Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 14

Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 berchet Vönduð þroskaleíkföng fyrir fyrstu 5 ár barnsíns. Lyklahúsið 1. árs og eldri litum oq formum raoao saman. Trúður frá 6 mán. Lætur heyra í sér þegar hann er Knúsaður. Má setja í þvottavél og (ourrkara. Sirkus 3ja til 24ra mán. þjálfar hug og hönd barnsins. Haeat að hengja í rúmio eða hafa sem litla ferðatösku. „Babysporf frá 6 man. aldri fallegt barnateppi fylair meS. Styrkir og styour við barnið á fyrstu mánuðum ævinnar. Smíðabekkur 2 ára og eldri þjálfar fínhreyfingar barnsins í skemmti- legum smíðaleik með skrúrum, hamri og sög. Hringlur naghringir 0-24 mán. fyrsta leikfang ungabarnsins öruggar, mjúkar og léttar hringlur fyrir litlar hendur. Heildverslunin BJARKEY leikföng og gjafavörur Sævarhöfða 2 Sími674151 Ópera eða ekkiópera ? eftirÁrna Tómas Ragnarsson í dálki Guðrúnar Guðlaugsdóttur í Morgunblaðinu um síðustu helgi var stungið upg á því að í sparnað- arskyni ætti Islenska óperan að hætta að setja upp óperusýningar. í staðinn ætti að flytja óperur í konsertuppfærslum, sem væru miklu ódýrara, og að fólk setti varla hið leikræna á oddinn þegar það vildi njóta óperu - tónlistin væri það sem óperufólk sæktist eftir. En er þetta svo? Fyrst þarf að svara því hvaða fyrirbrigði óperan eiginlega er. Þótt margir myndu samsinna Guðrúnu um að tónlistin væri mikilvægasti þáttur óperunnar, þá er ekki víst að öllum óperuunn- endum fyndist að tónlistin ein myndi duga. Richard Wagner vildi gera óperu að því sem hann kallaði „Ge- samtkunstwerk"; að í óperu ættu allar listgreinar að sameinast í einu verki. En jafnvel þótt ekki væri gengið jafn langt í þessu efni og Wagner lagði til, þá held ég að flest- ir yrðu sammála um að ópera sé listform þar sem sönglist, tónlist og leiklist sameinast og að ekki saki þótt myndlistin og dansinn fái einn- ig að vera með. Konsertuppfærslur á óperum Til að flytja óperu er alls ekki nóg að syngja bara og spila eins og gert er við konsertuppfærslur, sem þó eru góðra gjalda verðar til að kynna einn þátt óperunnar, - tónlistina. Slíkar konsertuppfærslur voru fluttar á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands um langt árabil. Illu heilli hafa þær verið aflagðar því þær nutu mikilla vinsælda meðal tónleikagesta. Samt komst aðsókn að þeim ekki með tæmar þar sem óperusýningar í Reykjavík hafa ver- ið með hælana - það vill oft gleym- ast að á íslandi er óperan alþýðulist í þeim skilningi, að mikill fjöldi fólks úr öllum þjóðfélagsstéttum sækir óperusýningar. Hlutur leiklistarinnar í óperu er og á að vera mikill. Það er sammni tónlistar og leiklistar sem gerir óperusýningar svo heillandi, ekki síst þegar þær era kryddaðar með viðeigandi búningum og leiktjöldum. Það er nefnilega svo skrýtið að samruni þessara listforma getur fært okkur inn í heima, sem hvert þeirra gæti tæpast eitt og sér. Kon- sertuppfærslur á óperam geta því MEG frá ABET UTAN Á HÚS FYRIRLIGGJANDI £& Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 alls ekki komið í stað óperasýninga, ekki frekar en hljómplötur geta komið í stað tónleika, skyggnimynd- ir af myndverkum í stað myndlistar- sýninga og upplestur leikrita ekki í stað leiksýninga. Er óperan dýr? Á bak við hugmynd Guðrúnar um konsertuppfærslur liggur vitneskjan um bágan fjárhag íslensku óperann- ar og hugmyndin um að ópera sé svo dýrt listform að íslendingar hafí tæpast efni á því, a.m.k. ekki við ríkjandi aðstæður í þjóðar- búskapnum. Skoðum þetta aðeins nánar. Er óperan dýrt listform? Eins og flestar listgreinar nýtur óperan styrkja af opinbera fé. Besta leiðin til að meta það hvort ákveðin list- grein sé dýr er líklega að bera opin- bera styrki til hennar saman við styrki til annarra listgreina. Þetta er einfalt mál hvað varðar íslensku óperana. Hún fær um 40 milljónir króna á ári í styrk frá ríkinu, en á síðasta ári sóttu rúmlega 20 þúsund manns sýningar hennar. Þetta þýðir að hver miði í Óperana var greiddur niður um 2.000 krónur. Til sam- anburðar má taka Þjóðleikhúsið, sem hefur fengið um 300 milljónir í styrk á ári og á metári í fyrra vora leikhúsgestir rúmlega 100 þús- und, en það þýðir að hver miði hef- ur verið niðurgreiddur um 3.000 krónur. Sinfóníuhljómsveit íslands fær um 200 milljónir á ári í styrki. Sé gert ráð fyrir því að áskriftartón- leikar (18 á ári) sé um helmingur af starfsemi hljómsveitarinnar þá era hverjir tónleikar styrktir með um 5 milljónum króna og hver miði er því niðurgreiddur með a.m.k. 5.000 krónum af opinbera fé. Þetta dæmi liggur enn ljósar fyrir þegar litið er á opinber framlög til ís- lenska dansflokksins, en þau eru nokkru hærri en framlög til Óper- unnar, þótt áhorfendafjöldi að bal- lettsýningum sé aðeins lítið brot af þeim sem sækja óperasýningar. Þurfí enn frekar vitnanna við um að ópera á íslandi sé ódýr miðað við sambærilegar listgreinar, þá er hægt að bera saman hlutfall eigin aflafjár og opinberra styrkja við- komandi listgreina. Þar sést að Is- lenska óperan hefur þurft að afla 50-60% tekna sinna sjálf, en það er miklu hærra hlutfall en flestar ofangreindra listastofnana gera. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég tel ekki að þær listastofnanir séu of sælar af sínum styrkjum; tölurn- ar sýna okkur aðeins að ópera er ekki tiltakanlega dýrt listform á íslandi og svo auðvitað hitt að ís- lenska óperan hefur þurft að búa við mjög nauman fjárhag. Til að fá mynd af því hvort ópera- rekstur sé mjög dýr þarf auðvitað ekki endilega að bera hann saman við rekstur annarra listgreina. Ný- lega var t.d. greint frá því að rekst- ur húss undir veitingarekstur nyti hærri opinberra styrkja en rekstur íslensku óperunnar - fyrir utan það að þetta hús var byggt fyrir opin- bert fé með ærnum tilkostnaði, en Óperan keypti sitt hús sjálf án þess að fá til þess eina krónu af opinberu fé. Arni Tómas Ragnarsson. „Nýlega var t.d. greint frá því að rekstur húss undir veitingarekstur nyti hærri opinberra styrkja en rekstur Is- lensku óperunnar - fyrir utan það að þetta hús var byggt fyrir opinbert fé með ærnum tilkostnaði, en Óperan keypti sitt hús sjálf án þess að fá til þess eina krónu af opinberu fé.“ Vandamál Óperunnar Eftir stendur þó það vandamál að íslenska óperan á tæpast fé fyr- ir þeim tveimur óperauppsetningum á ári sem hún bæði á og vill setja upp á hveiju ári. Menn geta spurt hvernig á því standi - komst Óperan ekki á samning við ríkið fyrir tveim- ur árum eftir mikið japl og jaml og fuður? Jú, mikið rétt, eftir tæplega 10 ára starf fékkst hið opinbera loks til að viðurkenna tilverurétt íslensku óperunnar með því að heita henni föstum framlögum af fjárlög- um. Sú viðurkenning var að sjálf- sögðu stór áfangi í sögu Óperunn- ar, en ýmsir vissu þó að það fjár- framlag sem um var samið var í naumasta lagi. Fögnuður óperu- manna yfir þvi að fá fastan samning var svo mikill að þeir settu ekki sjálfa upphæð framlagsins á oddinn. Á þeim tveimur árum sem liðin era síðan samningurinn var gerður hefur Óperunni þó tekist að sýna tvær óperuuppfærslur á ári og svo verður einnig í ár með sýningu Sard- asfurstynjunnar í vor og með Évg- ení Ónegín nú um jólin. Á næsta ári er svo fyrirhugað að taka þátt í sýningu á Niflungahring Richards Wagners í Þjóðleikhúsinu á Listahá- tíð og væntanlega verður næsta uppfærsla Óperannar þar á eftir sýnd um jólin 1994. Við skulum nú vona að þrátt fyr- ir nauman fjárhag muni íslenska óperan áfram hafa grundvöll til að sýna tvær óperusýningar á ári. Það er bæði íslensku óperanni og ís- lenskum óperusöngvurum alveg nauðsynlegt til að ópera sem list- grein nái að þroskast og dafna í þessu landi - fyrir utan það hvað það er ánægjulegt fyrir hina íjjöl- mörgu óperuunnendur á íslandi. Við Guðrún getum hins vegar verið sam- mála um eitt - að það væri nú gam- an ef Sinfóníuhljómsveit íslands byijaði aftur að setja upp konsert- uppfærslur á óperum. Höfundur er læknir. : ls,jT t Í 1 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.