Morgunblaðið - 11.12.1993, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Minning
Kristján Guðna-
son, húsvörður
Fæddur 16. apríl 1907
Dáinn 3. desember 1993
Laugardaginn 11. desember
verður til moldar borinn frá Selfoss-
kirkju Kristján Guðnason húsvörður
hjá Kaupfélagi Ámesinga, sem and-
aðist 86 ára að aldri að heimili sínu,
Grænumörk 1 á Selfossi, 3. desem-
ber sl. Mér er bæði Ijúft og skylt
að minnast þessa heiðursmanns og
þakka fyrir þau 11 ár sem leiðir
mínar, minnar fjölskyldu og Krist-
jáns lágu saman. Frá árinu 1944
hefur Kristján nær óslitið verið
starfsmaður kaupfélagsins, fyrst
sem flutningabílstjóri og síðan sem
húsvörður .þar til fyrir nokkrum
árum að hann lét af því starfi. Það
gefur nokkuð augaleið hvemig
stjórn kaupfélagsins leit á starfsfer-
il Kristjáns þar sem tekin var sú
einstæða ákvörðun að greiða Krist-
jáni heiðurslaun til dauðadags.
Raunin varð sú að Kristján átti eft-
ir að verða áfram sívinnandi alla
tíð og kaupfélagið fór ekki varhluta
af þessari vinnusemi og ber Sig-
túnahús og garðurinn þar þess vitni.
Dugnaður og trúmennska ein-
kenndi líf og starf Kristjáns og það
var Kaupfélagi Ámesinga ómetan-
legur stuðningur að hafa slíkan
mann til umsjónar og eftirlits í afar
fjölbreyttum og mikilvægum störf-
um.
Kristján Guðnason var Dalamað-
ur, fæddur á Valþúfu á Fellsströnd,
hinn 16. apríl 1907. Gámngar hafa
sagt að eitt merkið um samstillingu
Knstjáns með kaupfélagsstjórum
KÁ hafi verið það að núverandi
kaupfélagsstjóri og hann áttu sama
afmælisdag. Ekki hefur Kristján
væntanlega náð þeirri samræmingu
með öðmm forverum mínum, Agli
Thorarensen, Grími Thorarensen
eða Oddi Sigurbergssyni og það
hafa verið mér talsverð forréttindi
að drekka þetta tvöfalda afmælis-
kaffi með vini mínum. Foreldrar
Kristjáns bjuggu á Valþúfu, en þau
vom Guðni Jónsson frá Skógum á
Fellsströnd og Petrína Gerður
Kristjánsdóttir frá Skoravík. Krist-
ján var einn sjö systkina. Hann
kvaddi Dalasýsluna um 24 ára ald-
ur og fór suður og vann á ýmsum
stöðum í Reykjavík og nágrenni og
ekki er vafí á því að hæfileikar
hans hafa þá þegar aflað honum
álits og starfsreynslan varð fjöl-
breytt og þar vora engir meðalstað-
ir sem komu við sögu. Hér má nefna
ráðmennsku hjá Björgúlfi Ólafssyni
lækni á Bessastöðum, bústörf á
Korpúlfsstöðum hjá Thor Jensen
og að lokum bústjórn hjá Valgerði
Þórðardóttur á Kolviðarhóli.
Kristján hafði frá mörgu eftir-
minnilegu að segja frá þessum ámm
sínum, áður en hann settist að á
Selfossi og raunar einnig frá síðari
tímum. Hann naut þess að segja
frá, enda bæði fróður og minnugur
og gat tekið skoplegar hliðar mann-
lífsins og málað þær þeim sterku
litum sem hæfðu stund og stað.
Fólk sem kynntist þessari hlið á
Kristjáni gleymir áreiðanlega seint
frásaguargleði hans og græsku-
lausu fyndni. Þessir hæfileikar
öfluðu honum vinsælda og kunn-
ingja- og vinahópurinn varð stór.
Kristján var um 4 ár á Kolviðar-
hóli og festi þar nokkrar rætur eins
og sést á því að honum féll mjög
miður að ekki skyldi fá að standa
hið myndarlega þriggja hæða hús
á Kolviðarhóli, þótt starfsemi þar
hætti og honum fannst að þar væri
ærin ástæða til þess að reisa minnis-
merki, enda vel kunnugur hinu mik-
ilvæga hlutverki Kolviðarhóls — í
gegnum árin.
Húsvörður hjá Kaupfélagi Árnes-
inga varð Kristján árið 1945. Þá
hafði kaupfélagið byggt upp nýtt
verslunarhús við Austurveg og hús-
varðaríbúð Kristjáns var þar á ris-
hæðinni. Egill kaupfélagsstjóri mun
strax hafa séð hvað í þessum nýja
starfsmanni bjó og trúað honum
fyrir fjölbreyttri umsýslu. Móttaka
gesta í Sigtúnum og ferðalög urðu
m.a. verkefni hans undir beinni
stjórn kaupfélagsstjóra, þar sem
afburða hæfíleikar hans sem bryta
hafa komið fram. Kristján varð í
starfi sínu ákaflega tengdur kaup-
félagsstjómnum og fjölskyldum
þeirra í Sigtúnum. Að einhveiju
leyti kom þetta til af því að Krist-
ján var alla tíð einhleypur, vildi lifa
sínu lífi ftjáls og óháður, þurfti þá
ekki að taka tillit til eigin fjölskyldu
og var ákaflega ósínkur á sinn tíma
fyrir aðra. Maðurinn Kristján
Guðnason verður mér alla tíð nokk-
ur fyrirmynd til þess að keppa að
— þar sem hæfileikar hans á nokkr-
um mannlegum sviðum vom næsta
óvenjulegir og raunar einstæðir.
Þeir sem þekktu Kristján vel —
þeir munu lengi muna jafnlyndi
Kristjáns og góðlyndi, strangleika
hans við sjálfan sig í heilsusamlegu
lífemi, t.d. varðandi sundiðkun og
hófsamlegt mataræði. Kristján
hafði það fyrir reglu flesta daga
að fara á fætur 15 mínútur fyrir 7
og þá fljótlega í sund. Hann hafði
til síðustu ára útlit hins sextuga
manns en heilsuleysi var þó farið
að taka hann óblíðum tökum.
Kristján var fróður um málefni
Kaupfélags Ámesinga og jafnan
var fljótlegra að spyija hann hvar
ýmsir hlutir væm geymdir fremur
en að hefja leit og þá vissi Kristján
venjulega upp á hár um alla bygg-
ingasögujega þætti varðandi hús-
eignir KÁ á Selfossi, þekkti lagnir
og leiðslur neðan jarðar sem ofan
jarðar, hvort sem af þeim fundust
teikningar eður ei. Dugnaðurinn,
metnaðurinn og kappsemin var með
þeim hætti að Kristján lagði sig
fremur í lífshættu í lagfæringum
og viðgerðum heldur en að gefast
upp við sín verkefni. Hér kom það
til, að Kristján var svo ráðagóður
í hvers konar vanda að hann var
nánast aldrei ráðalaus. Þessi eðlis-
greind skapaði Kristjáni sérstöðu
og hann var mikilsmetinn leiðtogi
eldra fólksins í þeirra ferðalögum
og í þeirra sambýli í Grænumörk 1
á Selfossi. Þar sem víðar er nú
Kristjáns Guðnasonar sárt saknað,
Fædd 10. mars 1936
Dáin 4. desember 1993
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir iiðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Mér er bæði Ijúft og sárt, að
setjast niður, og skrifa nokkur
minningabrot um frænku mín, óg
trúnaðarvinkonu, Önnu S. Jónsdótt-
ur.
Hugurinn reikar norður þar sem
ég ólst upp. Á hveiju sumri kom
frænka með fjölskyldu sína í heim-
sókn til okkar í sveitina, oftast með
tjald og allar mögulegar útilegu-
græjur á toppgrindinni á fólksvagn-
inum, sem forvitnilegt var fyrir
sveitastelpu að skoða á þeim árum.
I mínum huga var Anna frænka
litla systir hans pabba míns, og
dóttir „ömmu á Sigló“. Mér fannst
þær mæðgur alltaf dálítið líkar, til
en þegar frá líður verður það fögur
og dýrmæt minning að hafa þekkt
þennan einstaka mann.
Kristján var barngóður svo af
bar og var bömum mínum sem
besti afi og höfðu þau mikla ást á
honum. Ekki var hann síður frábær
félagi minn og konu minnar, alltaf
hlýr og uppörvandi. Hann ferðaðist
oft með okkur, bæði innanlands og
erlendis, okkur til ómældrar
ánægju. Hann var okkur hjónunum
svo hjálpsamur og raungóður að
okkur fínnst missirinn mikill. En
hér em lögmál lífsins að verki, og
Kristján okkar náði vissulega háum
aldri og fékk að kveðja þennan
heim með þeim hætti sem hann
hefur ömgglega viljað helst. Við
leiðarlok er það söknuður og þakk-
læti sem skapa hughrifin, sem ekki
er einkennilegt, þar sem látinn er
góður og göfugur maður.
Guð blessi minningu hans.
Sigurður Kristjánsson.
Vinarkveðja
Þú lifir enn, þitt dæmið dyggðamka
það dvínar ei, þó helið byrgi láð.
Þú áttir hjá oss harla fáa líka
að hjartans auði og fólskvalausri dáð.
(M.J.)
Þetta erindi séra Matthíasar
fannst mér eiga vel við er ég minn-
ist vinar míns, Kristjáns Guðnason-
ar, á útfarardegi hans, en hann
varð bráðkvaddur að heimili sínu
að morgni 3. desember sl.
Kristjáni kynntist ég fyrst haust-
ið 1972 er ég hóf störf hjá Kaupfé-
lagi Ámesinga. Þau falla ekki í
gleymskudá aðvömnarorðin, sem
hann lét falla er hann afhenti mér
lykla að dyram kaupfélagsins.
dæmis sami hlátur, sömu hendur,
sama hægláta yfirbragð sem ég
kunni svo vel við.
Anna frænka fæddist á Mola-
stöðum í Fljótum í Skagafirði. Hún
var yngsta bam þeirra Jóns Sig-
mundssonar, fæddur 1890, dáinn
1962, og Sigríðar Guðmundsdóttur,
fædd 1895, dáin 1986. En böm
þeirra em; Guðmundur, fæddur
1914, múrarameistari, Sigurlína,
fædd 1922, húsmóðir; Snorri, fædd-
ur 1927, bifreiðastjóri, lést 1979;
Svavar, fæddur 1928, bóndi; Ás-
geir, fæddur 1933, rafveitusjóri.
Anna sleit bamsskónum í Fljót-
unum. Fjölskyldan bjó um tíma á
Hraunum og fluttist svo að Lamba-
nesreykjum í nokkur ár, og þaðan
að Illugastöðum, og þaðan átti hún
sínar bernskuminningar. Hún gekk
í sinn skóla þar, og fór síðan í
Húsmæðraskólann á Blönduósi einn
vetur.
Og í Fljótunum kynntist hún
verðandi eiginmanni sfnum, Kristni
Jónssyni. Hann kom frá fæðing-
arbæ hennar Molastöðum. Þau giftu
sig 10. desember 1960. Börn þeirra
em: Helga, fædd 26. september
1960, húsmóðir, gift Garðari K.
Grétarssyni vélsmíðameistara, þau
eiga þijú börn og búa í Hafnar-
fírði; Siguijón, fæddur 12. nóvemer
Ábyrgðin væri mikil, sem því fylgdi
að hafa undir höndum slíka hluti.
Að glata þeim gæti haft ófýrirsjáan-
legar afleiðingar. Til þess að stað-
festa hvatningarorð sín festi hann
á lyklakippuna plötu með upphafs-
stöfum sínum. Úmhyggja hans fyr-
ir Kaupfélagi Ámesinga var engu
lík, og raunar öllu er honum var
trúað fyrir, enda maðurinn grand-
var og trúr í hvívetna. Trygglyndi
og manngæsku bar hann í ríkum
mæli.
Kaupfélagsstjórar Kaupfélags
Ámesinga og fjölskyldur þeirra fóru
ekki varhluta af umhyggju Krist-
jáns Guðnasonar. Allt bæði innan-
og utandyra á Sigtúnum var honum
ekki óviðkomandi. Hann hlaut mik-
ið traust húsbænda sinna og velvild
sem seint verður virt að verðleikum.
Þótt Kristján væri hvorki hár í lofti
né þéttur á velli var hið innra, sem
með honum bjó, þeim mun hærra
og gildara. í allri framkomu var
hann prúður og hógvær. Hann var
hvatur í hreyfingum og hljóp oftast
við fót. Kímni átti hann ríka og
sögur hans voru hrein snilld sem
unun var að hlusta á. Sumar þeirra
munu lifa lengi meðal vina hans
og kunningja. Dulrænn var hann
og engu líkara en hann byggi yfír
æðra skilningarviti. Þessu höfðu
margir veitt athygli, sem umgeng-
ust hann. Aldrei féll honum verk
úr hendi. Hann virtist geta allan
vanda leyst á hinu verklega sviði,
enda hafði hann ráð undir rifi
hveiju.
Þegar aldur færðist yfír og
starfslok urðu, stytti hann sér
stundirnar við að skera út fagra
muni, sem prýða heimili vina og
kunningja. Útskoma klukkan, sem
hann færði okkur hjónum er dýr-
mæt, ekki síst fyrir það hver gef-
andinn var.
Það væri hægt að skrifa langt
mál um Kristján Guðnason sem hér
er kvaddur. Til þeirra hluta er næg-
ur efniviður. Við leiðarlok flytjum
við hjónin honum hinstu kveðju og
þakklæti fyrir samfylgd og ógleym-
anlegar samverustundir. Þessum
orðum mínum lýk ég með tilvitnun
í ljóðlínur Matthíasar Jochumsson-
ar.
Elsku bróðir, þessi trú var þín
þinna rauna kvöldmáltíðar vín.
Göfugmenni gekkstu hraun og hjam,
hetja lifir, sofnaðir sem bam.
Guðni B. Guðnason.
Sannur vinur er horfinn sjónum
okkar. Vinur, sem átti fáa sér líka.
Lífí hans og starfí fylgdi hvorki
gnýr né yfirlæti, þó gaf hann öllu
gætur og hafði lag á að láta hlutina
1961, framkvæmdastjóri, giftur
Vilborgu Helgadóttur, þau eiga tvö
böm og búa í Vogum; Laufey, fædd
21. ágúst 1967, húsmóðir, gift Bimi
Bjömssyni rafeindameistara, þau
eiga tvö böm og búa í Reykjavík;
Sævar Þór, fæddur 8. september
1972, stúdent, býr í foreldrahúsum,
unnusta hans er Elísabet Magnús-
dóttir.
Anna og Kiddi skildu árið 1983,
eftir 23 ára hjónaband. Veit ég að
það tók mjög á hana, að svo skyldi
fara, þó að hún hefði ekki mörg
orð um það.
Á þessum tímamótum kynntist
ég henni betur, þá sjálf komin með
fjölskyldu, og flutt á höfuðborgar-
svæðið. Úpp frá því býr hún sér
og bömunum sínum, sem hún unni
svo mjög, notalegt heimili við Engi-
hjalla 11 í Kópavogi, og þar var
gott að koma.
Anna vann utan heimilis, á
saumastofu á Kópavogshæli, og var
vel látinn starfskraftur enda sam-
viskusöm og vandvirk, en sauma-
skapur var nokkuð, sem lék í hönd-
unum á henni. Sjálf naut ég góðs
af því. Einu sinni byrjaði ég að
sauma mér dragt. Er ég hafði setið
yfir saumavélinni í viku, gafst ég
upp, og hringdi í Önnu frænku. Jú,
það var velkomið að hjálpa mér
samdægurs. Ég á dragtina enn,
enda sígild og vel saumuð.
Við hringdum oft hvor í aðra
„svona til að heyra hljóðið" eins og
við sögðum alltaf. Hún var ein af
þeim fáu, sem hvatti mig til að flytj-
gerast þannig að öðmm fannst þeir
hefðu gerst af sjálfu sér.
Kristján Guðnason fæddist 16.
apríl 1907 að Valþúfu í Dalasýslu.
Þaðan átti hann sínar bernskuminn-
ingar, sem lærdómsríkt var að
heyra hann rifja upp. Hann mundi
tvenna tímana, kom víða við og
starfaði m.a. á Bessastöðum og á
Kolviðarhóli um árabil. Þar undi
hann hag sínum vel og hafði frá
mörgu að segja frá tímum stríðsár-
anna, er hefði mátt færa á letur.
í kringum 1942 fluttist Kristján
að Selfossi og starfaði við mjólkur-
flutninga um tíma, en réðst síðan
sem húsvörður til Kaupfélags Ár-
nesinga, sem með sanni varð hans
lífsstarf. Þar lágu leiðir okkar sam-
an, er við hjónin störfuðum við
gluggaskreytingar í verslunum
kaupfélagsins frá 1961-1978.
Þar kynntumst við ljúfmennsku
Kristjáns og einstakri ósérhlífni.
Hann átti jafn auðvelt með að
blanda geði við unga sem aldna og
var ætíð reiðubúinn að rétta hjálp-
arhönd.
Starfi okkar fylgdi mikil nætur-
vinna og ekki lét hann „Stjáni okk-
ar“ vanta að annast um okkur sem
mest og best með kaffi og 'rausnar-
legu meðlæti, hvenær sem var á
nóttunni. Þetta gerði hann, sem svo
margt annað, af eigin fúsleika,
óumbeðinn.
Brosið hans bjarta og hláturinn
mun lifa í hugum okkar. Hann var
svo hlýr og öllum leið vel í návist
hans. Þannig varð hann sannur fjöl-
skylduvinur okkar, og þegar faðir
minn lá sína síðustu tvo mánuði á
sjúkrahúsinu á Selfossi, létti Stjárii
honum dagana og sat rólegur við
rúmið hans oftast langt fram á
kvöldin. Það eitt var okkur ómetan-
legt.
Kristján setti svip sinn á bæjarlíf-
ið á Selfossi, þar sem hann þekkti
til flesta og flestir þekktu hann.
Starfið hjá kaupfélaginu átti
huga hans, þar gætti hann að öllu,
stóm sem smáu, sem eigið væri,
og fjölskyldurnar sem bjuggu í Sig-
túnum, allt frá tímum Egils Thorar-
ensens og fram á þennan dag, nutu
ekki hvað síst krafta hans. Síðustu
árin naut hann samvista við góða
vini sína þar, og þar var honum
tekið sem einum af fjölskyldunni.
Lífi og starfi vinar er lokið, en í
þakklátum hugum okkar, sem til
þekktu.m geymist mynd hans og
varir. Það er okkur dýrmæt og lær-
dómsrík eign.
Guð blessi minningu hans.
Eftirlifandi ættingjum hans vott-
um við einlæga samúð okkar hjóna.
Rannveig Björg
Albertsdóttir,
Hallkelshólum.
ast utan með fjölskyldu mína, bara
ef ég kæmi svo aftur heim. Við
voram vinkonur, eins og frænkur
geta verið.
Eftir að ég fluttist út, hugsaði
ég oft til hennar. Ég frétti að hún
væri með krabbamein. Mér brá. Oft
langaði mig að skrifa henni eða
hringja, en hafði mig aldrei í það.
Nú er það of seint.
Ég huggaði mig við það að hún
hafði eignast vin, Ólaf Óskarsson,
mikið vellátinn mann. Hann á heið-
ur skilið fyrir að styðja hana í erfið-
um veikindum hennar.
Að lokum vil ég þakka frænku
fyrir tryggð og vináttu liðinna ára.
Hennar verður sárt saknað af öllum
sem hana þekktu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut
(V. Briem.)
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur svo og systkinum hennar
og öðrum ættingjum.
Ásdís Svavarsdóttir, Svíþjóð.
Minning
Anna S. Jónsdóttir