Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 28
28'
MORGUN'BIiAÐIÐ' LAUGARÐAGUR 11. DESEMBER 1993’
=jl
Skólameistari MK horfir um öxl á 20 ára afmæli skólans
Skólabrag'ur mótaðist í eld-
smiðju frumbýlingsáranna
í MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var fyrir nokkru haldið upp á
20 ára afmæli skólans. Hann hefur vaxið og dafnað vel á þessum
tveimur áratugum undir stjórn Ingólfs A. Þorkelssonar, skólameist-
ara. Ingólfur hyggst láta af störfum um næstu áramót og í tilefni
af þessum tímamótum í sögu skólans og starfsferli hans var hann
beðinn um að segja lesendum frá því sem honum væri minnisstæð-
ast frá árunum í Kópavogi.
Ingólfur segir að Menntaskólinn
í Kópavogi hafi verið settur í fyrsta
sinn þann 22. september árið 1973.
„Þá lá fyrir það mikla verkefni að
móta allan skólabrag, setja reglur
og skapa.hefðir. Það var ekki auð-
velt verkefni, því andóf ríkti í skóla-
kerfinu og samfélaginu öllu meðal
ungs fólks, áhrif frá stúdentaupp-
reisnum erlendis, enda var hippa-
tímabilið svonefnda ekki liðið. Þetta
andóf birtist á þrjá vegu, í síðu
hárafari, klæðaburði, sem ég í hálf-
kæringi kallaði öskuhaugastílinn, í
tónlist sem kennd var við rokk og
Bandaríkjamenn kölluðu anti-
music, eða andtónlist og í ýmsum
viðhorfum, til dæmis andúð á stofn-
unum og stjórnendum."
Ingólfur segir að þetta andóf
hafi verið söngur tímans, en unga
fólkið þá hafi síður en svo verið
verra en jafnaldrar þess nú, það
hafí aðeins verið börn síns tíma. „Ég
minnist þess að þegar við kennar-
arnir héldum að nemendum fornum
dyggðum eins og stundvísi og
ástundun heimanáms, þá fannst
sumum þeirra það óþarfa tilætlun-
arsemi og heldur leiðinlegt tal. Ég
skal játa það hreinskilnislega að ég
kveið stundum fyrir fundum með
forystumönnum nemenda um þessi
efni. Átökin stóðu um þetta fyrstu
árin, en fóru minnkandi."
Ingólfur segir að í þessari eld-
smiðju frumbýlingsáranna hafi orð-
ið til sá skólabragur sem enn ríki
í MK. „Sennilega varð það til þjarg-
ar að ég var vanur félagsmála-
þjarki og greip til þess ráðs að
halda marga fundi og langa. Þetta
leiddist unga fólkinu ákaflega og
erfið ágreiningsmál lognuðust því
oftar en ekki út af.“
Nú eru nemendur sumir sér-
kennilega klæddir og karlmenn
sjást með hár niður á herðar og
rokkið er vinsælt sem þá. Ingólfur
bendir hins vegar á, að þetta þrennt
sé ekki tákn um andóf eins og áður
fyrr, nema þá kannski rokkið, held-
ur sé þetta tískufyrirbrigði. „Unga
fólkið gefur fornum dyggðu’m ekki
beinlínis langt nef, heldur má frek-
ar segja að tómlæti ríki.“
Grunnskólanemar þurfa ekkert á
sig að leggja til þess að komast inn
í þá en töluvert til að ljúka þar
námi með láði og útkoman er sú
að margir falla eða flosna upp.
Ástæður eru tvær að mínum dómi.
Skortur á námi við hæfi sumra
nemenda einkum starfsnámi og
áhugaleysi og hyskni annarra. Ég
tel að efla þurfi starfsnám í sam-
vinnu við atvinnulífið, um leið og
aðhald í skólum verður eflt.
Menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, sýndi lofsvert framtak í
þessum málum þegar hann beitti
sér fyrir lagabreytingu síðastliðið
vor. Nú hefur ráðherra heimild til
að koma á samstarfi atvinnulífs og
skóla og þegar hefur slíkt samstarf
tekist að frumkvæði hans milli Fé-
lags bókagerðarmanna og fleiri og
Iðnskólans í Reykjavík, þar sem
bóknám og iðnnám er skipulagt í
samfellu."
Ingólfur segir að auka verði að-
Morgunblaðið/Sverrir
Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og
Margrét Friðriksdóttir, aðstoðarskólameistari, fyrir utan nýja álmu
skólans, sem hýsir meðal annars bókasafn og skrifstofur.
Úr afgreiðslunni í nýrri áimu skólans.
Efla þarf aðhald
Áður gilti sú regla, að ákveðna
lágmarkseinkunn þurfti til að fá
inngöngu í menntaskóla. „Nemend-
ur í gagnfræðaskóla og síðar í
grunnskóla þurftu að leggja eitt-
hvað á sig til að komast í framhalds-
skóla,“ segir Ingólfur. „Núna eru
framhaldsskólarnir galopnir.
hald í skólunum. „Það er mennta-
hugsjón íslendinga að menntun eigi
að vera fyrir alla. En ég spyr. Eru
allir fyrir menntunina? Hluti nem-
enda, minnihluti sem betur fer, er
ekki reiðubúinn til að leggja á sig
þá vinnu sem þarf til að ná góðum ,
árangri. Sumir kalla þetta „aum-
ingjamóral“. Við megum ekki slaka
á þeirri kröfu, að ná góðum árangri,
ef við viljum halda til jafns við þjóð-
ir sem hæst ber í menntun og við
berum okkur saman við. Þetta er
einkum nauðsynlegt nú þegar við
stöndum frammi fyrir þeim breyt-
ingum sem fylgja evrópska efna-
hagssvæðinu. Við verðum að efla
menntunina til að vera samkeppnis-
færir og taka á agaleysinu í þjóðfé-
laginu, ekki aðeins meðal unga
fólksins, heldur og kannski fremur
hinna fullorðnu. Þetta agaleysi sést
berlega þegar litið er á þekkingars-
kortinn, agaleysið og losarabraginn
í atvinnulífinu, sem gjaldþrotahrina
síðustu ára ber ljósan vott um svo
ekki sé minnst á sérréttindi topp-
anna svonefndu samanber síðustu
fréttir."
Ingólfur hefur áður rætt nauðsyn
þess að auka aðhald í skólum, til
dæmis á fundi Samstarfsnefndar,
sem fjallar um málefni framhalds-
skóla og í eiga sæti skólameistarar
og ráðuneytismenn. „Á fundi nefnd-
arinnar í öndverðum október 1991
ræddi ég þörf á auknu aðhaldi. Mér
fannst athyglisvert að enginn skóla-
meistari á fundinum sá ástæðu til
að ræða málið þá, en þegar ég las
Áfangaskýrslu nefndar um mótun
menntastefnu frá janúar 1993 sá
ég í kafla um framhaldsskóla að
þar er ákveðin tillaga um aðhald,
að settar verði lágmarkskröfur um
námsárangur nemenda á grunn-
skólaprófi og tekin verði upp sam-
ræmd próf í völdum greinum á
framhaldsskólaprófi og komið á
samræmdum stúdentsprófum í til-
teknum greinum. Þessum tillögum
fagna ég, enda samræmast þær því
sem við skólamenn höfum margir
verið að hugsa undanfarin ár.“
Verkföllin minnisstæðust
Á tuttugu ára ferli sem skóla-
meistari eru sjálfsagt mörg atvik
minnisstæð, en Ingólfur hikar ekki
þegar hann er beðinn um að nefna
það sem honum er efst í huga þeg-
ar líður að starfslokum. „Það er
tvímælalaust sú alda verkfalla sem
skall á skólakerfinu á 9. áratugnum
og er einsdæmi í íslandssögunni. Á
nokkrum árum skullu á fjögur verk-
föll, sem öll snertu starf skólanna.
Fyrst var það verkfall BSRB sem
hófst 4. október 1984. Þá stöðvað-
ist starf framhaldsskólanna, því
enginn mátti opna þá nema hús-
verðir, samkvæmt kröfum BSRB.
Ég man það eins og það hafi gerst
í gær þegar ég sat fyrir verkfalls-
stjórn BSRB þijá morgna í röð og
fékk loks leyfi til að koma inn á
fund á þriðja degi. Þaðan fór ég
með skriflega undanþáguheimild
fýrir húsvörðinn í MK og við gátum
opnað skólann 11. október, en aðrir
framhaldsskólar voru lokaðir
áfram. Nemendur, kennarar og for-
eldrar létu sér þetta vel líka.“
Ekki allt Guðs orð
Ingólfur segir að Adam hafi ekki
verið lengi í Paradís, því 1. mars
1985 hafi 70% framhaldsskóla-
kennara gengið út úr skólunum.
„Þessi vinnustöðvun reyndi mjög á
innviði skólanna, sumir kennara
gengu út en aðrir voru við störf.
Það má því nærri geta að sajmkomu-
lag kennara batnaði ekki við þetta.
Skólameistarar voru á milli steins
og sleggju. Við höfðum samúð með
kjarabaráttu kennaranna, en okkur
bar skylda til að halda skólastarfinu
gangandi. Þetta tvennt gat rekist
harkalega á og ég man, og dreg
enga fjöður yfir það, að á kennara-
fundinum sem haldinn var í MK
þegar vinnustöðvun lauk, var ekki
allt Guðs orð sem sagt var. En
menn töluðu hreint út og engin
beisk eftirmál urðu því í þessum
skóla.“
Árið 1987 skall á verkfall sem
stóð í tvær vikur og Ingólfur segir
ekki hafa verið sögulegt. „Öðru
máli gegnir um það verkfall BHMR,
sem hófst í öndverðumn aprílmán-
uði 1989 og var sögulegt fyrst og
fremst vegna þeirra eftirmála sem
fylgdu, deilna í framhaldsskólum.
Mest var deilt um hvort sleppa
skyldi prófum. Nemendur gerðu
Bókauppboð Klausturhóla
KLAUSTURHÓLAR, listmuna- og uppboðsfyrirtæki, efnir í dag
til bókauppboðs í hinu nýja aðsetri á Skemmuvegi 16, Kópa-
vogi. Þangað fluttist starfsemi þess nýlega í rúmgott og bjart
húsnæði.
Til uppboðs koma að þessu sinni
margir flokkar bóka: Æviminn-
ingar, gömul afmælisrit, íslands-
saga, landfræðirit og ferðabækur,
þjóðsögur, sagnaþættir, ættfræði-
rit og æviskrár, fornritaútgáfur
og fræðirit, blöð og tímarit og
ýmsir fleiri flokkar bóka og rita.
Það er margir gripir á þessu
uppboði t.d. má nefna Nýtt spá-
kver, útg. 1922 eftir Margréti
Jónsdóttur, sigld kona, sem einnig
skrifaði ritið Amerísk ráð, nátt-
úruvísindi Bjarna Sæmundssonar,
prófessors: Spendýrin og Fiskarn-
ir, gömlu undirstöðuritin, einnig
gamlar iæknabækur um eðli og
heilbrigði mannlegs líkama, mörg
fáséð afmælisrit merkismanna;
Árna Bjamasonar, Helga
Tryggvasonar, Haraldar Sigurðs-
sonar, Þorsteins Jósepssonac, hið
umdeilda verk Friðriks Eggerz:
Úr fylgsnum fyrri aldar 1-2.
Ættfræði og byggðasöguverk dr.
Guðna Jónssonar um Hrauns-
hverfíð og Stokkseyri, mörg fáséð
ættfræðirit svö sem Fremri-Háls
ættina 1-2, ættir Austfirðinga,
frumútgáfur fornrita, Eyrbyggju,
1787 og Orkneyingasögu 1780.
Einnig Guðbrandabiblíu, Ijós-
prentun 1957, og ótal margar
aðrar bækur.
Morgunblaðið/Silli
Myndin er tekin við það tækifæri þegar veitingasalurinn var opnað-
ur og eru Páll Þór Jónsson og Björn Hólmgeirsson fyrir miðju.