Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 2i Jón Jónsson jarðfræðingur hefur ekki áhyggjur af Lakagígum Telur að gígarnir hafi orðið til í þremur gosum JÓN Jónsson jarðfræðingnr segir að alltaf hafi verið sandfok við Laka- gíga og telur að það sé ekki meira nú en fyrir 65 árum þegar hann kom þangað fyrst. Hann telur að Lakagígum, öðru nafni Eldborgaröð- um, stafi meiri hætta af umferð um svæðið. Eins og fram hefur kom- ið hafa sérfræðingar Landgræðslu og Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins og heimamenn lýst yfir áhyggjum vegna skemmda á Lakagíg- um og Eldhrauni vegna sandfoks í kjölfar tíðra Skaftárhlaupa. Jón tekur undir áhyggjur þeirra vegna Eldhrauns. Jón er uppalinn í Landbrotinu og kom fyrst að Lakagígum fyrir rúm- um 65 árum. Síðustu ár hefur hann unnið að rannsóknum á svæðinu og komið þangað á hveiju ári. Hann vill kalla gígana Eldborgaraðir, þeir hafi alltaf gengið undir því nafni í Skaftafellssýslu. Kenningar um þijú gos Talið hefur verið að Lakagígar hafi orðið til í Skaftáreldum 1783 sem leiddu til Móðuharðindanna. Með rannsóknum sínum hefur Jón komist að þeirri niðurstöðu að gígarnir hafi myndast í þremur gosum frá lokum ísaldar. Fyrstu Skaftáreldar hafi orð- ið fljótlega eftir lok ísaldar, aðrir Skaftáreldar fyrir meira en 3.500 árum og Skaftáreldar 1783 hafi ver- ið þeir þriðju í röðinni. Færir hann ýmis rök fyrir kenningu sinni. Hann nefnir dæmi af stórum svörtum gíg sem hann segir að sé úr fyrsta gos- inu. Austan við hann er hár og bratt- ur hraungígur og liggur hraunið úr honum utan í Stóra-svarti og telur Jón að hann sé því yngri, eða úr öðru gosinu. Opið á gígnum úr öðru gosinu snýr í norð-austur og hefur hraunið úr Skaftáreldum 1783 runn- ið inn í hann. Jón segir að sandfok hafi alltaf verið við Laka og telur að það sé ekki meira nú en þegar hann kom þangað sem unglingur. Telur hann að Eldborgaröðum stafí ekki bráð hætta af sandinum, þetta sé hægfara þróun. Hann nefnir þó að fyrir vest- an Úlfarsdal sé hólasvæði að mestu umlukið kvíslum Skaftár sem teljist til gíganna og hafí það skemmst mikið af sandfoki á seinni áratugum. Meiri hætta af umferð „Eldborgaröðum fyrir vestan Laka stafar meiri hætta af umferð en sandfoki. Ef farið verður í einhveijar aðgerðir þarna verður að skoða þær gaumgæfilega," segir Jón. Hann seg- ir einnig að skemmdir vegna sand- foks í Eldhrauni, meðal annars við þjóðveginn vestan Kirkjubæjar- klausturs, séu virkilegt alvörumál. Kristján Jóhannsson syngur í Á Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu Fjárlaganefnd hafnaði beiðni um 25 millj. aukafj árveitingu FJÁRLAGANEFND hefur hafnað beiðni Þjóðleikhússins frá því í haust um 25 miiyón kr. aukafjárveitingu vegna uppsetningar þess á óperu með Kristjáni Jóhannssyni, tenór, á næsta ári. Á miðvikudag var geng- ið frá samkomulagi við Kristján um að sett verði upp óperan Á valdi örlaganna eftir Verdi, en upphaflega komu tvær aðra óperur til álita. „Þetta bitnar á annarri starfsemi hjá okkur. Við munum þurfa að minnka eitthvað það sem við höfðum ætlað okkur í leiksýningum. Þetta þýðir hugsanlega að miðaverð á óper- una verður hærra og að við þurfum í versta falli að leita annarra fjáröfl- unarleiða,“ sagði Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri í samtalið við Morg- unblaðið um synjun fjárlaganefndar. Hann sagðist þó enn halda í vonina um að einhver fjárveiting fengist þar sem fjárlagafrumvarpið hefði ekki verið afgreitt frá Alþingi. Leikstjóri óperunnar verður Sveinn Einarsson en ekki hefur verið gengið frá hver muni sjá um hljóm- sveitarstjórn að sögn Stefáns. Svefnsófar - Skrifborósstðlar Nýjar sending - mikið úrvai Verð 2ja sæta 34.900 stgr. • 3ja sæta 40.000 stgr. Mikið úrval áklæða. Teg. Rodi Teg. Megara Teg. Parma kr. 2.980,- stgr. |<r. 7.300,- stgr. kr. 11.300,- stgr. Opiö sunnudag kl. 14-17 Visa-Euro raógreióslur ciaBHacgi HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 jénir rætast 9 Verð 3.490 kr. siomr rætasí Evi Odds á Reykialundi Giis Guðmundsson 'arnsskórnir voru úr sauðskinni, þeim sleit hann suður í Höfnum. Klœddur skinnstakki fór hann á sjó og ætlaði að verða sjómaður. Hann var látinn ganga menntaveginn og hóf lœknisnám. I miðju læknisnámi kom áfallið mikla: hann veiktist af berklum. Honum var ekki nóg að sigrast á eigin veikindum, svo margir þurftu hjálp. Hagsmunir sjúkra og öryrkja urðu honum óþrjótandi ævistarf Kraftur, hugmyndir, fórnfýsi, bjartsýni, áræði - ótal einkunnarorð áttu við hann. Hann beitti sér víða og mótaði brautina: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Drengurinn á sauðskinnsskónum varð síðar aðalhvatamaður tölvuvædds LOTTOS. Oddur Olafsson var gœfusamur hugsjónamaður sem fékk hugsjónir sínar til að rœtast. Það var gœfa r Islendinga að eiga slíkan mann. Ævisaga afreksmanns r Isafold Austurstrœti 10 Opið til 22 öll kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.