Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 57 Halldóra Eyrún Ein- arsdóttir, Bergi, Ytrí- Njarðvík — Minning Fædd 15. október 1907 Dáin 2. desember 1993 Dropinn holar bergið blátt beint svo niður falli þrátt. Get ég lært þótt gangi smátt, Guð mun styrkja veikan mátt. (Höf: ók.) Með þessum orðum viljum við kveðja ömmu okkar á Bergi. Halldór Berg Olafsson, Flóra Hlín Olafsdóttir. Elsku Dóra frænka. Þú fórst svo skyndilega og það var svo margt sem ég þurfti að segja við þig áður en þú færir. Svo margt sem ég þurfti að þakka þér fyrir. Þótt þú værir orðin áttatíu og sex ára gömul fannst mér ein- hvern veginn að það væri langt í að þú færir, þú varst alltaf svo hress og kát, ekki síst síðast þegar við hittumst. Fyrst af öllu vil ég þó þakka guði fyrir að hafa gefið mér og fjöl- skydlu minni að hafa átt þig að. Ég hefði svo mikið viljað ræða við þig um gömlu dagana þegar þú varst ung og þakka þér fyrir hvern- ig þið Siggi tókuð hana Huldu litlu systur þína, móður mína, að ykkur þegar foreldrar ykkar slitu samvist- um. Einnig vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur, móður mína og bræður, þegar hann pabbi dó frá okkur kornungum. Þá voru erfiðir tímar fyrir ekkju með þijú smábörn og það var ómetan- legt fyrir okkur að koma í Njarðvík- urnar og vera hjá þér. Mér er það í bamsminni þegar þú sast við saumavélina á Bergi og varst að sauma á okkur buxur og skyrtur, já og einu sinnu saumaðir þú á mig kuldaúlpu. Minningarnar hrannast upp í huga mér og ég sé þig fyrir mér ljóslifandi, háa og granna og tignar- lega. Þú varst frumleg og hafðir svo yndislega skapgerð. Heiðarleiki þinn og tilsvör eru öllum sem kynnt- ust þér svo minnisstæð. Þú sagðir ætíð hug þinn á svo skemmtilegan hátt að viðstaddir gátu ekki annað en hrifist af þér. Þú varst líka við- kvæm og hrifnæm. Stundirnar mörgu sem ég átti með ykkur Sigga og Marrý em mér dýrmætar og munu geymast í minningunni. Ég minnist sumranna þegar ég var hjá ykkur og öll þau jól og páska sem við vorum öll hjá ykkur. Gestrisni þin og hlýja sem þú veittir okkur er ómetanleg. Elsku Dóra, ég sakna þín svo mikið. Ég veit að þú fékkst að fara á þann hátt sem þú sjálf vildir og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú og þú hefur fengið hvíld, en við sem lifum emm svö miklu fá- tækari eftir að þú fórst. Ég bið góðan guð að geyma þig. Blessuð sé minning þín. Jón Guðmundsson. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að hún amma sé dáin. Hún sem var svo hress og glöð og kenndi sér einskis meins. Það var því mik- ið áfall þegar hún kvaddi okkur skyndilega. Líf hennar ömmu var kannski eins og flesta dreymir um, rólegt, þægilegt og allt mjög fast- skorðað. Allir vissu að ekki þýddi að beija að dyrum fyrir klukkan ellefu að morgni því að þá var hún sofandi. Og eins milli klukkan 1-3 eftir hádegi, því að þá var það mið- degislúrinn. Én eftir þann tíma sat hún og lagði kapal. Og þá var það sko meira en velkomið, alveg til klukkan hálf tólf, þá var skellt í lás á slaginu. Ung giftist amma honum afa, Sigurði H. Hilmarssyni bifreiða- stjóra, og áttu þau 60 ára brúð- kaupsafmæli sumarið 1992. Þau byggðu húsið Berg, sem síðar varð Þórustígur 16 í Ytri-Njarðvík. Þar bjuggu þau í um 60 ár og ólu upp eina dóttur, móður mína hana Rós- mary. Oft var glatt á Bergi og mannmargt, ég minnist sérstaklega spilakvöldanna þegar Bjami heitinn Halldórsson og Guðrún kona hans spiluðu vist, amma og Bjami saman og afi og Guðrún. Oft var heitt í kolunum og þá var sko gaman hjá mér og Halldóri bróður þar sem við sátum og átum nammi og fylgd- umst með því hvernig amma róaði mannskapinn með sinni alkunnu ró og hnyttnum tilsvömm. Alltaf var einstaklega gott að koma til ömmu og afa. Amma lum- aði oftar en ekki á ýmsu góðgæti sem við bræðurnir og Flóra systir höfum þegið í gegnum tíðina. Heilu kvöldin var setið og spilaður marías eða manni og rabbað um daginn og veginn, því að amma var vel að sér í flestum málum, svo sem hinum ýmsu tískusveiflum og sagði ávallt sína meiningu, enda þótt það væri ekki það sem allir vildu heyra. Amma var falleg kona, há og tign- arleg, svo tignarleg að ég velti því oft fyrir mér þegar hún fékk sér morgungönguna niður Þórustíginn að hún hlyti að hafa verið konung- borin aðalsmær í sínu fyrra lífi. Amma var mannþekkjari. Hún var fljót að sjá út persónu hvers og eins og kærði sig ekki að eyða tíma í þá sem henni leist ekki á. Það var mér því mikið gleðiefni hversu vel hún tók á móti unnustu minni og syni hennar þegar þau fluttust f kjallarann til mín á Bergi. Við minnumst með söknuði stund- anna á efri hæðinni á síðastliðnu ári. Nú hefur hún Dóra á Bergi lagt síðasta kapalinn í þessari jarðvist og um leið og ég kveð ömmu í hinsta sinn og hugsa um hversu skrýtið það verður að halda jól án hennar, vil ég þakka henni fýrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir mig og mína og bið ég góðan guð að styrkja afa í sorg sinni. Sigurður H. Ólafsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. S0FASETT A FRABÆRU VERÐI Leðursófasett, margartegundiríýmsum litum. Verð frá kr. 239.600 stgr. Opið laugardag kl. 10 -18, og sunnudag kl. 13 -17 03 húsgögn ÁRMÚLA 44 - SÍMI 32035 NY SENDING Stærðir 30-37 verð kr. 3.300,- Teg. Solaria 2483 Rúskinn Teg. Solaria 2483 Leður Teg. 2049 ökkla m/reimum Stærðir 30-37 verð kr. 3.300,- Stærðir 28-34 verð kr. 3.500,- Stærðir 35-39 verð kr. 3.990,- Tteg. 1994 reimaðir Póstsendum samdægurs. Staðgreiðsluafsláttur. FULLAR BÚÐIR AF GLÆSILEGUM SKÓM SKÆDI KR/NGLUNN/ 8-12 S. 689345 Stærðir 30-37 verð kr. 2.990,- MÍLAN0 LAUGAVE6I 61-63, SÍMI 10655 MILLI KL. I4.00 OG 17.00 20 KÓRAR UM 600 MANNS SYNGJA JÓLALÖG SAMSÖNGUR GLEÐI JÓLANNA í PERLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.