Morgunblaðið - 28.05.1992, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.05.1992, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 55 JC-hreyfingin sendir fulltrúa til Ríó Frá Arnlaugi Helgasyni: Kemur umhverfið okkur við? JC-hreyfingin á íslandi þjálfar ungt fólk í því að láta til sín taka í þjóðfélaginu og að hafa áhrif á umhverfið. Eftir að félagar hafa gengið í gegnum JC-skólann í nokk- ur ár og náð góðum árangri í ræðu- mennsku, fundarsköpum og skipu- lögðum vinnubrögðum fá þeir gjarnan tækifæri til þess að láta til sín taka með skipulagningu á ýmiss konar umhverfisverkefnum eða byggðarlagsverkefnum eins og þau eru kölluð. Þessum verkefnum er ætlað að leiðrétta eitthvað í okkar nánasta umhverfí á skipulegan hátt og má til dæmis benda á verkefni eins og Söfnun til handa Heila- vernd, Á eftir bolta kemur barn, Nei við vímuefnum o.s.frv. JC er þjálfunarhreyfing fyrir ungt fólk sem gefur því tsekifæri á að nýta sér þjálfunina á jákvæðan hátt. Hvað með umhverfi íslands JC-hreyfingin er alþjóðleg hreyf- ing og eru mörg hundruð JC-félög starfrækt um allan heim, nú einnig í löndum Austur-Evrópu. Eitt af framtíðarmarkmiðum JC Internat- ional er að bæta og varðveita um- hverfi jarðarinnar. Þess vegna tekur JC-hreyfingin þátt í umhverf- ismálaráðstefnunni sem haldin verður í Rio De Janeiro 1-8 júní n.k. Félagar víðs vegar ú heiminum munu mæta til þess að hafa áhrif á ráðstefnunni og geta miðlað 'því sem þar kemur fram þegar heim er komið. JC tekur þátt Það er því með stolti að JC hreyf- ingin sendir einn félaga, Lilju Við- arsdóttur, til þess að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Lilja er mjög reyndur félagi og hefur sótt mörg erlend þing á vegum JC ís- land. Hún hefur gegnt flestum störfum innan JC íslands sem fé- lagi getur gegnt og m.a. átt sæti í landstjórn. Lilja mun vera verðug- ur fulltrúi okkar á þessari ráð- stefnu. Hvað með þig? Umhverfið í kringum okkur skiptir okkur öll máli og það er löngu orðið tímabært að snúa við blaðinu og fara hlúa að móður nátt- Frá Helgu Bragadóttur: Hefur þú lesandi góður einhvern tímann hugleitt það hvaða afleið- ingar það getur haft að hafa óbyrgðan heitan pott í garðinum hjá sér? Eða fá sér bolla af heitu kaffi, með barn í fanginu? Já, eða leyfa barninu að sitja óbundnu í bflnum, jafnvel í framsætinu, svona til „hátíðarbrigða"? Þessar, og margar aðrar spurn- ingar leita á huga minn oft á dag, í starfi mínu sem barnahjúkrunar- fræðingur, í leik sem móðir, frænka, ökumaður, nágranni, — já hvaða hlutverki sem ég gegni. Slysin gera ekki boð á undan sér, en hætturnar leynast víða. Sjálfsagt er aldrei hægt að fyrirbyggja öll slys, en ljóst er orðið að mjög má draga úr slysa- hættu með fyrirbyggjandi aðgerð- um. Eitt merkasta og jafnframt þarfasta framtak í þessum efnum hér á landi er sjálfsagt átakið „I vörn fyrir börn“, þar sem fjölmarg- ir ólíkir hópar hafa sameinast undir stjórn Neytendasamtakanna og Slysavarnafélags íslands, og sett sér það markmið að stuðla að auk- inni fyrirbyggingu barnaslysa hér úru í staðinn fyrir að tortíma henni hægt og bítandi. Ef þú, lesandi góður, vilt hafa áhrif á umhverfi þitt þá átt þú samleið með JC-hreyf- ingunni. Ef þú hefur metnað til þess að taka þátt, þá ertu velkom- inn. ARNLAUGUR HELGASON fjölmiðlafulltrúi JC-hreyfíngarinnar. á landi. Síðasta tölublað SVF| Frétta er helgað þessu átaki, „í vörn fyrir börn“. Með skrifum þessum vil ég hvetja alla landsmenn til þess að taka þátt í þessu brýna átaki, — ekki endilega með því að ganga formlega í eitt- hvert félag, sitja fundi, ráð eða nefndir, — heldur með því að líta í eigin barm og haga sér og um- hverfi sínu á þann hátt að sem minnst hætta skapist af. Byrgjum heitu pottana í görðunum okkar. Leggjum barnið frá okkur á örugg- an stað þegar við fáum okkur kaffí- bollá. Víkjum aldrei frá þeirri reglu að börn eiga að sitja bundin í bílum. Fræðum meðbræður okkar og tök- um þakklát ábendingum annarra um það sem betur má fara í vörn fyrir börn. Tökum öll ábyrgð. Börn- in okkar eru ekki aðeins börn for- eldra sinna, þau eru börnin okkar allra. Því eins og skáldið hugprúða ritaði: Börn ykkar eru ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir.“ (Kahlil Gibran, Spámaðurinn, 1983.) HELGA BRAGADÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Miðskógum 13, Bessastaðahreppi. Yfirlýsing Hver ber ábyrgð á bömunum okkar? nisf Spar' tstfn sem er lagðy faðurinh nær að hiaupa ac bn þá dregur sundur með þeim og |ð loftlaust. Snýr svo við og labbar lotinn 'feikskólatösku aftur til baka. Fólkið á jðinni horfir agndofa eins og á harmleik. t?Jíonan að fara frá honum? Nestistask /mst? 3étur Gunnarsson, Dýrðin á i Ertn í húsgagnaleit? Svefnsófarnir komnir Nýsending af2ja manna svefnsófum með rúmfatageymslu. 3gerðir. Stærð: 198x130. Verð frá kr. 38.000,- stgr. Armúla 8, símar: 81 22 75 og 68 53 75 Frá Magnúsi Guðmundssyni: Að gefnu tilefni sér undirritaður sig knúinn til að skýra sína hlið á máli því sem Edda Sverrisdóttir hefur höfðað gegn mér fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur og ítrekað var sagt frá í fjölmiðlum í síðustu viku. Gögnin sem Edda grundvallar máls- höfðun sína á sá ég reyndar fyrst síðastliðinn mánudag, 18. maí, nokkrum dögum eftir að hún hafði auglýst í fjölmiðlum að hún hefði höfðað málið. Fréttaflutningur af þessu einkamáli hefur valdið að- standendum mínum verulegum harmi og ég óttast að allur þorri þess fólks, sem hefur trúað á rétt- mæti starfsemi minnar undanfarin ár, hafi orðið fyrir miklum von- brigðum þegar haldið er blákalt fram að ég hafi stundað stórfelld svik gagnvart fyrrum samstarfs- fólki. ' 1. Edda Sverrisdóttir starfaði hjá mér sem meðstjórnandi og klippari við framleiðslu Lífsbjargar í Norð- urhöfum í um eina viku árið 1985, > um þijá mánuði árið 1986 og síð- ast í um tvo mánuði við lokavinnslu myndarinnar árið 1989. Fyrir þessi störf sín fékk hún að fullu greitt samkvæmt samningi og hefur aldr- ei fyrr gert athugasemdir við það uppgjör. Launin voru gefin upp til skatts, sem greiðslur til verktaka og hún hefur aldrei gert athuga- semdir við það framtal. Öll þau gögn liggja fyrir. 2. Edda hefur aldrei sent mér neins konar reikninga eða gert aðr- ar tilraunir til að innheimta þau rosalegu laun, eða hátt á fimmtu milljón, sem hún segir nú að ég skuldi sér. Reikningar þeir sem eru nú lagðir fram í réttinum eru ódag- settir og fjarri nokkrum raunveru- leika. 3. Jafnframt gerir hún kröfu um að vera ein titluð sem stjórnandi kvikmyndarinnar, sem fæli í sér fulla ábyrgð á kvikmyndinni og efni hennar. Hún hefur hafnað að bera nokkra ábyrgð á myndinni og því er óhugsandi að skrá hana eina sem stjórnanda hennar, enda var hún það ekki. Þess er rétt að geta að ég hef aldrei gert neinar kröfur á hendur henni fyrir kostnaðarsaman málarekstur vegna myndarinnar, þótt hún með réttu sem meðstjórn- andi beri jafna ábyrgð og ég. 4. Edda gerir dómskröfu um að fá upplýsingar um dreifingu mynd- arinnar um heiminn. Það hefði ver- ið ódýrara að hringja og spytja mig um þetta. Hún hefur aldrei borið sig eftir þessum upplýsingum fyrr. 5. Mér vitanlega skulda ég Eddu Sverrisdóttur ekkert, hvorki pen- inga né annað. Það er ekkert leynd- armál að Lífsbjörg í Norðurhöfum og eftirleikur myndarinnar hefur verið kostnaðarsamt fyrirtæki og það hefur síður en svo verið auð- velt að standa straum af því. Hins vegar hefur það ávallt haft algjöran forgang hjá mér í minni starfsemi að greiða samstarfsfólki laun, hvemig sem fjárhagur minn hefur annars verið hvetju sinni. Ég veit ekki hvaða hvatir liggja að baki þessari málshöfðun, það mun væntanlega koma í ljós í réttin- um. Ég mun ekki fjalla meira um þennan óvinafagnað í fjölmiðlum, enda verður málið varið fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur, þar sem sann- leikurinn mun vonandi koma í ljós. MAGNÚS GUÐMUNDSSON Klapparstíg 25, Reykjavík. LEIÐRÉTTING Stimpilklukku- lækningar í grein Auðólfs Gunnarssonar læknis í Morgunblaðinu í gær: „Hugleiðingar um íslenskt heil- brigðiskerfí", féll niður síðari hluti orðs á einum stað í aftasta dálkin- um. Þar stóð bara stimpilklukka, en í greininni átti að standa: „Áður en miklu er hér um breytt, m.a. með upptöku stimpilklukkulækn- inga, held ég að endinn skuli í upp- hafi skoða.“ ÁRÉTTING Douglas C-47 Vegna fyrirspurna sem Morgun- blaðinu liafa borist vegna fréttar sem birtist í blaðinu í gær um fyrsta landgræðsluflug sumarsins á áburðarflugvél Landgræðslu ríkis- ins, Páli Sveinssyni, skal áréttað að flugvélin er af gerðinni Douglas C-47, sem er hernaðargerð Douglas DC-3 flugvéla sem Bandaríkjaher festi kaup á í síðari heimsstyijöld- inni. Fullt tegundarheiti flugvélar- innar er C-47A-60-DL, en hún kom hingað til lands síðari hluta ársins 1943 og var notuð við margvísleg flutningastörf á vegum hersins. Flugfélag íslands keypti vélina af herliði Bandaríkjamanna á íslandi árið 1946 og hlaut hún nafnið „Gljá- faxi“, en árið 1972 ákvað stjórn félagsins að gefa Landgræðslu rík- isins vélina til landgræðslustarfa. ■ Barnaheill í samvinnu við SOTHEBV?S FOUNDED 1744 heldur listaverkauppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 31. maí kl. 20.30. Listaverkin verða til sýnis í Ráðhúsinu dagana fram að uppboði: Uppstigningardag frá kl. 12—18 Föstudaginn 29. maí frá kl. 8-22 Laugardaginn 30. maí frá kl. 12-18 Sunnudaginn 31. maí frá kl. 12-18 Hægt er að gera fyrirframboð í verkin á sýningunni í Ráðhúsinu eða með símbréfi 620437. Uppboðshaldari verður hinn kunni Michael Bing frá Sotheby’s Allur ágóði af uppboðinu mun renna í rannsóknasjóð barna, sem eiga undir högg að sækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.