Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
41
Morgunblaðið/Trausti
Hinn nýi skíðaskáli Skíðafélags Daivíkur í Böggvisstaðafjalli.
Skíðafélag Dalvíkur:
Nýr skíðaskáli reistur
í Böggvisstaðafjalli
NÝR skiðaskáli hefur verið reistur á svæði Skíðafélags Dalvíkur
í Böggvisstaðafjalli. Skálinn er 180 fermetrar og er á tveim
hæðum. Samtals fær félagið því um 850 fermetra húsnæði með
byggingu þessari. Skálinn er einingahús byggt hjá SG-húseining-
um á Selfossi. Félagar í Skiðafélaginu hafa unnið að því hörðum
höndum nú í haust að ljúka við bygginguna og gera þeir sér
vonir um að hægt verði að taka skálann í notkun þegar skíðaland-
ið verður opnað nú í vetur.
Hafist var handa um bygging-
una nú í ágúst en þá voru undir-
stöður hússins steyptar. Að sögn
Skíðafélagsmanna mun þetta nýja
hús gjörbreyta aðstöðunni á skíð-
asvæðinu og skapa aukið öryggi.
Á neðri hæð hússins verður setu-
stofa þar sem skíðafólk getur tyllt
sér niður og hvílt lúin bein og
fengið sér að borða. Á efri hæð
hússins verður aðstaða til gisting-
ar og er hugmyndin að hægt verði
að taka á móti hópum til skíðaiðk-
ana. Nokkur eftirspurn hefur ver-
ið eftir slíku en ekki hefur verið
hægt að verða við henni þar sem
lítil aðstaða hefur verið til gisting-
ar á Dalvík yfir vetrartímann.
Aðsókn að skíðasvæðinu í Bögg-
visstaðafjalli hefur farið vaxandi
með ári hveiju enda hefur aðstaða
þar batnað mjög á umliðnum
árum.
Ýmsir aðilar hafa stutt Skíðafé-
lag Dalvíkur í uppbyggingu þess-
ari. Hafa félagsmenn lagt mikla
vinnu af mörkum án endurgjalds
en að stærstum hluta er húsbygg-
ingin þó fjármögnuð af Dalvík-
urbæ.
Skíðafélag Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar munu standa að skíða-
landsmóti íslands nú í vetur en
það verður haldið í apríl. Keppt
verður í alpagreinum á Dalvík og
norrænum greinum í Ólafsfirði.
Með þessu nýja húsi stórbatnar
öll aðstaða til þessa. Þá hefur
einnig verið lagður nýr akvegur
að skíðasvæðinu sem gerir alla
aðkomu að því betri.
Fréttaritari
ístess:
58 millj.
boðnar í
þrotabúið
SKRETTING AS í Noregi hefur
gert tilboð upp á 58 milþ‘ónir
króna í verksmiðjuhús og fram-
leiðslutæki þrotabús ístess hf. á
Akureyri. Harður slagur virðist
vera um eignir þrotabúsins, því
fyrir liggja einnig tilboð frá Laxá
hf., sem stofnað var eftir gjald-
þrotið og tók búið á leigu, og
Fóðurblöndunnar eða Evos, sem
keppti við fstess á fóðurmarkað-
in-
um.
Skretting hafði áður gert tilboð
í eignimar upp á 58 miiljónir króna,
en það var skilyrt að því leyti að á
móti kæmi að fallið yrði frá inn-
heimtu vangoldins hlutafjárfram-
lags upp á um 37 milljónir króna.
Því tilboði var hafnað. Veðhafar
hafa skoðað tilboð Skretting, þ.e.
forráðamenn Landsbankans og at-
vinnutryggingasjóðs Landsbank-
ans, og sagði Jóhannes Sigurðsson
bústjóri að hugsanlegt væri að nið-
urstaða fengist í málið innan
skamms.
Laxá hefur eigur þrotabúsins á
leigu til áramóta, en tilboð félagsins
í eignirnhr er upp á um 30 milljón-
ir króna.
Úrvals kjöt -
Urvals þjónusta!
r. Hangikjöt
Svina-Ha * ^ {x /2 skrokkum
^yggUf ^ (Læri og frampartar)
998-^5)499 -
Hangikjötslæri
úrbeinað
Rauðkál Agúrkusalat
570 g. 570 g.
109,- 149,-
1 kg. Agúrkur, heilar
rtw súrsætar
1ö5,- 570 s-
J 189,-
570 g. Agúrkur,
1 A Q í sneiðum
1 -súrsætar
570 g.
Rauðbeður r\ 4 í\
«0 g. 249,-
.00
pr.kg.
995
Mikið úrval af
hágæðasælgæti
595
109,-
.00
410 gr.
SONJA 8c
HVERS KONG OLAV
"''x D?sS ^ ÚRVALSKONFEKT
2 lítr.N _
Með Villibráðinni!
2 lítr.
#298.-
1 4Q _ [jöteíambið!
4- A ) Nýslatrad -
Rifsberjahlaup
Kalkúnar - Rjúpur
Pekingendur-Gæsir JólakafiBð
Hreindýrakjöt j^0
Úrvalskaffi
185,-
450 g.
MA TVORUVERSL UNIN
MffsfmMW
Veríð vandlát - það erum við
, HÁALEITISBRAUT 68 '
mnn «««««