Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 27 Vígsla fyrri áfanga Grafarvogskirkju á sunnudag Kirkjusókn verði eins konar félagsleg athöfn „OKKUR langaði til að skapa kirkjulega kirkjubyggingu. Jafnframt að kirkjusókn yrði eins konar félagsleg athöfn. Fólk færi t.d. ekki beint heim eftir messu heldur kæmi fyrr og settist niður með öðrum kirlqugestum á eftir,“ segir Finnur Björgvinsson, annar tveggja arkitekta Grafarvogskirkju, en fyrri áfangi kirkjunnar verður vígð- ur á sunnudag kl. 16. Hinn arkitekt kirkjunnar er Hilmar Þór Björns- son. Sóknarprestur í Grafarvogi er séra Vigfús Þór Arnason. Morgxinblaðið/Kristinn Yígsla í nánd MAGNÚS Ásgeirsson, formaður sóknarnefndar, Hilmar Þór Björns- son, arkitekt, Finnur Björgvinsson, arkitekt, og séra Vigfús Þór Árnason í kjallara Grafarvogskirkju. Þann hluta á að vígja á sunnu- dag. Grafarvogskirkja GRAFARVOGSKIRKJA er áberandi séð frá Vesturlandsvegi og Gullinbrú. Með kjallara undir öllu húsinu er brúttógólfflatarmál þess 2.528 fm og heildarrúmmál 13.805 rm. Gert er ráð fyrir sætum fyrir um 700 kirkjugesti á efri hæðinni og um 300 í kjallara. Þess má geta að í Grafarvogssókn eru níuþúsund sóknarbörn. Hilmar rifjar upp að um árabil hafi kirkjur aðeins verið byggðar með einu rými fyrir guðsþjónustur. Eyrbekking- ar hlynntir sameiningu MEIRIHLUTI íbúa í Eyrarbakka- hreppi er hlynntur sameiningu hreppsins við önnur sveitarfélög samkvæmt könnun sem gerð var fyrir skömmu. Mest fylgi er við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Olfus- hrepps. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps sendi könnunarseðla öllum íbúum hreppsins 18 ara og eldri, en þeir eru alls 388. í fréttatilkynningu frá hreppsnefndinni segir að 294 eða 76% hafi tekið þátt í könnuninni. 168 sögðust vera hlynntir sameiningu, 100 voru andvígir sameiningu við önnur sveitarfélög, 25 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Mest fylgi var við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Ölfushrepps. Töluvert fylgi var við að Árnessýsla öll sameinaðist. „Nú er stefnan smám saman að verða önnur og í þessari kirkju er aðeins einn fimmti hluti rýmisins sérstaklega ætlaður fyrir guðsþjón- ustur. Meirihluti þess er hins vegar ætlaður annarri starfsemi," segir hann og Finnur rifjar upp að á efri hæðinni komi gestir inn á Via Sacra, heilagan veg. Eftir því sem nær dragi altarinu hækki til lofts og birta aukist í kirkjunni. Á báða vegu séu hliðarsalir undir annars konar starfsemi. „í kjallaranum er svo fjölnotasal- ur,“ segir Hilmar. „Byijað verður að messa hér en í framtíðinni er gert ráð fyrir margs konar starfi, t.d. barnaguðsþjónustum, upplestr- um og tónleikum. Svo verður líka fermingarfræðsla hérna niðri og annað safnaðarstarf fyrir ungl- inga,“ sagði Hilmar en þess má geta að í kjallaranum verður einnig bókasafn hverfisins. Eins og fæðing Finnur og Hilmar unnu sam- keppni um hönnun kirkjunnar í árs- byijun 1991. Ráðgjafar þeirra voru séra Karl Sigurbjörnsson og séra Pálmi Matthíasson. Arkitektarnir segja að leiðbeiningar þeirra hafi komið sér afar vel en hvað aðra þætti í skipulagi kirkjunnar varðaði segjast þeir hafa lagt áherslu á að kirkjan yrði stílhrein og traust. „Við vildum að hún yrði enn í gildi eftir 1000 ár,“ segir Hilmar og svarar sposkur þegar hann er spurður hvernig sé að sjá kirkjuna rísa að það sé eins og áð sjá barn- ið sitt fæðast heilbrigt. „Og finna hvernig allir puttar virka,“ segir hann en þeir Finnur vildu sérstak- lega koma til skila kæru þakklæti til sóknarnefndarinnar fyrir frá- bæra samvinnu við verkið. Stór stund „Að fá kirkju eftir næstum 5 ára bið er gífurlega stór stund fyrir sóknarprest," sagði séra Vigfús Þór Árnason um tímamótin á sunnudag. Jafnframt segist hann afar ánægð- ur með sjálfa kirkjubygginguna. „Ég var formaður dómnefndarinnar þannig að ég get varla verið annað en hæst ánægður. Teikningin er sérstök og gefur gífurlega mikla möguleika," segir Vigfús og minn- ist þess að hann hafi ásamt arki- tektunum tveimur skoðað fjölmarg- ar kirkjur á Norðurlöndunum vegna byggingarinnar. „Við sáum þá fjöl- margar vinnukirkjur, eins og við viljum að verði hér í framtíðinni." Vigfús segir að mikill áhugi sé fyrir kirkjulegu starfi í Grafarvogi. „Ég verð oft var við að fólk spyr með hvernig gangi með unga fólkið og býst við neikvæði svari. Því er hins vegar alls ekki þannig farið. Kannski er það vegna samkenndar- innar hér en unga fólkið hér sýnir safnaðarstarfinu mikinn áhuga. Mikið er um að ungir foreldrar fylgi börnum sínum í barnamessur og foreldrar fermingarbarna hafa fylgt þeim vel eftir. En við reynum auð- vitað á móti að gera ýmis konar tilraunir án þess að gleyma því að kirkja er alltaf kirkja,“ segir Vigfús og minnir á að messur í Fjörgyn hafi verið afar vel sóttar í haust. ÓKEYPIS VEGGSPJALD FYLGIR! Aladdín og Ljóti andarunginn Aladdín og Ljóti andarunginn eru fyrstu bækurnar í nýjum bókaflokki, Æfintýrabókum Reykholts. Þessi heimsfrægu æfintýri birtast hér í fallegum búningi, teiknuð afVan Gool, einum helsta teiknara Walt Disney til margra ára. Fjársjóður jólanna Norman Vincent Peale Bók með ómetanlegan boðskap sem varðað hefur leið milljóna manna um aflan heim til sannrar lífshamingju. Fjársjóður jólanna - Mikið fyrir lítið. Michael Jordan „Eg stökk bara upp, upp fyrir þá báða og tróð" Michael Jordan snjallasti körfuknatt- leiksmaður allra tíma. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda í lit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.