Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 6

Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þun g bílaumferð á Miklu- braut talin heilsuspillandi Morgunblaðið/Ásdís í NÁGRANNALÖNDUNUM nota sundgestir ilskó í ríkari mæli en tíðkast hérlendis. Umsjónarmaður sundstaða í Reykjavík um sveppasýkingar Lítil hætta ef hreinlætis er gætt LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur í bréfi til Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur óskað eftir upplýsingum um hvaða úrbætur séu á döfinni varð- andi mengun á Miklubraut og öðr- um stöðum borgarinnar með sam- bærileg vandamál. í bréfinu segir að því verði ekki mótmælt að íbúar við Miklubraut búi við heilsuspill- andi nálægð við þunga bíiaumferð. Bréf landlæknisembættisins fel- ur í sér viðbrögð við kvörtun Guð- laugs Lárussonar íbúa við Miklu- braut, en hann telur sig hafa orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni vegna Ölvun í 37% óhappa í FYRRA rituðu lögreglu- menn í Reykjavík 386 skýrsl- ur á slys og óhöpp önnur en umferðarslys, vinnuslys, sjó- slys, flugslys eða líkamsmeið- ingar. I þessum óhöppum voru 377 einstaklingar fluttir á slysadeild eða í 98% tilvika. Fólk var ölvað í 143 skipti eða 37% tilvika. Algengast var að fólk dytti í hálku eða félli við. Karlmenn í meirihluta Karlmenn voru 185 talsins, konur 151 og 50 börn. Af þeim slösuðust 161 innan dyra, en 225 utan dyra. Af 201, sem slasaðist að nætur- lagi og 185 að degi til, slösuð- ust 167 um helgi og 219 á virkum dögum. Af 386 meiddust 108 í mið- borginni, auk 53 er slösuðust þar á veitingahúsum eða við þau. Einungis 6 meiddust á veitingahúsum annars staðar en í miðborginni. í langflestum tilvika var um að ræða lítil meiðsli, eða í 91,5% tilvika. hávaða og mengunar frá bílaum- ferð. Guðlaugur vitnar til þess að skýrsla um loftmengun á Miklu- braut sýni að styrkur niturtvíildis sé langt yfir viðmiðunarmörkum og hávaðamengun hafi mælst 78 dB við heimili hans. í bréfi landlæknisembættisins segir að því verði ekki mótmælt að hávaðamengun frá umferð við Miklubraut sé langt yfir viðmiðun- armörkum og íbúar þar búi við heilsuspillandi nálægð við þunga bílaumferð. Landlæknir óskar eftir upplýsingum um hvaða mælingar ÚTI og inni sf., teiknistofa arki- tekta og Landslagsarkitektar RV og ÞH sf. hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag ný- byggingarsvæða í Áslandi og Grísanesi í Hafnarfirði. Við- staddir afhendinguna voru Jó- hannes Kjarval, skipulagsstjóri Hafnarfjarðar, Daníel Péturs- son, formaður dómnefndar, Þrá- inn Hauksson landslagsarkitekt, Baldur Svavarsson arkitekt og Jón Þór Þorvaldsson arkitekt, séu til á hávaða- og loftmengun við Miklubraut og öðrum þungum um- ferðaræðum þétt við byggð í Reykjavík. Jafnframt er spurt hvort til sé einhver úttekt á heilsufarsleg- um áhrifum bílaumferðar í Reykja- vík. Spurt er um hvaða úrbætur séu á döfinni varðandi mengun á Miklu- braut og öðrum stöðum borgarinnar með sambærileg vandamál. Þá er þeirri hugmynd varpað fram hvort rétt sé að mynda starfshóp til að vinna að úrbótum vegna hávaða- mengunar í Reykjavík. höfundar verðlauna tillögunnar, auk Ingvars Viktorssonar, bæjar- stjóra í Hafnarfirði. í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan byggi á átakalausum og látlaus- um hugmyndum með nauðsyn- legum sveigjanleika til frekari ákvarðana um skipulag hverf- anna. Skipulagstillögurnar verða til sýnis á 2. hæð í Miðbæ Hafnar- fjarðar frá og með 27. nóvember og fram til 8. desember milli kl. 13 og 16alla daga. EF SUNDGESTIR gæta nægilegs þrifnaðar er lítil hætta á sveppasýk- ingu, að sögn Erlings Jóhannssonar sem hefur umsjón með rekstri sund- lauga Reykjavíkurborgar. Sam- kvæmt nýlegri íslenskri rannsókn sem náði til 4.000 einstaklinga eru sveppasýkingar mun algengari hér- lendis en í nágrannalöndunum. Að mati Bárðar Sigurgeirssonar læknis, sem er einn af þeim sem vann að rannsókninnij er sennilegasta skýr- ingin sú að Islendingar sæki sund- laugar í meira mæli en aðrar þjóðir. „Mjög litlar líkur eru á að heil- brigður einstaklingur fái sveppasýk- ingu ef hann gætir þess að þvo sér vel og þurrka eftir sund, sérstaklega á milli tánna,“ segir Erlingur. Hann segir það ekki hafa verið nægilega brýnt fyrir fólki og sé líkleg skýring á útbreiðslu sveppasýkingar hér á landi. Sundgestir í nágrannalöndun- um eru að sögn Erlings meðvitaðri um hættuna á sveppasýkingu og nota m.a. ilskó á sundstöðum og öðrum heilsuræktarstöðum. „Við mælum með notkun slíks skófatnað- ar þar sem það er mun þrifalegra en að ganga um berfættur á sund- stöðum." Að sögn Erlings finnast í um- hverfinu 100-200 sveppategundir sem þrífast á mönnum. „Sveppurinn nær hins vegar ekki að taka sér bólfestu ef hreinlætis er gætt,“ seg- ir hann. Erlingur segir sundstaði í Reykjavík allajafna vera byggða úr steinflísum þannig að sveppagróður á ekki að geta þrifist þar. Landlæknisembættið ekki séð rannsókn Að sögn Haraldar Briem, starf- andi aðstoðarlandlæknis, hafa emb- ættinu ekki borist niðurstöður rann- sóknar á útbreiðslu sveppasýkinga hér á landi. „Við þekkjum ekki um- fang vandans og getum þar af leið- andi ekki tekið ákvörðun um hvaða aðgerðir af okkar hálfu eru æskileg- ar,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýtt byggingasvæði skipulagt í Hafnarfírði Skipulagsstjóri ríkisins taldi að auglýsa ætti nýja matsskýrslu fyrir Hágöngrimiðlun Ráðherra heimilar framkvæmdir að uppfylltum skilyrðum UMHVERFISRÁÐHERRA hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um að fram fari frekara mat á byggingu Há- göngumiðlunar og jafnframt heimilað Lands- virkjun að ráðast í framkvæmdir við miðlun- ina gegn ákveðnum skilyrðum. Skipulags- stjóri ríkisins taldi að auglýsa ætti nýja matsskýrslu á grundvelli þeirra rannsókna sem skorti á í frummatsskýrslunni og gefa þannig þeim sem vildu, kost á að tjá sig á formlegan hátt. Skilyrðin sem ráðherra setur eru að skrá skuli og kortleggja ummerki jarðhita á lónstæðinu í samráði við Náttúru- fræðistofnun íslands og vinna úr fléttusýn- um, sem safnað hefur verið af lónstæðinu. Afla skal umsagna Veiðimálastofnunar um fisk og fiskgengi á vatnasvæðinu og rann- saka sameindalíffræðileg lífríki hverasvæðis- ins í samráði við Náttúrufræðistofnun ís- lands. Þörf á frekari rannsóknum í apríl síðastliðnum úrskurðaði skipulags- stjóri ríkisins að ekki væri hægt að heimila framkvæmdir við Hágöngumiðlun fyrr en að loknum frekari rannsóknum á svæðinu. „Það var niðurstaða skipulagsstjóra að svo mikið skorti á rannsóknir vegna fyrirhugaðr- ar Hágöngumiðlunar að ekki væri hægt að fallast á framkvæmdina með skilyrðum, eins og stundum er gert,“ sagði Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. „Því var úrskurðað á þá leið að ráðast skyldi í frekara mat og að í því mati skyldu koma fram niðurstöður þeirra rannsókna og athugana sem tilgreind- ar voru í sjö liðum. Við töldum nauðsynlegt að þessar niðurstöður yrðu kynntar með auglýsingu á nýrri matsskýrslu þannig að þeir sem áður höfðu tjáð sig og þeir sem kynnu að vilja gera nýjar athugasemdir hefðu kost á því að gera það á formlegan hátt.“ Allt frá því ráuneytinu barst úrskurður skipulagsstjóra um að frekari rannsókna væri þörf hafa ráðuneytinu borist skýrslur í samræmi við úrskurð skipulagsstjóra. í úrskurði hans var lagt til að jarðfræðilegar náttúruminjar yrðu kortlagðar og verður það gert samkvæmt úrskurði ráðherra. Sett voru skilyrði um vegarstæði, sem þegar hefur verið fullnægt og hefur fulltrúi náttúruvernd- arráðs farið um svæðið. Rannsóknir á lífríki liggja ekki fyrir Rannsóknir á lífríki svæðisins og lífríki tengdu jarðhitasvæðinu liggja ekki fyrir en í úrskurði skipulagsstjóra segir að þær skuli fara fram áður en ráðist verði í framkvæmd- ir. í úrskurði ráðherra segir hins vegar að rannsóknirnar verði að teljast fullnægjandi ef undan er skilin greining á fléttusýnum. Þá skal leita umsagnar Veiðimálastofnunar um fiska og fiskgengd. Skortur á sameinda- líffræðilegum gögnum frá öðrum háhita- svæðum nægi ekki til að leggjast gegn bygg- ingu Hágöngumiðlunar að mati ráðherra, enda væru slíkar rannsóknir á byrjunar- stigi, en ráðherra fellst á að rannsóknirnar þurfi að framkvæma á jarðhitasvæðinu í samráði við Náttúrufræðistofnun íslands áður en svæðið hverfur undir vatn. Ekki fallist á samanburð Ráðherra fellst á það mat Orkustofnunar að að viðnámsmælingar á jarðhitasvæðinu í Köldukvíslarbotnum megi gera hvenær sem er óháð gerð miðlunarlóns. Enn fremur er fallist á það álit orkumálastjóra að mat á afli og orkugetu jarðhitasvæðis varði ekki mat á umhverfisáhrifum. Er því ekki fallist á úrskurð skipulagsstjóra um að viðnáms- mælingar skuli fara fram. Loks fellst ráð- herra ekki á að hægt sé að setja það sem skilyrði að fram fari samanburður á um- hverfisáhrifum Hágöngumiðlunar og stækk- unar Þórisvatnsmiðlunar eða annarra kosta sem til greina komi eins og skipulagsstjóri lagði til í sínum úrskurði. Bent er á að sam- kvæmt lögum beri aðeins að fjalla um þá framkvæmd sem verið sé að meta. Að sögn skipulagsstjóra hefur embætti hans lagt á það áherslu að í mati á umhverf- isáhrifum séu bornir saman fleiri kostir. Slík- ur samanburður auki oft skilning á því sem verið er að fjalla um. Því hafi verið gerð sú krafa að borin yrðu saman umhverfísáhrif Hágöngumiðlunar og stækkun á Þóris- vatnsmiðlun eða aðrir kostir. Viðunandi vitneskja „Það sem hefur komið fram í þessum skýrslum sem unnar hafa verið fram á haust er þess eðlis að við teljum að ásættanleg vitneskja sé komin fram um svæðið en að aðeins frekari úrvinnsla fari fram á þessum fjórum þáttum sem skilgreindir eru í niður- stöðunni,“ sagði Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra. „Það liggur fyrir að þessi fléttusýni eru til og verða þau tekin til endan- legrar rannsóknar. Kortlagning jarðhita get- ur átt sér stað á jarðhitasvæðinu ekki síður þó lónið sé komið og ef síðar verður talið að nýta þurfi jarðhitann þá er hægt að gera það. Plöntu- og dýralífsrannsóknir hafa far- ið fram og þær rannsóknir á jarðhitasvæðinu sem við teljum ástæðu til að gera nú. Það sem varðar nýtingu þess og afl er hægt að gera síðar enda er það fremur spurning um orkumál en mat á umhverfisáhrifum." Guðmundur benti á að Landsvirkjun hafi beðið um frest á mati, þar sem verið væri að vinna að frekari rannsóknum sem lagðar hafa verið fram eftir að skipulagsstjóri kvað upp sinn úrskurð. Það sé því að mati ráðu- neytisins og hans búið að uppfylla þau skil- yrði sem skipulagsstjóri setti fram í sínum úrskurði. Ekki sé því ástæða til að fram fari annað umhverfísmat vegna nýrri rann- sókna. Alit Náttúruverndarráðs og Náttúru- fræðistofnunar íslands á rannsóknunum sé það ásættanlegt að heimila framkvæmdina. „Það er því ekki fallist á þá tillögu skipulags- stjóra að fram fari frekara umhverfismat," sagði Guðmundur. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.