Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 29
V
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þau eru búsældarleg þessi tvö við baksturinn.
Vestmannaeyjar:
Jólabakstur á leik-
skólanum Kirkjugerði
V estmannaeyjar.
JÓLAUNDIRBÚNINGUR stendur nú sem hæst. Jólagjafakaup, hrein-
gerningar, bakstur tilheyrir jólaundirbúningnum og á heimilunum
er mikið að snúast. Börnin á leikskólanum Kirkjugerði í Vestmanna-
eyjum létu sitt ekki eftir liggja í undirbúningnum og bökuðu pipar-
kökur sem þau ætla að bjóða mömmu og pabba uppá á jólunum.
Piparkökubaksturinn er einn af
föstu liðunum í jólaundirbúningnum
á Kirkjugerði ár hvert. Börnin koma
með kökukefli og útskurðarform
að heiman en síðan laga fóstrurnar
piparkökudeig og hjálpa þeim að
fletja út og móta myndirnar.
Ahuginn leyndi sér ekki hjá
krökkunum og virtust sum vel
kunna handtökin á jólabakstrinum
og báru sig fagmannlega að verki.
Reyndar vildi deigið stundum fest-
ast við kökukeflið en það gerði ekk-
ert til, því var bará hnoðað saman
aftur og síðan flatt út á ný.
Börnin sungu jólalög meðan á
bakstrinum stóð og annað slagið
tóku þau piparkökusönginn úr Dýr-
unum í Hálsaskógi, til að vera viss
um að uppskriftin og aðferðin við
baksturinn væri rétt.
Börnin mótuðu ýmsar myndir í
deigið. Jólatré, snjókarla, stjörnur
og margt fleira og síðan ætluðu þau
að skreyta kökumar með því að
mála á þær flórsykri. Alla hlakkaði
til að komast með kökurnar heim
svo mamma, pabbi og önnur skyld-
menni gætu smakkað jólabakstur-
inn þeirra.
Grímur
FINLUX
Hágæða litasjónvarpstæki
28" Nicam HIFI stereo, textavarp m/íslenskum stöfum, SUPER-VHS inngangi,
flötum Black planar", myndlampa, 4 Euro scart tengjum, forritanlegri
einfaldri, en fullkominni fjarstýringu.
sértiiboð kr. 99.950,- VÖNDUÐ VERSLUN
með mynd í mynd (2 stöðvar á skjánum i einu).
Kr. 112.950,-
MUNALÁN ,_________.
AFB0RGUNARSKI1MÁLAR ÍE
LJÓML9
FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005
Bókabúð
. MALS & MENNINGAR.
LAUGAVEG118, SÍMI24240
Sendum einnig árituð eintök í póstkröfu.
I dag, föstudaginn 20. des. kl. 16-18
árita Jónas Jónasson og
Svanhildur Konráðsdóttir bókina
LÍFS-
HÁSKINN
í bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18.