Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 33

Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 33 LISTIR Allt í botn Leiðarljós vill stuðla að mannrækt og andlegum þroska Englaorka og andar- takið fyrir getnað TÓNLIST Norræna hösið PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Bartók, Hjálmar Ragnare- son og Liszt. Miklós Dalmay, píanó. Norræna húsinu, laugardaginn 23. nóvember kl. 17. TILEFNI píanótónleikanna í Norræna húsinu sl. laugardag var ákvörðun Félagsins Ísland-Ung- vetjaland að fagna 11 alda búsetu Ungveija á Dónárbökkum með þessum hætti. Líkt og Norður- landaþjóðir hófu Ungveijar innreið sína í sögu Vesturlanda með því að gera nágrönnum sínum lífið leitt, en það stóð ekki lengi. Ólíkt öðrum fyrir- og eftirrennurum meðal hirðingjaþjóða úr víðáttum Asíu undu Ungveijar sér fljótt við frið og spekt á púsztunni í krika Harfaðarfjalla. Þar sem Gunnar Gjúkason forðum sló fyrstu fetil- hörpu hljóðfærasögunnar í orma- garði Atla Húnakonungs, byggðu Ungveijar 20. aldar upp eitt merk- asta tónmenntakerfi í heimi. Og nú var sum sé mættur til leiks ungur landi Sandórs, Anda og Jandós sem settist hér að fyrir fimm árum og hreppti nýverið Tónvakaverðlaun Ríkisútvarpsins. Verðmætustu framlög Ungvetja til heimstónmennta eru vafalaust verk Liszts og Bartóks, enda báðir á tónleikaskrá umrætt laugar- dagssíðdegi. Bartók samdi Svítu sína Op. 14 1916, skv. mínurn heimildum upphaflega í 5 þáttum, en fleygði seinna þeim fimmta. Hins vegar fékk undirr. aðeins Frændkórinn og Rúdólf í Gunnars- hólma FRÆNDKÓRINN og söngvara- kvartettinn Rúdólf halda tónleika í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum miðvikudaginn 27. nóvember kl. 21 og í húsi Kvennakórs Reykjavíkur, Ægisgötu 7 í Reykjavík, fimmtudag- inn 28. nóvember kl. 21. Frændkórinn skipa annar og þriðji ættliður afkomenda hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur frá Norðurhjáleigu í Álftaveri. Kór- inn hefur starfað frá 1991, fyrst undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur en nú undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur. Auk ættartengsia hafa kórfé- lagar þá sérstöðu að eiga búsetu dreift um Suðurland, allt frá Mos- fellsbæ til Austur-Landeyja. Frænd- kórinn verður með blandaða efnis- skrá, bæði innlend og erlend þjóðlög. Kvartettinn Rúdólf var stofnaður í desember 1992. Hann hefur einkum flutt íslensk og erlend jólalög, mörg hver með nýjum útsetningum og raddsetningum. Kvartettinn skipa Sigrún Þorgeirsdóttir sópran, Jóhann Halldórsdóttir alt, Þór Heiðar Ás- geirsson bassi og Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór. Frá stofnun hefur Rúdólf komið víða fram, m.a. í útvarpi og sjón- varpi auk þess sem hann gaf út geisladisk með jólalögum á síðast- liðnu ári. Draumur um draum á kvik- myndahátíð KVIKMYND Ásthildar Kjartansdótt- ur, Draumur um draum, hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu kvik- myndahátíðina i Amsterdam, sem fram fer 28. nóvember til 5. desem- ber. Myndin verður sýnd í flokki norrænna heimildarmynda. heyrða 3 þætti úr leik Dalmays, hvernig sem á því stendur. Leið sá síðasti hægt og syngjandi hjá undir fallega mjúkum slætti píanó- leikarans. Seinna Bartókverkið, hið fræga Allegro Barbaro (1911), lék Dalmay með hraða sem gaf til kynna, að þrátt fyrir ungan aldur væru flestir tækniþröskuldar löngu yfirstignir, og það með, að píanist- inn hefði snemma tileinkað sér bæði kraft og mýkt, eða eins og segir í afmorsvísunni kunnu, hefði bæði lært að stijúka og lært að slá. Dalmay fór einmitt með hljóm- borðið eins og skapmikill róman- tískur elskhugi með ofdekraða greifadóttur, og minnti að því leyti á landa sinn Liszt. Hinar fimm prelúdíur Hjálmars H. Ragnarssonar hafa ekki verið nema 10-12 ár í umferð, en virð- ast þegar orðnir hálfgerðir fasta- gestir á tónleikaskrám. Sjálfsagt ekki sízt vegna þess að kröfur til flytjandans eru þar í samræmi við inntak og gæði, en það virðist ekki alltaf gilda um framsækin nútímaverk. Þó virðist manni vera á mörkunum að hugsunin að baki nr. 3 standi undir ríflegri tíma- lengd. Hin víðkunna „naívíska“ prelúdía nr. 4 mætti með góðum vilja e.t.v. túlka sem freudíska launfórn tónskáldsins til popp- skurðgoðsins, og „vandarhöggin“ í upphafi nr. 5 sömuleiðis sem n.k. dulda skírslu í yfirbótaskyni. Dalmay lék verkið af snilid, og bólaði lítt á kannski eina veikleika hans í Svítunni þar á undan, þ.e. full snaggaralegum styrkbreyting- um. Stórvirtúósinn fékk að glampa hvað af tók í Tilbrigðum Liszts við kórþátt úr Weimar-kantötu Bachs, „Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen“. Liszt bjó lengi í sömu borg, og þátturinn er undir rithætti passacaglíu með hnígandi króman- tískum harmsöngsþrábassa, sem gefur tilbrigðagerðinni mikið svig- rúm. Stig af stigi magnast fingra- flugið upp og niður hljómborðið, og lyklar og strengir verða að þola sífellt meira áreiti (sem og hlust- endur, sé píanistinn ekki því hittn- ari), en Miklós Dalmay stóð af sér allar þrengingar með nærri fyrir- hafnarlausum glæsibrag og lauk fimaestissimo-kóralniðurlagi þessa kreíjandi verks með sannkallaðri konunglegri viðhöfn. Hin epísk-ljóðræna 13. Ung- verska rapsódía Liszts, þess er inn- leiddi eða a.m.k. festi í sessi hugtök eins og sinfónísk ljóð og stefræna ummótun, var síðust á dagskrá. Opinberaði Dalmay þar svo ekki varð um villzt gegnheilt næmi sitt fyrir mótun hendinga í vaggandi sígauna-rúbatóum „lassú“-kennda hlutans, og þegar æsast tók leikur- inn, gjömmuðu strengir litla Steinway-flygilsins óðar eins og gló- andi vélbyssukjaftar undan eldspú- andi en samt hnífnákvæmum slætti á hraða sem ólíklegt er að margur mörlandinn fengist til að reyna við. Hér var gefið allt í botn. Að vísu mátti enn sem fyrr vel hugsa sér styi'kbreytingar ívið breiðari - þær voru sumar full snöggar upp á lag- ið - en að því undanskildu duldist engum, að Miklós Dalmay er efni í meiriháttar píanósnilling. Ríkarður Ó. Pálsson LEIÐARLJÓS gefur út nokkrar bækur á árinu. Meðal þeirra eru nýjar bækur eftir Guðrúnu G. Berg- mann og metsöluhöfundinn James Redfield. Engladagar eftir Guðrúnu G. Bergmann er dagbók sem sögð er gefa lesanda tækifæri til að lifa í nánum tengslum við englana alla daga. Henni er skipt í fimmtíu og tvo kafla, einn fyrir hveija viku ársins. í upphafi Engladaga er fjall- að um englaorkuna, verndarengla og erkiengla, mátt bænarinnar og kraft hugsunarinnar. Guðrún sendir einnig frá sér verndarengla í formi blárra korta með jákvæðum hvatn- ingarorðum. Bókin kostar 1.990 kr. og kortin 790 krónur. Uppgjör við aldahvörf er eftir Karyn Martin-Kuri, en markmið hennar er að öðlast innra frelsi sem tengist meðvitund um andlegar víddir. Helga Ágústsdóttir þýddi. Verð 2.490 kr. í kilju. Boðskapur Maríu um von er eftir Annie og Byron Kirkwood, höfund Boðskapar Maríu til mannkynsins, sem kom út 1994. í bókinni eru skilaboð til mannkyns frá Mariu, móður Jesú. Þýðandi er Ingunn Stefánsdóttir. Verð í kilju 1.590 kr. James Redfield er metsöluhöf- undur sem hefur skrifað bókina Tíunda innsýnin, en hann er einnig höfundur Celestine-handritsins. I Tíundu innsýninni býður Redfield lesandanum í ferðalag inn í aðrar James Redfield víddir, að lifa andartakið fyrir getn- að og sjá fyrir sér lífssýn sína og stíga yfír mörk lífs og dauða, eins og segir í kynningu Leiðarljóss. Anna María Hilmarsdóttir þýddi Tíundu innsýnina. Verð í bandi 2.990 kr. í Hámarksárangri lýsir Brian Tracy aðferðum og lögmálum sem beita má til að bæta á skömmum tíma allt í lífi manna. Hann styðst við frumspeki, heimspeki og sál- fræði í þessum tilgangi. Þýðingin er gerð af Þorgerði Jörundsdóttur og Guðrúnu Sóleyju Guðjónsdóttur. Verð 3.490 kr. innbundin. Leiðarljós er bókaútgáfa hjón- anna Guðrúnar og Guðlaugs Berg- manns og hefur það að markmiði að gefa út bækur sem stuðla að mannrækt og andlegum þroska. Meðal þessara bóka eru svokallaðar sjálfsstjórnarbækur sem náð hafa útbreiðslu víða, einkum í Bandaríkj- unum. t mnimin oi i alliiijaiili ptir íii tikn Yel í raiti lér Andrés herrafataverslun • Antik-húsið • Barnafataverslunin Dimmalimm • Barnastígur • Bílastæðasjóður Blómaverkstæði Binna • Bogner • Bókaverslun Lárusar Blöndal • Bókaverslun Steinars • Cortina Sport Djásn og grænir skógar • Eggert feldskeri • Fatabúðin • Frímerkjamiðstöðin • Gallerí Smíðar & Skart Gler og grjót • Grænn kostur heilsubitastaður • Gullsmiðjan Pyrit G15 • Handprjónasamband íslands Hárgreiðslustofan Valhöll • Hárhönnun • Hársmiðjan • Rakarastofa Péturs • Heilsuhúsið Helgi Sigurðsson úrsmiður • Inga Elín gallerí • Jens gullsmiður • Jói og félagar hárgreiðslustofa Kúnígúnd sérverslun með gjafavörur • Litir og föndur • Misty • Nectar náttúrulegar snyrtivörur Ostabúðin • Ófeigur gullsmiðja og listmunahús • Snyrtistofan Guerlain • Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis • Stíll tískuverslun • Tösku og hanskabúðin • Úr og skartgripir Kornelíus Jónsson • Vefur -ALLTAF i DPPLEIÐ-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.