Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 12

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gott að vera dúðaður FRETTIR Morgunblaðið/Kristinn Kæra á hendur sr. Torfa á Möðruvöllum Tvenn ummæli talin ámælisverð Uppsögn frétta- manns Sjónvarps dregin til baka DÚÐUÐUM í kuldagalla og með loðhúfu eru litlum börnum, sem njóta útiveru og gönguferða, allir vegir færir ekki siður en fullorðnum. Þrátt fyrir nístandi kulda í Bankastræti virðist þessu barni líða ósköp vel í góðu skjóli í fangi móður sinnar. Ahugi þess stendur þó ekki til þess að virða fyrir sér búðar- glugga heldur að skoða heiminn með forvitnum augum barnsins þar sem eitthvað nýtt og skrýt- ið ber fyrir augu á hverjum degi. Keppir um titilinn hr. Evrópa HR. ÍSLAND, Þór Jósefsson, held- ur utan nk. miðvikudag til að keppa fyrir íslands hönd í keppn- inni um titilinn hr. Evrópa 1996. Keppnin fer fram á laugar- dag í Stavanger í Noregi og eru keppendur frá 32 Evrópulöndum. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin en f fyrra sigraði Björn Andersen frá Noregi. Sjónvarps- stöðin Eurosport fylgist með keppninni og eru verðlaunin veg- leg, m.a. hlýtur sigurvegarinn árs samning við stærstu módelskrif- stofu karla í Paris, P.H. One. SIÐANEFND Prestafélags íslands hefur svarað kæru Bjarna E. Guð- leifssonar á Möðruvöllum á hendur séra Torfa Kristjáni Stefánssyni Hjaltalín, sóknarpresti á Möðruvöll- um, vegna ummæla sr. Torfa í dag- blöðum í sumar. Siðanefnd telur ummælin ámælisverð og vitnar í því sambandi til eftirfarandi ummæla varðandi brúðhjón er sr. Jón Helgi Þórarinsson gaf saman á Möðruvöil- um þann 30. júní: „Þau voru sýnilega til í einhvern slag og illindi" og einn- ig tii ummæla varðandi KFUM: „að KFUM-menn ... hafi tilhneigingu til að líta niður á trú annars fólks.“ Siðnanefnd tekur fram að hún hafi ekki forsendur til að úrskurða um upphaf og ástæður þeirrar deilu sem Jcomið hafi upp milli prests og sóknarfólks í sókninni. Bendir siðanefnd á að prestur skuli gæta þess að sýna öðrum virð- ingu og kærleika í viðmóti og um- tali. Honum ber að forðast að vekja eða magna deilur með óvarlegu orða- iagi eða ógætilegri framkomu, per- sónulega og opinberlega. „Einnig ber að árétta það sem í vígslubréfi stendur: Söfnuði ber að taka sr. Torfa Kristjáni Stefánssyni Hjaltalín sem réttum sóknarpresti sinum og virða hann og hlýða honum í öllu því sem hann býður í Drottins nafni og eftir embættisskyldu sinni, hjálpa honum eftir megni og aðstoða I því sem hann kann við að þurfa. Báðir aðilar þurfa því að koma til móts hvor við annan og hafa skyldu til þess að finna lausnir og koma sér saman,“ segir í bréfi siða- nefndar. ÞRÖSTUR Emilsson fréttamaður hjá Sjónvarpinu, sem sagt var upp störfum í september, hefur fengið uppsögnina dregna tii baka eftir að laganefnd BHMR komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ólög- leg. Þresti var einnig sagt upp störf- um í fyrra, en uppsögnin var þá einnig dregin til baka eftir afskipti umboðsmanns Alþingis. Deilt um rétt til fastráðningar Deilur standa um rétt Þrastar til fastráðningar. „Ég skrifaði und- ir ótímabundinn ráðningarsamning 30. júní í fyrra en samkvæmt ákvæðum kjarasamnings milli fé- lags fréttamanna og fjármálaráð- herra segir að hafi menn verið lausráðnir meira en tvö ár skuli þeir eiga rétt á fastráðningu,“ seg- ir Þröstur. „Um leið og ég var búinn að rétta samninginn yfir borðið var mér rétt uppsagnarbréf. Því vildi ég ekki una og kvartaði fyrst hjá Ríkisútvarpinu, svo hjá mennta- málaráðuneyti og vísaði málinu loks til umboðsmanns Alþingis. Gildistöku uppsagnarinnar var eft- ir það tvisvar frestað og fyrir síð- ustu áramót var hún dregin tii baka. Þar með hætti umboðsmaður alþingis afskiptum af málinu.“ Uppsögnin brot á stj órnsýslulögum „í september fékk ég annað uppsagnarbréf þar sem ekki voru tilgreindar ástæður. Ég vísaði þá málinu aftur til umboðsmanns og tii BHMR, sem vísaði því til laga- nefndar. Nefndin taldi þetta ský- laust brot á stjórnsýslulögum og lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Sumt af þess- um brotum heyrðu undir almenna dómstóla. Lögmanni Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra var kynnt þessi nið- urstaða og þess krafist að upp- sögnin yrði dregin til baka. Það var gert í síðustu viku, en með skilyrðum. í bréfi kom fram að þeir gætu þurft að reka mig aftur, hvenær sem er, vegna þess að ekki væri stöðuheimild á bak við ráðninguna. Umboðsmaður alþing- is mun kanna hvort þessi skilyrði séu lögleg.“ Ekkert neikvætt mat á verkhæfni Aðspurður um málið vísaði Heimir Steinsson í bréf fram- kvæmdastjóra Sjónvarps til Þrast- ar frá 13. nóvember. Þar segir meðal annars: „Starf það sem þú gegnir er ekki starf í fastri og samþykktri stöðu á fréttastofunni, heldur mið- ast það við að leysa þá af sem eru frá störfum vegna leyfa eða af öðrum ástæðum. Að undanförnu hefur verið þörf fyrir afleysinga- starf þitt, en það kann að breyt- ast, þannig að til nýrrar uppsagnar getur komið. Ég vii að lokum und- irstrika að í þessu felst ekkert neikvætt mat á verkhæfni þinni í starfi fréttamanns." Þór Jósefsson, herra ísland. Jón Hafsteinn Jónsson kenndi stærðfræði í 33 ár við Menntaskólann á Akureyri og Verslunarskólann Námsaga vantar í skólakerfið Jón Hafsteinn Jónsson, sem kenndi stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri í 33 ár og við Verslunar- skóla íslands, lét fyrst opinberlega í ljós áhyggjur af bágborinni stærðfræðikennslu í íslenskum skólum í grein í Morgunblaðinu árið 1989. Hann hefur síðan ritað nokkrar greinar í blaðið um þetta efni og lýst viðhorfum sem eru svipuð þeim sem Áskell Harðarson setti fram í viðtali við Morgunblaðið á laugardag. Pétur Gunnarsson ræddi við Jón Hafstein. JÓN Hafsteinn segist lítið þekkja til starfsins í grunnskólanum en veit þó dæmi þess að krakkar sem vilja komast áfram í stærðfræði- námi þar mæti úrtölum og séu bremsuð af. Hann er hefur efa- semdir um gildi uppeldis- og kennslufræða og segir aðspurður hvað hann telji vanta í íslenska skólakerfið: „Mér finnst að það vanti námsaga - þá er ég ekki að meina hegðun nemendanna - held- ur hvers konar vinnubrögð þeir eru vandir á. T.d. það að venja krakk- ana á að nota táknmál rétt í stærð- fræði. Skynsamir krakkar bjarga sér samt og finnst það sérviska og smámunasemi þegar við í fram- haldsskólanúm krefjumst forréttrar táknmálsnotkunar. “ Jón Hafsteinn segir að á öllum skólum séu vankantar. „Skólinn kemur ekki öllum áleiðis eins og hann vill og reynir að gera. Vanda- mál hafa alltaf verið til staðar en þau hafa stórlega vaxið og ég hygg að þau hafi vaxið fyrst og fremst með því að horfið var frá þeim við- horfum sem fram komu í „Nýju fræðslulögunum" svokölluðu, sem sett voru 1946, í ráðherratíð Brynj- ólfs Bjarnasonar." Nánar um þetta segir Jón Hafsteinn að á sjöunda áratgunum hafi „sænsku viðhorfin“ haldið innreið sína í íslenska skóla- kerfið. „Þá var tekin í notkun flokk- ur sænskra stærðfræðikennslubóka í stað dansks. Dönsku viðhorfin leggja meira upp úr faglegri hæfni, en nú var farið að draga úr kröfum ef nemendur eða hópur nemenda skilaði ekki nógu góðum árangri.“ Hvernig telur þú að eigi að bregð- ast við afleitri útkomu íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum saman- burði? „I fyrsta lagi vil ég ekki taka allt of mikið mark á þessu. Ég hef ekki mjög mikið traust á féiags- fræðingum og þeirra störfum. í öðru lagi hef ég aldrei við stjórnun fengist og ekki sóst eftir því og ég get ekki bent á neina patentlausn. En ég held nú samt að svarið sé að auka faglegar kröfur, raða í bekki eftir áhuga og getu og skipa svo málum að það sé nemandinn sjálfur sem beri ábyrgð á frammi- stöðu sinni. Mér hefur stundum fundist jaðra við það að kennarinn sé að gefa sjálf- um sér einkunn með því að leggja fyrir létt próf og fá út háa meðalút- komu. Nú er svo komið að það er ekki hægt að bera saman einkunnir úr framhaldsskólum. Nemandi með hæstu einkunnir í eðlisfræðideild í einum skóla getur verið iakari en nemandi með meðaleinkunnir úr sömu deild í öðrum, skólarnir gera svo misjafnar kröfur." Kallar þetta þá á meiri miðstýr- ingu í framhaldsskólakerfinu? „Ég myndi fagna meiri miðstýr- ingu. Þegar ég byijaði að kenna, árið 1953, var það svo að í stærð- fræðideild voru tvö fjögurra tíma próf í skriflegri stærðfræði. Þessi próf fengum við kennararnir á Akureyri send að sunnan. Það er vandi að búa til próf og mér fannst ákaflega þægilegt að taka við svona prófum og vita að aðrir skólar sendu sína nemendur í sama prófið. Mað- ur gat þá búist við að fá heiðarleg- an samanburð." Jón Hafsteinn kom til starfa sem stærðfræðikennari við MA að loknu cand. mag. prófi í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og fékk fastráðningu eftir eins árs starf án þess að hafa tekið námskeið í upp- eldis- og kennslufræðum. „Um það bil 20 árum síðar var þeim sem höfðu kennt í fáein ár sleppt við þær kvaðir." Hann segir að í skýrslu sem dr. Benedikt Jóhannesson gerði um stærðfræðikennslu hér á landi árið 1987 sé hægt að lesa um það hvern- ig kennurum lá þá strax orð til upp- eldis- og kennslufræðinnar. Krafan um uppeldis- og kennslufræði hafí ávallt verið illa séð meðal kennara með faglega sérmenntun í raun- greinum. Jón Hafsteinn segir að um 1980 hafi hann fylgst með því að ungir og mjög hæfír samkennarar hans í raungreinum voru knúnir til að sitja tveggja sumra námskeið í uppeldis- og kennslufræðum ef þeir ætluðu sér að stunda kennslu til frambúðar. „Þá hafði ég allítarlegar spurnir af þessum námskeiðum.“ „í lok 9. áratugarins kenndi ég svo með manni sem sótti námskeið í uppeldis- og kennslufræðum. Ég man ekki nákvæmlega hve mikill tími fór hjá honum í að læra um þróun barnsins á fósturskeiði en þegar námskeiðið var hálfnað var barnið um það bil að fæðast. Þegar hann hætti í þessu námi, skömmu áður en námskeiðinu lauk, var barn- ið um það bil að komast af leikskóla- aldrinum. Hann átti að vera að búa sig undir það að kenna í framhalds- skóla.“ Hafa kennarar ekki gagn af því að læra um vitsmunaþroska og þró- un sálarlífs barna? „Það efast ég ekki um en ég veit ekki hvort það er nákvæmlega þessi þáttur sem vantar. Þar að auki held ég að kennara vanti oft miklu frekar nákvæma þekkingu á faginu. Ég veit um menn sem hafa öll sín réttindi í lagi en hafa ekki fullt vald á stærðfræðilegum hug- tökum sem þeir þurfa samt að fjalla um, eins og til dæmis markgildis- hugtakið.“ Hvað segir þú um þá skilgrein- ingu að það sé vandi skólakerfisins að stefna samtímis að því að nem- endur nái sem mestri færni í náms- greinunum og öðlist jafnframt sem mesta og besta getu til hópstarfs og mannlegra samskipta? „Ég hygg að uppeldisþátturinn komi mikið af sjálfu sér. Það er unnið að honum víðar en í skólun- um. Ég held að aðalviðfangsefni skólanna sé hið faglega, þá kemur hitt af sjálfu sér, eins og áður,“ sagði Jón Hafsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.