Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 9

Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 9 Góð ávöxtun í október Raunávöxtun fyrir október var sem hér segir: Kjarabréf.............8,2% Markbréf..............8,6% Tekjubréf.............8,1% Skyndibréf............6,4% i <n> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI, S. (96) 11100 TEKUR ÞU AFRIT AF TÖLVUGÖGNUM ? Þú verður að vera viss .... Nú fást segulbandsstöðvarnar frá Mountain á ótrúlegum verðum. Fyrir IBM-PC samhæfðar tölvur, PS/2 og netkerfi. FS-4000 innbyggð sem afritar allt aó 120 MB kr. 29.900,- stgr FS-8000 innbyggð sem afritar allt að 250 MB kr. 62.670,- stgr FS-8000 innbyggð m/MACH II allt að 304 MB kr. 86.261,- stgr , Eigum til fyrirliggjandi á lager segulbönd í flestar gerðir segulbandsstöðva, ^ '( á hreint frábærum verðum. Mountain Umboðsmenn um land allt! TÆKNIVAL Skeifan 17 - 128 Reykjavik - Simi 91-681665 - Fax 91-680664 Álver og atvinnuleysi Frestun álvers- og orkuframkvæmda er, með og ásamt fyrirséðum afla- samdrætti, alvarlegt efnahagsáfall. Frestunin þýðir enn frekari fram- leiðniminnkun, skekkir forsendur fjárlagafrumvarpsins og eykur á at- vinnuleysið. Það var þó ærið fyrir á Suðurnesjum. Þar voru 337 skráð- ir atvinnulausir í síðastliðnum mánuði, þar af 161 í Keflavík. Stakstein- ar glugga í dag í ummæli Alþýðublaðsins, DV og Þjóðviljans um frestun álframkvæmda. Fertalaat- vinnulausra yf- ir þrjú þúsund? Dagblaðið Vísir segir í forystugrein: „F'restun álversins er alvarlegt efnahagslegt áfall fyrir þjóðina. Þessi tíðindi bætast við vitn- eskjuna um aflasam- dráttinn á næsta ári. Því hafði verið spáð, ’ að framkvæmdir vegna ál- versins mundu á næsta ári auka framleiðsluna í landinu um rúmt eitt pró- sent. Þar sem svo verður ekki verður framleiðslu- minnkunin i landinu með því mesta sem þekkzt hefur síðari ár. Fram- leiðslan gæti minnkað um 3-4%. Aflasamdrátturinn gæti á næsta ári þýtt allt að 15 milljarða samdrátt í útflutningsframleiðslu. Nú verður framleiðslan að líkindum minni sem nemur 6 milljörðum króna, vegna frestunar álversfranikvæmda. Rík- istekjur gætu orðið 1,5 milljörðum mimú en ella. Jafnframt má búast við miklu atvinnuleysi. Að óbreyttu hefði hugs- anlega stefnt í atvinnu- leysi allt að tvö þúsund manna. Nú gæti atvinnu- leysið náð til á fjórða þúsund manns.” Þjóðviljinn leggst í álvers- sagnfræði Þjóðvijjinn segir í for- ystugrein: „Nauðsynlegt er að rifja upp nokkur atriði tengd áimáli Jóns Sig- urðssonar, nú þegar hann hefur gefizt upp. Sveitarfélögum var att saman þegar verið var að ákveða staðsetningu nýs álvers og Eyfirðing- ar og Austfirðingar hafð- ir að fíflum. Jón Sigurðs- son gerði álið að pólitísku deilumáli í tíð síðustu rík- isstjórnar og hamaðist með ósköpum til að fá einhveija tillögu sam- þykkta á Alþingi, sem svo reyndar varð ekkert úr. Hann fékk í fyrrahaust iörýöfrana úr Atlantsáls- hópnum til að koma hing- að og undirrita eitthvert minnisblað, viyayfirlýs- higu, og setti á svið mikla pólitíska leiksýningu í Rúgbrauðsgerðinni til að hefja sjálfan sig á stall. Og liver man ekki kosn- ingabaráttuna i vor, þeg- ar iðnaðarráðherrann flutti sig í Reykjaneskjör- dæmi til að fljóta inn á þing á Keilisnesálverinu? Nú er öll dýrðarmyndin að engu orðin.” Oréttmætar ásakanir Alþýðublaðið segir m.a. í forystugrein: „Það eru alvarleg tíð- indi, að fyrirtækin jirjú sem mynda Atlantsál ... hafa ákveðið að fresta ótímabundið áláformum ... Þessi ákvörðun hefur alvarleg áhrif á þjóðar- búskap okkar á næsta ári. I hádegisfréttum RÚV í gær kom fram að frestum á framkvæmd- um við fyrirhugað álver og erfiðleikar í sjávarút- vegi þýði 12 milljarða króna samdrátt á næsta ári. Það er því ljóst, að mæta verður hinni nýju og erfiðu stöðu með emi frekara aðhaldi í ríkisút- gjöldum...” Blaðið hefur eftir Karli Steinari Guðnasyni, þingmanni og formanni Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur: „Það var átakanlegt bæði í umræðum á AI- þingi í dag og sjónvarp- inu í gær að sjá og heyra stjómarandstöðuna hlakka yfir þvi að til frestunar [framkvæmda við álver] hefur komið.” Tryggvi Harðarson segir í fréttaskýringu Alþýðublaðsins: „Þótt frestun bygging- ar álvers hér á landi sé Alþýðuflokknum, og þá ekki síður iðnaðarráð- herra, þungbær, er út í hött að ásaka þá, sem verið hafa í broddi fylk- ingar við að ijúfa kyrr- stöðu í atvinnumálum landsins, fyrir það að framkvæmdum hefur verið slegið á frest. Það væri álíka gáfulegt og ætla sér að hengja Þor- stein Pálsson sjávarút- vegsráðherra fyrir minnkandi fiskgengd eða hýða björgunarsveitar- menn þegar ekki finnst hinn týndi ...” Fiskstofnar fullnýttir - orkan vannýtt Tryggvi Harðarson segir og: „Augljósasta og vafa- Iaust raunhæfasta leiðin til að efla hér atvinnulif og auka þjóðartekjur er að koma orku fallvatn- anna í verð með einum eða öðmm hætti. Vart er að ætla að sjóriim gefi öllu meira en verið hefur á næstu ámm og þótt tekjur af ferðaþjón- ustu aukizt stöðugt dug- ar það engan veginn til að standa undir þeim væntingum sem þjóðin hefur til lífsgæða. Það er engin ástæða til að leggja árar í bát og fyllast bölmóði þótt framkvæmdum vegna fyrirhugaðs álvers hafi verið frestað að sinni. Efling og uppbygging atvinnulífs á sér hvorki upphaf né endi en er stöðugt verkefni þings og þjóðar.” RÉTTUR SPARNAÐUR, LEIÐIR TIL LÆKKUNAR SKATTA! I. Tekjuskattslækkun fæst m.a. með: — kaupum á hlutabréfum - innleggi á ýmsa reikninga hjá bönkum og spari- 2. Eignarskattslækkun fæst m.a. með: - kaupum á eignarskattfrjálsum skuldabréfum s.s. Einingabréfum 2, Húsbréfum og Spariskírteinum ríkissjóðs. Ráðgjafar Kaupþings hf. veita ráðgjöf um skattamál einstaklinga í síma 689080. Fimmtudaginn 21. nóvember n.k. verður haldinn almennur fundur á vegum Kaupþings hf. um skatta- mál sem ber yfirskriftina „Réttur sparnaður, lægri skattarFundurinn verður nánar auglýstur síðar. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, st'mi 689080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.