Morgunblaðið - 11.12.1993, Page 10

Morgunblaðið - 11.12.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Lágflug með lyklaborð SÁ einstæði atburður átti sér stað nýlega að flogið var með lykla- borð fyrir tölvu og því kastað í sjóinn til togara sem staddur var á Berufjarðarál, skammt undan Hornafirði. Vegna bilunar í lyklaborði um borð í togaranum Gnúpi GK, var brugðið á það ráð að hafa samband við Flugfélag Austurlands á Egils- stöðum, þar sem ekki var mögulegt að sigla í land. Brugðust flugfélags- menn skjótt við þótt sunnudagur væri. Einnig var ræstur út eigandi tölvubúðarinnar Brokkur í Fellabæ og útbjó hann í skyndi rammgerðan og vatnsheldan pakka utan um lykla- borðið. Því næst var bauja fest við kassann og flogið af stað til móts við togarann. Strekkingsvindur var af suðaustri, um 50 hnútar, en gekk flugið þó vel fyrir sig eftir að komið var út á sjó. Auðvelt reyndist að hafa uppi á tog- aranum með aðstoð staðsetningar- tækis (GPS) og farsíma. Eftir einn hring yfír -togaranum Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Myndin er tekin úr flugvélinni rétt áður en kassanum með lykla- borðinu var varpað í sjóinn. var flugið lækkað í u.þ.b. 100 fet, hurð opnuð rétt sem snöggvast og út fór pakkinn ásamt baujunni. Lenti hann því sem næst alveg við skipið og gekk greiðlega að ná pakkanum um borð. Flugstjóri og flugmaður í ferðinni voru tveir þaulvanir starfsmenn Flugfélags Austurlands, Sveinn Ein- arsson og Jóhannes Örn Jóhannes- son, sem einnig sá um að kasta pakk- anum niður. DAGBÓK r7f\ára afmæli. Mánu- f v daginn 13. desember verður sjötugur Kristján Fr. Guðmundsson, Alfaskeiði 95, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Nanna Helgadóttir. Hjónin taka á móti gestum í Golfskála Keilis í Steinholti 1, Hafnarfirði, á morgun, sunnudag, kl. 16-19. afmæli. 1 dag, 11. I U desember, er sjötug- ur Jón Sigurðsson, húsa- smiður, Bjarnhólastíg 3, Kópavogi. Kona Jóns er Kristín Sigbjörnsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á af- mælisdaginn. nk. verður fimmtugur Elías Steinar Skúlason, prentari, Reykjabyggð 28, Mos- fellsbæ. Eiginkona hans er Kittý M. Jónsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu í dag, laugardag, eftir kl. 16. pT /"iára afmæli. í dag, 11. U U desember, er fimm- tug Dóra Haraldsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, Grundargötu 50, Grundar- firði. Eiginmaður hennar er Móses Geirmundsson, verk- sljóri. Hjónin eru erlendis. pT /~|ára afmæli. Mánu- t) U daginn 13. desember verður fímmtugur Sævar Snorrason, forstöðumaður, Bæjarholti 9, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Aldís Har- aldsdóttir. Hjónin taka á móti gestum á Hótel íslandi í kvöld kl. 18-20. verður fimmtugur Jóhann Gunnar Bergþórsson, for- sljóri Hagvirkis-Kletts og bæjarfulltrúi, Vesturvangi 5, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Arnbjörg G. Björg- vinsdóttir. Hjónin taka á móti gestum í dag, laugardag, kl. 17-20 í húsnæði Hag- vagna, Melabraut 18, Hafnar- firði. tDsffigfeöHíáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 722. þáttur í 713. þætti birti ég svofellda vísu sem ég lærði á háskólaárun- um, þegar dýrkun okkar á Tóm- asi Guðmundssyni var hvað mest. Vísan var þá hiklaust eign- uð honum: Alltaf er ég að aga holdið, ef það mætti skána soldið og grynna á gimdavarpum. En þó ég drepi eina og eina, alltaf hlýt ég það að reyna, að enginn má við margnum. Nú er frá því að segja að óprentaðar vísur vilja breytast í munnmælum. Próf. Baldur Jóns- son sagði mér frá því, að hann hefði fyrir mörgum árum skrifað upp eftir tengdaföður sínum, Stefáni Guðnasyni lækni (f. 1904), vísu þessa í lítið eitt ann- arri gerð, en Stefán var kunnug- ur Tómasi á skólaárum þeirra. Stefán kvaðst hafa lært vísuna af Tómasi sjálfum fyrir 1930. Þeir hittust oft á Mensa aca- demica (mötuneyti stúdenta). Gerð Stefáns var svohljóðandi: Alltaf er ég að aga holdið, alltaf er ég að reyna soldið að grynna á girndavargnum. En þó ég drepi eina og eina, alltaf fæ ég það gamla að reyna, að enginn má við margnum. Þórarinn Guðnason læknir (f. 1914) skrifaði mér svohljóð- andi: j,Ágæti þáttahöfundur. I 713. þætti (9. okt.) birtir þú vísu eftir Tómas Guðmunds- son og er mér til efs að hún hafi áður sést á prenti. Þó er aldrei fyrir slíkt að synja. Stakan sú arna mun hafa orðið til á menntaskólaárum skáldsins og einn skólabræðra þess kenndi mér hana þegar ég var ungur maður en þeir komnir á miðjan aldur. Ekki kann ég við hana í þeirri mynd sem hefur rekið á þínar fjörur. Hin sem ég lærði finnst mér tómasarlegri en hún er svona: Eg er alltaf að reyna að aga holdið, ef það kynni að skána soldið og grynnast á girndavarpum. En þó að ég drepi þær eina og eina, ætíð um síðir fæ ég að reyna að enginn má við marpum. « Víkur þá sögunni austur í Skaftafellssýslu. Sveinn á Sléttaleiti kemur við sögu hjá Einari Braga (Sigurðssyni, f. 1921) í bókinni Þá var öldin önnur, I. bindi. Sveinn segir þar: „Freistingar heimsins hafa alltaf togað fast í'mig, og gæti ég sannarlega tekið undir með Kristjáni Þorgeiri: Ég er alltaf að jaga holdið,. ég er alltaf að reyna soldið að grynnka á gimdavarpum. En þótt ég drepi þetta eina og eina, ætíð hlýt ég þann sannleik að reyna, að enginn má við marpum." Kristján Þorgeir (Jakobsson) var fæddur ári fyrr en Tómas, þ.e. aldamótaárið, giftist Olgu Þórhallsdóttur Daníelssonar á Höfn, lögfræðingur að mennt, mjög gott gamanskáld, og þykja umsjónarmanni af bera Hug- vekjusálmar um Ara, Metúsal- em og aumingja Pétur (undir dulnefni). Enginn dómur um höfundar- rétt eða vísulag verður felldur hér, en öllum, sem haft hafa samband við umsjónarmann, kærlega þakkað. Erfitt finnst honum að rengja framburð Stef- áns Guðnasonar, svo sem hann er til kominn og varðveittur. Hitt er svo ekki nema líklegt, að þeir Tómas og Kristján Þor- geir hafi verið góðir kunningjar, og vel sé ég þá fyrir mér við skál og skáldskap. Eru þess ófá dæmi að sama vísa sé eignuð fleiri mönnum en einum úr til- teknum skálda- og kunningja- hópi. k Þjóstólfur þaðan kvað: Sólin er suður í Flóa, ég sé eftir henni á ’ann Jóa, þann endemis pjakk sem undan mér stakk í fyrra, svo framþung er Gróa. ★ Steinvör er fornnorrænt heiti. Nokkur óvissa er um æva- gamla merkingu nafnliðarins Stein-. Forfeður vorir trúðu sumir á „stokka og steina“. Þessi liður nafna gæti líka sem best táknað hörku og staðfestu. Vör í kvennanöfnum er annaðhvort sú sem ver eða er varin. Eg gæti ímyndað mér að Steinvör hafi verið traust valkyija, en Ásvör t.d. sú sem æsir vörðu (eða verndargyðja helguð ásum). Ein Steinvör er nefnd í Landnámu, en fjórar í Sturl- ungu, miklu frægust þeirra Steinvör Sighvatsdóttir á Keld- um, af Sturlungaætt, mikill skörungur, ef ekki stundum byskupsígildi. Steinvarar-nafn var lengi vel ekki mjög sjaldgæft, enda merk- ingin vafalaust góð, voru t.d. 61 árið 1703, og þá Iangflestar að tiltölu í Þingeyjarsýslu. Þegar mjög liðu stundir fram, tóku sumir fávísir menn að misskilja nafnið herfilega, einkum síðari hlutann, og héldu að Steinvör væri kossköld. Þessi misskiln- ingur er nú að eyðast, og heita um 30 konur á íslandi þessu sígilda nafni. ★ Við myndkassann brept ekki mæting, marktæk áglápsbæting á spilakassa og svínakjötsmassa af því við viljum fæting (en ekki frið á jörðu). (Ynglinpr utan: Aðventuvers 93.) Jólatrés- stemimiing’ í Njarðvík Njarðvík. KVEIKT var á jólatré bæjarins við Ytri-Njarðvíkurkirkju við hátíðlega athöfn á laugardag- inn. Við þetta tækifæri lék lúðrasveit Tónlistarskóla Njarð- víkur undir stjóm Haraldar Árna Haraldssonar og síðan flutti Ingólfur Bárðarson for- seti bæjarstjórnar ávarp áður en ljósin á jólatrénu vom tendr- uð. Að þeirri athöfn lokinni var gengið til kirkju þar sem séra Baldur Rafn Sigurðsson sá um upplestur og bænastund. Við- staddir tóku þátt í jólasöng og síð- an var öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Bærinn er nú sem óðast að komast í jólabún- inginn og hafa Njarðvíkingar verið ákaflega duglegir við að skreyta hús sín í tilefni af jólahátíðinni. - BB Unga kynslóðin virðir fyrir sér Ijósadýrðina eftir að kveikt hafði verið á jólatrénu í Njarð- vík. Morgunblaðið/Björn Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.