Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 29 sumir háværar kröfur um það eftir 6 vikna verkfall. Mér er sérstaklega minnisstæður nemendafundur þann 21. maí. Þá um morguninn hafði kennarafundur hafnað kröfum sumra nemenda um að sleppa próf- um, en boðið tilslakanir varðandi mat á verkefnum nemenda. Það féll í minn hlut að fara með þennan þunga boðskap á fundinn og sem ég gekk í salinn sá ég að frétta- menn sjónvarps og ljósmyndarar voru þar inni á gafli. Mér leist ekki á að nemendur tækju skynsamlega ákvörðun við slíkar aðstæður, en forystumenn nemenda létu ekki rugla sig í ríminu fyrir framan myndavélamar.. Tillaga um setu- verkfall var felld, en sjö manna nefnd kosin til frekari viðræðna við kennara og skólameistara. Þær við- ræður fóru fram síðdegis sama dag og þar náðist samkomulag sem all- ir sættu sig vel við.“ Ingólfur segir að hánn hafi verið svo ánægður með þessar málalyktir að hann hafi þakkað oddvitum nem- enda og kennurum með blómum við útskrift stúdenta, sem varð ekki fyrr en 9. júní það ár. „Þrátt fyrir að þetta hafi farið svona vel þá leyni ég því ekki að mér varð á skyssa á þessum nemendafundi. Ég lýsti því yfir að tilboðið sem ég kynnti væri lokatilboð okkar. Sjónvarps- menn reyndu að negla mig á þess- ari yfirlýsingu eftir fundinn og spurðu, hvort um nokkuð væri að ræða, ef þetta væri lokatilboð? Ég man að ég svaraði: „Að vísu er þetta lokatilboð, en það er megin- regla í MK að við neitum aldrei að tala við nemendur." Þróun einkennir MK Það sem einkennir Menntaskól- ann í Kópavogi, að mati skólameist- ara, er þróun, breyting. „Við breytt- um skipulagi skólans 1982 og 1983, bættum við brautum og tókum upp nýtt kennslukerfi, ársáfangakerfi, sem hefur reynst okkur vel. Árið 1983 var gerður samningur um starfsnám í Kópavogi, nám í mat- vælaiðju og hótel- og veitingagrein- um, tímamótasamningur um sam- vinnu tveggja skóla, Hótel- og veit- ingaskóla Islands (HVÍ) og MK. Nú er verið að leggja grunn að kennsluhúsnæði fyrir HVI við vest- urstafn MK. Árið 1987 hófum við kennslu í ferðafræðum og hefur sá þáttur í starfí skólans aukist ár frá ári, mest uppá síðkastið með tilkomu Leiðsöguskólans, sem nú er hluti af MK og öldungadeildar í ferða- fræðum, en MK er nú miðstöð í þessum fræðum. Framtíðarsýnin er því sú, að Menntaskólinn í Kópa- vogi verður annars vegar bók- menntaskóli sem útskrifar stúdenta og hins vegar starfsmenntaskóli er útskrifar t.d. leiðsögumenn og mat- reiðslumenn. Þannig verða hér tvær faglega sjálfstæðar einingar undir sama þaki, þar sem samnýtt er húsnæði og kennslukraftar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur því miklu hlutverki að gegna í framtíð- inni,“ segir Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari að lokum. RSv Nýja byggingin bætir hag alb*a í skólanum Fjöldi nemenda hefur fjórfaldast á 20 árum „ÞEGAR Menntaskólinn í Kópavogi var stofnaður, árið 1973, voru nemendur 110 talsins. Húsnæði skólans leyfði ekki meiri fjölda, en þá var öll kennsla í Kópavogsskóla. Tíu árum síðar var skólinn flutt- ur í núverandi húsnæði og ný álma var tekin í notkun nú á afmæl- inu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, aðstoðarskólameistari Mennta- skólans í Kópavogi. Nú eru nemendur MK 450 og kennarar eru 40 talsms, en í byrjun voru Margrét segir að gífurleg breyt- ing hafi orðið á starfsaðstöðu kenn- ara og nemenda þegar nýja álman, sem er 900 fermetrar, var tekin í notkun. „Áður höfðu aðstoðarskóla- meistari og áfangastjóri til dæmis eitt lítið herbergi til afnota, en nú hefur hvor um sig glæsilega skrif- stofu. Sömu sögu var að segja af skrifstofustjóra og fulltrúa, sem einnig höfðu eitt lítið herbergi, en í nýju álmunni er rúmgóð af- greiðsla og skrifstofustjóri hefur sína skrifstofu. Mestu viðbrigðin eru þó á vinnuaðstöðu kennara, þar sem 40 kennarar skólans höfðu áður 8 skrifborð til afnota. Nú hef- ur verið tekinn í notkun bjartur og skemmtilegur vinnusalur, þar sem hver kennari skólans hefur sína vinnuaðstöðu." Nýtt bókasafn Margrét segir að ekki hafi aðeins verið hugað að þörfum kennara þegar nýja álman var reist. „Bóka- safn skólans hefur verið flutt í nýja húsið og í tengslum við það er góð lesstofa fyrir nemendur. Þá hefur kennarar 6 og stundakennarar 4. nemendafélagið fengið eldri skrif- stofur til afnota. Þessi herbergi eru í tengslum við sal og Setur skól- ans, svo aðstaða nemendafélagsins er nú á einum stað í skólanum." Margrét kvaðst loks vilja geta þess, að um margra ára skeið hefði verið unnið að því að gera skólann aðgengilegri fyrir fatlaða nemend- ur. „Nú sér loks fyrir endann á því verki, því í sumar var sett upp öflug lyfta og gengið frá þeim skábraut- um sem eftir voru. Allmargir hreyfi- hamlaðir nemendur hafa verið í skólanum undanfarin ár við erfiðar aðstæður, svo þetta er sérstakt fagnaðarefni." Þó úrbætur hafi verið gerðar í húsnæðismálum skólans verður ekki látið staðar numið. „Hafin er bygging 5.000 fermetra verknáms- byggingar á skólalóðinni, en hún mun hýsa hótel- og matvælagrein- ar. Búist er við að Hótel- og veit- ingaskólinn geti flutt í húsnæðið haustið 1995 og aðrar matvælaiðju- greinar fylgt i kjölfarið,“ segir Margrét Friðriksdóttir, aðstoðar- skólameistari. Veitingasalur opnað- ur í Hótel Húsavík llúsavík. BREYTING varð á hlutafjáreign í Hótel Húsavík á sl. sumri og nýir hluthafar komu inn í rekst- urinn. Það voru þeir Björn Hólm- geirsson og Páll Þór Jónsson sem eru nú eigendur meirihluta hlutafjár og hyggjast þeir gera ýmsar breytingar á rekstrinum og hafa þegar hafið þær. Þar sem áður varkaffistofa hafa þeir breytt í veitingasal, sem þeir hafa gefið nafnið Setberg. Salurinn er með borðum sem við geta setið um 50 manns og í sambandi við salinn hafa þeir komið fyrir bar og setkrók. Hótelið bauð nokkrum gestum til fagnaðar fyrir skömmu og leist þeim mjög vel á þær breytingar sem gerðar hafa verið og áttu þar góða stund við góðar veitingar. Aðaleigendur hótelsins nú fyrir utan Björn og Pál eru Ferðamála- sjóður, Flugleiðir og Kaupfélag Þingeyinga. — Fréttaritari [slensku keppendurnir sem fara á Evrópuhraðskákmót Disney sem fram fer í Disneygarði Evrópu f.v. Berta Ellertsdóttir, Svava Bjarn- ey Sigbertsdóttir, Haraldur Baldursson, fararstjóri, stjórnarmaður í Skáksambandinu, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Islenskir keppendur í Disneyhraðskákmóti FYRSTA Evrópuhraðskákmót Disney verður haldið dagana 18. og 19. desember í Disneygarði Evrópu í Frakklandi. Fulltrúar 36 landa keppa á mótinu sem haldið er af Alþjóða skáksam- bandinu FIDE, Disneygarði Evr- ópu og tölvufyrirtækinu IBM. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum hjá báðum kynjum, annars vegar undir 12 ára og hins vegar 12-14 ára. Skáksamband Islands hefur þegar valið íslensku þátttak- endurna en auk þeirra og farar- stjóra, mun áskrifandi myndasögu- blaðsins Andrés önd á íslandi fara til Frakklands ásamt forráðamanni. Það er um að ræða sigurvegara skákgetraunar sem staðið var fýrir í Andrésar andar-blöðunum, en úr réttum lausnum hennar var dregið í byijun desembermánaðar. FROTTÉSLOPPAR Litir: Bleikur, myntu, hvítur, drappaður. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. Munið gjafakortin okkar. Áth.: Sama verð og siðastliðin ár. TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI • SÍMI 33300 JOLA- TILBOÐ 9 Jólagjöfm fyrir þreytta fætur. ECCO Verð áður: 6,870 Verð nú: 5,490 Litur: Br, Sv, D-Gr Stærðir: 36-42 ECCO CLUB Verð áður: 7,385 Verð nú: 5,890 Litur: Sv, Br Stærðir: 40-47 ECCO CITY WALKER Verð áður: 10,800 Verð nú: 8,640 Litur: Svart Stærðir: 42-47 ECCO CLUB Verð áður: 6,295 Verð nú: 4,990 Litur: Br, Sv Stærðir: 37-42 Veitum 10% staðgreiðslu- afslátt til jóla af ððrum skóm í versluninni. Einning 5% afsláttur af Kreditkortum. Sendum í póstkröfu SKÓVERSLUN Císli Fcrdinandsson lif LÆKJARGÖTU6A• SÍMI 1 47 II Búðinborgar «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.