Morgunblaðið - 28.05.1992, Side 24

Morgunblaðið - 28.05.1992, Side 24
24 Nachi legurer japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanireftirþörfum. ' Mlésúdfuj HÓHMBAKKA9 112KYKJAVIK SIMI91 -670000 og6S66S6 Vöruhús Vesturlands MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 28. MAÍ 1992 V egabréfsáritun þarf til Júgóslavíu FRÁ og með 27. maí er úr gildi fallið samkomulag milli íslands og hið fyrrum Sósíalíska sambandslýðveldis Júgóslavíu frá 6. maí 1964 um afnám vegabréfsáritana. Hér eftir er því nauðsynlegt fyrir íslendinga sem hyggja á ferðir til svæða fyrrum Júgóslavíu að sækja um vegabréfsáritun. Sturla Sigur- jónsson sendiráðsritari í utanríkis- ráðuneytinu og Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingaeftirlitinu ráðleggja íslendingum að leita sér góðra upp- lýsinga og skipuleggja sínar ferðir eins og mögulegt er ef þeir ætla að ferðast um þessar slóðir. Ísland hefur viðurkennd þtjú lýðveldi sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Slóveníu, Króatíu og Bosníu-Herzegovínu. Við Slóveníu hefur einnig verið tek- ið upp stjómmálasamband. Ekki hafa verið skipaðir ræðismenn eða sendiherra í þessum lýðveldum, né heldur hafa þessi lýðveldi fulltrúa hér á landi. Júgóslavía sem nú er einungis í forsvari fyrir Serbíu og Svartfjalla- land hefur ekki sendiráð eða ræðis- mann á íslandi en Sturla Sigurjóns- son sendiráðsritari og Jóhann Jó- hannsson hjá útlendingaeftirlitinu bentu á sendiráð Júgóslavíu í Stokkhólmi ef menn vilja sækja um áritun til Serbíu eða Svartfjalla- lands. Ef menn hyggja á ferðir til hinna nýju lýðvelda er athugandi að hafa samband við sendiráð þess- ara ríkja í Bonn eða Vín en einnig getur hugsast að unnt verði að fá áritun við landamærin. íbúar fyrrum Júgóslavíu þurfa að sækja um vegabréfsáritun í sendiráðum íslands og hjá ræðis- I FÉLAG opinberra starfs- manna á Austurlandi hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt aðal- fundar félagsins: „Aðalfundur Fé- lags opinberra starfsmanna á Aust- urlandi, haldinn á Eskifirði 17. maí 1992, mótmælir harðlega aðför landsstjórnarmanna að námsmönn- um með auknum takmörkunum námslána. Aðför þessi mun auka misrétti til náms, og bitna hvað harðast á nemum af landsbyggð- inni, auk þess sem hún er um leið gróf árás á jafnréttið í landinu." mönnum íslands. Einu vegabréfin sem ísland viðurkennir eru gömlu vegabréfin frá Júgóslavíu og ný vegabréf frá Slóveníu. Þar sem þessa áritunarskyldu ber brátt að er mögulegt að einhveijir ferða- menn frá fyrrum Júgóslavíu verði fyrir óþægindum og óvæntum upp- ákomum, t.d. í flughöfnum. Að sögn Jóhanns Jóhanssonar hjá Ut- lendingaeftirlitinu verður hvert til- vik metið fyrstu dagana eftir efnum og ástæðum. Jón Þorgeir Hallgrímsson, nýkjörinn formaður Krabbameinsfélags íslands, og Almar Grímsson, fráfarandi formaður. Jón Þ. Hallgrímsson kjörínn for- maður Krabbameinsfélags Islands JÓN ÞORGEIR Hallgrímsson yfirlæknir var kjörinn formaður Krabbameinsfélags íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi félags- ins sem haldinn var fyrr í mánuðinum. Hann tekur við for- mennsku af Almari Grímssyni apótekara, sem hefur verið formað- ur félagsins síðustu fjögur ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jón Þorgeir er yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans og sviðsstjóri á kvenlækningasviði Ríkisspítalanna. Hann hefur verið í stjórn Krabbameinsfélags íslands síðan 1988. Þá hefur hann verið í stjóm Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1979 og formaður þess félags undanfarin fjögur ár. Aðalfundinn sátu fulltrúar frá tuttugu aðildarfélögum Krabba- meinsfélags íslands. Verndari fé- lagsins, Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands, var við upphaf fundar- ins. Þar var meðal annars minnst þriggja látinna forvígismanna, Hjartar Hjartarsonar, Ingveldar Valdimarsdóttur og Kjartans Aðalsteinssonar. Fram kom á fundinum að starf félagsins á síðasta ári gekk mjög vel og staða þess er sterk. Hagnað- ur varð af rekstrinum í fyrra en tap hafði verið árið áður. Félagið annast leitarstarf, rannsóknir, skráningu krabbameins, útgáfu o.fl. Auk þess veitir það krabba- meinssjúklingum þjónustu, meðal annars svonefnda heimahlynn- ingu. íbúðir fyrir krabbameins- sjúklinga og aðstandendur þeirra við Lokastíg í Reykjavík hafa ver- ið mikið notaðar og á fundinum voru afhentar bókagjafir og til- kynnt um aðrar gjafir til að gera dvölina sem þægilegasta. Almenn ánægja var með þá viðurkenningu sem starf Krabbameinsfélagsins hlaut í vor þegar framlengdur var um sex ár samningur milli félags- ins og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins sem felur í sér að félagið skipuleggur og annast leit að krabbameini í leghálsi og bijóstum. Samþykkt var ályktun á fundinum þar sem lögð var áhersla á mikilvægi tóbaksvarna og Alþingi hvatt til að efla löggjöf um þessi mál. í stjórn Krabbameinsfélags Is- lands eru fimmtán manns, þar af fimm í framkvæmdastjórn. Þeir eru, auk formanns, Sigurður Björnsson læknir, Ingi R. Helga- son, stjómarformaður VÍS, Sigríð- ur Lister hjúkrunarforstjóri og Halla Aðalsteinsdóttir kennari. Starfsmenn Krabbameinsfélagsins eru yfir níutíu í Reykjavík í um sextíu stöðugildum. Auk þess hafa krabbameinsfélögin á Austurlandi og Akureyri ráðið starfsmenn og fleiri félög eru að kanna möguleika á ráðningu í hlutastarf. Á aðalfundinum voru fráfarandi formanni, Almari Grímssyni, þökkuð farsæl störf að málefnum Krabbameinsfélags íslands. Stjóm félagsins samþykkti að kjósa Álm- ar í heiðursráð Krabbameins- félagsins en það er æðsta viður- kenning sem félagið veitir fyrir framlag til baráttunnar gegn krabbameini. Jafnframt var hon- um afhent gullmerki félagsins. (Fréttatilkynning) EINSTÖKU VEBB! BELTAGRÖFUR, 13,21 og 29 tonn HJÓLAGRÖFUR, 12 og 19 tonn. Varahlutamiðstöð HYUNDAI er í Evrópu. Hlaðnar aukabúnaði! * CAPO tölvukerfi. '* Rafmagnsdælafyrireldsneytisáfyllingu. * AM / FM útvarp með kassettu. * Loftkæling í húsi. * Sóllúga. * Loftpressa með kút. * Gott varahluta- og verkfærasett Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Sparið MILLJÓNIR oa veliið HYUNDAl Okkur er sönn ánægja að geta nú boðið belta- og hjólagröfur frá risafyrirtækinu HYUNDAI á ótrúlegahagstæðu verði. HYUNDAI gröfurnar eru gæðaframleiðsla með þrautreyndum vélbúnaði, svo sem: CUMMINS dieselvélum, ZFdrifbúnaði, KAWASAKI vökva- dælum og TOSHIBA vökvalokum. Sýningarvél er í landinu og við getum nú afgreitt STRAX frá Evrópulager HYUNDAI í Hollandi: Haogjoi - saia - pjonusia Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 812530 HYUNDAI VÖKVAGRÖFUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.