Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Vextír verða óbreyttir hjá Landsbanka og íslandsbanka Búnaðarbanki lækkar vexti iiin 1, BÚNAÐARBANKINN lækkar vexti flestra flokka óverð- tryggðra útlána um 1,5 til 1,8% í dag. Landsbankinn og ís- landsbanki breyta ekki vöxtum að þessu sinni en íslands- banki mun ákveða vaxtalækkun fyrir jól. Eins og fram kom í blaðinu í gær lækka sparisjóðirnir vexti flestra flokka óverð- tryggðra útlána um 2% og eru sparisjóðimir nú með lægstu vextina í flestum flokkum óverðtryggðra útlána í stað Lands- bankans sem áður var með lægstu vextina. Búnaðarbankinn lækkar kjör- vexti almennra skuldabréfa úr 10,5 í 9%, sem er 1,5% lækkun og lægstu forvexti á víxlum úr 10,75 í 9%, eða um 1,75%. Bankinn lækkar afurðalán sem veitt eru í krónum um 1,75% og yfirdráttarlán um 1% en vextir á skiptigreiðslum vegna greiðslukorta breytast ekki. Sparisjóðirnir lægstir Sparisjóðimir eru með lægstu meðalvextina í öllum helstu flokk- um óverðtryggðra útlána eftir vaxtabreytingamar í dag. Islands- banki er með hæstu meðalvextina í almennum skuldabréfaútlánum og víxillánum en Landsbankinn er með hæstu yfirdráttarvextina, hæstu afurðavexina og hæstu vextina á skiptigreiðslum greiðslukortareikn- inga. Búnaðarbankinn og sparisjóðim- ir lækka einnig vexti ákveðinna flokka innlána. Þannig lækka ýmsir vísitölubundnir reikningar um 0,25% hjá Búnaðarbankanum. Óverðtryggð kjör á bundnum skipti- kjarareikningum lækka um 0,7% og um 1% á óbundnum sérkjara- reikningum. Óverðtryggð kjör á bundnum skiptikjarareikningum hjá sparisjóðunum lækka um 0,50% og um 1% á óbundnum sérkjara- reikningum. Nokkrir vísitölubundn- ir reikningar lækka um 0,20-0,25%. Viðurkenning á of miklum mun Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að með ákvörð- un sinni væri bankinn að viður- kenna að of mikill munur hafi verið orðinn á vöxtum óverðtryggðra og vísitölubundinna útlána, enda verð- bólgan mjög lítil. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði að engar breytingar yrðu á vöxtum bankans að þessu sinni. Því hefur verið lýst yfir að bankinn muni taka vextina til endurskoðunar í byrjun næsta árs. Brynjólfur sagði að það væri stefnan en staðan yrði metin eftir helgina, þegar vaxtabreyting- amar yrðu komnar fram. Varðandi óverðtryggðu vextina sagði Brynj- ólfur að munur milli vaxta óverð- tryggðra og vísitölubundinna útlána hefði að undanförnu verið minnstur hjá Landsbankanum. Hann sagði að forsendur hefðu breyst eitthvað frá því sem gengið var út frá við gerð vaxtaskiptasamniganna við Seðlabankann, en þó ekki svo mikið að það hefði áhrif á vaxtastefnu bankans þessa dagana. íslandsbanki hreyfir ekki vexti sína í dag, samkvæmt upplýsingum Vals Valssonar bankastjóra. „Við munum hins vegar taka ákvörðun um vaxtalækkun fyrir jól,“ sagði Valur. Hann sagði að þótt fyrir lægi að nafnvextir yrðu lækkaðir í íslandsbanka fyrir jól, hefði engin ákvörðun verið tekin um það hversu mikið þeir yrðu lækkaðir. Nýjar plötur ■ HEYRUM SÖNG er heiti á nýrri geislaplötu og snældu sem Samkór Kópavogs hefur gefið út. Á plötunni er að finna íslenska og erlenda tónlist. Sérstaklega skal bent á lög sem kórinn frum- flutti fyrir fáum árum og koma nú í fyrsta sinn á geislaplötu. Þau eru í Kópavogi eftir Sigfús Hall- dórsson og Ég sótti upp til fjall- anna eftir stjórnanda kórsins Stefán Guðmundsson. Einsöngvarar á plötunni eru þau Katrín Sigurðardóttir, sópr- an, og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson, bariton. Um undirleik sér Ólafur Vignir Albertsson. Upptökur fóru fram í Víði- staðakirkju og stóðu yfir á annan vetur. Um upptökur sá Halldór Víkingsson. Aðstandendur krabbameinssjúkra barna Fullar umönnunarbæt- ur fyrstu sex mánuðina Utlánavextir banka og sparisjóða frá 10. desember 1993 Almenn skuldabréfalán, Víxillán, (óverðtryggð) meðalvextir meðalforvextir 13,7% 12,8% 11,9% 11,4% 13,6% 13,0% TRYGGINGARÁÐ samþykkti á fundi í gær að krabbameinssjúk börn fái framvegis í öllum tilfellum fullar umönnunarbætur fyrstu sex mánuðina eftir að sjúkdómurinn greinist. Að sögn Jóns Sæmund- ar Sigurjónssonar formanns Tryggingaráðs eru umönnunabætur samkvæmt efsta flokki nú tæplega 50 þúsund krónur á mánuði og er þá miðað við 175 tíma umönnun. Að loknum sex mánuðum fer síðan fram endurmat á viðkomandi börnum og eru þá greiddar umönnunarbætur samkvæmt gildandi reglugerð. í Morgunblaðinu birtist nýlega opið bréf til íslenskra stjórnmála- manna frá fulltrúum norrænna styrktarfélaga krabbameinssjúkra bama þar sem skorað er á sérhvem íslenskan stjómmálamann og jafn- framt á stjórnmálaflokkana í heild að gera þegar í stað ráðstafanir til að breyta og betmmbæta þjóðfé- lagslegan fjárstuðning við aðstand- endur krabbameinssjúkra barna. Að sögn Jóns Sæmundar Sigur- jónssonar hefur það verið krafa aðstandenda krabbameinssjúkra barna að þau fengju alltaf fullar umönnunarbætur. Læknar Trygg- ingastofnunar hefðu hins vegar verið tvístígandi yfir því og þá sér- staklega vegna þess að reglugerð gerði ráð fyrir því að ef sjúk böm, hversu erfiðan sjúkdóm sem þau væra með, þyrftu að nota þjónustu utan heimilis þá reiknaðist það frá umönnunarbótunum. Spurningin væri síðan hvers vegna ætti að meðhöndla krabbameinssjúk börn öðravísi en önnur böm. Hann sagði læknana hafa tekið upp þá reglu sem staðfest hefði verið á fundi Tryggingaráðs í gærmorgun að greiða öllum krabbameinssjúkum börnum sjálfkrafa bætur sam- kvæmt efsta flokki í sex mánuði frá því sjúkdómurinn staðfestist. „Þetta er það sem við höfum bragðist við að svo stöddu, en ef miðað er við það fínasta og besta sem Norðurlöndin hafa þá má auð- vitað nefna eitt og annað sem við erum ekki með eins fullkomið hvað snertir þjónustu velferðarríkisins gagnvart þessum hópi, en það er þá sama þjónusta og allir aðrir fá,“ sagði Jón Sæmundur. Nýtt 18 radda orgel vígt í Áskirkju á morgun Sérsmíðað í Danmörku fyrir 18 milljónir króna NÝTT 18 radda orgel verður vígt í Áskirkju á morgun, sunnu- dag, en þá fagnar kirkjan því að tíu ár eru liðin frá vígslu henn- ar. Orgelið er sérsmíðað fyrir Áskirkju af virtri danskri orgel- smiðju, P. Bruhn & Sön. og kostar um 18 milljónir króna. Krist- ján Sigtyggsson, orgelleikari kirkjunnar, segir að fyrirtækið hafi sett orgelið upp fyrir skömmu og hafi forstjóri fyrirtækis- ins, Karl August Bruhn, komið hingað til lands og raddstillt hljóðfærið. Lauk því verki fyrir rúmri viku. Orgelið verður lyfti- stöng fyrir allt sem að tónlist lýtur og því sem orgelið er notað við hér í kirkjunni,“ segir Kristján. „Fyrir hefðbundið safnaðar- starf, s.s. guðþjónustur, á það eftir að hljóma í hugum manna þannig að um ótvíræðan ávinning sé að ræða. Þeir sem eru búnir að heyra I hljóðfærinu fullfrágengnu og spila á það eru ákaflega ánægðir.“ Kristján segir að langþráður draumur rætist nú þegar kirkjan eignast hið nýja orgel. „Við byijuð- um hér upphaflega með stofuorgel, harmóníum, og 1985 fengum við fjögurra radda orgel sem er pípu- orgel og hefur þjónað vel, en síðan hefur maður látið sig dreyma um það sem nú er orðið að veruleika," segir Kristján. „Við erum búnir að njóta mjög mikils velviija fjölda tón- listarmanna, það er búið að halda hér tvenna tónleika til styrktar org- elkaupum þar sem m.a. komu fram Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingi- \ mundarson og Ingibjörg Marteins- dóttir, auk þess sem við héldum aðra tónleika þar sem um fimmtán söngvarar og hljóðfæraleikarar komu fram. Einnig hefur fólkið hér í sókninni og kannski víðar stutt dyggilega við þennan draum, og á miklar þakkir skyldar fyrir sitt framlag. “ Skattur of stór hluti kaupverðs Kristján segir að verð hljóðfæris- ins sé vissulega geypilega hátt, en það eigi að geta enst langt fram á næstu öld með góðri meðferð, eins og gerist með góð hljóðfæri erlend- is. „Við tjöldum ekki til einnar nætur,“ segir Kristján, „og reynd- um að velja hljóðfærið með það í huga að hægt sé að spila sem allra flest á það og ég álít að það sé afar vel heppnað að því leyti að hver rödd er sjálfstæð og hefur sitt einkenni. Það er því fjölbreytt í hljómavali og hljómurinn er mjög fallegur. Hins vegar með kostnað- inn, þá vildi maður gjarnan að ríkið styddi betur að menningarmálum en í 18 milljóna kr. kaupverði er 24,5% virðisaukaskattur sem verður að borga ríkinu fyrir að mega kaupa hljóðfæri, eða rúmar 4 milljónir kr. Þetta er breyting frá sem var fyrir nokkram áram, og er alltof stór hluti þegar verið er að kaupa svo dýrt hljóðfæri.“ Kristján segir að orgelið sé að miklu leyti ógreitt þar sem fjármun- ir safnaðarins hafi verið varið til byggingu kirkju og safnaðarheimil- is á seinustu tíu áram, og muni Áskirkja halda áfram að safna pen- ingum fyrir orgelið með góðra manna hjálp. Orgelið vígl Dagskrá afmælisins og orgel- Morgunblaðið/Þorkell Nýtt orgel í Áskirkju SR. ÁRNI B. Sigurbjömsson og Krislján Sigtryggsson með nýja átj- án radda orgelið í Áskirkju í baksýn, en það verður vígt á morgun þegar kirkjan fagnar 10 ára vígsluafmæli sínu. vígslunnar verður með þeim hætti að við barnaguðþjónustu kl. 11 fá börnin forsmekk að nýja hljóðfær- inu, kl. 13 hefst orgelleikur og kór- söngur, kl. 13.25 verður leikið á öll þijú orgel kirkjunnar og síðan hefst guðþjónusta með klukkna- hringingum og forspili á tvö orgel. „Þetta er eins konar kveðja til þeirra orgela sem hafa þjónað okkur dyggilega, ásamt því að við leyfum söfnuðinum að heyra muninn á þeim og nýja orgelinu sem við vígj- um nú,“ segir Kristján. Sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup, vígir orgelið á morgun, einsöngvari verður Ingi- björg Marteinsdóttir og Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóð- kirkjunna, kynnir kirkjugestum orgelið með einleik. Einnig syngur kirkjukór Áskirkju undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar og sr. Árni Bergur Sigurbjömsson, sókn- arprestur, þjónar fyrir altari. At- höfninni lýkur með ávarpi Björns Kristmundssonar sóknarnefndar- formanns. Um kvöldið verður að- ventusamkoma í Áskirkju kl. 20.30 þar sem herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, er ræðumaður kvöldsins. Inga Backman syngur einsöng og Hörður Áskelsson, org- anisti, leikur einleik á nýja orgelið, auk þess að leika með Kammer- sveit Reykjavíkur sem flytur Adagio eftir Albioni. Eftir almennanm söng lýkur samkomunni með ávarpi sóknarprests.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.