Morgunblaðið - 11.12.1993, Page 68

Morgunblaðið - 11.12.1993, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 68 mmmn »þú /rtunt heyrcu-frtx lögfrx&inQÖ mtnurn.: Mundu: Smá fitulag neðan á diskinum svo hann geti sýnt sig og sannað fyrir döm- unni___ * Ast er • • ft 6-29 þegar einhver passar alltaf uppá allt TM Rog. U.S Pal Off.—all rights roserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate I* Það verður að vera tengill í herberginu ef ég á að taka það á leigu__ HÖGNI HKEKKVlSI „I 'AFLOGUM BINU SINNI ENN ! " fNmngttiiIrfoftifr BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Um launakjör presta Frá Sigurði Kr. Sigvrðssyni: NÚ HEFUR kjaranefnd eftir langa mæðu loks kveðið upp úrskurð um launakjör presta. Sá úrskurður var þó í engu samræmi við þann úr- skurð sem Kjaradómur kvað upp á sínum tíma og var mjög vel ígrund- aður og rökstuddur. Varla höfðum við prestar frétt af úrskurðinum þegar Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, var kominn í ijöl- miðla til að lýsa vanþóknun sinni á Frá Þorgeiri Rúnari Kjartanssyni: Sú fregn að þú, Þcrbergur Aðal- steinsson, ætlaðir þér í prófkjör í Sjáifstæðisflokknum olli mér sem áhugamanni um handknattleik og einlægum stuðningsmanni lands- liðsins mikilli furðu, og síðan sárum trega. Hverslags dómgreindarleysi er þetta eiginlega? í hvernig heimi lifir þú? Þá á ég við hugtökin reynsluheim og veru- leikaskyn (sem ég veit að getur brenglast á örlagastundum í íþrótt- um). Er þér kunnugt um að á síðustu misserum hefur orðið þróun hér í landi sem einkennist af vaxandi fá- tækt og umkomuleysi þeirra sem minna mega sín, samtímis því sem flottræflar og peningaskítseyði hafa aukið umsvif sín og mont? Og ger- irðu þér ljóst að þessi þjóðfélagsþró- un hefur átt sér stað beinlínis undir vemdarvæng og með tilstyrk þeirra gæðalegu falsspámanna sem tala máli þess yfirstéttarapparats sem þú sækir nú svo fast að verða hluti af? Ef þú hefur ekki fattað þetta, hugsaðu þá málið. þessari leiðréttingu launa okkar. Hann lýsti því yfír að félagsmenn hans þyrftu ekki síður á launaleið- réttingu að halda og get ég vel fallist á það. En það er býsna fróð- legt að bera saman laun félags- manna Ögmundar og presta. Eg leitaði að stétt manna innan BSRB sem teljast mætti með sambærileg- an vinnutíma og starfsaðstöðu og þótti mér einna sanngjarnast að líta á lögreglumenn í þessu sambandi Og gerðu þér grein fyrir einu: Þú getur ekki komið í senn fram sem fulltrúi þjóðlegrar sameiningar um glæsilegan íþróttaárangur og sem fulltrúi flokks sem frá upphafi hefur staðið sérlegan vörð um einka- hagsmuni örfárra fjölskyldna sem sjúga til sín þjóðarauðinn, en'-láta almenning éta það sem úti frýs. Sameining og sundrung fara illa saman. Skaltu því vita, að þú færð ekki fimmeyring frá mér til stuðnings landsliðinu, happdrættismiða mun ég senda umsvifalaust til endur- vinnslunnar og ég skora á alla þá fjölmörgu sem sjá í gegnum svika- myllu Sjálfstæðisflokksins að gera slíkt hið sama. Leitt er að hinir ágætu og efni- legu drengir sem njóta faglegrar leiðsagnar þinnar á sviði handknatt- leiks skuli þurfa að gjalda fyrir heimskulegt framapot þitt á illa völdum vettvangi. En þitt er að skammast þín. ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON, Karfavogi 34, Reykjavík. þó svo að menntunarþátturinn sé ekki sambærilegur en í því mun þó halla á okkur prestana. Ég er í hópi þeirra sóknarpresta sem lægst hafa launin og starfa einn í um 900 manna prestakalli. Ég ber mig því saman við lögreglu- mann sem starfar einn á lands- byggðinni og kemur þá eftirfarandi í ljós. Ég vil taka það fram að upp- lýsingar um launakjör lögreglu- manna fékk ég hjá Landssambandi lögreglumanna og í samanburðin- um er miðað við þriggja ára starfs- aldur en það er sá tími sem ég hef starfað sem sóknarprestur'. Þá er verð fyrir yfírvinnutímann reiknað 1,0385% af grunnlaunum sem er samkvæmt gildandi kjarasamningi. Reiknað er með 28 yfírvinnustund- um á mánuði sem sjálfsagt er van- reiknað fyrir báða. Þá er samkvæmt kjarasamningi BSRB reiknað með bakvaktarálagi 280 klst. á kr. 177,50 á hverja klukkustund því báðir erum við á bakvakt allan sól- arhringinn allt árið. Laun sóknarpresta í einn mánuð, í kr.: Grunnlaun 105.000 Yfírvinna 30.520 Samtals 135.520 Laun lögreglumanns í einn mán- uð, í kr.: Grunnlaun 80.476 Yfírvinna 23.399 Bakvakt 49.700 Samtals 153.575 Af þessum samanburði má sjá að töluvert vantar upp á að launa- kjörin séu sambærileg. Ég gleðst yfír þeim góða árangri sem BSRB hefur náð í launamálum og vil segja að lokum að við prestar eigum enn- þá langt í land með að ná sambæri- legum kjörum við aðra opinbera starfsmenn. SIGURÐUR KR. SIGURÐSSON, sóknarprestur, Eyrarvegi 26, Grundarfirði. Bréfkom til landsliðsþjálfara Víkveiji skrifar Bankamir eru vinsælt umræðu- efni þessa daga vegna tregðu þeirra til að lækka vexti og tilraun- ar þeirra til þess að þvinga kaup- menn og viðskiptavini sína til þess að taka upp debetkort. Víkverji heyrði í þættinum „Reykjavík síð- degis“ í vikunni, að stjórnandi þátt- arins var búinn að finna upp nýtt heiti á þá stétt manna, sem hingað til hefur gengið undir heitinu bankamenn. Hann kallaði þá „raf- ræningja“ og með orðinu er þá vitnað til þess, að kortin eru með rafrás og færslur af reikningi við- skiptavinarins eru í raun færðar af reikningi viðskiptavinarins inn á reikning verzlunarinnar með raf- rænum hætti. En kunningi Víkveija spurði hann spumingar, sem Víkveiji átti í raun ekki svar við: „Þegar bank- amir eru búnir að útrýma ávís- ununum með þessum hætti á þeim forsendum að ávísanaþjónusta bankanna sé of dýr, hvemig á ég þá að geta lánað þér t.d. 100.000 krónur? Verður lántakandinn í þessu tilfelli í raun ekki að eiga dýra posavél til þess að fjármagns- flutningurinn geti átt sér stað?“ Sjálfsagt á ekki að gera ráð fyrir því, að fólk sleppi algjörlega ávís- anaheftunum, en geri bankarnir þá þjónustu svo dýra viðskiptavin- inum, sem þeir segjast ætla að gera, getur vel verið að ávísana- kerfið lognist út af, þ.e.a.s. að fjöldi fólks hætti að nota heftin, sem í senn em afskaplega þægilegt og í raun handhægt greiðslukerfi. Og mistakist markaðssetning deb- etkortanna, þýðir það þá ekki stór- aukinn kostnað þjóðfélagsins af seðlaprentun, sem hlýtur að hafa stórminnkað við aukin greiðslu- korta- og ávísanaviðskipti? Og enn mætti spyija. Hvað t.d. um bílaviðskipti? Hvernig greiða menn fyrir notaða bfla, sem þeir em að kaupa? Geta bflasalar í posa- vélum ávísað á milli reikninga við- skiptavina sinna? Þetta em allt mjög eðlilegar spumingar sem bankamir þurfa að svara. Þá hefur og spurzt að auk þess sem ávísana- heftin hækki um nokkur hundmð prósent, verði tekin greiðsla fyrir hveija færslu. Það fer því að vera álitamál, hvort það borgar sig ekki fyrir einstaklinginn, sem t.d. fær greidd laun inn á ávísanareikning, að taka alla launagreiðsluna út um hver mánaðamót og greiða með peningum allar nauðþurftir og greiðslur sem menn þurfa að inna af hendi. Það fer að verða lang- ódýrasti greiðslumátinn. Þessar þvingunaraðgerðir bankakerfisins, að menn noti debetkortin, em mjög í líkingu við þá neyzlustýringu sem 5 manna nefnd stóð fyrir nýlega með verðbreytingum á mjólkuraf- urðum í blóra við alla manneldis- stefnu og hlotið hefur harða gagn- rýni. Víkveiji fékk nú í vikunni bréf, þar sem honum var boðið debetkort. Þar er fullyrt að allir munu hafa hag af debetkortinu og að það sé ódýrara, enda sjá bank- arnir til þess að svo sé með því að stórhækka kostnað viðskipta- vinarins við önnur greiðslukerfi. Síðan segir í bréfinu: „Ætla má, að hjá seljendum vöm og þjónustu verði móttaka Debetkorta sjálf- sögð þjónusta við viðskiptavini, auk þess sem Debetkortið er ör- uggur greiðslumiðill." Hart er fyr- ir bankana að þurfa að nota orða- lagið „Ætla má“, enda ekki séð fyrir, hvor aðilinn hefur betur - samtök kaupmanna eða „rafrænin- gjarnir". í raun átti Víkveiji von á því, að viðskiptabanki hans sendi hon- um bréfíð, en svo var þó ekki. Bréfið var sem sé frá Búnaðar- banka íslands, íslandsbanka, Landsbanka íslands, Sparisjóðun- um, VISA og Maestro, sem mun líklegast vera debetkortafyrirtæk- ið. - Sem sagt bréf frá öllum lána- stofnunum landsins, sem virðast hafa samráð um það hvað tékk- hefti eigi að kosta í framtíðinni og hvað greiðslur fyrir færslur eigi að kosta. Era ekki til lög í landinu um samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti? - Hvar er samkeppnisráð og hvert er hlut- verk þess?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.