Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borunum lokið
við Kröflu í ár
Fleiri holur
og dýpri
boraðar á
næsta ári
STARFSMENN Jarðborana hf. eru
þessa dagana að ganga frá bornum
Jötni fyrir veturinn en nýlega lauk
borunum ársins við Kröflu, að sögn
Ásgríms Guðmundssonar, jarð-
fræðings hjá Orkustofnun. Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunar, segir að há-
þrýstigufa verði sótt með því að
bora fleiri og dýpri holur til viðbót-
ar á næsta ári. Er reiknað með
að virkjunin verði komin upp í 60
megavött öðrum hvorum megin við
áramót ’97-’98.
Boraðar voru tvær nýjar lág-
þrýstiholur í haust, 27 og 28, og
ein eldri hola hreinsuð en ekki tókst
að gera við holu sem áformað var
að lagfæra að sögn Ásgríms.
Undirbúningur að stækkun
Kröfluvirkjunar úr 30 megavöttum
í 45 MW hófst í haust þegar Jöt-
unn, stærsti bor Jarðborana hf.,
var fluttur að Kröflu. Holur 27 og
28 voru boraðar niður á rúmlega
1.000 og 1.100 metra dýpi og er
þeim ætlað að afla gufu inn á lág-
þrýstiþrep virkjunarinnar. Eiga
þær að knýja vél 2 sem upphaflega
var gert ráð fyrir við Kröflu á
byggingartíma hennar á 8. ára-
tugnum en var aldrei sett upp þar
sem gufuöflun brást.
Þarf að láta þær blása
„Þetta eru ágætar holur en það
kemur ekki í ljós hvað í þeim býr
fyrr en búið er að hleypa þeim upp
og láta þær blása,“ segir Ásgrím-
ur. Hola 27 verður látin blása fljót-
lega en hola 28, sem nýlokið er
við, þarf að hitna. „Þegar hún er
orðin nægilega heit verður hún
látin blása líka, en sennilega verð-
ur það ekki gert fyrr en undir ára-
mót,“ segir hann.
Arnarfell, nýtt gámaskip Samskípa, kom til landsins í gærkvöldi
Stóraukin
flutningsgeta
NÝTT gáraaskip Samskipa, Arn-
arfell, kom í fyrsta sinn til hafn-
ar í Reykjavík í gær. Þetta er
stærsta gámaskip sem félagið
hefur gert út og kemur það í
stað Úranusar, en það hefur
verið notað í Evrópusiglingum
á móti Dísarfelli.
Arnarfell er mun stærra og
fullkomnara skip en Úranus.
Það verður í siglingum með
gáma í hringferðum frá íslandi
til hafna í Færeyjum, Englandi,
meginlandi Evrópu og Skandin-
avíu og þaðan heim aftur með
viðkomu í Færeyjum á móti Dis-
arfelli.
Arnarfell er danskt skip og
var smíðað árið 1994. Það er 122
metrar að lengd og 20 metrar
að breidd. Skipið er tekið á leigu
með allri áhöfn sem er Norður-
landabúar. Leigusamningurinn
er til sex mánaða, en Samskip
geta einhliða framlengt leiguna
til allt að þriggja ára.
Kristinn Þór Geirsson, sem
nýlega tók við stöðu fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs
Samskipa, segir að hið nýja skip
auki flutningsgetu í Evrópusigl-
ingum því skipið geti flutt 703
gámaeiningar, en Úranus hafi
510 gámaeininga flutningsgetu.
„Þetta hjálpar okkur mikið við
að halda flæði á tómum gámum
stöðugu yfir allt árið. Síðan er-
um við að auka flutninga til og
frá Ameríku í gegnum Evrópu,
og aukin afkastageta í Evrópu-
siglingum nýtist mjög vel til að
mæta því. Þar erum við í sam-
starfi við stærsta skipafélag í
heimi, Maersk, sem flytur vör-
una frá Evrópu til Ameríku,“
sagði hann.
Meiri siglingarhraði
bætir þjónustu
Kristinn Þór benti á að þetta
væri annar áfangi í því að auka
afkastagetu Samskipa í Evrópu-
siglingum á einu ári. „Fyrsti
áfanginn var sá að setfa Helga-
fellið sern gat flutt 426 gámaein-
ingar og fá í staðinn Dísarfell
með 582 gámaeininga flutnings-
getu. Við höfum því aukið flutn-
ingsgetuna úr 936 gámaeining-
um í 1.285 gámaeiningar eða
um ríflega 37%. Þetta hefur
m.a. nýst samstarfsaðila okkar
í Færeyjum, Færeyska skipafé-
laginu, sem hefur þurft á auk-
inni flutningsgetu að halda. Þá
gerir aukinn siglingarhraði
skipsins þjónustu Samskipa á
markaðnum traustari og örugg-
ari,“ sagði hann.
Að sögn Kristins jókst flutn-
ingsmagn Samskipa í útflutn-
ingi til Evrópu um rúmlega 8%
fyrstu átta mánuði ársins, en
innflutningur um rúmlega 4%.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ARNARFELL er stærsta gámaskip sem Samskip hefur gert út og getur flutt 703 gámaeiningar.
í athugun að skatt-
leggja fríar flugferðir
MÖGULEGT er að fríar ferðir
starfsmanna flugfélaga og fjöl-
skyldna þeirra verði skattlagðar
frá og með næsta ári. í Danmörku
og Svíþjóð eru slíkar ferðir skatt-
skyldar en í Noregi og hér á landi
ekki.
Nefnd á vegum fjármálaráðu-
Piltar rændu
gamla konu
FIMM unglingspiltar hrifsuðu veski
af eldri konu á Lindargötu um klukk-
an 15.30 í gær og höfðu á brott
með sér.
Konan er á níræðisaldri og búsett
í þjónustuíbúðum við Lindargötu
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu. Hún var stödd á móts við
Vitatorg þegar fimm piltar á aldrin-
um 10-14 ára viku sér að henni og
hrifsuðu af henni veski.
Konan var mjög miður sín eftir
atburðinn en gat gefíð greinagóða
lýsingu á veskisþjófunum, sem höfðu
lítið upp úr krafsinu, þar sem engin
verðmæti voru í veskinu, aðeins skil-
ríki og lyklar.
Lögreglan leitaði piltanna í gær
en sú eftirgrennslan hafði ekki borið
árangur í gærkvöldi.
neytisins vinnur nú að endurskoðun
á reglugerð um skatt á laun og
hlunnindi einstaklinga. „I núgild-
andi skattalögum eru ákvæði um
að öll laun og hlunnindi sem starfs-
menn njóta séu skattskyld. Þar er
ekkert undanskilið, hvorki fríir far-
miðar né annað. Skattskyldan er
fyrir hendi,“ segir Indriði Þorláks-
son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu-
neytinu og formaður nefndar um
endurskoðun á reglugerð um tekju-
og eignaskatt.
„Það hefur verið til umræðu í
sambandi við þetta mál og önnur
hvort þær reglur sem gilda í fram-
kvæmdinni séu nægilega góðar og
hafi tekið tillit til breytinga sem
orðið hafa á undanfömum árum.
Það hefur verið unnið að mestu leyti
eftir reglugerð sem að stofni til er
frá 1963 og er að ýmsu leyti orðin
úrelt,“ segir Indriði.
Reglur mismunandi á
Norðurlöndum
Samkvæmt upplýsingum frá Ole
Rundgren, blaðafulltrúa í höfuð-
stöðvum flugfélagsins SAS í Sví-
þjóð, eru reglur um skattlagningu
frírra ferða starfsmanna mismun-
andi á Norðurlöndúm. í Svíþjóð er
skatturinn föst upphæð sem fer
eftir stærð fjölskyldu starfsmanns
og fleiri þáttum. Ráðgert er að
breyta þeim á næsta ári og verða
þær þá svipaðar þeim sem gilda í
Danmörku. Þar í landi er verðmæti
hverrar ferðar metið sem hálft far-
gjald á almennu farrými og skatt-
lagt í samræmi við það. I Noregi
greiða starfsmenn SAS engan skatt
af fríum ferðum.
Rundgren telur að allir starfs-
menn SAS hafí svipaðan aðgang
að fríum ferðum. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins mega ís-
lenskir starfsmenn félajgsins með
að minnsta kosti þriggja mánaða
starfsreynslu, börn þeirra og mak-
ar, fljúga ótakmarkað ef sæti eru
iaus. Einnig eru samningar við önn-
ur flugfélög um afslætti af flugferð-
um.
Skattlagning dagpeninga
endurskoðuð
Að sögn Indriða eru einnig, með-
al annars, reglur um dagpeninga
starfsmanna á ferðalögum í endur-
skoðun. „Núverandi regla er að
dagpeningar, innan ákveðinna
marka sem ríkisskattstjóri setur,
eru frádráttarbærir. Önnur leið í
þessu efni er að frádrátturinn sé
samkvæmt kvittunum fyrir útlögð-
um kostnaði en það sem umfram
er yrði skattlagt."
Farmiðauppboð
á alnetinu
FLUGLEIÐIR gerðu í haust til-
raun sem fólst í því að bjóða far-
miða frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu á uppboði á alnetinu og tókst
tilraunin vel, að sögn Einars Sig-
urðssonar, aðstoðarmanns for-
stjóra Flugleiða.
Boðin voru rúmlega 100 sæti
í september og október og var
lágmarksverðið 250 dollarar í
september, um 16.500 krónur, en
150 dollarar í október eða um 10
þúsund krónur. Að sögn Einars
bárust um 800 tilboð í farmiðana
og seldust sætin á allt að 370
dollara.
„Menn lásu þetta á heimasíðu
Flugleiða í ágúst og var uppboðs-
tíminn því skammur, en við bund-
um þetta því skilyrði að ferðin
hæfist í Bandaríkjunum frá
Kennedyflugvelli. Þetta var fyrst
og fremst gert í þeim tilgangi að
sjá hvað gerðist á netinu, en til-
boðin 800 skiluðu sér á mjög
skömmum tíma og seldust því
allir miðarnir fljótt.
Menn fá upplýsingar á heima-
síðunni um uppboðið og geta sent
inn nafn sitt og tölvupóstfang
ásamt tilboðinu. Við höfum svo
samband og gefum út miðann.
Við fengum töluvert af tilboðum
fyrir ofan það lágmark sem við
settum. Það var langt undir
venjulegu verði enda var þetta
nánast auglýsingatilboð," sagði
Einar.
Taugagreining
selur um allan heim
Hugbúnaðarfyrirtækið Tauga-
greining hf. hefur gengið frá samn-
ingi við breska fyrirtækið Medelec
sem er eitt þriggja stærstu fyrir-
tækja í heiminum á sviði heilarita.
Samningurinn felur í sér að Med-
elec tekur að sér dreifingu á hug- og
vélbúnaði frá Taugagreiningu um all-
an heim að Norðurlöndum undanskild-
um, ásamt því að annast framleiðslu
á einstökum hlutum í vélbúnaðinn.
Taugagreining hefur þróað og
framleitt hug- og vélbúnað til að
rannsaka og greina truflanir á
starfsemi taugakerfisins. Búnað-
urinn gerir læknum kleift að nota
staðlaðar einmenningstölvur til að
rannsaka, fylgjast með og greina
truflanir á starfsemi taugakerfis-
ins.
■ Tryggir/C3