Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 45
MORGUNHMDH) LA'UGMO'A'ÖUR'W. DKS15MBER 1993 Afleiðingar breytinga á LIN eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur Vorið 1992 var lögum um Lána- sjóð íslenskra námsmanna breytt á Alþingi. Mikill styr stóð um þessar breytingar og voru stór orð látin falla í þeirri rimmu allri. Námsmenn vöruðu við því að svo róttækar breytingar á kerfinu yrðu til þess að ungt fólk sem býr við erfiðar félagslegar aðstæður myndi hverfa frá námi. Þetta heitir á klisjumáli; að ekki ríkti lengur jafnrétti til náms á íslandi. Stjórnarþingmenn höfnuðu þessu og voru breytingarn- ar samþykktar á Alþingi 15. maí 1992. Helstu breytingar Stærstu breytingamar sem fólust í hinum nýju lögum voru þær að allt að 3% vextir voru settir á náms- lán en áður voru lánin verðtryggð. Endurgreiðslubyrði er nærri tvö- földuð, þ.e. í stað þess að fólk greiði 3,75% af launum sínum í endur- greiðslur lánanna skal fólk nú greiða allt að 7% af heildartekjum sínum til Lánasjóðsins. Þetta jafn- gildir u.þ.b. 10% ráðstöfunartekna og áhrifin eiga eftir að koma að fullu í ljós, m.a. í kjarasamningum í framtíðinni. Einnig var með nýjum lögum breytt útborgunarfyrirkomu- lagi lánanna þannig að nú fær fólk lán sín greidd eftir önnina í stað þess að fá lánin útborguð mánaðar- lega, eins og hlýtur að teljast eðli- legt. Þetta hefur haft það í för með sér að námsmenn verða að leita á náðir bankakerfisins til að fá mán- aðarleg framfærslulán sín sem þýð- ir að u.þ.b. 5% af námsláninu fara í að borga bankanum vexti. Ýmsar fleiri breytingar felast í nýju lögun- um og eru þær allar á sömu bókina lærðar. Áhrif breyttra laga Áhrifin létu ekki á sér standa. Strax um haustið varð ljóst að í fyrsta sinn í fjögur ár varð fækkun í Háskóla íslands. U.þ.b. 20% færri nýnemar skráðu sig til náms í Há- skólanum en árið á undan. Þarna gætti einnig áhrifa skólagjalda sem lögð voru á stúdenta samhliða breytingum á lánasjóðslögunum. Lánþegum Lánasjóðsins hefur fækkað stórkostlega og það sem er alvarlegast í þessu öllu er að sú fækkun kemur að langmestu fram í þeim hóp.um sem hvað mest þurfa á aðstoð Lánasjóðsins að halda. Einstæðar mæður og barnafólk er að hætta námi vegna þessara breyt- inga sem Alþingi framkvæmdi einn vordag í maí 1992. Ungt fólk af landsbyggðinni veigrar sér við því að leita sér menntunar fjarri heima- byggðinni og eykst því enn sá að- stöðumunur sem ungt fólk býr við varðandi menntunarmöguleika. Þannig hefur það ræst sem spáð var við setningu þessara laga: Þau bitna verst á þeim sem mest þurfa á aðstoð Lánasjóðsins að halda. Viðhorf þingmanna Þarna er auðvitað um mjög alvar- legan hlut að ræða. Margir þing- menn sem samþykktu lögin á sínum tíma gerðu það með þeim fyrirvara að þeir áskildu sér allan rétt til að skoða málið að nýju þegar reynsla væri komin á hin nýju lög. Nú er sú reynsla fengin. Niðurstaðan ligg- ur fyrir. Þingmenn geta ekki verið sáttir við þau áhrif sem lögin hafa haft á möguleika ungs fólks til að leita sér menntunar. Það hermir upp á þá að framkvæma nauðsynlegar breytingar á þessum lögum. Það er beinlínis skylda þeirra. Sparnaður hjá LÍN Útgjöld til Lánasjóðsins hafa ver- ið skorin niður um rúmlega einn milljarð króna. Af þessu hafa stjórnmálamenn verið að monta sig undanfarna mánuði og er skemmst að minnast stefnuræðu forsætisráð- herra í því sambandi. Næst þegar Davíð Oddsson gumar af niður- skurði hjá LÍN væri gaman að heyra í hveiju sá sparnaður er fólginn. Staðreyndin er nefnilega sú að sparnaðurinn er að langmestu leyti fólginn í því að lánþegum hefur fækkað. Það er eitthvað bogið við forsætisráðherra sem stærir sig af því að hafa fælt ungt fólk frá námi og náð þannig fram sparnaði. Dav- íð Oddsson sagði árið 1986 þegar til stóð að breyta lögum um Lána- sjóð að vandi LÍN væri fyrst og fremst vandi stjórnvalda en ekki námsmanna og það væri ósann- gjarnt að láta námsmenn framtíðar- innar leysa þann fortíðarvanda. Það er óhjákvæmilegt að svo stórkost- legur niðurskurður bitni á einhveij- um. I þessu tilviki hefur hann bitn- að á þeim er síst skyldi. Össur Skarphéðinsson, ráðherra í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar, sá ástæðu til að mótmæla árið 1976, en hann var þá formaður Stúdentaráðs: „Þið alþingismenn veijið að vísu gjörðir ykkar með þeirri gullvægu viðbáru að „það eru erfiðir tímar, við verð- um öll að bera byrðarnar jafnt“. En bökin eru misbreið og þola mismikið ... Og þegar fjár er vant og þarf að spara þá er ekki farið í þá vasa sem digrastir eru, heldur er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og niðurskurður gerður á tilleggi til hópa á borð við aldraða og námsmenn.“ Það var ungur ve- sældarlegur námsmaður sem mælti svo. Þessir menn og stjórnarþing- menn allir bera ábyrgð á þeim af- leiðingum sem lögin um LÍN hafa haft á fjölda heimila í landinu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI HJÁ ANDRESI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Stakir jakkar nýkomnir á kr. 11.700. Jakkaföt frá kr. 5.500 til 14.900. Danskar buxur nýkomnar í miklu úrvali. Stakar buxur frá kr. 1.000-6.700. 45 * Guðrún Guðmundsdóttir „Lánþegum Lánasjóðs- ins hefur fækkað stór- kostlega.“ Spurningin er einungis sú hvort þeir hafa manndóm í sér til að breyta þeim. Fjölskylduspilið f ár! Fyrirtæki, götur, verslanamiöstöðvar, banki, hús og hótel. - þú getur eignast þaö allt í M0N0P0LY. Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt. Hið eina sanna á íslensku Höfundur er læknanemi og varaformaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Dreifing: Eskifell hf., sími 670930.. LOKSINS KOMIN I VERSLANIRH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.