Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Lítilmótleg- áform
um Stórasel
eftir Helga
Þorláksson
Undarleg frétt birtist í Morgun-
blaðinu 23. nóvember sl. um að
borgarráð hefði samþykkt kaup á
steinbænum Stóraseli við Holts-
götu 41b til niðurrifs. í fréttinni
segir að borgarminjavörður og
„þriggja manna starfsnefnd um
borgarminjar" leggist ekki gegn
niðurrifi hússins og er um þetta
farið eftir bókun í borgarráði.
Sama starfsnefnd hafði þó lagt til
árið 1990 að steinbæir í Reykjavík
yrðu verndaðir, eftir því sem segir
í fréttinni, enda kemur fram þar
að þeir vitni um sérstaka reykvíska
húsagerð og er tekið fram að Stó-
rasel sé einmitt steinbær, m.a.s.
tvöfaldur. Er þá átt við að húsin
séu tvö og samföst sem er óvenju-
legt. Annað húsanna er frá 1884
eða fyrr, hitt frá 1893 eða fyrr.
Eina skýringin á þessu niðurrifs-
framtaki borgarráðs er sú að „hús-
ið sé mjög aðþrengt og njóti sín
ekki í umhverfinu" og sé auk þess
„mjög breytt" frá upphaflegri
mynd. Hið fyrrnefnda er auðvitað
matsatriði (sjá mynd sem fylgir)
og hið síðamefnda tylliástæða þar
sem einfalt ætti að vera að koma
bænum sem næst í upprunalegt
horf. Ekki er vitað til þess að Stó-
rasel sé fyrir neinum og er mér
óskiljanlegt hvað ræður áformum
um kaup til niðurrifs.
Stefna starfsfólks í
Árbæjarsafni
í ofangreindri þriggja manna
nefnd eiga sæti borgarminjavörð-
ur, borgarverkfræðingur og for-
stöðumaður borgarskipulags. Mér
er kunnugt að Margrét Hallgríms-
dóttir borgarminjavörður skrifaði
í janúar árið 1991 um Stórasel
ma.: „Er það mat undirritaðrar
að um sé að ræða hús sem vert
er að varðveita af byggingarsögu-
legum ástæðum og færi vel á því
að Reykjavíkurborg ætti sinn þátt
í því.“ Nikulás Úlfar Másson, arki-
tekt og safnvörður á Árbæjar-
safni, skrifaði í mars 1992: „Að
ofansögðu má það ljóst vera að
það er einlæg skoðun Árbæjar-
safns að hugað verði að ölium leið-
um sem færar eru til að Stórasel
fái að standa áfram sem vottur
um löngu liðna tíma, bæði hvað
varðar atvinnu- og byggingarsögu
Reykjavíkur.“ Hann skrifar enn-
fremur að það sé „tiltölulega litlum
vandkvæðum bundið“ að fá bæn-
um aftur „hið upprunalega útlit“.
Eftir að ég hef rætt við borgar-
minjavörð, finnst mér afstaða
hennar skýr, hún vill að Stórasel
fái að standa. Hins vegar treystir
hún sér ekki til þess sem nefndar-
maður í þriggja manna nefndinni
að mæla með að borgin kaupi
Selið til að gera það upp. Sú leið
sem hún sér í þessu máli er að
borgin kaupi báða hluta bæjarins
og selji síðan aftur einhveijum
þeim sem tilbúinn sé til að koma
honum í upprunalegt horf og nota
síðan til íbúðar. Ég tek heilshugar
undir þetta nema hvað mér finnst
ekki ofverkið borgarsjóðs að láta
koma steinbænum gamla í upp-
runalegt horf hið ytra.
Mikil saga og merk
Stórasel á sér langa og merka
sögu. Fólki þykir fróðlegt að heyra
að hér hafi Reykjavíkurbændur
haft í seli á fyrstu öldum Islands-
byggðar. Nálægðin við Vík vekur
margar spumingar um seljabú-
skap að fomu. Selið fékk uppreisn
og varð fullgild jörð, svonefnt lög-
býli, íyrir 1379. Þá var jörðin í
eigu Víkurkirkju og það er skýring
þess að þarna varð síðar prestset-
ur. Útræði hefur sjálfsagt valdið
mestu um þessa upphefð, róið var
árið um kring frá Seli samkvæmt
„Ekki er vitað til þess
að Stórasel sé fyrir
neinum og er mér
óskiljanlegt hvað ræður
áformum um kaup til
niðurrifs.“
Jarðabók þeirra Árna og Páls og
mun þá hafa verið lagt úr marg-
frægri Selsvör.
Selið hefur verið hin mikla við-
miðun vestast í Vesturbænum;
önnur býli tóku nafn eftir því,
Miðsel, Litlasel, Jórannarsel,
ívarssel, og eftir þessum seljabýl-
um nefnist Seljavegur. Miðsel er
horfið en hin standa enn. Hring-
braut liggur vestast milli Bráðræð-
isholts og Selsholts. Holtsgata
heitir eftir Selsholti og milli henn-
ar og Sólvallagötu er Selland enda
nefndist vestasti hluti Sólvallagötu
Sellandsstígur í eina tíð. Auk Sel-
svarar má líka nefna Selsker sem
er væntanlega nefnt eftir Seli.
Selsingar nefndust tómthús-
mennirnir á seljabæjunum og í
öðram tómthúsum í Selsholti.
Mesti uppgangstími reykvískra
tómthúsmanna var á seinni hluta
19. aldar, þeir rera þá alla leið
suður í Garðsjó á vetrarvertíð á
breyttum og bættum seglbátum
og gerðu sér steinbæi sem tóku
torfbæjum langt fram. Þessir
menn öfluðu saltfisksins sem var
skýringin á tilveru Reylq'avíkur.
Einn þessara tómthúsmanna var
Sveinn Ingimundarson sem reisti
steinbæinn í Stóraseli.
Steinbæimir vora einu sinni um
150 en núna standa aðeins um 20,
að sögn, sem vitni um þessa sér-
reykvísku húsagerð og hefur enn
fækkað nýlega.
Ljósm. Sveinn Þórðarson
Stórasel árið 1970. Myndin er geymd á Árbæjarsafni.
Einhver tilviljun veldur því að
Stórasel stendur enn og er ekki
fyrir neinum svo að vitað sé. Er
ekki auðsætt að umhverfi okkar
yrði fátæklegra, verði það rifið?
Er ekki auðsætt að húsin og
bæjarstæðið í Stóraseli vitna um
langa og merka sögu sem hjálpar
okkur að skilja hvernig Reykjavík
breyttist úr sveit í bæ?
Ufsaklettur og reykvískar
rætur
Núna nýverið hefur verið mokað
uppfyllingu upp úr Selsvör (Stóra-
selsvör) og er ætlunin að sýna leif-
um hennar sóma. Þær eru að vísu
ekki miklar en koma skýrt fram
á mikilli fjöra. Forfeður okkar
hafa ratt Stóraselsvör á sinni tíð,
vafalítið þegar fyrir 1379, og hef-
ur það verið ekki lítið verk. Gömlu
varimar í Reykjavík eru allar
horfnar, hér era síðustu forvöð að
rækta minninguna um framtak
það og dugnað sem þær vitnuðu
um. Mun ætlunin að hlaða upp
bakkann með sérstöku móti til að
minna á vörina og merkja hana
síðan og er þeim embættismönn-
um borgarinnar sem að þessu
standa til sóma. En bæjarhúsin í
Stóraseli ættu líka að fá að standa,
þau eru óijúfanlega tengd Selsvör.
í eina tíð stóð Ufsaklettur í fjör-
unni skammt fyrir norðan Selsvör.
Hann var sérkennilegt kennileiti
og ögrandi fyrir stráka (og
kannski stelpur líka?) sem stóðu
uppi á honum og veiddu þegar gaf
eða stukku upp á hann og af hon-
um jafnharðan undan öldunni þeg-
ar braut á honum. Skömmu fyrir
1960 mun kletturinn hafa lent
undir uppfyllingu en núna hafa
gamlir Vesturbæjarstrákar fengið
borgaryfirvöid til að moka ofan
af honum. Hann liggur umkomu-
laus á sjávarbakkanum en borgar-
ráð hefur samþykkt að láta reisa
hann upp á hringtorginu fyrir
framan JL-húsið. Getum við fund-
ið skýrari vitnisburð um þörf fyrir
að leggja rækt við reykvískan
uppruna sinn? Allir hafa þörf fyrir
að tilheyra stað eða samfélagi,
samsama sig tilteknu umhverfi og
í því efni skipta uppruni og rætur
mestu máli. Ég bið borgarráðs-
menn að endurskoða afstöðu sína
til steinbæjarins í Stóraseli og
hugleiða tengsl hans við Selsvör
og Ufsaklett og þörf fyrir að hlúa
að reykvískum rótum.
Höfundur er dósent í sngnfræði
við heimspekideild Háskólu
íslands.
Náungakærleikur —
hvað er nú það?
Samstarfið við Sameinuðu indversku kirkjuna er dæmi um vel
heppnað þróunarverkefni. Hér eru skólabörnin sem styrkt eru frá
íslandi framan við nýja mötuneytis- og heimavistarbyggingu sem
kostuð var af Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu við nokkra
hópa fermingarbarna sl. vor.
eftir Jónas Þórisson
Sá heimur sem við búum í er
heimur andstæðna. Annars vegar
er heimur vellystinga og velmeg-
unar þar sem flestir hafa meira
en nóg til hnífs og skeiðar og verð-
mætum, svo sem matvælum, er
jafnvel kastað og þau fótum troðin
vegna offramleiðslu. Hins vegar
býr meirihluti mannkyns við allt
aðrar aðstæður þar sem hvorki
stjómarfarslegt né efnalegt sjálf-
stæði ríkir. Mörg hundruð milljón-
ir manna búa við vannæringu og
alvarlegan skort og njóta ekki
þeirrar félagslegu þjónustu sem
talin er sjálfsögð og við vildum
ekki án vera. Mannsæmandi heil-
brigðis- og menntakerfí býðst að-
eins minnihluta mannkyns og
sjálfsögð mannréttindi er munaður
sem æ færri virðast njóta.
Þetta ástand á sér margs konar
rætur, svo sem ranglátt stjómarf-
ar, styijaldir, hatur, mannvonsku,
náttúruhamfarir, uppskerabrest
og fáfræði. En hveijar sem orsak-
imar era verður afleiðingin hin
sama: Mannleg neyð í sinni ömur-
legustu mynd og dauði milljóna
einstaklinga. Um þetta ber ástand-
ið í fyrrverandi Júgóslavíu glöggt
vitni.
Hvað er til ráða?
Mörgum finnst lítið ávinnast í
hjálparstarfí sem engan enda virð-
ist taka. Spurt er hvort fjármunir
og hjálpargögn komist til þeirra
verkefna sem brýnust era en lendi
ekki í höndum spilltra valdhafa
og stríðsherra eins og dæmi era
um. Þegar svo stjórnvöld og stríð-
andi fylkingar koma oft í veg fyr-
ir að hjálpargögn nái fram eins
og nýleg dæmi frá Bosníu og Só-
malíu sanna, sé tilgangslaust að
vera að þessu.
Það er ekki að ástæðu.lausu sem
þannig er spurt og hugsað. Því
er mikilvægt að hafa hjálparfarveg
sem hægt er að bera traust til.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
með vel heppnaðri neyðarhjálp og
árangursríkum þróunarverkefnum
sýnt fram á að þrátt fyrir mörg
ljón á veginum og oft erfíðar að-
stæður er hægt að koma hjálpinni
til skila og breyta lífi manna til
hins betra, að veita hjálp til sjálfs-
hjálpar. Sú neyðaraðstoð sem
stofnunin hefur verið farvegur
„Sannur náungakær-
leikur spyr ekki um
fjarlægðir, þjóðerni né
litarhátt.“
fyrir, til dæmis til Króatíu, Bosníu
og Sómalíu, svo og þróunarverk-
efnin á Indlandi bera þessu glöggt
vitni.
Mannvonska, erfíðleikar og nei-
kvæðar fréttir mega ekki draga
úr okkur kjarkinn og viljann til
að hjálpa þeim sem eru í nauðum
staddir. Við megum ekki láta illsk-
una og einstaka mistök bitna á
þeim sem oftast að ósekju og gegn
vilja sínum hafa orðið leiksoppar
stríðsmangara og illra yfírvalda.
Ef við geram það skemmtum við
skrattanum og leyfum hatrinu að
sigra.
Hverjum á að hjálpa?
Stundum heyrast þær raddir að
nær væri að hjálpa innanlands en
veita fjarlægu fólki aðstoð. Hér
sé líka fátækt og jafnvel neyð.
Neyð er afstætt hugtak en hvern-
ig sem menn vilja skilgreina það
er vandi þeirra íslendinga sem
þurfa á hjálp að halda ekki á neinn
hátt sambærilegur við sveltandi
og deyjandi fólk í Bosníu og Suður-
Súdan.
Hjálparstarf erlendis og innan-
lands útilokar ekki hvort annað
heldur fer saman. Sannur náunga-
kærleikur spyr ekki um fjarlægð-
ir, þjóðemi né litarhátt. Vissulega
hefur harðnað á dalnum í íslensku
þjóðfélagi. Það er staðreynd sem
ekki má horfa framhjá að mitt í
íslenskri velmegun eru þeir til sem
sárlega þarfnast aðstoðar, fjár-
hagslega sem félagslega. Það
verður þó að viðurkenna að mikill
meirihluti landsmanna getur að
ósekju látið eitthvað af hendi
rakna til meðbræðra og systra.
Hjálparstofnun kirkjunnar vill því
hvetja landsmenn til dáða undir
slagorðinu: Margt smátt gerir
eitt stórt. Gleymum ekki hver
náungi okkar er og leggjum hönd
á plóginn til hjálpar.
Höfundur er frumkvæindustjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar.