Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Minning
Ragnheiður Bach-
mann frá Siglufirði
Fædd 13. mars 1906
Dáin 4. desember 1993
Þegar undirritaður frétti lát heið-
urskonunnar Rögnu Bachmann, eins
og við gjaman kölluðum hana, sem
gamla vinkonu frá Siglufirði, skaut
ósjálfrátt upp minningum um löngu
liðinn atburð, þar fyrir norðan. Það
sýnir hversu mikil manneskja hún
var, þegar hún tók þátt í þeirri miklu
sorg og erfiðleikum, sem fjölskyldan
mín lenti í og reyndist okkur svo
mikil stoð og stytta í þeim erfiðieik-
um. Við tvö eldri systkinin dvöld-
umst hjá henni síðla vetrar 1958,
en við áttum þá ekki í mörg hús að
venda. Var hún okkur sem besta
fóstra þessa vetrarmánuði. Fyrir
þessa miklu aðstoð og umhyggju
viljum við þakka Rögnu, nú þegar
hún kveður hið jarðneska líf. Sam-
verustundir síðustu áratugina hafa
því miður verið alltof fáar. Þó höfum
við ávallt haft fréttir af henni.
Kynni okkar voru fyrst og fremst
vegna starfa hennar við fyrirtæki
föður okkar, en hún vann þar gjam-
an yfir vetrarmánuðina, og er mér
nú minnisstætt, hve hann hafði
ávallt miklar mætur á henni fyrir
dugnað, ósérhlífni, hreinskilni og
drengskap. Samvinna þeirra var
mjög góð og þar ríkti gagnkvæmt
traust.
Mér er í fersku minni stundirnar
sem ég, lítill drengur, átti, þegar
heimsótt var eldhúsið á Hótel
Hvanneyri, gjarnan á laugardegi
yfir háveturinn, en þar stóð Ragna
yfir pottunum í eldhúsi hótelsins og
tók þátt í undirbúningi einhverrar
veislunnar.
Á árunum fyrir 1960 héldu Sigl-
firðingar uppi miklu menningar- og
skemmtanalífi á „háu plani“, enda
ekki við öðru að búast af þeim. Sigl-
firðingar þess tíma voru „heims-
menn“. Mikil vinna yfír sumartím-
ann, mikill þénusta. Mikill fjöldi
ungs fólks fór í framhaldsnám,
gjarnan til Akureyrar eða Reykjavík-
ur, en heimamenn notuðu veturinn
til þess að stunda menningarlíf og
til skemmtana. Flestir þeir, sem
upplifðu þennan tíma í sögu Siglu-
fjarðar eiga vafalaust flestir góðar
minningar frá þessum árum. Ragna
Bachmann var þátttakandi í þessu
merka mannlífi. Þrátt fyrir einangr-
un í svartasta skammdeginu var allt-
af ljós að fínna milli brattra fjalla
Siglufjarðar. Aðalstarf Rögnu á
þessum árum vai starf hennar á
rannsóknastofu SR, jafnframt sá
hún um ljósaböðin í bamaskólanum
á Siglufirði og er hún minnisstæð
okkur börnunum, sem þar dvöldumst
við nám og leik. Ég mun ekki fjalla
um ætt hennar né lífshlaup annað,
þar skortir mig þekkingu til.
Við sem þekktum Rögnu, minn-
umst merkrar konu með virðingu.
Við sendum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu góðrar konu
með þakklæti fyrir allt og allt.
M. Gíslason.
Þegar við vorum litlar áttum við
tvær ömmur. Ragnheiður bjó á
Siglufírði og var því kölluð amma á
Sigló. Hún var með fallegt hvítt
bylgjað hár og þá reykti hún og var
alltaf með sígarettu í öðru munnvik-
inu. í þá daga var óralangt til Siglu-
fjarðar, þó að ekki sé ýkja langt síð-
an og við sáum ömmu því ekki oft.
Það var því mikill viðburður þegar
hún kom í bærinn og alltaf kom hún
færandi hendi. Hún átti alltaf bijóst-
sykur í veskinu sínu og oft sendi
hún okkur systrunum pakka, stund-
um af engu tilefni. Það var alltaf
spenna í loftinu þegar pakkamir frá
ömmu komu, enda kenndi þar
margra grasa. Alltaf sendi hún ullar-
nærboli sem klæjaði undan, vettlinga
og sokka til sonardætra sinna á
haustin. Þegar sú elsta okkar náði
skólaaldri fékk hún að dveljast hjá
ömmu í einn mánuð yfir sumartím-
ann og sögumar sem hún sagði frá
þeirri dvöl vom' eins og jólin stæðu
í heilan mánuð. Það var því með
mikilli eftirvæntingu sem við hinar
biðum eftir að ná þessum aldri og
fá að dveljast hjá ömmu. Og við
urðum ekki fyrir vonbrigðum. Við
fengum að ráða hvað keypt var í
matinn og borðuðum vel þennan
mánuð. Amma mótmælti því hástöf-
um öllum fullyrðingum foreldra okk-
ar um hvað við væmm matvandar.
Amma átti líka alltaf kökur. Bestu
smákökur í heimi vom bakaðar af
ömmu. Eftir að hafa lifað í vellyst-
ingum hjá ömmu í heilan mánuð var
ekki einu sinni gaman að koma heim.
Þegar við urðum eldri og komnar
til meira vits komumst við að því
að amma var kvenskömngur. Hún
átti tvö böm sem hún ól upp ein.
Hún kom þeim í gegnum nám og
alltaf hvatti hún okkur til að vera
sjálfstæðar og geta staðið á eigin
fótum. Það var líka eitthvað sem
börnin hennar lögðu mikla áherslu
á. í huga hennar var mennt máttur
og hvatti hún alltaf til náms. Amma
var mjög pólitísk kona og hafði
ákveðnar skoðanir á öllum hlutum
og því var oft ákaflega gaman að
rökræða við hana um stjórnmál og
afar lærdómsríkt á okkar mótunará-
mm.
Amma reykti mikið framan af
ævinni. En einn daginn ákvað hún
að hætta því og þá hætti hún. Hún
var ekki með neinar yfírlýsingar um
það, bara hætti, þó að allir sem
umgengust hana væra vissir um að
hún gæti aldrei hætt. Viljasterk
manneskja eins og hún fór létt með
það, og það var jú fyrir tíma nikótín-
tyggjós og -plástra.
Skömmu eftir að amma fluttist
til Reykjavíkur fór heilsu hennar að
hraka. Hún var Alzheimer-sjúkling-
ur og var átakanlegt að horfa upp
á jafn skapmikla og skarpa og vilja-
sterka konu beijast við sjúkdóminn.
Að endingu varð hún eins og aðrir
að láta í minni pokann.
Elsku amma, erfiðu lífshlaupi er
lokið. Þú varst fyrirmynd sem ekki
gleymist og verð ég ánægð ef um
mig verður sagt að ég hafi verið þó
ekki væri nema örlítið lík þér, sjálf-
stæð og viljasterk.
Hvíl þú í friði.
Ragnheiður, Sólveig
og Bryndís.
Sól var yfir Hólshyrnu. Sjór svart-
ur af síld, sem breytt var í störf,
verðmæti og gjaldeyri. Unnin nótt
með degi; á flotanum, á söltun-
arstöðvunum, í bræðslunum. Allir í
önnum í síldarbænum; í kapphlaupi
við tímann. Ekki var minnstur kraft-
urinn eða þrótturinn í Ragnheiði
Bachmann, Rögnu eins og hún var
kölluð, sem um langt árabil starfaði
á efnarannsóknastofu Síldarverk-
smiðja ríkisins í Siglufirði. Atorka
hennar var dæmigerð fyrir kaup-
staðinn á uppgangsámm hans.
Siglufjörður í önnum sfldarár-
anna. Þannig er staðurinn sannastur
í minningu þeirra sem lifðu síldaræv-
intýrið. Ragna Bachmann í annríki
þessara ára. Þannig er mynd hennar
sönnust í minningu fólksins sem
deildi með henni löngu liðnum Siglu-
fjarðarámm.
Ragnheiður Bachmann fæddist í
Borgarnesi 13. marz árið 1906 og
var því 87 ára að aldri þegar kallið
kom. Foreldrar hennar vóm hjónin
Guðnín Guðmundsdóttir og Guðjón
Bachmann, vegaverkstjóri, síðar
lengi búsett í Borgamesi. í Borgar-
nesi átti Ragna heitin sín ungdóms-
ár. Og þar verður hún kvödd og lögð
til hinztu hvfldar í dag.
Það mun hafa verið árið 1928 sem
Ragna flyzt til Siglufjarðar. Frá
Borgamesi fór hún til Akureyrar,
gerði þar stuttan stanz, en sezt síð-
an að á Sigló. Þar bjó hún síðan og
starfaði lungann úr lífí sínu.
Sjúkrahús var reist í Siglufirði
árið 1928 og vígt á fullveldisdaginn
1. desember það ár. Þar hóf Ragna
störf sín í Siglufirði. Atorka hennar
og útsjónarsemi féll vel að þeim
framfarahug, sem einkenndi Siglu-
fjörð þessara ára. Þá þegar hnýttu
hún og heimamenn þá hnúta gagn-
kvæms trausts og vináttu, sem héldu
í áratugi eða meðan ævi hennar
entist.
Sama ár og sjúkrahúsið var byggt
var stofnuð lyfjabúð í Siglufirði.
Fyrsti lyfsalinn var heiðursmaðurinn
Aage Schiöth, sem víða kom við
sögu í málum Siglfirðinga, sat m.a.
í bæjarstjóm um árabil. Apótekið
varð næsti vinnustaður Rögnu. Þar
vann hún af sama dugnaði og sömu
trúmennsku sem hvarvetna annars
staðar þar sem hennar naut við.
Síðan lá starfsleiðin til Síldarverk-
smiðja ríkisins en þar vann hún um
langt árabil á efnarannsóknastofu
fyrirtækisins. Efnafræðingur, sem
þar starfaði, hafði á orði, að Ragna
væri „besti sjálfmenntaði efnafræð-
ingurinn" sem hann hefði kynnst um
dagana.
Reyndar var starf hennar tvíþætt
á seinni hluta starfsferils hennar í
Siglufirði. Á summm starfaði hún
hjá efnarannsóknastofu Sfldarverk-
smiðja ríkisins en á vetmm hjá
Bamaskóla Siglufjarðar; sá þar
einkum um ljósböð fyrir ungviðið í
svartasta skammdeginu.
Það er tvennt sem einkenndi
Rögnu öðmm fremur. Það fyrra
speglaðist í öllum störfum, sem hún
vann, og var samofið úr atorku,
samvizkusemi og trúmennsku. Það
síðara var umhyggja hennar fyrir
börnunum sínur tveimur, dóttur og
syni. Helga Bachmann er kennari;
maki hennar er Haraldur Hjartarson
bifreiðastjóri og dætumar em þijár.
Gunnar Bachmann er rafvirki og
kennari við Iðnskólann í Reykjavík;
maki hans er Bára Ragnarsdóttir.
Þau eiga og þijár dætur. Barna-
bamabömin em þijú.
Undirritaður kynntist Rögnu í
sameiginlegu starfi innan Sjálfstæð-
isflokksins í Siglufirði. Dugnaður
hennar, glöggskyggni og góðhugur
naut sín þar sem annars staðar. Það
var svo sannarlega hvetjandi og
orkugefandi að hafa fólk af hennar
gerð að samheijum á þeim vettvangi.
Ég kveð Rögnu með þakklæti og
virðingu.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
Siglfirðinga, heima og heiman, þeg-
ar ég sendi Helgu og Gunnari inni-
legustu samúðarkveðjur.
Stefán Friðbjarnarson.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
HLÍF ALFOLDÍNA SCHIÖTH
LÁRUSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 62,
Reykjavik,
lést þann 8. desember sl. í Borgarspít-
alanum.
Útförin auglýst síðar.
Þorleifur Jónsson,
Baldur Þorleifsson, Lárus Þorleifsson,
Örn Þorleifsson, Lovisa Þorleifsdóttir,
Ásbjörn Þorleifsson, Brynja Þorleifsdóttir,
Helgi Þorleifsson, Björk Þorleifsdóttir.
t
INGIBERGUR ÁRNASON,
dvalarheimilinu Höfða,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 9. þessa mánaðar.
Þórður Árnason
og aðrir aðstandendur.
t
Elskulegur faðir minn og afi,
JÓNAS BJARNASON,
Bárugötu 10,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum 9. desember.
Jarðarför auglýst síðar.
Jóhanna Jónasdóttir,
Jónas Guðmundsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBORG BJÖRNSDÓTTIR,
Skúlagötu 64,
Reykjavík,
áður til heimilis á Fjólugötu 11,
Vestmannaeyjum,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 9. desember.
Útförin auglýst síðar.
Ólafur Runólfsson,
Petra Ólafsdóttir, Jóhannes Kristinsson,
Ester Ólafsdóttir, Einar Bjarnason,
Birgir Ólafsson, Anna Lind Borgþórsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín,
ÞÓRA EYJÓLFSDÓTTIR,
lést á vistheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 9. desember.
Fyrir hönd barna okkar og fjölskyldna þeirra,
Sigurður Sveinsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, stjúpmóðir og amma,
KRISTÍN RÍKEY BÚADÓTTIR
frá Ferstiklu,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn
30. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kristján Ólafsson,
Gréta Fanney Guðlaugsdóttir, Eiríkur Baldursson,
Jón Búi Guðlaugsson, Jóna Kristbjörnsdóttir,
Einar Guðlaugsson, Jónfna M. Snorradóttir,
Vilhjálmur Guðlaugsson, Edda G. Guðmundsdóttir,
Hlynur Guðlaugsson,
stjúpbörn og barnabörn.
t
Útför
GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR,
sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. desember,
fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 13. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Kjartansson.
t
Bróðir okkar,
SIGTRYGGUR SIGURJÓNSSON,
Túngötu 7,
Húsavik,
sem lést mánudaginn 6. desember sl., verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 14.00.
Þurfður Sigurjónsdóttir,
Helga Sigurjónsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson,
Stefán Pétur Sigurjónsson,
Hreiðar Sigurjónsson.