Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 61 Minning Baldur Finnsson Fæddur 30. mars 1915 Dáinn 3. desember 1993 Baldur Finnsson er fæddur að Skriðuseli í Aðaldal, elstur níu barna þeirra hjóna Finns Indriða- sonar bónda og smiðs frá Hömrum í Reykjadal og Hallfríðar Sigur- björnsdóttur frá Helgastöðum í sömu sveit, af traustum þingeysk- um stofni í báðar ættir. Að Baldri liðnum eru fjögur systkina hans enn á lífi, en fimm horfin af þess- um heimi. Baldur ólst upp við venjuleg sveitastörf í gömlum stíl, og vegna tíðra ijarvista föður síns við smíð- ar utan heimilisins vandist hann snemma öllum almennum sveita- störfum eftir því sem honum óx aldur og þroski, uns hann fluttist ellefu ára að Jódísarstöðum, en síðar að Haga í Aðaldal, þar sem hann ólst upp að mestu eftir það. Hann byijaði barn að aldri að fást við smíðar undir handleiðslu föður síns, og stundaði þær öðrum þræði ásamt öðrum störfum meðan starfsþrekið entist, enda sérstak- lega góður smiður að upplagi, svo sem enn sér vott í ýmsum gripum sem eftir hann liggja. Einnig nýtt- ist honum smiðseðlið og veganest- ið frá æskuheimilinu vel í ævistarf- inu, fyrst er hann upp úr þrítugu tók við búi á Skriðuseli þar sem hann bjó nokkur ár, síðar er hann var orðinn starfsmaður Vegagerð- arinnar. Þar vann hann meðan starfsþrekið entist, við brúargerð á sumrum, en á vetrum nokkuð við smíðar í tengslum við hana, en starfaði auk þess árum saman við Elliheimilið As í Hveragerði. Fyrir nálega fimmtíu árum kvæntist Baldur Huldu, fædd 7. apríl 1925, yngstu dóttur Óskars Guðmundssonar frá Brúnavalla- koti á Skeiðum og Magnúsínu Eyjólfsdóttur frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum, og eignaðist með henni fimm dætur, og eru barnabörnin nú orðin tuttugu tals- ins, en barnabamabörnin tíu, allt hið mannvænlegasta fólk, sem nú kveður með söknuði ástfólginn föður, afa og langafa. Hulda lést um aldur fram tæpum tíu árum á undan manni sínum eftir ijögurra áratuga ástríka sambúð. Síðustu búskaparárin áttu þau hjónin fal- legt heimili í litlu húsi í Hvera- gerði, og þar bjó Baldur einn áfram að konu sinni látinni meðan þrekið entist. Síðustu árin bjó hann á hjúkrunarheimilinu í Skipholti 21 í Reykjavík, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og kunni vel við sig. Hann hafði fótavist og hélt fullum andlegum þrótti 'til hins síðasta. Baldur var einstklega vel skapi farinn, hógvær og dagfarsprúður, glaðvær og fundvís á hinar skop- legu hliðar mannlífsins. Hann hafði fallega söngrödd og var virk- ur félagi í kirkjukór Hveragerðis um margra ára bil. Hann var mik- ill ræktunarmaður og blómavinur og naut þess að hafa lifandi gróð- ur í kringum sig, einkum að rækta blóm, hlúa að þeim og gefa örðum. Vegna annríkis við flutninga fórst fyrir að við hjónin heimsækt- um hann síðustu tvo mánuðina sem hann lifði, en þegar við sátum síðast hjá honum í vistlega her- berginu hans í Skipholtinu var sama glettna blikið í augnaráðinu og fýrrum, sama hlýja brosið lék um varimar. Þótt við vissum að senn drægi til þess sem verða vildi, grunaði okkur ekki að umskipt- anna yrði svo skammt að bíða. Það verður enginn héraðsbrest- ur þótt aldurhniginn sómamaður, sem aldrei olnbogaði sig áfram né braust til metorða, kveðji og sé feijaður yfir fljótið mikla milli þessa heims og annars, þar sem leiðin liggur aðeins í aðra áttina. Ilmur blómanna og minningarnar um Baldur Finnsson munu lengi lifa með þeim sem áttu því láni að fagna að vera honum samferða hérna megin grafar. Farðu vel vinur. Gissur Ó. Erlingsson, Valgerður Óskarsdóttir. Hinn 3. desember sl. andaðist elskulegur faðir minn á Landspítal- anum eftir löng og ströng veikindi. Hann fæddist í Skriðudal í Aðal- dal. Hann var einn af níu systkin- um og eru nú fjögur, á lífi. Hann var elstur og aðeins 11 ára fór hann að heiman til að vinna fyrir sér. Um fermingu fór hann svo að bænum Haga í Aðaldal þar sem hann var til tvítugs og má segja að þar hafi hann eignast annan systkinahóp, sem reyndist honum sem bestu systkini þar til yfir lauk. Pabbi kvæntist 30. mars 1944, og áttu þau mamma saman 40 dásamleg ár. Hún dó 1984 og var það honum mikill missir. Þau eign- uðust fimm dætur, þær Fríðu, Eyju, Völlu, Jónu og Möggu. Barnabörnin eru 20 og barna- barnabörnin eru orðin 10. Hann bjó síðustu 16 árin hér í Hveragerði og hér festi hann ræt- ur. Síðustu sex árin þurfti hann að fara til Reykjavíkur í viku í * > Olafur Agústsson, Jörfa, Borgarfirði eystra — Minning Fæddur 7. september 1912 Dáinn 5. desember 1993 Hann afi er dáinn. Við þessa fregn byijaði ég ósjálfrátt að hugsa aftur í tímann. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman eru ómetanlegar. Sérstaklega eru mér minnisstæð sumrin er ég var 12 og 13 ára, en þá' var ég hjá afa. Það er eng- inn vafi á því að þetta eru þau bestu sumur sem ég hef lifað. Afi hafði alltaf tíma fyrir mann. Það var svo gaman að sitja hjá honum að kvöldlagi og hlusta á hann segja sögur af því hvernig allt var hér áður fyrr. Einnig voru morgungönguferðirnar niður í Ós alltaf skemmtilegar. Þá ræddum við allt milli himins og jarðar og veltum ótrúlegustu hlutum fyrir okkur. Hann lagði mikla áherslu á að kenna mér ijallahringinn og það var svo gaman að sjá hversu ánægður hann varð þegar hann sá að ég kunni hann, því í hans augum var hann eitt það mikil- vægasta sem maður átti að kunna. Afi hafði líka mjög gaman af að spila og alltaf Var spilastokkur á horninu hjá honum sem við grip- um ósjaldan í. Á sumrin var alltaf mikill gesta- gangur og glatt á hjalla í Jörfa því að afi átti sjö börn og ennþá fleiri barna- og barnabarnabörn sem komu ævinlega í heimsókn til hans. Ég á bágt með að ímynda mér hversu margar „veiðistangir" úr priki og girni afi hefur gert um ævina svo að þau yngstu sem komu í Jörfa gætu veitt alla ímynduðu fiskana í bæjarlæknum. Það er skrýtin tilhugsun að maður sjái ekki afa aftur, sitjandi með pípuna sína við eldhúsborðið þar sem hann sat svo oft og horfði út á hafið. Þessi gamli sjómaður sem var svo yndislegur. Það er mikill missir að honum, að geta ekki lengur komið í Jörfa til að hitta þennan hlýja og góða mann sem var svo gott að eiga að. En minningin lifir svo sannarlega og ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með honum. Vertu sæll, afi minn. Lilja Berglind. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélt'ituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá grcinarnar sendar á disklingi. nýrnavél og var það oft erfitt. Aldr- ei kvartaði hann, alltaf sagðist hann vera hress og að ekkert aifi- aði að. Hann elskaði söng og var mikill söngmaður. Hann byijaði að syngja með kirkjukórnum hér í Hveragerði rétt eftir að hann flutt- ist hingað og lét sig ekki vanta þótt oft væri hann varla fær um að ganga upp á kirkjuloftið og ekki eru margar vikur síðan hann söng þar síðast með okkur hjónun- um. Hann var yndislegur faðir og á ég góðar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Hann hélt mikið upp á barnabörnin sín og spurði sífellt um þau. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði og við fjölskyldan munum sakna þín sárt. Það verður vandfyllt sætið þitt hjá okkur nú um þessi jól. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki í gervinýra og deild 14 G á Landspítala og Dvalarheimil- inu Felli. Elsku systur mínar og fjölskyld- ur. Megi minningin um góðan föð- ur, tengdaföður og afa styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu, með Guðs hjálp. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valgerður, Sæmundur og börn. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna kveður nú einn af sínum gömlu, góðu félögum. Það er mér mjög ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Baldur var af þeirri kynslóð sem alin var upp við það að vinna sín störf af trúmennsku og hlífa sér ekki. Samviskusemi hans og dugn- aður kom berlega í ljós í störfum háns fyrir kórinn. Þó hann væri orðinn nokkuð við aldur þegar hann gekk til liðs við kórinn, voru þau mörg árin sem hann lagði kirkjusöngnum lið og meðan hann hélt sæmilegri heilsu átti hann yfirleitt metið í messumætingum yfir árið. Baldur sýndi fádæma styrk og dugnað í veikindum sínum. Hann átti á síðari árum ófáar ferðir inn á sjúkrahús, en um leið og hann fékk að fara heim, var hann mætt- ur á kirkjuloftið og farinn að syngja. Nú er Baldur laus við sitt veik- indastríð. Þeir sem „ganga með Guði“ eiga vísa góða heimkomu fyrir handan og þar er eflaust líka þörf fyrir góða söngmenn. Anna Jórunn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför ÁSTHILDAR ERLINGSDÓTTUR lektors. Erlingur Þorsteinsson, Þórdís T. Guðmundsdóttir, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Baldur Steinarsson, Þorsteinn Erlingsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður, BJÖRGVINS ARNARS VALDIMARSSONAR, Klapparbraut 8, Garði. Guð blessi ykkur öll. Helga Hauksdóttir og börn, Þóra Valdimarsdóttir, Ingunn Valdimarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA JÓNSSONAR frá Ey, Vestur-Landeyjum. Guðrún Þorsteinsdóttir, Svava Gísladóttir, Guðmundur Óskarsson, Jón Þ. Gíslason, Ásdís Ingólfsdóttir, Ágúst Gíslason, Sólveig Thorarensen, Gisli Jónsson, Guðrún D. Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför SIGURÐAR PÁLS SAMÚELSSONAR, Stigahlíð 22. Þórunn Jónsdóttir, Jón Baldur Sigurðsson, Greta María Sigurðardóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Karitas Sigurðardóttir, Guðmar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.