Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 120. tbl.80. árg. FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins NATO um sovésku kjarnavopnin: Evrópubandalagið: Múslímaríki fengn enga kjarnaodda Brussel. The Daily Telegraph. ÖLL skammdræg kjarnavopn Sovétríkjanna fyrrverandi hafa nú verið flutt til Rússlands og Svíþjóð: Leynileg samvinna við NATO Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að sænska stjórnin hefði, þrátt fyrir hlutleysisstefnu sína, undirbúið samvinnu við Atlants- hafsbandalagið (NATO) ef Var- sjárbandalagið réðist á Svíþjóð. Fréttir fjölmiðlanna herma að und- irbúningurinn hafi meðal annars fal- ist í því að leggja herflugvelli sem bandarískar herþotur gætu notað og skiptast á upplýsingum við NATO um Varsjárbandalagsríkin. Þá hefðu sænskar orrustuþotur notað sömu talstöðvatíðni og herir Danmerkur og Noregs. Carl Bildt forsætisráðherra stað- festi á blaðamannafundi að sænsk stjómvöld hefðu gert ráðstafanir til að „fá hernaðaraðstoð", en vísaði því á bug að gerðar hefðu verið áætlan- ir um sameiginlegar hemaðaraðgerð- ir Svía og NATO. Hann sagði að hlutleysi landsins hefði aldrei verið stefnt í hættu. „Sú hætta var alltaf fyrir hendi að hlutleysisstefna okkar færi út um þúfur. Árás á Svíþjóð hefði merkt að hlutleysi okkar væri búið að vera.“ Dagblaðið Dagens Nyheter sagði að þetta leynilega samstarf við NATO væri augljóslega brot á hlut- leysisstefnu Svla. Hernaðarsérfræð- ingurinn Wilhelm Agrell sagði frétt- irnar staðfesta það sem Sovétmenn hefðu alltaf vitað - að Svíar hefðu ekki verið hlutlausir í köldu stríði stórveldanna eftir síðari heimsstyij- öldina. engin þeirra bárust til ríkja eins og Irans, Iraks og Líbýu eins og óttast var, að sögn embættis- manna í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í gær. Richard Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, kváðust báðir vissir um að engir kjarnaoddar hefðu verið seldir til annarra ríkja. Áður höfðu borist fregnir af því að íranir hefðu kom- ist yfir tvo kjarnaodda og fleiri væri saknað. „Ég tel enga ástæðu til að ætla að skammdræg kjarnavopn hafi borist til annarra landa. Ég er þvert á móti mjög ánægður með að þeir komu vopnunum til Rússlands á mun skemmri tíma en ég hafði tal- ið mögulegt,“ sagði Richard Chen- ey- Bandaríski varnarmálaráðherr- ann hafði áður varað við hættunni á útbreiðslu kjarnavopna eftir hrun Sovétríkjanna. Hann kvaðst þó I gær enn hafa áhyggjur af því að múslímaríki kæmust yfir upplýs- ingar um kjarnavopn eða réðu kjarnorkuvísindamenn frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi. Keuter. Serbar gerðu í gær grimmilega árás á fólk, sem beið eftir brauði á göngugötu í Sarajevo í gær. Að minnsta kosti 16 manns létu lífið og á annað hundrað særðust. Myndin var tekin af göngugötunni eftir árásina. Sækir Noreg- ur um aðild í nóvember? Ósló, Kaupmannahöfn. Reutcr. NORÐMENN leggja að öllum lík- indum inn umsókn um aðild að Evrópubandalaginu í nóvember. Hefur dagblaðið Aftenposten þetta eftir Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra sem nú er stödd í Aþenu. Brundtland sagði að ef sú yrði raunin væru líkur á að aðildarum- sókn Norðmanna yrði tekin fyrir á sama tíma og umsóknir Svía og Finna. Flokksþing Verkamanna- flokksins verður haldið I nóvember en þegar liggur ljóst fyrir að meiri- hluti fulltrúa á þinginu mun greiða tillögu um aðild atkvæði sitt. Svisslendingar sóttu I gær um aðild að EB. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, fagnaði umsókninni og sagði hana eiga eftir að treysta hinar lýðræðis- legu undirstöður bandalagsins. Hann sagði Dani ætla að leggja mikla áherslu á viðræður við þau ríki sem sótt hafa um aðild þegar þeir fara með forystuna innan Evr- ópubandalagsins á fyrri helmingi næsta árs. Hann kvaðst telja að Svíþjóð, Finnland, Sviss og Noregur fengju aðild að bandalaginu árið 1995. Blóðbað í Sarajevo: Gamalt fólk og börn tætt í sundur í sprengjuárás Serba EB-ríkin ná samkomulagi um viðskiptabann á Serbíu og Svartfjallaland Belgrad. Reuter. AÐ minnsta kosti 16 manns létu lífið og á annað hundrað særðust þegar Serbar réðust með Reuter Kommúnist- ar sameinist! Jegor Lígatsjov, fyrr- verandi hugmynda- fræðingur sovéska kommúnistaflokksins, hvatti I gær kommún- ista til að sameinast og endurvekja Sovétríkin. Lígatsjov er orðinn 71 árs gamall og kvaðst ekki stefna sjálfur að frekari frama I stjórn- málunum. Hann sakaði Mikhaíl Gorbatsjov um að hafa svikið komm- únistaflokkinn og ofur- selt sig vestrænum kap- ítalistum. Á myndinni kynnir Lígatsjov nýút- komna bók sína, „Ráð- gátuna um Gorbatsjov". sprengjukasti að fólki, sem beið eftir brauði í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, í gær. Er þetta eitt mesta grimmdarverkið í stríðinu í landinu til þessa en vitni segja, að strætið hafi verið þakið sundurtættum líkum og særðu fólki eftir árásina. Aðildar- ríki Evrópubandalagsins sam- þykktu í gær að setja viðskipta- bann á Serbíu og Svartfjallaland og ákváðu að beita sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar gerðu hið sama og bönnuðu einnig olíusölu þangað. „Blóð og líkamshlutar eru um alla götuna. Ég hef aldrei upplifað annan eins hrylling," sagði Ijósmyndarinn Danilo Krstanovic I viðtali við Reut- ers-fréttastofuna en háskólasjúkra- húsið I Sarajevo hafði tekið við 16 líkum, en vitað er að farið var með látið fólk og slasað I aðrar sjúkra- stöðvar. Tölurnar eiga því líklega eftir að hækka. „Handa-, höfuð- og fótalaus lík voru flutt burt með bíl- um, aðallega aldrað fólk en einnig ung böm,“ sagði Pamela Grdic, sem varð vitni að atburðinum, en I út- varpinu I borginni sagði, að eftir blóðbaðið hefðu serbneskar leyni- skyttur skotið á sjúkrabílana. Bosníska forsætisráðið var hvatt saman til skyndifundar til að ræða árásina og er haft eftir heimildum, að hugsanlega verði öllum viðræðum við Serba hætt. Auk þessa hafa þeir gengið á bak orða sinna um að opna flugvöllinn I Sarajevo fyrir flutning- um með vistir og lyf. Fulltrúar Evrópubandalagsins náðu I gær samkomulagi um við- skiptabann á Serbíu og Svartfjalla- land en ákvörðun um olíubann var skotið til Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna undirriti samkomu- lagið á næstu dögum. Bannið öðlast, að öllum líkindum gildi snemma í næstu viku. Stjómarerindrekar I Bmssel sögðu að bankareikningum Júgó- slavíu yrði ekki lokað og íþróttasam- skipti ekki bönnuð. Hins vegar yrði allri vísinda- og tæknisamvinnu hætt, auk þess sem viðskipti, önnur en olíusala, yrðu bönnuð. Helmingur alls útflutnings frá Serbíu og Svart- fjallalandi fer til EB-ríkja. Stjórnin I Belgrad hefur sent Bo- utros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf þar sem hún heitir að „gera allt“ til að koma á friði I Bosníu og greiða fyr- ir hjálparstarfi en margir líta á bréf- ið, sem tilraun til að vinna tíma og draga úr líkum á refsiaðgerðum. Fjögurra kílóa forfað- ir manna Lundúnum. The Daily Telegraph- ÞRJÁR steingerðar tennur úr elsta þekkta forföður manna og apa, sem lifði fyrir 50 milljónum ára, hafa fund- ist í eyðimörkinni í Alsír. Franski prófessorinn Jean- Jacques Jaeger, sem fann tenn- urnar, sagði að þessi forfaðir manna hefði líkst smávöxnum apa, haft langan hala og vegið um fjögur kíló. „Hann hafði þróast gífurlega frá því risaeðl- urnar urðu útdauðar fyrir 66 milljónum ára, en þá voru for- feður hans enn smærri skepn- ur, líkastir rottum, og iifðu aðallega á skordýrum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.