Morgunblaðið - 21.12.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Strand Bergvíkur VE 505 í Vaðlavík
Björgnn fimm
manna gekk vel
VEGNA veðurs og ófærðar gekk björgunarsveitum á Austurlandi seint
að komast í Vaðlavík þar sem Bergvík VE 505 strandaði um klukkan 11
á laugardagsmorgun í Vaðlavík í slæmu veðri, norðaustan 6-7 vindstig-
um. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað úr Reykjavík rétt fyrir
kl. 14, tók eldsneyti á Höfn og hélt áfram á strandstað en varð að
snúa frá vegna veðurs. Áhöfnin á Bergvík skaut línu til lands þegar
björgunarsveitir voru komnar og dró fluglínutæki yfir í bátinn. Skip-
brotsmennirnir voru síðan dregnir í land í björgunarstól einn af öðrum
og tók það um tíu mínútur. Ljósavél Bergvíkur var allan tímann í
gangi og samband var haft við áhöfnina um Nes-Radio og með aðstoð
skipa á strandstað.
BERGVÍK VE á strandstaðnum í Vaðlavík. Þar er báturinn ennþá eftir að mistókst að ná honum á flot
í gærkvöldi.
Bandarískur feij uflugmaður lýsti yfir neyðarástandi
Ég hélt að þetta
flug yrði minn bani
^ ^ Morgunblaðið/Júlíus
Holpinn a jorðu
FLUGVÉL bandaríska flugmannsins stuttu eftir að hún lenti á Reykja-
víkurflugvelli á sunnudagskvöld. Það er Lavell, flugmaðurinn, sem
snýr að vélinni.
Tilkynnt var um strandið kl. 11.10
á laugardagsmorgun. Björgunar-
sveitum SVFI í Neskaupstað, á Eski-
fírði og Reyðarfírði var gert viðvart
og haft samband við Landhelgis-
gæslu vegna þyrlu. Grænlenska
loðnuskipið Amarsat kom fljótlega á
strandstað og var 'reynt að koma línu
á milli skipanna. Bergvík var á miðri
víkinni, 150 til 200 metra frá landi,
og sneri stefni til hafs.
Ferðin gekk seint og illa
Björgunarsveit SVFÍ í Neskaup-
stað lagði af stað um hádegi með
þijá snjóbíla og fjallabíl og skömmu
síðar sveitimar á Eskifírði og Reyð-
arfírði. Vegagerðin ruddi leiðina í átt
að strandstað en ferðin sóttist mjög
seint vegna veðurs. Klukkan rúmlega
eitt lögðu Björgunarsveit SVFÍ á
Egilsstöðum og Hjálparsveit skáta á
Héraði af stað á tveimur snjóbflum.
Sveitimar komu niður á jafnsléttu
kl. rúmlega 18 og hafði för þeirra
þá gengið mjög hægt og erfiðlega.
Skúli Hjaltason frá Björgunarsveit
SVFÍ í Neskaupstað var vettvangs-
stjóri og sagði að töluverður skaf-
renningur og ofankoma hefði verið
á leiðinni og þegar komið var ofan
af Víkurheiðinni þurfti að fara fetið
ofan í Vaðlavík. „Það var djúpur
snjór í giljum, vegurinn horfínn hér
og þar, slæmt skyggni og víða stóð
gijót upp úr veginum. Þar sem veg-
urinn var auður náðu beltin á snjóbíl-
unum út í kantana og við þurftum
að fara varlega til að skemma ekki
bílana. Við vorum í talstöðvarsam-
bandi við Nes-Radio og vissum að
það var allt í lagi með áhöfnina. Það
var mikilvægara að fara hægt yfír
og komast örugglega," sagði Skúli.
Teknir í land á 10 mínútum
„Þeir skutu línu til okkar og tóku
svo til sín fluglínutæki, eins og lög
gera ráð fyrir. Við tókum þá síðan
í land einn af öðrum. Þeir vom mjög
vel á sig komnir enda vora þeir þurr-
ir allan tímann sem þeir vora um
borð og gátu haldið á sér hita. Þeir
vora síðan fluttir til Eskifjarðar í
snjóbílsagði Skúli.
Skúli segir að rúmlega 30 menn
hafí verið á strandstað frá sex sveit-
um en auk þeirra tóku þátt í aðgerð-
unum fímm skip, vegagerðarmenn
með snjóruðningstæki, lögregla,
þyrla með áhöfn og stjómstöð Land-
helgisgæslunnar og starfsmenn Nes-
Radio. Aðgerðunum var stjómað frá
stjómstöð SVFÍ á Eskifírði en yfír-
stjóm var hjá björgunarmiðstöð
SVFÍ í Reykjavík. Auk þessara
manna lögðu fyrirtæki og einstak-
lingar til tæki og mannskap.
„í STJÓRNKLEFANUM var hel-
kuldi, milli mínus 20-30 gráður á
selsíus myndi ég áætla. Þar er lít-
ið lampaljós sem brennir mann
vanalega ef maður snertir það, en
þarna ríghélt ég um Ijósið án þess
að finna til sviða til að halda hita
á höndunum. Ég hafði vafið fimm
plastpokum um hvorn fótinn, tekið
ysta fóðrið úr jakkanum og lagt
það yfir lærin. Jakkinn var
hnepptur upp í háls, ég hafði vaf-
ið klút um hálsinn og var með
húfu á höfðinu, en gat samt vart
hreyft mig undir lokin. Ég hélt
að þetta flug yrði minn bani,“ seg-
ir Christopher Levell sem er 28
ára gamall feijuflugmaður lítillar
tveggja hreyfla flugvélar af gerð-
inni BEA60 Duke. Hann lýsti yfir
neyðarástandi laust fyrir kl. 19 á
sunnudags og aflýsti því um
klukkustund síðar þegar margvís-
legar ráðstafanir höfðu verið
gerðar til að koma honum til að-
stoðar.
Levell var á leið frá Glasgow til
Reykjavíkur og þaðan ætlaði hann
til Iowa í Bandaíkjunum. Hann seg-
ist aldrei hafa flogið flugvél af þess-
ari tegund fyrr. Samkvæmt rannsókn
Loftferðaeftirlitsins í gær var vélin
í 24 þúsund feta hæð um 230 sjómíl-
ur suðaustur af Reykjavík og stefndi
á Vestmannaeyjar þegar hann lýsti
yfír neyðarástandi. Hitastigið úti fyr-
ir var um mínus 50 gráður og bilaði
nýlega viðgerð miðstöð flugvélarinn-
ar svo að jökulkalt varð í vélinni.
Vegna kuldans virkuðu ýmis tæki
flugvélarinnar, s.s. sjálfstýring, stað-
setningar- og íjarskiptartæki, ekki
sem skyldi og hlóðst ís á glugga
vélarinnar. Olíuhiti væri mjög lágur
og vélin hikstaði vegna ísmyndunar
i eldsneyti að því er talið er.
Flugsfjórn fálát?
Levell segist hafa millilent hér um
þijátíu sinnum, og oftlega að vetrar-
lagi. Hann segir að fjarskipti sín við
íslenska flugstjórnarsvæðið hafi ver-
ið einkennileg, sérstaklega í ljósi
þess að í þau skipti sem hann hafi
flogið hingað áður hafi þau verið til
fyrirmyndar. Hann kveðst hafa ítrek-
að reynt að fá glögga veðurspá en
gengið erfiðlega. „Eg hljóp á milli
rása á talstöðinni en náði lengst af
ekki sambandi. Þrisvar svaraði flugt-
urninn því að hann heyrði ekki til
min. Veðrið var miklu verra en veð-
urspáin í Skotlandi sagði fyrir um.
Ég náði sambandi við flugvél frá
British Airways og hann kom skila-
boðum til flugturns sem tjáði mér
að skipta um bylgjulengd á talstöð-
inni svo að þeir
gætu talað við mig
beint. Þeir vora
mjög rólegir, sem
vanalega er kost-
ur, en þama fannst
mér sem þeir tækju
mig ekki alvarlega.
Ég ákvað að óska
aðstoðar, því mér
fannst ég ekki fá
eðlilega hjálp.“
Þegar yfirlýsing
um neyðarástand barst fór flugvél
flugmálastjórnar tafarlaust í loftið.
Einnig voru gerðar ráðstafanir á
Vestmannaeyjaflugvelli þar sem vora
þokkanleg lendingarskilyrði. Land-
helgisgæslan var einnig látin í við-
bragðsstöðu. Kl. 19.54 fann vél Flug-
málastjómar litlu vélina skammt
austur af Vestmannaeyjum og fylgdi
henni eftir það. Levell kveðst þá
hafa lækkað flugið niður í 18-20
þúsund fet, og hann hafí þá haft
betri stjórn á aðstæðum þótt enn
hafí verið ýmsir tæknierfiðleikar, s.s.
óeðlilegur olíuþrýstingur og ísing var
mikil, sérstaklega eftir að hann fór
í gegnum skýjabelti. Að sögn Flug-
málastjómar var Levell eindregið
ráðlagt að Ienda í Vestmannaeyjum
þar sem veður og lendingarskilyrði
væra betri en í Reykjavík en þá brá
svo við að hann aflýsti neyðarástandi
og hélt áfram til Reykjavíkur.
Fylgdi ekki ráðum
Rannsókn Loftferðaeftirlitsins
leiddi í ljós að Levell hafði ekki með-
ferðis aðflugskort af Vestmanna-
eyja-flugvelli og kaus því að fljúga
áfram, þrátt fyrir hættuna samfara
þeirri ákvörðun. Hann kveðst hafa
heyrt ófagrar sögur af lendingarskil-
yrðum í Eyjum og honum ekki ekki
litist á blikuna að lenda þar í myrkri,
ókunnugur aðstæðum með öllu.
Hann hafi einnig metið kringum-
stæður svo að þar sem veðurspáin í
Skotlandi hafði verið góð, færi snjó-
koman og hvassviðrið í Reykjavík
hratt yfír og myndi vera um það bil
kringum Vestmannaeyjar þegar
hann kæmi þangað á sama tíma og
veðrið hefði gengið yfir borgina.
Hann hafí einnig talið sig hafa ráð-
rúm til að endurmeta ákvörðun sína
miðja vegu milli Vestmannaeyja og
Reykjavíkur og miða þá við veðrið.
í Reykjavík vora gerðar ráðstafanir
til að ryðja þá flugbraut sem talin
var heppilegust til lendingar þegar
ljóst var að Levell ætlaði þangað. „Ég
sá aðeins bjarma af lendingarljós-
unum. Flugbrautin var vart grein-
anleg vegna þess sem hafði safnast
á gluggana og úti var þétt snjó-
koma, þótt ég gæti ekki greint snjó-
inn vegna skorts á útsýni," segir
Levell. Hann segir að bensínmælar
vélarinnar hafí gefíð til kynna að
hann gæti ekki flogið í sveigjum eins
og flugstjórn óskaði eftir og lent þar
sem gert var ráð fyrir. „Ég hætti
að hlusta á flugstjórnina og ákvað
að gera það eina sem ég taldi fært
í stöðunni, því markmið mitt var
aðeins að komast lífs af með öllum
ráðum. Ég vildi hitta eiginkonuna
mína aftur sem er vanfær og á von
á sér á næstu fjórum vikum, ég vildi
komast heim um jólin. Hugboð réði
ferðinni meir en nokkurt annað,“
segir Levell. Á brautinni var allmik-
ill snjór og mikil hálka. Snerist vélin
180-270 gráður í lendingu á braut-
inni, en fór þó ekki út af henni.
FJÓRIR af fimm manna áhöfn Bergvíkur skömmu eftir að komið
var til Eskifjarðar aðfaranótt sunnudags.
Mistök við upp-
setningu ljóða
Vegna mistaka í uppsetningu SKRIFTIR
tilvitnaðra ljóða, málvillna og
þess að heilar ljóðlínur féllu út í Myrkrið sem virðist svo mikið,
ritdómi Erlendar Jónssonar um mðnnum ei nægir
ljóðabók Ingimars Erlendar Sig- til skipta
urðssonar, Hvítamyrkur, sl.
sunnudag, eru hin brengluðu ljóð mig hafði myrkravald svikið,
birt í sinni réttu mynd, um leið mál var því samning
og höfundur ljóða er beðinn vel- að rifta
virðingar.
TORFBÆJARKONA geims út í glit hef ég vikið, geng þar á stjömum
Nú ertu dauðans til skrifta.
lögst á lakið oer ljós í myrkum
tóftum dvín LJOSASKIPTI
hve líktist þúfu Hve óljós tengsl
bogið bakið á milli lífs og ljóðs,
ef bungan sneri mig lemstra andstæð
upp til mín sjónarmið til blóðs.
úr genpum tíma Hve örðug leið
gróðurþakið á milli mín og hans,
á gamla bænum ég merst í ljósa
vitjar þín. skiptum guðs og manns.
Christopher
Levell