Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Verðlaunamatseðill á Holiday Inn Sunnudaginn 17. nóvemberkl. 19.00 Vatnakrabbasúpa með geddurúllum Salat með gröfnu lambi og balsamískri vínediksósu • • Ond að hætti Reykjavíkur, borinfram með sveppaúrvali og rósmarínilmandi sósu t?*l Epla „Bavarian( með ananassósu og bláberjum Imaí 1991 héldu sjö íslenskir matreiðslu- meistarar til Chicago til að taka þátt í einni stærstu alþjóðlegu matreiðslukeppni sem hald- in er í heiminum, American Culinary Classic. íslendingarnir unnu bæði silfur- og bronsverð- laun í keppninni og nú kynna þeir matseðilinn sem vann til silfurorðunnar. Tekið er við borða- pöntunum í síma 689000. Verðið er aðeins kr. 3.300. Einnig kynna meistararnir nýja og óvenju glæsi- lega matreiðslubók, Villibráð og veisluföng úr náttúru íslands, sem út kemur hjá Forlaginu. í bókinni eru uppskriftir sjömenninganna að ljúffengum réttum sem matreiddir eru úr íslenskri villibráð og bragðbættir með íslensk- um jurtum. ■\Vo?u5laxj FORLAGIÐ Simi 689000 $ Ur ýmsum áttum Bókmenntir Erlendur Jónsson Kristinn Reyr: GLAÐBEITT- AR LÍNUR. 95 bls. Reykjavík, 1991. Ljóðabækur þær, sem Kristinn Reyr hefur sent frá sér, fylla víst tuginn eða vel það. Þar að auki er hann höfundur margra leikrita. Heitið á Glaðbeittum línum gefur nokkra vísbending um innihald. Undirtónninn í ljóðum skáldsins er oft gamansamur; allt að galsafeng- inn; stundum líka ádeilu blandinn. Stíll og orðaval fer svo eftir því hvað skáldið er að fara hveiju sinni og er þar af leiðandi af ýmsu tagi. í ljóðinu Múmía er t.d. verið áð skopstæla hátíðlegt og uppskrúfað málfar — ef rétt er skilið. I GriIIum er viðhöfð gamalkunn aðferð til að kalla fram skoplegar andstæður: Virðulegur bragarháttur notaður sem rammi utan um vægast sagt alþýðlegt yrkisefni. í Borgarljóði og Hátíðarljóði sýnir skáldið hins vegar að það getur sett upp alvöru- svip og hagað orðum settlega að hætti þjóðskálda. Sama máli gegnir um Gjöf. En þar hefur skáldið sett sig í virðulegar stellingar hugsuðar- ins. Því Kristinn Reyr getur jafnvel gerst heimspekilegur ef því er að skipta. Sem leikritahöfundur hefur hann svo þurft að leggja sig eftir blæ- brigðum talaðs máls. Og hversdags- málið lætur sig ekki vanta í Uppá- komu, svo dæmi sé tekið, sem hefst með þessu erindi: Hann Lassi er sagður latur og liggur á svölum hundflatur þá kallar hún kvinnan á kauða að innan: Mannskratti það er matur. Þarna er stutt í strákinn. Sama máli gegnir um næsta ljóð sem skáldið nefnir Depla og hefst á þessa leið: Ef eg væri úti í Höfn einn á ferð án maka nú færi eg ekki að fara á söfn færi heldur á Kakadú. Það býður upp á glens af þessu tagi að Kristinn Reyr er hagmæltur vel. Með rími og ljóðstöfum er oft hægt að auka spaugsáhrifin, t.d. með því að láta framandi orð ríma á móti íslensku eins og hér er gert. Allt um það er árafjöldinn og reynslan nú tekin að minna skáldið á alvöru lífsins og veraldarinnar forgengileik. Orð eins og fyrrum og þá hafa fengið aukið vægi. Minn- ingar um fyrri ára fólk og atburði sækja að. Sem dæmi má taka ljóð sem Kristinn Reyr yrkir um for- eldra sína, sitt ljóðið um hvort. Ljóð- ið Mamma sýnir að skáldið getur allt eins slegið á viðkvæman streng. Minnt er á hvemig jafnvel hið venjubundna verður ekki hvað síst tilefni saknaðar þegar horft er um öxl til liðna tímans: Eg simaði oft að sunnan og sagði: Mamma eg kem í kvöld með siðasta bíl í bæinn í kvöld. En horfin ert þú og héðan skal eg. Vertu þá einsog áður við opinn glugga í opnum dyrum með opinn faðm. Þó Kristinn Reyr hafi margt vel gert hefur alla jafna verið frem- ur hljótt um nafn hans. Ástæðan Fræðirit um trúarj átningar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kirkjan játar. Skálholt, Reykjavík 1991. 285 bls. Þetta er önnur útgáfa rits sem fyrst kom út árið 1980. Hefur þessi útgáfa verið að hluta til endursamin, aukin og endurbætt. Bók þessi er ætluð til notkunar við kennslu í guð- fræðideild Háskóla íslands og ræðst framsetning vafalaust mikið af því, en engu að síður er hún prýðilega læsileg öllum almenningi og efnisins vegna vel til þess fallin að vera al- menningseign. Í undirtitli er bókin sögð vera „saga og mótun kristinna trúaijátninga og yfirlit yfir helstu kirkjudeildir kristn- innar. Játningarrit íslensku þjóðkirkj- unnar með skýringum”. I samræmi við þetta spannar verkið yfir tvö fræðasvið guðfræðinnar: játninga- fræði og kirkjudeildarfræði. Mun meira rými er þó varið í játningafræð- ina. Að loknum inngangi þar sem stefnu ritsins er lýst og efnið sett í samhengi skiptist bókin í tvo hluta. Fyrri hlutinn (Uppruni og mótun kris- tinnar játningar 'ásamt yfirliti yfir helstu kirkjudeildir) er að stórum hluta sögulegs eðlis auk þess sem greint er í nokkrum undirköflum frá hinum þekktustu kirkjudeildum. Er það greinargott, vandað og skýrt yfir- lit. Seinni hlutinn nefnist Játningarit íslensku þjóðkirkjunnar. Hann- er nokkru lengri en sá fyrri (um 150 bls.) Þar er gerð grein fyrir trúaijátn- ingunum, sem hin evangelisk-lút- erska kirkja fylgir: Postullegu trúar- játningunni, Nikeujátningunni, Ljóðabók eftir Mar- gréti Lóu Jónsdóttur ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Ávextir eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Bókin skiptist í fjóra hluta: Fyrst fara allmörg Ijóð frá síðustu árum, þá fjögur prósaljóð, loks tveir bálkar er nefnast „Úr orðabók dauðans” og „Eftirmæli”. I kynningu útgef- anda segir að „yrkisefni Margrétar Lóu séu sígild; ástin og dauðinn, en ljóð hennar geyma sterkar persónu- legar tilfinningar og stundum óvæntan húmor”. Margrét Lóa Jónsdóttir fæddist árið 1967. Ávextir er íjórða ljóðabók hennar. Jóhann L. Torfason gerði kápumynd og teikningar. Bókin er 55 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Margrét Lóa Jónsdóttir Kristinn Reyr kann meðal annars að vera sú að ekki er auðgert að skipa honum í flokk. Ljóð hans eru sundurleit, bæði að formi o_g efni. Módernisti er hann enginn. A þjóðlegum grunni stendur hann ekki föstum fótum að heldur. Gamankveðskapur hans getur verið notalegur en er sjaldan beinskeyttur. í kvæðum hans fer lítt fyrir kaldhæðni þeirri og hálf- kæringi sem virðist eiga svo vel við skapgerð landans. Hann er oft snið- ugur en sjaldan neyðarlegur. Og orðaval hans er ekki alitaf sem sam- stæðast. Manni kemur í hug að svipmót ljóða hans hefði orðið sterk- ara ef hann hefði haldið sig við ein- hveija eina línu, einbeitt sér að gamankveðskapnum svo dæmi sé tekið. Sérhæfing er krafa tímanna. Kristinn Reyr hefur ekki farið að þeirri kröfu. Hann hefur skipt sér, kosið að leika fijálslega með hið dagsdaglega eins og það birtist í allri sinni fjölbreytni; tekur það fram yfir hið skáldlega og sígilda sem vafalaust hefði lyft honum til hærra mats í heimi bókmenntanna. Að lokum: Ljóðasafn þetta er misleitt, efnið úr ýmsum áttum, ljóðin bæði góð og miðlungs; sumt glaðbeitt, annað alvarlegt; en sem heild skilur bókin eftir góð áhrif. Einar Sigurbjörnsson Aþanasíusaijátningunni og Ágsborg- aijátningunni. Sú síðastnefnda fær lángmest rúm sem eðlilegt er enda er hún í raun heilt rit. Er farið í j hveija grein játningarinnar fyrir sig og hún er skýrð. Lokakafli bókarinn- ar fjallar um fræði Lúthers minni. Sundurliðuð bókaskrá er í lok inn- ■ gangs (bls. 27-29) og í bókarlok er atriðisorðaskrá. Því ber ekki að neita að frásagnir af eijum kirkjunnar manna fyrr á öldum eru heldur þreytandi lestur. Maður skynjar að í raun voru menn að deila um allt aðra hluti en hárfín- ar skilgreiningar guðdómsins. Þar var barist um völd og annað sem þessum heimi tilheyrir. Engu að síður eru þessar frásagnir allar nauðsynleg undirstaða til skilnings á því sem eftir kemur. Ágsborgaijátningin er að hluta til svar og svör og andmæli við ýmsu sem haldið var fram áður og því er nauðsynlegt að vita hvað það var. Þegar kemur í seinni hluta bókar verður Iesturinn vissulega ánægju- legri. Umfjöllun höfundar er hrein og tær og borin uppi af trúarlegri j sannfæringu. Að mínu viti hlýtur hann að vera góður uppalandi verð- andi presta, því að trú hans er björt j og heilbrigð og lýsir djúpum skilningi á mannlegu eðli og mannlegum kjör- um. Hún ofbýður ekki þeirri skynsemi sem okkur er gefin og okkur er ætl- að að nota. Bók Einars Sigurbjörnss- onar er þannig gott og hollt vega- nesti hveijum þeim sem lætur sig trúmál einhveiju varða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.