Morgunblaðið - 21.12.1993, Side 56

Morgunblaðið - 21.12.1993, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér miðar vel að settu marki í vinnunni í dag og þú gætir fengið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Farðu gæti- lega með peninga. Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Sumir innrita sig á nám- skeið til að bæta stöðu sína í starfi. Gættu þess vel að standa við öll gefin fyrirheit í dag. Tvíburar' (21. maí - 20. júní) 4» Horfur eru á að fjárhagurinn fari batnandi en þú verður að gæta þess að láta ekkert framhjá þér fara í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSg Nú gefst gott tækifæri til að ná hagstæðum samning- um um sameiginlega hags- muni félaga. Sláðu samt ekki slöku við í vinnunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gleðst yfir góðu gengi í vinnunni í dag. Aukinn frami virðist standa þér til boða. Hugsaðu vel um heimilið. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl Mikið verður um að vera í samkvæmislífínu á næstu vikum. í dag þarft þú að sinna börnum og ástvini. Gættu hófs í peningamálum. vög (23. sept. - 22. október) Þú býður heim gestum til að fagna komandi helgidög- um. Vandaðu valið við inn- kaupin í dag og varastu óþarfa eyðslu. Sporðdreki (23. okt. -21. nóvember) Gleðin ræður ríkjum hjá þér í dag en varastu að ganga að einhverju sem vísu varð- andi vinnuna. Treystu á eig- in dómgreind. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) m Á næstunni máttu eiga von á góðum fréttum varðandi peningamálin. Farðu ekki út í öfgar í leit að afþreyingu í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ' Á næstu vikum einbeitir þú þér að því að fara eigin leið- ir að settu marki. Treystu ekki málgefnum vini fyrir leyndarmáli. Vatnsberi (20. janúar — 18. febrúar) Þú kynnist einhveijum sem hefur gaman af að tala um eigin persónu. Sumir taka að sér líknarstörf íjtilefni jólanna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ‘S+t Þótt sumir séu ósparir á ráð- leggingar er ekki vist þeir hafi heilræði fram að færa. Njóttu dagsins með góðum vinum. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJOSKA ÉGFÆ ÍS-pÚSOND KRÓHA I sjóhvaizp dteerpn efé<s FeK oe HLOSTA M EINHVC&i sölumanh þAE> kMSTAEMIG þi& j FERDINAND SMAFOLK LA5T YEAR I EXCMANGEP 6IFT5 U)ITM A ROCK..I TWINK HE LIKEP WMAT I E0U6MT HIM... Jólin eru að koma ... ég ætti að byrja á innkaupunum ... Á síðasta ári skiptist ég á gjöfum við klett... Ég held að honum hafi líkað það sem ég keypti handa honum ... Hann er ennþá í því... BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Enginn verður góður bridsspilari nema hann kunni að hlusta á þögn- ina; heyra það sem ekki er sagt. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á92 r DG74 ♦ ÁD102 ♦ 63 Vestur ♦ KG763 V 85 ♦ 976 ♦ Á75 Suður ♦ D5 V Á109 ♦ G3 + KDG942 Austur ♦ 1084 V K632 ♦ K854 ♦ 108 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Útspil: spaðaþristur, 3. eða 5. hæsta. Suður fær fyrsta slaginn á spaða- drottningu og rekur strax út laufás- inn. Vestur dúkkar einu sinni, en drepur svo og spilar spaðakóng. Sagnhafi á nú níu örugga tökuslagi, en keppnisformið er tvímenningur og því verðúr að beijast fyrir hveijum slag. Útspilið segir þá sögu að vestur hafi byijað með fimmlit í spaða. Lauf- ásinn hefur hann sýnt og KG í spaða. En hann þagði við opnun suðurs á laufi. Margir myndu strögla á spaða sem verri spil en vestur hefur þegar upplýst og allir ef þeir ættu kóng til viðbótar. Ef sagnhafi veitir þessu athygli getur hann slegið því föstu að austur haldi á rauðu kóngunum. Og spilað samkvæmt því. Hann svínar hjarta tvívegis og tek- ur svo laufslagina: Norður ♦ - V G7 ♦ ÁD Vestur + — Austur ♦ G8 ♦ - 11 JS * ~ Suður * - ♦ - rk ♦ G3 . +2 I þessari stöðu er lauftvisti spilað og tíguldrottningu hent úr borði. Austur er fastur í víxlþröng. Hann verður að fara niður á blankan kóng og gefa sagnhafa slag á gosann í þeim lit. Reyndar þarf sagnhafi að lesa stöð- una rétt ef austur kastar tígli (sem hann á að gera), því auðvitað er hugs- anlegt að hjartað hafi allan tímann fallið 3-3. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp f fyrstu umferð PCA-úrtökumótsins á sunnudaginn í viðureign stór- meistaranna Jeroens Pikets (2.605), Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Julians Hodgsons (2.570), Englandi. Svartur lék síð- ast 22. — Ha8-a5. 23. f4! - Hxb5?! (Nú verður svartur að gefa drottninguna, en 23. — f5 eða 23. — f6 er svarað með 24. Rd4! Riddarinn kemst síðan til e6) 24. Hh3 — Dxh3, 25. gxh3! (Hótar 26. Rd4 og 27. Rf5, auk þess sem h4-h5 og f5 liggur í loftinu. Svartur fylltist örvæntingu:) 25. — Rxd5, 26. exd5 — Hxd5, 27. f5! og með drottningu fyrir aðeins hrók og tvö peð vann Piket örugglega. Lítið var um óvænt úrslit í fyrstu umferðinni. Sigurstranglegustu keppendurnir, Anand, Kramnik, Shirov og Barejev unnu allir. Jó- hann Hjartarson gerði jafntefli með svörtu gegn sjötta stigahæsta keppandanum, Kiril Georgiev.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.