Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 30

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÚR leiksýningunni Gulltáraþöll. Heimsókn í leikhúsið Morgunblaðið/Jón Svavarsson ASTA Arnardóttir leikari býður börn úr 5G og 5S í Grandaskóla velkomin í Borgarleikhúsið. TÍU ára deildir Grunnskóla Reykjavíkur hafa að undanförnu sótt Borgarleikhúsið heim í boði Leikfélags Reykjavíkur. Um 1.400 börn eru í þessum aldursflokki. A liðnu leikári bauð Leikfélagið sömu börnum í heimsókn í því augnamiði að kynna þeim leyndardóma og töfra leikhúss- ins, samkvæmt kynningu. Var reynslan af þeim heimsóknum góð og var því ákveðið að taka þráðinn upp að nýju í haust. Að þessu sinni fá börnin að sjá tvær stutt- ar sýningar, ævintýrasýninguna Gulltára- þöll og sýningu íslenska dansflokksins, Kaldur sviti. Að sýningum loknum vinna leikarar og dansarar áfram með börnun- um, sem er skipt í minni hópa og gefin ýmis spunaverkefni. Er þeim meðal annars kennt að segja sögu á máli leiklistarinnar og dansins og sýnt hvernig unnt er að skapa sviðsverk úr sögu hvort heldur er með orðum, látbragði, dansi, Ijósum, tæknibrellum, grimum eða leikmunum. Leiðbeinendur barnanna í Borgarleik- húsinu eru Asta Arnardóttir leikari og Birgitte Heide listdansari, auk leikara og dansara í báðum sýningum. Eftir áramót er fyrirhugað að bjóða þeim börnum sem í vetur eru í níu ára deildum Grunnskóla Reykjavíkur í leikhús- ið og munu þau fá, likt og hópurinn nú, að kynnast sviðslistinni, innviðum leikhúss- ins og þannig koll af kolli. £ 5 i afslátt á 500 g jólasmjörstyk Áður JTb kr. Nú 132 kr, Notaðu tækifærið ocj njóttu smjörbragðsms l Þú sparar 88 kr. á kfló LÁRA Stefánsdóttir listdansari í Köldum svita. Glæsilegt Vichy úr fylgir kaupum á Vichy vörum ef keypt er fyrir kr. 2500 eða meira * KYNNING í HÁALEITISAPÓTEKI í DAG KL. 14-18 VICHYÍ LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR Fæst eíngöngu f apötekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.