Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 SAGA VESTMANNAEYJABÆJAR HARALDUR GUÐNASON Glœsilegt rit um sögu Vestmannaeyjabœjar, prýtt fjölmörgum myndum, kortum og teikningum. Tvö bindi í veglegri öskju. Ómissandi bœkur hverjum þeim sem Eyjum ann. ÍSLENSK BÓKADREIFING Þú getur næstum allt á ROSSIGNOL skíðum! Sigursælustu skíðin í heiminum f dag SKÍÐAPAKKAR Innifalið: Skíði, skíðaskór, stafir, bindingar og ásetning. BARNAPAKKI Dixy skíði 80-140 cm Verð...........kr. 14.140,- Staðgreitt.....kr. 13.150,- UNGLINGAPAKK! 4 S Racing skíði 120-170 cm Verð ..........kr. 16.590,- Staðgreitt.....kr. 15.400,- FULLORÐINSPAKKI MS1 skíði 170-200 cm Verð ..........kr. 23.470,- Staðgreitt.....kr. 21.800,- GÖNGUSKÍÐAPAKKI barna Lts 47 ar plus junior skíði 140-170 cm Verð ..........kr. 11.620,- Staðgreitt.....kr. 10.800,- GÖNGUSKÍÐAPAKKI fullorðna Running og Trak skíði 180-215 cm Verð ..........kr. 13.620,- Staðgreitt.....kr. 12.600,- Opii laugardag fró kl. 10-22 Opið sunnudag f rá kl. 13-18 b Nýtt kortatímabil r-=-, « halið ML »humaiel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. Bókin um Jónas frá Hriflu eftir Gunnar Helga Kristinsson Jónas frá Hriflu var sennilega umdeildasti stjórnmálamaður þess- arar aldar á íslandi. Hann blés bar- áttuanda í samheija sína en kveikti hatursbál meðal andstæðinga sinna. Svo magnaður var Jónas að fáir komust hjá því að taka til hans til- finningalega afstöðu. Andstæðing-. arnir töldu hann margir brenglaðan mann, en samheijarnir snilling. Jónas skildi víða eftir sig spor í stjórnmálasögu íslands og sennilega hefur enginn annar haft jafn mikil áhrif á stjómmálaþróunina hér á millistríðsárunum. Samt er það merkileg staðreynd, að þar til fyrir skömmu hafði engin alvarleg tilraun verið gerð til að gera grein fyrir framlagi Jónasar til íslenskrar stjómmálaþróunar á sæmilega hlut- lægan hátt. Á meðan minni spámenn hafa fengið gefnar út um sig ævisög- ur í mörgum þykkum bindum, þar sem afrek þeirra hafa verið tíunduð í óþarflega löngu máli, hefur sagan um Jónas látið á sér standa. Jónas varð viðskila við samheija sína áður en starfsævi hans lauk, og árum saman sendi hann þeim tóninn á opinberum vettvangi. Fáir kunnu betur að beita stílvopinu í ritdeilum svo að undan því sviði heldur en Jónas. Mörg af þeim sámm sem hlutust af uppgjörinu við Jón- „Sérstök ástæða er til að vekja athygli áhuga- manna um íslensk stjórnmál áþessari bók vegna þess að um hana birtist nokkuð einkennilegur ritdóm- ur í Morgunblaðinu þann 13. desember síð- astliðinn. Ritdómarinn, Erlendur Jónsson, virð- ist ekki hafa áttað sig á því hvað hér er um merkilega heimild um íslenska stjórnmála- sögu að ræða.“ as innan Framsóknarflokksins greru aldrei. Þrátt fyrir að pólitískt lífshlaup Jónasar væri þannig bæði merkilegt og forvitnilegt voru raunverulega fáir færir um að gera það upp, vega kostina og gallana af sanngirni, benda á styrk jafnt sem veikleika. Andstæðingar hans sáu í honum ein- ungis hið illa og ljóta, og samheijar hans höfðu til hans blendna afstöðu eftir að leiðir skildu. Afleiðingin varð sú, að stjórnmálaferill Jónasar hefur verið sveipaður dulúð, honum hafa fylgt einkennilegar sögusagnir og óljósar kenningar, en samhengið hefur vantað og fáir hafa haft yfír- sýn yfír hið raunverulega framlag hans til íslenskra stjórnmála. Nýlega kom út fyrsta bindið af ævisögu Jónasar „Með sverðið í ann- arri hendi og plóginn í hinni“ eftir Guðjón Friðriksson. Þetta er ekki einungis fyrsta alvarlega tilraunin til að gera upp stjórnmálaferil Jónas- ar frá Hriflu, heldur einnig ævisaga af nýrri tegund á íslandi. Höfundur reynir þannig ekki að fegra og bæta ímynd söguhetjunnar, heldur gerir á heiðarlegan hátt grein fyrir kostum hennar og göllum. Hann er ekki ágengur, í þeim skilningi að erfítt er að átta sig á afstöðu hans sjálfs til Jónasar, en hann lætur þess í stað heimildirnar tala. Þetta er vel skrifuð bók, og sú eina tegund af ævisögu sem hægt hefði verið að skrifa um Jónas frá Hriflu. Hér er ekki reynt að gera úr honum djöful eða dýrling, heldur lýsir bókin hæfí- leikaríkum stjórnmálamanni sem hafði bæði kosti og lesti. Sérstök ástæða er til að vekja athygli áhugamanna um íslensk stjómmála á þessari bók vegna þess að um hana birtist nokkuð einkenni- legur ritdómur í Morgunblaðinu hinn 13. desember síðastliðinn. Ritdómar- inn, Erlendur Jónsson, virðist ekki hafa áttað sig á því hvað hér er um merkilega heimild um íslenska stjórnmálasögu að ræða. Hann hnýt- Ekki er allt sem sýnist * eftir Ulf Ragnarsson Tveir ungir drengir standa norðan við hús Stefáns á Syðri-Reykjum snemma á sumri 1945. Óli heitir annar en hinn Grétar. Það heyrist til þeirrá. Óli segir: „Ekki er allt sem sýnist, til dæmis sýnist himininn sitja á Efstadalsfjalli, en svo er nú ekki.“ Þessi skemmtilega ályktun á gull- aldaríslensku af barnsvömm geymd- ist vel í minni. Á vegi mínum varð ný bók íslensk sem vakti þessa sömu hugsun: Ekki er allt sem sýnist! I fljótu bragði gæti fólki komið til hugar að þama væri mergjaður reyfari kominn á markaðinn ritaður af Pétri Eggerz, sem hefur vakið á sér athygli fyrir að koma á óvart með því að vera berorður um sitt- hvað sem betur væri í þögninni geymt að dómi sumra. Það hafa t.d. ekki allir verið jafnánægðir með dálítið þurrlega orðaðar lýsingar hans á lífínu á Glæsivöllum utanrík- ismálanna, þar sem hann beitir því sem Bretar nefna „understatement" með kímilegum hætti. Það hefur verið hans sérgrein. Létta leiðin Ijúfa vakti á sínum tíma mörgum bros en öðrum fýlu. Og enn kemur þessi margvitri prakk- ari á óvart. Bókarheitið Ást, morð og dulræn- ir hæfileikar felur reyndar í sér þetta fíngerða skopskyn sem er eitt skemmtilegasta sérkenni ritháttar sem Pétur hefur tileinkað sér. Er ekki þetta það sem fólkið vill? Ástar- órar, morðgátur, reimleikar? Er þetta ekki megin þemað í æsilegum spennubókmenntum, kvikmyndum og myndböndum? Er ekki unnið að því öllum árum að heimurinn hætti að hugsa og skemmta sér heldur til ólífs? Allt á að vera afþreying. Nei, ekki alveg allt. Innanum og saman- við sjást gullmolar sem næra .von um betra líf. Höfundurinn beitir ekki æsifrétta- stíl, en neitar sér þó ekki um að feta tæpa slóð og þó einkum á einum stað í bókinni. Lesarinn athugi það! Ástin í sögunni er heilbrigð ást með rómantísku ívafí, engir órar. Morðin tvö bera engar hefðbundnar reyfaragátur með sér. Það kemst upp um morðingjana strax. Og dul- rænu hæfileikarnir eru ekki æsileg- ir, heldur heilbrigt innsæi, sem vant- ar í margt nútímafólk og þó einkum hina langskólagengnu. Hin skemmtilega sögupersóna Sakon, bílstjóri og bjargvættur Markúsar, er heilbrigður, náttúrlegur maður, síður en svo afbrigðilegur. Nær væri að segja að okkar vestræna menning sé orðin svo afbrigðileg og náttúrunni fjandsamleg, að eðlilegt fólk skeri sig úr og sé talið furðulegt. Sagan greinir, dýpra skoðað, frá þroskaferli manns sem lifað hefur mestan hluta ævi sinnar á leiksviði hinnar innantómu athafnasemi margra vesturlandabúa. Hin glöggi gagnrýnandi, Erlendur Jónsson, kemur auga á hið sama og hér er fram haldið um þetta ritverk: Ekki er allt sem sýnist! Markús, aðalpersónan, er nánast trúlaust og hefur hugsað mest um sig þó að hann hafí greitt úr vand- ræðum margra í sambandi við starf sitt. Ástin til konu- kippir honum út úr vanaganginum. Ekki er seinna vænna. Þegar hún er myrt fellur þessi maður, sem engan veginn er í stakk búinn til að mæta sorginni, niður í sálardofa, sem sannir vinir hans reyna að ná honum upp úr með öllum ráðum, af því að hugar- far hins miskunnsama samveija er þeim eðlisgróið. Örþrifaráðið er þó varla í anda hins nafnkristna vest- ræna samfélags. Hvemig skyldi blessaður frelsarinn líta á þetta mál og önnur af sama toga? Síðasti hluti bókarinnar lýsir því hvemig ástin þróast til trúar fyrir mátt vonarinn- ar. Hún stendur af sér þunglyndis- GUCCI Frábær úr útlit og gœði GUCCI úrin færðu aðeins hjá Garðarí Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. Gunnar Helgi Kristinsson ir í ýmis smáatriði, oft á órökréttan hátt, og í stað þess að vekja at- hygli lesenda á því hve hér er í raun um óvenjulegt verk að ræða er löngu máli eytt í lítt áhugaverðar og á köflum hæpnar hugleiðingar ritdóm- arans sjálfs um ævi Jónasar. Ekkert er óeðlilegt við það að bók eins og ) sú sem Guðjón Friðriksson hefur sent frá sér sé umdeild. En hún er ótvírætt merkilegt verk, og enginn | mun í framtíðinni geta fjallað um Jónas án þess að kynna sér hana. Ilöfundur er lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Úlfur Ragnarsson tímabil, einsemd og líkamleg veik- indi, sem reyndar varða veg margra að hinu gullna hliði. Vitundarbreyt- ing verður hið innra með Markúsi, sálarsviðið stækkar og víkkar, ástin verður loks kærleikur sem tekur allt í faðm sér, Markús sjálfan líka. Markús er kominn til trúar. Þegar ráðið er í allegorískar sög- ur, sögur sem ber að skilja út frá táknmyndum, þarf að gera það með svipuðum hætti og þegar draumar eru ráðnir af þeim sem kunna þá list. Slíkar sögur eru ekki saman settar af hugvitinu einu saman held- ur sjást í þeim snillitök dulvitundar- innar sem virðist blása efninu inn í vitund þess er söguna ritar. Þannig verða til sögur sem búa yfír dýpri rökum en jafnvel sjálfur höfundurinn gerir sér grein fyrir. Þannig er og um hin góðu gömlu ævintýri sem bömum voru sögð kynslóð fram af kynslóð. Sögulokin eru snögg, en rökrétt. Ólánsmenn vinna á Markúsi, og það er ekki neitt sorglegt fyrir hann, sem lokið hefur hlutverki sínu í lífinu og horfír fram til endurfunda við elsk- una sína. En morðingjarnir eru ól- ánsmenn af því að það er ólán að verða öðrum að bana. Frá allegor- ísku sjónarmiði eru þeir öfl sem búa með okkur öllum, Kainseðlið, Júdas- areðlið, þetta í okkur sem krossfest- ir frelsara til þess að upprisa geti orðið, mótsögn alvaldsins innra með okkur, sem Guð skapaði í sinni eigin mynd að sögn helgrar bókar. Já, ekki er allt sem sýnist! Til dæmis sýnist þessi saga reyfari fljótt á litið — en svo er nú ekki! Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.