Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
49
Félaga- og húsfélag’aþjónusta bankanna
*
Agreiningur um hvort starfsemin
brjóti í bága við samkeppnislög
EIGANDI Bókhalds- og tölvu-
vinnslu hefur ítrekað sent sam-
keppnisstofnun bréf þar sem því
er haldið fram að félaga- og
húsfélagaþjónusta sparisjóða
og bankastofnana bijóti í bága
við samkeppnislög.
Jón Siguðsson, eigandi Bók-
halds- og tölvuvinnslu Jóns Sig-
urðssonar, hefur sent Samkeppn-
isstofnun athugasemdir vegna
innheimtu-, greiðslu- og bókhalds-
þjónustu sem bankar og sparisjóð-
ir veita húsfélögum og fleiri félög-
um. Að mati Jóns er þarna farið
út fyrir ramma banka og spari-
sjóða 'sem fyrirtækja. Telur hann
að með þessu sé farið inn á verk-
svið bókhalds- og endurskoðunar-
skrifstofa, lögfræðiskrifstofa og
fyrirtækja sem selja tölvuþjónustu.
Skilyrt viðskipti
Jón segir í bréfí til Samkeppnis-
stofnunar að bankar og sparisjóðir
komi í veg fyrir eðlilega sam-
keppni með lágum verðskrám enda
séu viðskiptin skilyrt því að við-
skiptavinurinn stofni bankareikn-
ing hjá viðkomandi stofnun. Þá
sé þjónustan seld án virðisauka-
skatts, þar sem þjónusta banka,
sparisjóða og annarra lánastofn-
ana sé undanþegin virðisauka-
skatti. Bókhalds- og endurskoðun-
arskrifstofum, tölvufyrirtækjum
og lögfræðiskrifstofum beri hins
vegar að selja þjónustu sína með
24,5% virðisaukaskatti.
Samkeppnisstofnun hefur leitað
álits Bankaeftirlits Seðlabanka ís-
lands sem telur umrædda félaga-
og húsfélagaþjónustu rúmast inn-
an starfsheimilda viðskiptabanka
og sparisjóða. Jón Sigurðsson telur
að starfsemi sú sem fjallað er um
brjóti í bága við samkeppnislög
og hefur farið fram á að Sam-
keppnisstofnun fjalli um málið.
■ FLOKKUR jólasveina verður
í Kringlunni á sunnudaginn og
munu þeir skemmta kl. 14 og 15.
Verslanir í Kringlunni verða opnar
lengur nú um helgina. í dag,
laugardag, er opið til kl. 18 og á
morgun, sunnudag, verður opið frá
kl. 12 til 17. Á vegum verslananna
verða bókaáritanir, plötukynning-
ar og tískusýningar. Viðskiptavin-
ir geta um helgar til jóla nýtt bíla-
stæði í nágrenni Kringlunnar.
Heimilt er að leggja á lóð Verslun-
arskólans og norðan við Útvarps-
húsið. í dag, laugardag verða
starfsmannastæði Kringlunnar
austan við húsið einnig rýmd og
viðskiptavinir geta lagt bílum sín-
um þar.
CHATEAU D AX
TEG.598
3ja sæta sófi og tveir
stólar í leðri
kr. 213.528 stgr.
Opið laugardaga kl. 10-18.
Síðumúla 20, sími 688799.
■ ■ ■' ^> ■ ■ . - ".''■1 ;
> ‘i r' !
AFMÆLI&-
Afmælisdagabókin er sígild að grunn-
gerð, í hana er hægt að skrá afmæli,
brúðkaupsdaga og aðra merkisdaga.
Bókin er skreytt með fallegum lit-
myndum af blómum, vöndum og
skreytingum, sem eru ómetan
legur innblástur að gjafahugmynd-
um og hátíðaskreytingum.
Auk þess eru í bókinni Kínversk
stjörnuspeki, uppskriftir og fjöldi
málshátta og ^j&^aav^OKAúreAfANm_/&>
ýmsir fróð-
vQ&Tríví/EKUNA
Sími: (91)7 54 44, fa* (91)7 54 66
f,
Fróðleikur um stjörnumerkin
Merkisdagar
leiksmolar.
Uppskriftir
Blómaskreytingar
Málshættir
Hugmyndir að
skreytingum
Óbrevtt verd á jólabókum