Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sannfærandi siðapredikun Morgunblaðið/Golli MAGNÚS Scheving í hlutverki íþróttaálfsins. LEIKLIST Loftkastalinn ÁFRAM LATIBÆR Höfundur bókar: Magnús Scheving. Höfundar leikgerðar: Baltasar Kor- mákur og Magnús Scheving. Höfund- ur söngtexta: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Tón- list: Máni Svavarsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Leikmynd: Justin Wallace. Lýsing: Helgi Jóhannesson. Förðun: Kristín Thors. Hljóð: Máni Svavarsson, Ivar Ragnarsson og Sveinn Ómar Grétarsson. Leikarar: Ari Matthiasson, Guðmundur Andrés Erlingsson, Ingrid Jónsdóttir, Jón St. Kristjánsson, Magnús Ólafsson, Magnús Scheving, Ólafur Guðmunds- son, Pálína Jónsdóttir, Selma Bjöms- dóttir, Siguijón Kjartansson, Sigur- veig Jónsdóttir, Steinn Armann Magnússon og Þórhallur Ágústsson. 23. nóvember. ÞEGAR undirritaður las í blaði allra landsmanna að Magnús Scheving hefði stungið upp á að landslýður legði fyrir andvirði hins daglega sígarettupakka svo hægt væri að bjóða fjölskyldunni á leik- sýningu þá sem hér er til umfjöll- unar lá við að hann tæki upp reyk- ingar. Þannig vill beinn áróður kalla fram þveröfug viðbrögð við þau sem ætlast er til. Það var því frekar með kvíða en eftirvæntingu sem haldið var í leikhúsið á laugar- daginn. Það kom því á óvart að þrátt fyrir eindregna afstöðu Magnúsar Scheving með góðum siðum - eins leiðigjarnir og þeir geta nú verið - þá leið sýningartíminn eins og örskot. Sýningin er nefnilega svo fjári skemmtileg. Þrátt fyrir að hún fari hægt af stað er textinn hnitm- iðaður og fyndinn og gulldrengur- inn Baltasar Kormákur virðist ein- staklega laginn við að ná því besta fram hjá hveijum leikara. Og það sem kom enn meira á óvart er að áróðurinn er ekki eins svæsinn og ætla mátti i fyrstu heldur rúmast boðskapurinn í hinum sígilda máls- hætti um að allt sé best í hófi. Allir ættu að geta fallist á það. Þó að persónurnar séu staðlaðar hafa þær allar skýr einkenni og leikararnir valdir með það í huga. Allir stóðu sig vel þó sumir hittu betur í mark en aðrir. Magnús Ólafsson var mjög viðkunnanlegur bæjarstjóri og Ingrid Jónsdóttir kraftmikið hrekkjusvín. í uppá- haldi var Steinn Armann Magnús- son sem feita sælgætisætan þó hann þurfi að gæta að því að svip- brigðin og framburðurinn taki ekki of miklum breytingum milli atriða. Fyndnastur var þó Ólafur Guð- mundsson sem Nenni; þó hann tæki einhverjum breytingum til batnaðar í leiknum var grunnt á nánösina undir niðri. Magnús Scheving fer á kostum, þó að söngröddina virðist hann hafa fengið að láni. Hann er leik- ari af guðs náð og það geislar af honum í hlutverki íþróttaálfsins, sem er reyndar ekki svo langt frá þeirri ímynd sem Magnús hefur skapað sér i fjölmiðlum. Umgjörð leiksins er unnin af natni: búningar litríkir og leikmynd sett saman af snilld. Hvort tveggja að viðbættum hugvitsamlegum leikhljóðum skapaði útlit í ætt við teiknimyndir sem umhverfi hinna skýrt dregnu persóna. Þó hægt sé að finna að hlutum eins og að sum- ar persónurnar í hópatriðum væru í skugga, flatneskjulegum söng- textum og óskýrum söng á köflum breytir það því ekki að sýningin er frábær skemmtun. Viðburðarík saga og grípandi laglínur tryggja að engum leiðist. Þessi sýning er enn ein fjöður í hatt Baltasar Kor- máks og sýnir að Magnús Scheving getur allt. Sveinn Haraldsson Nýjar hljómplötur • FYRSTI geisladiskur Karlakórs Keflavíkur er kominn út. Karlakórinn hefur sungið víða um land og einnig erlendis. Karlakór Keflavíkur syngur á plötunni lög eftir ís- lenska og erlenda höfunda, undir stjórn Vilbergs Viggós- sonar og við undirleik Agötu Joó, en þau hafa starfað með kórnum sl. þijú ár. Undirleik- ari á harmoniku er Ásgeir Gunnarsson og á bassa Þórólf- ur Þórsson. Fjöldi kórfélaga er nú 41. Einsöngvarar, sem allir koma úr röðum kórfélaga, eru Eiður Örn Hrafnsson, Guðmundur Haukur Þórðarson, Steinn Erl- ingsson og Þórður Guðmunds- son. Upptökur fóru fram í Studio Stemmu og var upptökustjóri Sigurður Rúnar Jónsson. Ljós- myndir af Suðurnesjum prýða fram- og bakhlið disksins, önn- ur er frá smábátahöfninni í Keflavík í vetrarstemmningu en hin er sólarlagsmynd af orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Myndir af kórfé- lögum tóku Páll Hilmarsson og Nýmynd í Keflavík. Um hönnun sá Guðbrandur Örn Arnarsson en framleið- andi er Skref hf. Útgefandi disksins er Karlakór Keflavík- ur. Verðkr. 1.999. Morgunblaðið/Silli FRAMHALDSSKÓLANEMAR skoða sýninguna. * A norrænni slóð“ Húsavík. Morffunblaðið. Tilþrifalítil tölvulist SAFNAHUSIÐ á Húsavík gekkst fyrir sýningu síðastliðna viku, sem nefnist „Á norrænni slóð“. Þetta er samnorræn far- andsýning í tengslum við svo- nefnt Nordliv verkefni og hefur hún farið víða, staðið yfir frá árinu 1995, en mun ljúka á næsta ári. Meginmarkmið sýningarinn- ar er að fjalla um og miðla ýmsu um norræna menningu í fortíð og nútíð og horfa inn í framtíðina. Sýningin á að minna okkur á hvað það er sem gerir okkur að Norðurlandabúum og hvað skapar sérstöðu okkar. Ungir og gamlir fjölmenntu á sýninguna og rifjaði hún margt upp fyrir þeim öldruðu um for- tíðina og benti þeim yngri á sögu liðinna alda og við hvað var búið sem mun hafa komið mörgum skólanemendum for- vitnilega fyrir sjónir. Sýningin var mest sótt af skólanemendum sem skoðuðu hana undir leiðsögn kennara. MYNPLIST Gallcrí Ingólfsstræti 8 TÖLVULIST Pekka Niskanen. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 1. desem- ber; aðgangur ókeypis. TÖLVAN hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug, og á allra síðustu árum og jafnvel mánuðum hefur staða hennar sem vinnutækis og vettvangs fyrir myndlist valdið gífurlega áhrifa- mikilli en hljóðlátri byltingu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú er svo komið að hægt er að nálg- ast myndefni helstu listasafna ver- aldar í gegnum tölvusamkskipti á hinum svonefnda veraldarvef, listamenn halda fjölbreyttar sýn- ingar á sama vettvangi, umræður og greinaskrif um listir og gildi þeirra í ljósi síðustu tækninýjunga fylla fjölda umræðuhópa og ráð- stefna, þar er hægt að nálgast fræðsluefni um gengna sem núlif- andi listamenn, og loks kynna lista- verkasalar varning sinn fyrir mögulegum kaupendum um allan heim. Fyrir þá sem hafa fengið smjör- þefinn af þessari byltingu og fylgj- ast með henni að einhveiju leyti er því lítið nýtt við myndlist unna með tölvu. Fjöldi listamanna nýtir sér möguleika hennar sem öflugs vinnutækis, og nú þegar hafa ver- ið settir upp „sýningarsalir" á vett- vangi veraldarvefsins, m.a. hér á landi. Tölvulist er ekki lengur ný af nálinni. Af sýningu Pekka Niskanen mætti þó ráða að svo væri. Hér er mikið látið með þá staðreynd, að í tölvum geti listamaður (og raunar hver sem er) leikið sér með letur- stærðir, liti og myndir, og að síðan sé hægt að setja efnið fram með ýmsum hætti, t.d. í risastórum út- prentunum. En nýjabrum þessara tæknimöguleika er farið að fölna, auk þess sem það vekur ætíð upp spurningar um hvert sé framlag listamannsins sjálfs (í tengslum við þessa sýningu kemur fram að aðrir aðilar hafa tekið ljósmyndir, verið fyrirsæta, aðstoðað við textagerð og framsetningu efnisins á verald- arvefnum). Því hljóta sýningargest- ir að líta nánar á viðfangsefnið sjálft, þ.e. texta og myndir, og meta listfengið á grunni þess - og hér reynast tilþrifalitlar neðanbelt- ishugrenningar í fyrirrúmi. í afar metnaðarfullum inngangi tengir danskur listamaður, gagn- rýnandi og rithöfundur list Pekka Niskanen við þá alla í senn, Paul Gauguin, Jackson Pollock og Marel Duchamp. Síðan undirstrikar hann þá skoðun sína að kynlíf, líkaminn og stærðin séu gegnumgangandi stef í verkum Niskanen með því að lýsa niðurlægingu konunnar sem finnskum samkvæmisleik sem aðeins sé hægt að draga eina álykt- un af: „Hið finnska umhverfi er óvægið." Það er erfitt að sjá samhengi þessara skrifa við þann texta sem hér er á veggjum (sem fjallar í sem stystu máli um að kynhneigð lista- mannsins sé forrituð í líkamsfit- una) eða við myndirnar. Hvorugt stendur undir þessum hástemmdu lýsingum, en minnir þess í stað á léttvægar skólablaðaskriftir, sem flestir ganga í gegnum á fram- haldsskólastiginu. Sumir eru lengur að komast af þessu spori en aðrir, en umbúðir tölvuvinnslunnar bæta þó ekki innihaldið. Eiríkur Þorláksson Ef engill ég væri... TÓNLIST III j« m <1 i s k a r UM UNDRAGEIM, ÍSLENSK SÖNGLÖG Elísabet E. Eiríksdóttir sópran, Elín Guð- mundsdóttir, píanó. Hljóðritun fór fram í Fella- og Hólakirlqu, Reylgavík. Upptökustjóm: Sig- urður Rúnar Jónsson. Stafræn h(jóðvinnsla: Studio Stemma e.hf. Dreifmg: Japis ehf. Stef 1996, EFEOOl. ELÍSABET F. Eiríksdóttir er í hópi okk- ar þekktari söngvara, hefur m.a. tekið þátt í mörgum óperuuppfærslum, en stærstu sviðshlutverk hennar eru Amelia í Grímu- dansleik og Leonora í II Trovatore, báðar eftir Verdi, og Tosca í samnefndri óperu Puccinis; einnig fyrsta hirðmeyja nætur- drottningarinnar í Töfraflautu Mozarts, einnig sungið fjölda smærri hlutverka. Hef- ur einnig komið fram sem einsöngvari með helstu hljómsveitum og kórum landsins (Messías Hándels, Messa í f-moll eftir Bruckner, Requiem Faurés og Magnificat Bachs). Hún hefur haldið fjölmarga einka- og samsöngstónleika og komið fram í út- varpi og sjónvarpi. Elín Guðmundsdóttir stundaði nám í semballeik að loknu píanókennaraprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Lauk hún ein- leikaraprófi á sembal 1975. Hún hefur kom- ið fram á fjölda tónleika, einkum sem sem- balleikari í kammertónlist, en einnig með Sinfóníuhljómsveit íslands og við flutning stærri kórverka. Báðar starfa þær sem kennarar við Söng- skólann í Reykjavík. Af framansögðu má ráða að á þessum hljómdiski má heyra góðan söng og píanó- leik í (mis)fallegum íslenskum sönglögum, enda er sú raunin. Elísabet er ekki aðeins góð söngkona, hún túlkar oft inntak lag- anna með miklum ágætum án þess að yfir- drífa eða skemma stíl þeirra og lagræna línu. Elín er góður undirleikari, þótt mér hafi fundist hún nota pedalann af óþarfa örlæti, en þetta er sjálfsagt smekksatriði. Söngskráin er giska fjölbreytt, og nokkr- ar þekktar perlur prýða hana. Hvað sem hver segir eru íslensk sönglög ekki öll jafn góð — og ófá frekar leiðinleg. Mörg ágæt tónskáld falla iðulega í þá freistni að semja lög að ólagrænum textum (sem oft er mjög hnyttinn og góður skáldskapur og kliðmjúk- ur sem slíkur). Slíkum lögum, sem stundum eru að einhveiju leyti í ek. „parlando“-stíl sem minnir á tón, hættir til að drepa fyndn- ina og dreifa snilldinni án þess að koma að einfaldri og þokkafullri laglínu, sem túlk- að getur andrúm ljóðsins. Davíð Stefánsson er aftur á móti dæmi um skáld sem nýtur sín í góðri sönggerð, enda var hann sjálfur ek. trúbador í ljóðlist sinni, a.m.k. á yngri árum. Og Páll Isólfsson var kjörinn til að ljá henni einfalda og sláandi tóna. „Gömlu mennirnir" kunnu að velja sér réttu textana og sömdu við þá mörg gullfalleg lög. Næg- ir að minna á Emil Thoroddsen, Sigfús Ein- arsson, Karl 0. Runólfsson, að ógleymdum Sigvalda Kaldalóns. í dag höfum við ágæt tónskáld, sem gera marga gullfallega hluti — hafa jafnvel smíðað gersemar, en látum það duga í bili í stuttri umfjöllun. Þetta er m.ö.o. góður og eigulegur hljóm- diskur fyrir þá sem heillast af vel fluttum íslenskum sönglögum og söng yfirleitt. Hljóðritun góð. „ , , „... Oddur Bjornsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.