Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1991, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 AUKAÞING NORÐURLANDARAÐS A ALANDSEYJUM Olafur G. Einarsson: Á móti miimkuðum áhrifum einstakra landa ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, fyrrverandi formað- ur íslenzku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði, lýsti sig mótfall- inn því að auka frekar áhrif pólitísku flokkanna í ráðinu á kostn- að sendinefnda landanna, í umræðum á aukaþingi Norðurlanda- ráðs í gær. „Ég legg mikla áherzlu á að það eru lýðræðislega kjörin þing, sem velja fulltrúa sína í ráðið eftir pólit- ískum styrkleikahlutföllum á þing- unum,” sagði Ólafur. „Þetta er sá lýðræðislegi gi-undvöllur, sem samstarfíð byggir á. Við erum hér sem fulltrúar þjóðþinga okkar og ríkisstjóma. Og við viljum að það verði þannig áfram.” Er endanlega var gengið frá skjali forsætisnefndar Norður- landaráðs, þar sem fram koma ýmsar tillögur um endurnýjun Norðurlandasamstarfsins, var felld út klausa um að Norðurlanda- ráð skorti skýrari pólitíska forystu. Geir H. Haarde, formaður íslenzku sendinefndarinnar, sagði að ekki héfðu staðið miklar deilur um þetta atriði og menn fallizt á að fella það út. Press- Fjórir norrænir forsætisráðherrar á blaðamannafundi í Miariehamn. Frá vinstri Esko Aho frá Finn- landi, Carl Bildt, Svíþjóð, Poul Schliiter, Danmörku, og Gro Harlem Brundtland, Noregi. Davíð Odds- ______________ son forsætisráðherra sækir ekki fundinn en fulltrúi hans er Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Forsætisráðherrar Norðurlanda vilja endurmeta norrænt samstarf: Kröftunum verði beint út á við Mariehamn. Frá Ólafi P. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FORSÆTISRÁðHERRAR Norðurlanda eru sammála um að norrænt samstarf skuli í auknum mæli beinast að samskiptum Norðurlanda við Evrópu, að því að gæta norrænna hagsmuna í Evrópusamstarfi og hafa áhrif á þróun mála í álfunni. Þetta kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu ráðherranna, sem samþykkt var á fundi þeirra, sem haldinn var samhliða aukaþingi Norðurlandaráðs í Mariehamn. Með- al ræðumanna á þinginu var almennur vilji til að kippa umræðum um utanríkismál inn úr kuldvirðingar í Norðurlandaráði. Engar form- legar ákvarðanir um breytingar voru þó teknar á aukaþinginu, enda var ekki við því búizt. Forsætisráðherrar Norðurlanda: Lýst stuðningi við aðgerðir EB í Júgóslavíu FORSÆTISRÁðHERRAR Norð- urlanda, sem funduðu í Marie- hamn á Álandseyjum um leið og Norðurlandaráð, lýstu yfir fullum stuðningi við aðgerðir Evrópu- bandalagsins til að setja niður deilurnar í Júgóslavíu og segja að Norðurlöndin muni sjálf grípa tjl aðgerða í samræmi við ástandið. „Forsætisráðherrar Norðurlánda fordæma valdbeitinguna í Júgóslavíu og skora á alla deiluaðila að hætta bardögum og virða vopnahlé,” segir í yfirlýsingu ráðherranna. „Deilurnar í Júgóslavíu valda íbúunum miklum þjáningum, sem engin pólitísk markmið geta réttlætt. Sambandsher Júgóslavíu ber sérstaklega mikla ábyrgð á að bafðögunum verði hætt.” Geir sagði að hefðbundið samstarf Norðurlanda stæði traustum fótum, þótt það þyrfti lagfæringa og breyt- inga við. Innan Evrópska efnahags- svæðisins myndu Norðurlöndin leysa sín á milli þau mál, sem EES-samn- ingurinn snerti, en ekki eingöngu á samnorrænum grundvelli, heldur einnig í samstarfí við önnur ríki. „Af þessu leiðir að við verðum að í yfírlýsingu sinni láta forsætis- ráðherrarnir í ljós sameiginlegan vilja sinn til að halda norrænu sam- starfí áfram og þróa það í takt við atburði í Evrópu. „í norrænu sam- starfi i framtíðinni mun náið sam- starf um hagsmuni Norðurlanda í Evrópu fá aukna þýðingu. Norður- lönd eiga að leitast við að hafa virk áhrif á þróunina í Evrópu og um- heiminum, með hagsmuni og þarfir Norðurlandabúa fyrir augum,” segja forsætisráðherrarnir. Davíð Oddsson hafði ekki tök á að sitja und þeirra og var Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra staðgeng- ill hans. Starfshópur endurskoði samstarfið Forsætisráðherrarnir hafa beina sameinuðum kröftum Norður- landa meira út á við en verið hefur. Við verðum að sameina kraftana út yfír landamæri Norðurjanda og not- færa okkur sameiginlegan styrk landanna, ekki sízt í Evrópusam- starfí, en einnig á öðrum alþjóðlegum vettvangi, og að sjálfsögðu gagnvart Eystrasaltsþjóðunum og öðrum grannþjóðum,” sagði Geir. ákveðið að setja á stofn starfshóp persónulegra fulltrúa sinna til að endurmeta Norðurlandasamstarfið og skila fyrsta áliti fyrir Norður- landaráðsþingið í Helsinki í marz á næsta ári. Jafnframt hyggjast ráð- herrarnir hittast á sérstakri ráð- stefnu síðar á árinu 1992 til að ræða breytingar á samstarfínu. Forsætisráðherrarnir segja í yfir- lýsingu sinni að tengsl Norðurland- anna við EB hljóti að hafa áhrif á hvernig skipulag Norðurlandasam- starfsins Ííti út. „Með þetta í huga eiga persónulegu fulltrúarnir að athuga hvernig norrænt samstarf gæti þróazt innan ramma Evrópu- samstarfsins, ef öll eða fleiri Norð- urlönd gerast aðilar að EB,” segja ráðherrarnir. Athygli vekur að þarna er gert ráð fyrir þeim mögu- leika að öll Norðurlöndin gangi í EB, en í áliti forsætisnefndar Norð- urlandaráðs, sem til umræðu er á aukaþinginu, er reiknað með að a.m.k. eitt ríkið standi utan EB - án þess að tiltekið sé hvaða land það gæti orðið. Poul SchT’uter, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í ræðu sinni á þinginu í gær enn og aftur til þess að öll Norðurlöndin gengju í Evr- ópubandalagið, og sagði það skil- yrði fyrir árangursríkum breyting- um á samstarfinu. SchT’uter neitaði að svara því í samtali við Morgun'- blaðið hvort hann teldi líklegt að íslenzka ríkisstjórnin tæki mark á ráðum hans. Samstarf ríkisstjórnanna einkum eflt Fáir entust til að hlýða á þær tæplega hundrað ræður, sem fluttar voru á aukaþingi Norðurlandaráðs í gær. Þó mátti greina hjá állmörg- um ræðumönnum ánægju með að forsætisráðherrarnir hefðu sýnt pólitískan vilja til að endurnýja Norðurlandasamstarfíð. Vald til breytinga á Helsinki-sáttmálanum, stofnsáttmála norræns samstarfs, er ekki á hendi Norðurlandaráðs sjálfs, heldur ríkisstjórna Norður- landanna. Flest bendir líka til að þær breytingar, sem kunna að verða gerðar, verði á sviði samstarfs ríkis- stjórnanna, en áhrif þingmanna verði lítt aukin. Líklegt er talið að utanríkis- og utanríkisviðskiptaráð- herrar Norðurlandanna muni taka þátt í störfum Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem þeir hafa ekki gert hingað til, og að forsætisráð- herrarnir láti meira að sér kveða í samstarfinu. Ótal tillögur eru á lofti meðal þingmanna um framtíðarsKÍpulag norræns samstarfs. Flestir eru sam- mála um að ekkert sé því til fyrir- „Það stríðir gegn markmiðum EES, svo ekki sé talað um ákvæði Rómarsáttmálans, að einstök aðild- arríki reyni að standa saman um sérhagsmuni,” sagði Hjörleifur. „Menn ættu því ekki að gera sér ranghugmyndir um að Evrópustefna eða atvinnustefna geti orðið mikil- vægir þættir í norrænu samstarfi, eftir að flest Norðurlönd eru komin inn í EES og EB.” Hjörleifur sagði að það væri vill- andi að vísa til samstarfs Benelux- landanna (Belgíu, Lúxemborgar ög Hollands) sem fyrirmyndar að svæð- isbundnu samstarfí innan EB.„Þetta er algjörlega misvísandi, því að Ben- stöðu lengur að Norðurlandaráð ræði utanríkismál. Lars P. Gam- melgaard, þingflokksformaður dan- skra íhaldsmanna, lagði til að Norð- urlandaráð héldi tvö þing á ári, gjarnan fyrir leiðtogafundi Evrópu- bandalagsins. Þar yrði rætt um norræn áhrif í EB, tengslin við Austur-Evrópu og Eystrasaltslönd- in, og þannig myndi þetta „norræna þjóðþing” senda skýr skilaboð til EB. Jafnvel Finnar, sem lengi lögðust gegn umræðum uni utanríkismál, eru nú til í að ræða „alþjóðleg málefni, sem tengjast Norðurlönd- unum beint,” eins og Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, orðaði það. Hann bætti hins vegar við að það yrði í framtíðinni álíka auðvelt og að teikna á sjóinn að draga mörkin milli innanríkismála, no- rænna málefna og Evrópumála. eluxsamstarfið hefur allan tímann verið takmarkaðra en norrænt sam- starf og er nú raunar innihalds- laust,” sagði Hjörleifur. Aukaþingið samþykkti að vísa til- lögu Hjörleifs og þriggja annarra þingmanna um styrkingu norræns samstarfs, þar sem meðal annars er lagt til að mörgum nýjum norrænum stofnunum verði komið á fót og fram- lög til Norðurlandasamstarfs aukin, til ráðherranefndarinnar að hafa til hliðsjónar við gerð áætlunar um Norðurlandasamstarfið eftir 1992, sem á að leggja fram á þingi Norður- landaráðs í Helsinki í marz. Geir H. Haarde: Ræða verður utanrík- ismál í auknum mæli GEIR H. Haarde, formaður íslenzku sendinefndarinnar í Norðurlandar- áði, sagði í ræðu sinni á aukaþingi ráðsins í Mariehamn í gær að ræða yrði utanríkismál frekar en verið hefði, bæði í Norðurlandaráði og ráðherranefndinni. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ættu að taka þátt í störfum ráðherranefndarinnar. Hjörleifur Guttormsson um EB: Svæðisbundið samstarf á ekki upp á pallborðið HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði í umræðunum á aukaþingi Norðurlandaráðs um Evrópumál í Mariehamn að hugmyndir um að norrænt samstarf gæti orðið eins konar svæðis- bundið samstarf innan Evrópubandalagsins væru út í hött, því að slíkt ætti alls ekki upp á pallborðið hjá EB. Utgáfutónleikar Gísla Helgasonar á Púlsinum GÍSLI Helgason heldur útgáfutónleika á Púlsinum með hljómsveit sinni í kvöld, fimmtudaginn 14. nóvember. Heitir hljómsveitin Þórgísl og eru meðleikarar Gísla þau Þórir Baldursson, Tryggvi Hubner, Pétur Grétarsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Söngvararnir Eyjólfur Kristjáns- son og Anna Pálína Árnadóttir koma einnig fram en þau sungu hvort sitt lagið á nýju plötunni, Heimur handa þér, sem er önnur sólóplata Gísla. Sú fyrri var Ástaijátning sem færði honum gullplötu á sínum tíma. Á þessari nýju plötu eru alls 14 lög. Tíu þeirra eru eftir Gísla, en hin eru eftir Þóri Baldursson, Óddgeir Kristjánsson, Jóhann Helgason og Lioriel Ritchie. Á plötunni koma fram þrettán hljóðfæraleikarar og söngvarar ásamt Samkór Kolbeinseyjar og Ró- landsystrum. Einnig leika tveir er- Hljómsveitin Þórgísl. lendir hljófæraleikarar. Annar er Ilan Adler frá Venezúela, sem leikur á fjögurra strengja suður-amerískan smágítar og norska tónlistar- og söngkonan Sinikk4í;tÁögefeind á forna fínnska hörpu eða kantle í einu laganna. Eitt laganna á plötunni tileinkar Gísli minningu píanóleikarans Guð- múndar Ingólfssonar. 1 ' Styrkur innifalinn í FRÉTT um styrk Reykjavík- urborgar til Taflfélags Reykja- víkur í Morgunblaðinu í gær, var ranglega sagt að félagið fengi 18,5 milljóna króna styrk frá borginni. Rétt er að borgin greiðir 42 milljón króna skuld félagsins og er styrkurinn þá meðtalinn. Er beðist velvirðing- ar á þessum misskilningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.