi veikindum. Óskar Þór Sigurðsson, Örn Óskarsson, Kristín Runólfsdóttir, Úlfur Óskarsson, Signhildur Sigurðardóttir, Hrafn Óskarsson, Kristrún Gisladóttir, Gerður Óskarsdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Þrúður Óskarsdóttir, Hreinn Óskarsson, Guðný Birgisdóttir og barnabörn. kr. 11 9.900,- stgr 52 MB harður diskur 17 ms (64 KB Cache skyndiminni) 2 MB vinnsluminni stækkanlegt í 8 MB á móður borði 1,2 MB 5,25" disklingadrif og rými fyrir 1,44 MB 3,5" Super VGA-litaskjár (1024X768) Super VGA-skjákort 512 KB stækkanlegt í 1 MB Windows 3.0 og mús Við afgreíðum af lager! LÁTTU EKKI ÞVINGA ÞIG MED RÍKtSSAMNINGI ! Umboósmenn um land allt. TÆKNVAL Skeifan 17 - 128 Riykjavik - Sími 91-681665 - Fax 91-680664 VID GERUM EKKI UPPÁMILLI ÍSLENDINGA! 386ST - 20MHz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.