Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
71
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Valdimar
mætirá
Hlíðarenda
- „Við norðanmenn komum heim til að
ná ítvö stig," segirValdimarGrímsson,
sem leikur með KA gegn Val
VALDIMAR Grímsson, lands-
liðsmaður í handknattleik,
sem leikur með KA á Akur-
eyri, mætir srnum gömlu fé-
lögum í Val aö Hlíðarenda á
morgun. „Það var einkennileg
tilfinning þegar ég lék fyrst í
gulu KA-treyjunni, eftir að
hafa verið rauðklæddur frá því
að ég fór að kasta knetti. Ég
reikna fastlega með þvf að
sama tilfinningin komi upp
þegar ég hleyp inn á völlinn
heima að Hlfðarenda. Við
norðanmenn komum heim til
að ná ítvö stig,“ sagði Valdi-
mar Grímsson, markahæsti
leikmaður 1. deildarkeppninn-
ar.
ÆT
Cg veit að róðurinn verður erfið-
■■ ur, þar sem Valsmenn eru
með mjög sterkt lið — mestu breið-
fylkinguna af góðum leikmönnum.
Ungu leikmennirnir hjá Val hafa
öðlast mikla reynslu á síðustu
árum — það veit ég manna best.
Það er mjög þýðingarmikið fyrir
okkur KA-menn að ná að knýja
fram sigur. Við vorum frekar lengi
að komast í gang, þar sem við
Fj. leikja U J r Mörk Stig
HAUKAR 9 6 3 0 234: 206 15
VALUR 9 7 0 2 233: 198 14
VÍKINGUR 10 6 1 3 269: 249 13
FH 9 6 1 2 241: 227 13
UMFA 9 4 2 3 226: 224 10
STJARNAN 9 4 1 4 214: 209 9
SELFOSS 9 3 3 3 230: 227 9
KA 9 3 2 4 224: 224 8
ÍR 9 3 1 5 200: 211 7
KR 9 3 1 5 197: 208 7
IBV 9 1 1 7 215: 251 3
ÞOR 10 1 O 9 242: 291 2
vorum að æfa upp ný leikkerfí.
Þetta er allt að smella saman hjá
okkur og ég lofa að leikur Vals
og KA verður skemmtilegur á að
horfa. Það verður gaman að leika
gegn mínum gömlu félögum — í
hörðum kappleik,“ sagði Valdi-
mar. Hvers vegna fór Valdimar
til Akureyrar? „Ég vildi breyta til
— finna nýtt andrúmsloft og þróa
mig upp sem betri handknattleiks-
maður.“
- Hvaða lið koma til með að
komast í úrslitakeppnina?
„Það er erfítt að segja til um
það, en ég hef trú á að þau félög
sem eru í átta efstu sætunum,
Haukar, Valur, FH, Víkingur, Aft-
urelding, Stjaman, Selfoss og KA
fari í úrslitakeppnina. Að sjálf-
sögðu er ÍR stórt spumingamerki.
ÍR-ingar geta vel blandað sér í
baráttuna," sagði Valdimar.
Valdimar Grímsson í gulu KA-treyjunni.
Reynir bjargaði Víking-
um fyrir horn á Akureyri
Víkingar máttu þakka fyrir að
fara með bæði stigin úr
viðureign sinni við Þór á Akur-
eyri, 19:20, í 1. deild karla á ís-
landsmótinu í
Fra Reyni handknattleik í
Eiríkssyni gærkvöldi. Reynir
á Akureyrí Reynisson, mark-
vörður Víkinga, var
hetja liðsins og varði alls 20 skot.
Mikil spenna ríkti á lokamínútun-
um leiksins og þegar mínúta var
til leiksloka var staðan 19:20 og
Víkingar hófu sókn og gátu gert
út um leikinn. Þegar 20 sekúndur
vom eftir fór Bjarki innúr horninu
en Hermann Karlsson, sem var
bestur Þórsara, varði vel. Þórsarar
hófu sókn og var mikill darrað-
ardans sem endaði með skoti Jó-
hanns Samúelssonar um leið og
leiktíminn rann út en það geigaði
og þar með varð draumur Þórsara
um stig að engu.
Leikurinn var jafn lengst af en
Víkingar vom þó oftast með fram-
kvæðið. Það var greinilegt að Vík-
ingar söknuðu Gunnars Gunnars-
sonar sem var meiddur á hendi
og gat því ekki leikið með. Árni
Friðleifssonar er einnig meiddur
og lék heldur ekki. Víkingar virk-
uðu áhugalitlir og geta þakkað
Reyni markverði sigurinn. Hjá Þór
var Hermann bestur og Sævar og
Samúel Ámasynir áttu ágætan
leik.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Shaquille O’IMeal með 49 stig
- en Orlando tapaði samt fyrir Indiana. Hawks sigraði í 12. leiknum í röð
ATLANTA Hawks sigraði í 12.
leiknum í röð í NBA-deildinni
í fyrrinótt, er liðið fékk San
Antonio Spurs í heimsókn, og
er það metjöfnun hjá félaginu.
Liðið hefur nú sigrað í 13 leikj-
um í vetur en tapað fjórum.
Leikmenn Atlanta hefur unnið
alla níu heimaleikina.
^\ominique Wilkins gerði 23 stig
og Andrew Lang gerði 20,
er lið Atlanta hélt áfram sigur-
göngu sinni. Stacey Augmon skor-
aði 19 stig og Kevin Willis gerði
18 auk þess sem hann tók 17 frá-
köst fyrir heimamenn. David Rob-
inson gerði 26 stig fyrir gestina
frá San Antonio. og Lloyd Daniels
gerði 18, en Spurs tapaði þama
öðmm leiknum í röð, eftir að hafa
sigrað í átta þar á undan.
Alonzo Mourning tryggði liði
Charlotte sigur gegn Cleveland,
með tveggja stiga skoti frá end-
alínunni um það bil er lokaflautið
hljómaði. Úrslitin urðu 95:93, en
Charlotte hafði tapað fimm síðustu
leikjum. Mark Price hafði jafnað
leikinn fyrir Cleveland, 93:93, er
29,7 sek. vom eftir. Larry Johnson
gerði 26 stig fyrir Charlotte, tók
16 fráköst og átti sex stoðsending-
ar og Mouming gerði 23 stig og
tók 12 fráköst.
Seattle burstaði Dallas á úti-
velli, 125:93. Kendall Gill gerði
23 stig og Gary Payton 22 fyrir
gestina, sem gerðu 23 stig gegn
fjóram í öðmm leikhluta. Seattle
hefur nú sigrað í sex leikjum í
röð, og þar með unnið 16 leiki en
aðeins tapað einum í vetur. Dallas
hefur hins vegar gengið verst allra
liða í deildinni; tapað 14 leikjum
í röð, 17 alls og aðeins sigrað einu
sinni.
Ricky Pierce gerði 20 stig og
Shawn Kemp 18 fyrir Seattle.
Shaquille O’Neal gerði hvorki
meira né minna en 49 stig fyrir
Orlando í Indiana sem er það
mesta sem nokkur leikmaður hef-
ur skorað í NBA í vetur. Það
reyndist hins vegar ekki nóg, því
átta leikmenn Pacers gerði tíu stig
eða meira og lið þeirra sigraði,
111:105. Reggie Miller var stiga-
hæstur hjá heimamönnum með 23
stig. Áður hafði Patrick Ewing,
miðherji New York, skorað mest
í einum leik í vetur; 44 stig.
O’Neal lét ekki þar við sitja í
leiknum, heldur tók líka 11 frá-
köst. Hann hitti úr 17 af 25 skot-
um meðan klukkan gekk og úr
15 af 18 vítaskotum. Pooh Ric-
hardsson var næst stigahæstur hjá
Orlando með 15 auk þess sem
hann átta stoðsendingar.
Ekki munaði miklu að leikmenn
Houston Rockets, sem hafa verið
í miklu stuði undanfarið, töpuðu
gegn Miami á heimavelli. Vemon
Maxwell tryggði liðinu framleng-
ingu með þriggja stiga körfu í lok-
in; knötturinn var á leiðinni að
körfunni er lokaflautið gall.
Maxwell gerði svo aðra þriggja
stiga körfu í upphafí framlenging-
ar, en Houston gerði fyrstu níu
stigin og sigraði 115:109.
Houston sigraði í fyrstu 15 leikj-
um sínum í vetur og jafnaði þar
með metið í deildinni hvað varðar
sigra í röð í upphafí móts. En það
er lið New York sem hefur byijað
best allra liða í deildinni; sigraði
í 23 af fyrstu 24 leikjunum vetur-
inn 1969-70.
Glen Rice gerði 40 stig fyrir
Miami en Hakeem Olajuwon var
stigahæstur hjá Houston með 28
og tók að auki 16 fráköst.
Kevin Johnson náði hinni eftir-
sóttu þreföldu tvennu er Phoenix
sigraði Washington; gerði 17 stig,
átti 13 stoðsendingar og „stal
knettinum 10 sinnum. Charles
Barkley gerði 22 stig og tók 12
fráköst í fjórða sigri Suns í röð
og þeim níunda í síðustu 10 leikj-
um.
Þá er loks að geta sigurs New
York, 94:81, gegn Golden State,
John Starks gerði 27 stig og
Patrick Ewing 20 fyrir Knicks,
Latrell Sprewell gerði 22 stig fyr-
ir Golden State og Billy Owens 16
FOLK
TELE Santana, fyrram lands-
liðsþjálfari Brasilíu og nú Sao
Poulo liðsins, er í Tókýó í Japan
með liði sínu sem leikur gegn AC
Milan í keppninni um heimsmeist-
aratitil félagsiiða á sunnudaginn.
Hann hefur sýnt áhuga á að taka
við japanska landsliðinu eftir að
samningi hans lýkur hjá Sao Po-
ulo. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu
að þjálfa í Japan eftir að ég er
laus allra mála frá Sao Poulo- í
næsta mánuði. En það verður líka
að vera gott tilboð,“ sagði Santana.
HANS Ooft þjálfari frá Hol-
landi hætti með japanska landsliðið
eftir að hafa mistekist ætlunarverk
sitt — að koma liðinu á HM í Banda-
ríkjunum. Fréttir herma að Sant-
ana vilji fá 3,5 milljónir dollara
(260 milljónir ísl. kr.) fyrir eins árs
samning. Forsvarsmenn japanska
knattspymusambandsins sögðu að
Santana væri einn þeirra sem væri
inní myndinni og að þeir myndu
ræða við hann eftir leikinn á sunnu-
dag.
DANNY Blanchflower, einn
frægasti knattspymumaður Bret-
landseyja, lést á sjúkrahúsi á
fímmtudag 67 ára að aldri. Hann
hafði lengi legið veikur venga
hrömunarsjúkdóms. Blanchflower
lék 56 landsleiki fyrir Norður-íra
og varð síðan landsliðsþjálfari 1976
- 1979. Hann lék með Tottenham
er liðið varð fyrst enskra liða til
að vinna tvöfalt — keppnistímabilið
1960 - 61. Hann varð einnig Evr-
ópumeistari með Spurs 1963.
BARRY Fry, þjálfari Sout-
hend, hætti sem þjálfari liðsins í
gær og tók við stjóminni hjá Birm-
ingham. Hann tekur við starafí
Terry Coopers sem hætti fyrir
tveimur vikum.
URSLIT
Þór-Víkingur 19:20
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmötið f
handknattleik — 1. deild karla, föstudaginn
10. desember 1993.
Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 5:7, 6:9, 9:10,
9:11, 12:12, 15:15, 18:19, 19:20.
Mörk Þórs: Sævar Ámason 5, Samúel
Ámason 5, Evgeni Alexandro 4/3, Jóhann
Samúelsson 3, Geir Aðalsteinsson 2.
Varin skot: Hermann Karisson 18/2 Q)araf
6 til mótherja).
Utan vallar: 4 mfn.
Mörk Vfkings: Bjarki Sigurðsson 7/3,
Birgir Sigurðsson 4, Slavisa Cvijovic 3,
Kristján Ápistsson 3, Friðleifur Friðleifsson
2, Ingi Guðmundsson 1.
Varin skot: Reynir Reynisson 20/1 (þaraf
6 til mótheija).
Utan vallar: 4 mín.
Dómarar: Láms Lámsson og Jóhann Felix-
son. Vom slakir.
Áhorfendur: Um 200.
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
95:93
Atlanta - San Antonio 105:95
111:105
93:125
Houston - Miami 115:109
114:95
Golden State - New York 81:95
Knattspyrna Þýskaland NUrnberg - Gladbach
Kubik 2 (31., 90.) - Wynhoff (13.), Max
(35.), Kastenmaier (70.), Pflipsen (74.).
29.400.
Stuttgart - Duisburg................4:0
Dunga (18.), Stmnz (28.), Knup (81.),
Walter (68.). 12.000.
■Eyjólfur Sverrisson sat á varamanna-
bekknum allan leikinn.
Dynamo Dresden - Bayern MQnchen...l:l
Marschall (21.) — Labbadia (85.). 24.000.
Holland
Cambuur — FC Twente.................1:1
(Dantuma 56.) - (Pahlpiatz 42. - vsp.).
Roda JC Kerkrade — Feyenoord.........
(Babangida 72.). 10.000.
■Þetta var fyrsti tapleikur Feyenoord á
leiktímabilinu. Vamarmaðurinn Ruud Heus
var rekinn af leikvelli um miðjan fyrri hálf-
leik fyrir gróft brot á leikmanni Roda JC.
Enski deildarbikarinn
Dregið var í átta liða úrslitum ensku deildar-
bikarkeppninnar f vikunni: Manchester Un-
ited-Peterborough eða Portsmouth, Li-
verpool eða Wimbledon-Sheffield Wed-
nesday, Nottingham Forest eða Manchester
City-Tranmere, Tottenham-Aston Villa.
Leikimir fara fram f byrjun janúar.