Morgunblaðið - 10.11.1994, Side 1

Morgunblaðið - 10.11.1994, Side 1
f 88 SÍÐUR B/C/D 257. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Demókratar bíða mikinn ósigur í sögulegum kosningum í Bandaríkjunum Clinton seg- ir ábyrgðina sína að hluta Washington. Reuter. REPÚBLIKANAR unnu stórsigur á demókrötum í kosningunum í Banda- rikjunum á þriðjudag og fengu meirihluta í báðum deildum þingsins í fyrsta skipti í 40 ár. Þetta er mikið áfall fyrir Bill Clinton forseta, sem sagði í gær á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir kosningarnar að kjósend- ur hefðu dregið demókrata til ábyrgðar fyrir að standa ekki undir þeim vonum sem við þá voru bundnar. „Ég viðurkenni minn hluta ábyrgðarinn- ar á þessum kosningaúrslitum,“ bætti forsetinn við og lýsti kosningunum sem „byltingu". Hann lofaði ennfremur að gera allt sem á valdi hans stæði til að tryggja gott samstarf við repúblikana á þinginu. Clinton ræddi í gær við Robert Dole, leiðtoga repúblikana í öld- ungadeildinni, og Newt Gingrich, sem verður-að öllum líkindum næsti forseti fuiltrúadeildarinnar. „For- setinn gerði þeim ljóst að hann myndi bjóða þeim samvinnu, að hann vildi samstarf við leiðtoga repúblikana og meirihluta þeirra á þinginu," sagði fréttafulltrúi Clint- ons, Dee Dee Myers. „Frámtíð bandarísku þjóðarinnar er í veði.“ Cuomo féll „Ég vil láta þig vita strax að við viljum vinna með þér þegar við getum það,“ kvaðst Dole hafa sagt við Clinton. „Ég tel ekki að við tök- umst strax á við hluti sem kalla á átök við forsetann," sagði Gingrich. Hann hvatti þó til þess að nýja þing- ið léti mikið að sér kveða fyrstu 90 dagana eftir að það kemur saman í janúar. Repúblikanar fengu einnig flest ríkisstjóraembættin, meðal annars í tveimur af höfuðvígjum demó- krata, New York og Texas. Mario Cuomo, sem hafði verið ríkisstjóri í New York í þijú kjörtímabil, beið ósigur fyrir lítt þekktum repúblik- ana, George Pataki. Ann Richards, ríkisstjóri í Texas, tapaði fyrir George W. Bush, syni forsetans fyrrverandi. Repúblikanar verða með ríkis- stjóra í að minnsta kosti 29 ríkjum eftir kosningamar og demókratar í 20. Ekki var enn vitað í gær hver verður ríkisstjóri Maryland. Reuter. Demókrati til liðs við repúblikana RICHARD Shelby, öldungadeildarþingmaður frá Alabama, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að segja skilið við demókrata og ganga til liðs við repúblikana. Við það jókst meirihluti repúblik- ana, sem hafa nú 53 sæti í öldungadeildinni en demókratar 47. „Ég .taldi að svigrúm væri fyrir íhaldssaman demókrata frá suðurríkjunum í Demókrataflokknum. Það reyndist hins vegar ekki- vera rétt,“ sagði Shelby. Á myndinni sýnir hann samstöðu með Robert Dole, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni (t.v.), og Phil Gramm, þingmanni repúblikana frá Texas. Repúblikanar eru nú með 53 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 47. Meirihluti repúblik- ana í fulltrúadeildinni er naumur; þeir þurftu að vinna 40 þingsæti og bættu við sig að minnsta kosti 47. Margir repúblikanar líta svo á að eftir þessi úrslit sé baráttan fyr- ir forsetakosningarnar 1996 í raun hafin og þeir telja sig eiga sigur vísan. „Dauðadómur yfir Clinton“ Mörg dagblöð í Evrópu sögðu úrslitin „dauðadóm yfir Clinton“ og fréttaskýrendur óttuðust að þau hefðu áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar þótt Warren Christopher utanríkisráðherra segði í gær að svo yrði ekki. Stjórnarer- indrekar sögðu að Clinton myndi beita sér meira í utanríkismálum en áður þar sem ljóst væri að hann gæti ekki knúið fram þær umbætur sem hann stefndi að heima fyrir. ■ Þingleiðtogum hafnað/18 ■ Repúblikanar sáttfúsir/31 ■ Leiðari: Ósigur demókrata/30 Þjóðaratkvæðið um ESB í Svíþjóð Stjórnin sökuð um hálfvelgju Aðeins þrír ráðherrar sagðir beita sér að ráði í umræðunni um ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaöid. Reuter „Ekkjustríð“ í kosning- unum á Sri Lanka EFTIR því sem nær dregur þjóðaratkvæðinu um aðild Svía að Evrópusamband- inu (ESB) á sunnudag vex ör- vænting þeirra sem styðja aðild- ina. í sænska dag- blaðinu Dagens Industrí hafa Ing- var Carlsson forsætisráðherra og sænska stjórnin verið gagnrýnd fyrir að beita sér ekki nóg fyrir inngöngu Svía, sérstaklega nú þessa síðustu viku fyrir kosningar. Landbúnaðarráð- herra á móti aðild Blaðið segir að aðeins þrír ráð- herrar beiti sér að einhveiju marki í ESB-umræðunni, meðan hinir leiði hana að mestu hjá sér. Einn af atkvæðamestu andstæðingun- um er Margareta Winberg land- búnaðarráðherra. Sænsku land- búnaðarsamtökin hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við ESB-aðild og um alla Svíþjóð hanga vegg- skilti með stuðningsyfirlýsingum frá þeim. Jafnaðarmenn klofnir Það vakti athygli þegar Carls- son útnefndi Winberg sem land- búnaðarráðherra, en Carlsson ákvað að hafa einnig ESB-and- stæðinga með, þar sem flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, er klofinn í tvennt í afstöðunni tií ESB. Gagnrýnendur Carlssons álíta að framganga hans mótist af þessum sterku andstæðum í flokknum. ■ Norskir Evrópusinnar/16 KJÓSENDUR á Sri Lanka gengu að kjörborðinu í gær í „Ekkjustríðinu“, sem svo hefur verið kallað, forsetakosning- um þar sem tvær konur og ekkjur keppa eftir embættinu. Er önnur þeirra Chandrika Bandaranaike Kumaratunga forsætisráðherra og er hún fyrir miðri mynd á kjörstað í Colombo ásamt móður sinni. Hin konan er Srima Dissanay- ake. Báðar misstu konurnar eigin- menn sína fyrir morðingja- hendi. Er Kumaratunga spáð sigri en úrslitin eiga að liggja fyrir í dag. Tékkland Stefnt að ESB-aðild árið 1999 Prag. Reuter. VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, sagði í gær að Tékkar myndu sækja um aðild að Evrópu- sambandinu (ESB) árið 1996, en kvað ekki raunhæft að ætla að þeir gengju í sambandið fyrr en árið 1999. „Viðræðurnar hefjast eftir ríkja- ráðstefnu sambandsins árið 1996 og við teljum aðild geta orðið að veru- leika árið 1999,“ sagði Klaus. Pól- land og Ungverjaland urðu fyrstu fyrrverandi kommúnistaríkin til að sækja um fulla aðild að Evrópusam- bandinu fyrr á árinu. Joseph kruzel, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn vildi að Atlantshafsbandalagið (NATO) tæki af skarið um að ný lýðræðisríki í Mið- og Austur-Evrópu gætu fengið aðild að bandalaginu. Hann sagði að á fundi varnarmála- og utanríkis- ráðherra NATO í næsta mánuði yrði útskýrt í smáatriðum hvaða skilyrði ríkin þyrftu að uppfylla til að fá aðild, þótt ekki yrði ákveðið hvenær af inngöngunni gæti orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.